Skessuhorn


Skessuhorn - 29.03.2017, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 29.03.2017, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 201712 Hollenska flutningaskipið Amber kom til hafnar í Ólafsvík á fimmtu- daginn með 900 tonn af salti frá Túnis. Að sögn Péturs Bogasonar hafnarvarðar var allt salt búið í bæj- arfélaginu og hafi að undanförnu þurft að aka með salt til fiskverkana í Snæfellsbæ víða að. Þessi saltfarm- ur fer því í fiskvinnsluhúsin í Snæ- fellsbæ. Pétur segir að það eyðist sem af er tekið og eðlilegt að mikið salt sé notað þegar aflabrögð eru svo góð sem raunin er. Dragnótabátar hafa mokfiskað að undanförnu og fylla hvert kar. Netabáturinn Bárður SH landaði á miðvikudaginn á Arn- arstapa 13,3 tonnum og svo land- aði hann síðar sama dag sjö tonnum í Ólafsvík. Voru trossurnar aðeins látnar liggja í stutta stund í sjónum. Netabáturinn Katrín SH var með um 14 tonn í aðeins tvær trossur og voru þær einungis smá stund í sjón- um líkt og hjá Bárði SH. Það kom gott skot hjá handfæra bátnum Gesti SH frá Arnarstapa, sagði Pétur hafnarvörður. Pétur bætir því við að bátar frá Snæfellsbæ séu farnir að hægja verulega á sér í róðrum til þess að láta kvótann duga eitthvað fram á vorið. Það eru einkum línubátar sem geta kvartað en eftir að loðnan mætti á Breiðafjörðinn hefur verið erfiðara hjá þeim. Hafa bátarnir verið að fá um 50 kíló á balann sem þykir lé- legt, enda er fiskurinn nánast afvelta af loðnuáti og fúlsar því við beitunni sem í boði er úr landi. af Góð aflabrögð á allt nema línuna Hér er unnið við löndun á salti úr hollenska flutningaskipinu Amber. Sigurður Yngvi Kristinsson, pró- fessor í blóðsjúkdómum við Há- skóla Íslands, telur mergæxli séu algengir meðal íbúa á Akranesi en annars staðar. Ríkisútvarpið fjallaði ítarlega um mál þetta í síðustu viku. Mergæxli er krabbamein í bein- merg og er meinið skylt hvítblæði. Á síðasta ári var í Skessuhorni ítar- lega greint frá viðamikilli rannsókn á vegum HÍ undir stjórn Sigurðar. Rannsóknir bar heitið Blóðskim- un til bjargar og þar var leitað sam- þykkis og blóðsýna frá öllum íbúum landsins fæddum 1975 eða fyrr. Til- gangur rannsóknarinnar er að skilja orsakir mergæxlis og forstig sjúk- dómsins. Rannsóknin hófst form- lega í nóvember en til að prufu- keyra ferlið var eitt bæjarfélag valið þar sem skimað var fyrir mergæxli áður en skimunin hófst á landsvísu. Þar varð Akranes fyrir valinu. Fyrstu niðurstöður rannsóknar- innar benda til þess að 5,2% lands- manna séu með mergæxli á byrj- unarstigi án þess að hafa vitneskju þar um. Er það ögn hærra hlutfall en í nágrannalöndunum. Sigurð- ur telur að mergæxli séu algeng- ari meðal íbúa Akraness en ann- arra landsmanna. „Það er tilfinning okkar, og við höfum tekið eftir því á blóðsjúkdómadeild Landspítal- ans, að það er meira af mergæxlum hjá Skagamönnum heldur en öðr- um,“ segir Sigurður. Hann segir að með rannsókninni á landsvísu verði hægt að staðfesta þann grun. „Það sem við þá getum gert með þessari rannsókn er að greina hvers vegna það er. Ef við náum að staðfesta það með þessari skimun, að forstig mergæxlis og mergæxli séu algeng- ari á Akranesi en annars staðar þá getum við grafið enn frekar ofan í það hvers vegna það er. Teng- ist það kannski stóriðjunni eins og álveri eða sementsverksmiðju, eða er eitthvað allt annað í gangi þar sem mögulega skýrir þetta?“ segir hann. Slík rannsókn er að sögn Sigurð- ar fyrirhuguð á næstunni og verður þýðingarmikil, þar sem hún getur ef til vill varpað ljósi á samhengi erfða og umhverfisþátta þegar kemur að sjúkdómnum. Rannsóknin verður framkvæmd með styrk frá alþjóð- legum krabbameinssamtökum Int- ernational Myeloma Foundation. „Þau eru gríðarlega áhugasöm um þetta og hafa komið í heimsókn til okkar þrisvar sinnum síðan að við fengum styrkinn og í eitt skiptið fóru þau sérstaklega upp á Akra- nes til þess að skoða þetta. Þau eru mjög áhugasöm um einmitt um- hverfisþætti sem áhættuþætti fyrir sjúkdóminn,“ segir hann. Sigurður segir blóðskimunar- rannsóknina hafa vakið athygli Ak- urnesinga og að margir þeirra hafi kynnst sjúkdómnum af eigin raun. „Það hafa fleiri Skagamenn greinst með þennan sjúkdóm undanfar- ið og svo þekkja margir þetta for- stig sjúkdómsins í gegnum þetta átak okkar; Blóðskimun til bjargar. Skagamenn kannast vissulega við sjúkdóminn.“ kgk Telur mergæxli algengari á Akranesi en annars staðar Hópur fólks undir stjórn Sigurðar Yngva Kristinssonar prófessors í blóð- sjúkdómum fer fyrir viðamikilli rannsókn sem kallast Blóðskimun til bjargar. Miklar framkvæmdir hafa að und- anförnu staðið yfir í Sjómanna- garðinum á Hellissandi. Að sögn Þóru Olsen, sem ásamt Erni Hjör- leifssyni og fleirum hafa staðið fyrir framkvæmdum, á að stækka safnið um 70 fermetra og hafa þar afgreiðslu og móttöku gesta. Einnig verður aðkomu að safn- inu breytt. „Við erum búin að taka bæði húsin i gegn. Í því felst að steypa gólfið og setja upp betri lýsingu og margt annað sem þurfti að lagfæra,“ sagði Þóra. Hún bæt- ir við að í síðustu viku hafi sýning- arhönnuðurinn Björn G Björns- son komið og kynnt tvær sýning- ar sem á að setja upp í sumar. Þær bera heitin Sjósókn undir jökli og Náttúran við haf og strönd. „En það hefur farið mikil vinna hjá okkur í að leita að hlutum í sýningar,“ segir Þóra. „Þetta er sjálfseignarstofnum og höfum við fengið styrki frá fyrirtækjum hér í Snæfellsbæ og fleirum. En það hefur komið mér á óvart hversu erfitt er að fá styrki frá hinu opin- bera í svona verkefni og eru því allir styrkir vel þegnir,“ bætir hún við. „Helsta aðdráttaraflið hér er Þorvaldarbúð en í Sjómannagarð- inum er að að finna nákvæma eft- irlíkingu af gömlu Þorvaldarbúð, síðustu þurrabúðinni á Hellissandi, en þau mannvirki voru rifin að öll- um líkindum árið 1951. Búðin stóð áður niðri við ströndina en Lúðvík Kristjánsson mældi hana upp og Þorsteinn Jósepsson ljósmyndaði. Þau gögn voru notuð og þurrabúð- in endurbyggð í nákvæmri eftir- mynd. Meðal annars er að finna í safninu áraskipið Blika sem Krist- jón Jónsson sjómaður gaf safninu en báturinn var smíðaður í Akureyj- um árið 1826 og var alla tíð í eigu sömu ættarinnar. Róið var á Blika frá Hellissandi til ársins 1965. Þá hafði vél verið sett í bátinn og hann borðhækkaður en á safninu er hann í sinni upprunalegu mynd. Þetta er áreiðanlega elsta fiskiskip sem Ís- lendingar eiga,“ segir Þóra að lok- um. Í sumar verður svo opið fyr- ir gesti og gangandi í Sjómanna- garðinum, en stefnt er að því að hafa safnið opið allt árið. af Framkvæmdir við Sjómannagarðinn á Hellissandi Örn Hjörleifsson ásamt Jóni Tryggvasyni smið við viðbygginguna þar sem móttaka gesta verður. Safnið í Sjómannagarðinum á Hellissandi. Til hægri má sjá Þorvaldarbúð sem var síðasta þurrabúðin á Hellissandi og var flutt í garðinn árið 1977. Björn G Björnsson sýningarstjóri stendur við Blika, elsta bát Íslendinga.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.