Skessuhorn


Skessuhorn - 29.03.2017, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 29.03.2017, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 201728 Í síðustu viku mátti heyra pistil í Speglinum á RÚV sem fjallaði um góð áhrif trjáa og annars gróðurs á fólk. Í pistlinum var vitnað í rann- sóknir umhverfisstofnunar Evrópu sem aftur var samantekt úr mörgum rannsóknum í Evrópu. Þar kom fram að aðgangur að skógum og grónum svæðum hefur mikil heilsubætandi áhrif, lengir líf fólks, dregur úr hættu á þunglyndi og offitu og hefur heilsu- bætandi áhrif á ófrískar konur. Í pistl- inum kom fram að mikil og góð áhrif náttúrunnar á heilsu fólks hafi ver- ið vanmetin og að dvöl í náttúrunni dragi úr ofnæmi og efli sjálfsvirðingu manna. Mér þóttu þetta ekki vera nýjar fréttir, aðeins staðfesting á því sem manni hefur verið sagt frá barnæsku. Ég man ekki betur en að þetta hafi verið kennt í barnaskóla fyrir margt löngu nema hvað þá var lítið fjallað um tré sem á þeim tíma voru lítil og sjaldséð í henni Reykjavík þar sem ég ólst upp. Í gömlu heilsufræðinni var kennt að útivera væri talin nauðsyn- leg fyrir alla. Ennþá er kennt í skól- um að útvera sé ágæt en í raun hef- ur sífellt meiri áhersla og peningar farið í að byggja íþróttahús og -hallir sem gagnast inniíþróttum og sérstak- lega afreksíþróttum. Útivistarsvæði og göngu- og hjólreiðastígar hafa orðið útundan hjá flestum sveitar- félögum, þó slík svæði gagnist öllum og séu miklu ódýrari en íþróttahall- irnar. Ekki hef ég neitt á móti íþrótta- höllum svo fremi sem þær sogi ekki peninga frá öðrum nauðsynlegum út- gjöldum sveitarfélaganna. Uppbygg- ing útivistarsvæða gagnast öllum og er miklu ódýrari en dýrt húsnæði. Það þarf bara að bretta upp ermarnar og hefja framkvæmdir. Og við mynd- um uppskera ríkulega í bættri heilsu almennings og betra mannlífi. Útivistarsvæði á Skaganum Ég skrifaði grein í Skessuhorn 2012 um þörfina á göngu- og hjólreiðastíg meðfram þjóðveginum til Akraness. Lítið hefur gerst í því máli nema hvað lagðir hafa verið reiðstígar. Við sem viljum efla útivist á Skaganum í þágu alls almennings þurfum að þrýsta á að göngu- og hjólreiðastígar verði lagð- ir þarna og helst fá slíka stíga upp að Akrafjalli. Í Slögu, skógræktarsvæði Skógræktarfélags Akraness, kemur vaxandi fjöldi fólks til að njóta úti- vistar. Skógræktarfélagið hefur reynt að endurbæta stíga þarna og hefur vilja til að gera slíkt hið sama á skóg- ræktasvæðinu meðfram þjóðvegin- um. Við höfum m.a. sótt um styrki frá Akranesbæ og ýmsum fyrirtækj- um til að kaupa traktor sem myndi auðvelda okkur vinnu við göngustíga og útivistarsvæðin og auðvitað í skóg- ræktinni. Það má deila um það hvort bláfátækt skógræktarfélag eigi að sjá um göngu- og hjólreiðastíga sem oft- ast eru í umsjá sveitarfélaganna. En sum sveitarfélög hafa gert þjónustu- samning við skógræktarfélög um að sjá um göngu- og hjólreiðastíga og virðist það ganga vel. Hvernig sem Skagamenn vilja haga þeim málum þá er Skógræktarfélag Akraness reiðu- búið til að leggja sitt af mörkum til eflingar útivistarsvæða Skagamanna og stuðla þannig að bættri heilsu al- mennings. Öflug skógrækt. Hugur í skógræktarfólki Skógræktarfélag Akraness stefnir að því að gróðursetja rúmlega 20 þús- und tré í ár. Við höfum sótt um við- bótarlandsvæði fyrir neðan Slögu. Þar höfum við sótt um svæði frá því fyr- ir 2009 og yfirleitt fengið góðar und- irtektir en ekki hefur náðst að ganga frá samningum af ýmsum ástæðum. Við vonumst eftir að við getum hafið skógrækt í sumar á að minnsta kosti hluta þess svæðis sem við óskum eft- ir. Þarna getur orðið hluti af útivist- arsvæðum Skagamanna í framtíðinni. Jafnframt höfum við óskað eftir að fá til umráða smáhluta af skógræktar- svæðum meðfram þjóðveginum sem okkur var úthlutað 2002 en hesta- eigendur hafa girt af til einkanota. Skógræktarfélag Akraness er fé- lag áhugafólks sem hefur verið býsna duglegt í gegnum tíðina. Við þurfum ekki mikla fjármuni í skóg- ræktina, þar hafa margar starfsam- ar hendur gróðursett tré án þess að þiggja önnur laun fyrir en ánægjuna og heilsubætandi útiveru. Við sumt annað þurfum við meiri stuðning og ber þar hæst stígagerð og útivistarað- stöðu. Þar þurfum við fjárhagslegan stuðning sveitarfélagins og annarra sem eru aflögufærir. Þá finnst okkur óneitanlega fara of mikill tími í girð- ingavinnu og rollurekstur. En við því er líklega ekkert að gera á meðan ekki má banna lausagöngu búfjár? Ef tæk- ist að fá eigendur búfjár til að bera ábyrgð á sínum búpeningi þá hefðum við skógræktarfólk meiri tíma og fé til að sinna skógræktinni. Í lokin hvet ég sem flesta til að leggja okkur lið í skógræktinni með því að ganga í félagið. Hvort heldur fólk treystir sér til vinnu eða ekki þá styrkir það félagið að gerast meðlim- ur. Skrá má sig í félagið á heimasíðu þess: http://www.skog.is/akranes/ Einnig má senda póst til jensbb@int- ernet.is. Jens Baldursson Höf. er formaður Skógræktarfélags Akraness Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Sprautu- og bifreiðaverkstæði Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti Þjónustum öll tryggingafélög Borgarness www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 Almennar bílaviðgerðir Rúðuskipti Smurþjónusta Stjörnuviðgerðir á framrúðu Dekkjaskipti og viðgerðir Tölvulestur Sólvellir 5 – Grundarfjörður – s: 438-6933 – kbbilav@simnet.is Opnunartími 8-12 og 13-17 – Verið velkomin Skyldur og ábyrgð velferðarráðu- neytisins um forvarnir fellur undir ábyrgðasvið heilbrigðisráðherra og hann sem slíkur ber ábyrgð á for- vörnum og lýðheilsu samkvæmt forsetaúrskurði. Með lýðheilsu er átt við aðgerðir hins opinbera og annarra sem miða að því að við- halda og bæta heilbrigði, líðan og aðstæður einstaklinga, þjóðfélags- hópa og þjóðarinnar í heild. Unnið er að þessu með heilsueflingu, for- vörnum og heilbrigðisþjónustu og markmiðið er að efla og bæta lýð- heilsu. Nú liggur fyrir Alþingi frum- varp til laga um að leyfa sölu áfeng- is (bjórs, léttvíns og sterks víns) í venjulegum matvöruverslunum. Þetta er forgangsmál Sjálfstæðis- flokksins á þingi og flutningsmað- ur er Teitur Björn Einarsson, þing- maður Norðvesturkjördæmis. Í umræðu um áfengisfrumvarpið var ráðherra spurður beint út, hvort hann styddi frumvarpið. Ráðherra svaraði því til að hann óskaði eftir að frumvarpið fengi þinglega með- ferð, fengi umsagnir frá almenn- ingi, heilbrigðis- og félagsþjónustu, aðilum í verslun og þjónustu og að hann vildi sjá hvernig frumvarpinu reiddi af áður en hann gæfi upp sína endanlega afstöðu. Í umræðunni vitnaði ráðherra í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, þar sem sérstök áhersla er lögð á að draga skuli úr beinum og óbeinum samfélags- kostnaði með því að efla starf á sviði forvarna og lýðheilsu. Hann bætti við að í mótun sé heilbrigðisstefna sem samhæfir og treystir heilbrigð- isþjónustuna, bætir lýðheilsu og stuðlar að heilbrigði landsmanna. Hann drap líka á að stóraukið að- gengi að áfengi geti ekki samræmst stefnu um lýðheilsu. Ráðherra tók ekki beina afstöðu gegn frumvarpinu í umræðunni. Þar með gengur hann gegn öllum þeim sem starfa að lýðheilsu og forvörnum í landinu. Með afstöðu sinni styður hann ekki þá aðila sem berjast gegn frumvarpinu. Þetta eru kaldar kveðjur til fjölda fólks sem telur að með samþykkt frum- varpsins muni áfengisneysla aukast með ófyrirsjáanlegum afleiðing- um. Verra er að ráðherra skuli ekki geta staðið af festu í báða fæturna í þessu máli, sem er að viðhalda og bæta heilbrigði. Væntingar til heil- brigðisráðherra eru þær að hann taki skýra afstöðu gegn áhrifaöflum sem berjast fyrir aukinni óheilsu og verra heilsufari þjóðarinnar. Það er haft á orði að ráðherra eigi erfitt með að taka ákvarðan- ir. Í þessu mikilvæga máli á að vera auðvelt að taka af skarið og standa af einurð með viðleitni okkar sem bæta vilja heilsu almennings. Guðjón S. Brjánsson, alþingismaður Ráðherra veldur vonbrigðum Pennagrein Tré bæta heilsu Pennagrein

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.