Skessuhorn


Skessuhorn - 29.03.2017, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 29.03.2017, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 201718 Stefán Skafti Steinólfsson var sæmd- ur starfsmerki Ungmennafélags Ís- lands á aðalfundi Ungmennafélags- ins Skipaskaga sem haldinn var á Akranesi á mánudaginn í síðustu viku. Helgi Gunnarsson, fjármála- stjóri UMFÍ, sótti fundinn fyrir hönd hreyfingarinnar og afhenti Skafta starfsmerkið fyrir vel unnin störf í þágu ungmennafélagshreyfingarinn- ar í gegnum árin. Skafti hefur verið stjórnarmaður í Umf. Skipaskaga um áraskeið, sat í stjórn UMFÍ eitt tíma- bil og situr nú í stjórn SamVest fyrir hönd Umf. Skipaskaga. kgk Skafti sæmdur starfsmerki UMFÍ Helgi Gunnarsson afhendir Stefáni Skafta Steinólfssyni starfsmerkið fyrir vel unnin störf í þágu ungmennahreyf- ingarinnar. Ljósm. UMFÍ. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytið hefur birt skýrslu með nið- urstöðum úttektar á Matvælastofn- un þar sem farið er yfir starfsemi stofnunarinnar, þróun, verklag og leiðir til úrbóta. Skýrslan er unnin af Bjarna Snæbirni Jónssyni og Ólafi Oddgeirssyni sem falið var að gera úttekt á starfsemi stofnunarinn- ar í lok síðasta árs, í kjölfar Brún- eggjamálsins. Í henni er farið yfir tilgang verkefnisins og aðferðafræði við framkvæmd úttektar. Rýnt er í starfsemi Matvælastofnunar, fjölgun verkefna og málaflokka sem stofn- uninni hefur verið falið, vinnuálag og mannauð til að sinna lögbundn- um skyldum. Fyrirkomulag eftirlits hérlendis er borið saman við fyrir- komulag matvælaeftirlits og dýra- velferðar í Evrópu. Brúneggjamál- ið er sérstaklega skoðað og verklag stofnunarinnar í dýravelferðarmál- um. Þá eru lagðar fram tillögur að úrbótum, s.s. tækifæri til úrbóta í innra starfi stofnunarinnar, samein- ingu eða samþættingu matvælaeftir- lits Matvælastofnunar og heilbrigð- iseftirlits sveitarfélaga og möguleika á útvistun afmarkaðra verkefna til sjálfstætt starfandi skoðunarstofa. Skýrsluna má nálgast í heild sinni á vef Matvælastofnunar. „Matvælastofnun mun vinna áfram með tillögur skýrsluhöfunda í samstarfi við þriggja manna verkefn- isstjórn sem ráðuneytið mun skipa í kjölfarið með það að markmiði að styðja frekar við starfsemi stofnun- arinnar. Samhliða þeirri vinnu verð- ur unnið áfram að nýjum lögum um Matvælastofnun sem skilgreina munu betur hlutverk stofnunarinn- ar, skyldur og heimildir,“ segir í til- kynningu. mm Úttekt á starfi Matvælastofnunar Jón Einar Hjaltested nem- ur íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík og hyggur á útskrift í vor. Samhliða námi starfar Jón sem einstaklingsþjálfari á Akra- nesi. „Ég byrjaði að þjálfa á ára- mótum og líkar vel. Þetta er það sem ég vil gera í framtíðinni. Ég ákvað að byrja á að þjálfa á meðan ég er enn í skólanum til að þetta væri komið aðeins af stað þegar ég útskrifast. Þjálfunin hefur fengið fínar undirtektir og stefnan er að gera þetta í fullu starfi í framtíð- inni,“ segir Jón. Hann tekur á móti bæði einstaklingum og litlum hóp- um, en leggur áherslu á að ekki sé um eiginlega hópatíma að ræða. „Þetta er einstaklingsþjálfun þó hún fari oft fram í litlum hópum og prógrammið einstaklingsmiðað. Fólk er ólíkt og ef þeir sem mæta saman eru ólíkir innbyrðis fá all- ir gerólíkt æfingaplan. En ef ein- hverjir eru á svipuðum stað þá fá þeir prógramm sem er aðeins lík- ara, en það verður aldrei eins því allir eru mismunandi og með mis- munandi markmið,“ segir hann. Enn fremur leggur hann áherslu á að viðskiptavinir hans hafi sjálfir frumkvæði af því ef þeir vilji mæta saman í hópum. „Ég set hópana ekki saman sjálfur, fólk á að ráða sjálft með hverjum það æfir og stemningin í tímum er þá bara sú sama og þegar fólk fer með vinum sínum í ræktina. Mín upplifun er sú að sumum líður betur með að æfa með vinum sínum en ókunn- ugum. Þetta snýst allt um að fólki líði vel í ræktinni því þá er það lík- legra til að halda áfram. Ég vil að fólk haldi áfram, bæði á meðan það hefur skráð sig í tíma hjá mér en líka þó það hætti hjá mér,“ segir Jón og bætir því við að litlir hópar hafi fleiri kosti. „Því færri sem eru á æfingunni þeim mun meiri at- hygli getur þjálfarinn sinnt hverj- um og einum. Fyrir vikið fær fólk meira út úr æfingunni. Það hentar mér vel, bæði vegna þess að ég er að læra sjálfur og líka vegna þess að ég vil gjarnan geta sinnt hverj- um og einum af fullri athygli. Varið nægum tíma í að kenna æfingarnar og síðan fylgst með því hvort verið sé að gera þær rétt, því röng lík- amsbeiting getur leitt til meiðsla,“ segir Jón. Afhuga fitumælingum Þegar kemur að því að fylgjast með árangri æfinganna beitir Jón fyrst og fremst þrekprófum. Hann kveðst lítið gera af því að láta fólk stíga á vigtina, enda geri fólk slíkt hvort eð er heima hjá sér. Þá reyn- ir hann að sneiða frá fitumæling- um, en mæling á fituprósentu er ein af algengari mælistikum á ár- angur fólks í ræktinni. Mér finnst fitumælingum fylgir svo oft and- legt bakslag. Ég hef oft lent í því að fólk kemur til mín og vill fá fitumælingu en verður síðan ósátt við útkomuna. Það hélt ef til vill að það kæmi betur út og líður illa með niðurstöðuna. Það er kannski ekki alveg það sem maður vill þeg- ar fólk er að byrja í ræktinni,“ segir hann. „Þess vegna legg ég yfirleitt til að fitumælingunni verði frestað og fólk einbeiti sér að því að mæta á æfingar og standa sig vel í afkast- aprófunum. Síðan má alveg skoða fitumælingu einhvern tímann seinna ef fólk vill. Fituprósenta er ágætis mælitæki en mér finnst alltof oft fylgja henni smá and- legt bakslag. Það er mikilvægt að fólki líði vel, ekki síst þegar það er að byrja og þá vil ég frekar sleppa fitumælingunni,“ segir hann. Hneigðist að styrktar- þjálfun í náminu Sem fyrr segir mun Jón útskrif- ast sem íþróttafræðingur frá HR í vor. Hann ber náminu og skólan- um vel söguna og kveðst alltaf hafa haft áhuga á íþróttum. „Hins vegar var ég ekkert hundrað prósent viss hvaða stefnu ég myndi taka innan íþróttafræðinnar þegar ég byrjaði. En ég hef alltaf verið í kringum íþróttir og lyftingar þannig að eft- ir fyrsta árið þá tók ég stefnuna á styrktarþjálfun og hef einbeitt mér að henni í náminu,“ segir hann. Lokaverkefni Jóns er einmitt á því sviði. „Ég er að kanna árang- ur einstaklingsmiðaðrar styrktar- þjálfunar fyrir knattspyrnukonu, frá undirbúningstímabili og fram að keppnistímabili. Hún fer einnig á styrktaræfingar hjá liðinu en æfir bara aukalega hjá mér. Í fótbolt- anum eru hópatímar með styrkt- arþjálfara og sú er raunin í flest- um liðsíþróttum,“ segir Jón. „Ég er með eina stelpu í ÍA í styrkt- arþjálfun, maður á mann. Pró- grammið er algjörlega sniðið að hennar þörfum og hún hefur þá fulla athygli þjálfarans allan tím- ann,“ segir hann. „Síðan fylgi ég henni eftir í sumar eftir að tíma- bilið hefst og æfingarnar breytast. Hluti verkefnisins snýr að því að tímabilaskipta lyftingaprógramm- inu og kanna hvaða áhrif það hef- ur. Aðal markmiðið er að bæta við þá þekkingu, sem þegar er til stað- ar, þegar kemur að tímabilskiptri þjálfun fyrir knattspyrnufólk og að einstaklingmiðuð þjálfun sé hugs- anlega áhrifaríkur kostur.“ Góður valkostur Þegar sá tími kemur verður Jón út- skrifaður og ef allt gengur að ósk- um farinn að starfa alfarið sem einstaklingsþjálfari með bæði litla hópa og einstaklinga. En að bjóða eingöngu upp á fámenna hópa- tíma og einstaklingsþjálfun virð- ist stinga dálítíð í stúf við þá stefnu sem skipulagðir líkamsræktartímar hafa tekið síðustu ár, að minnsta kosti eins og hún blasir við blaða- manni, sem hreyfir sig sjald- an (aldrei). Einstaklingstímar hjá einkaþjálfurum hafa alltaf verið til staðar en fjölmennir hópatímar hafa verið að ryðja sér æ meira til rúms á undanförnum árum og eru vinsæll valkostur þeirra sem vilja iðka reglulega líkamsrækt og hreyf- ingu. Boot Camp og Crossfit tímar hafa til dæmis sjaldan notið meiri vinsælda, en þar eru jafnan mjög margir að æfa saman. Aðspurð- ur hvort hann telji einstaklings- tíma vera það sem koma skal vill hann ekkert fullyrða um það. „Það eru margir sem finna sig í þannig tímum, finnst gott að stunda sína hreyfingu þar sem er margt ann- að fólk og mikil stemning. Svona tímar eru oft mjög skemmtileg- ir og það er hið besta mál ef fólki líkar það vel. Hins vegar eru ekki allir sem finna sig í þannig tím- um heldur vilja frekar mæta bara með nokkrum vinum sínum. Þetta snýst allt um að fólki líði vel. Það er gott að hafa val og þriggja til fjögurra manna æfingar eru góður valkostur fyrir þá sem kjósa það,“ segir Jón. „Ef einhver hefur áhuga á að prófa, hvort sem er tveir eða fjórir saman eða bara einn þá hvet ég þá til að hafa samband við mig og við finnum tíma. Síðan má geta þess að ég er í samstarfi við Krissý Jónsdóttur og verslunina Ozone. Þeir sem eru hjá mér í þjálfun fá afslátt í spinningtímana hjá Krissý og sömuleiðis ákveðin fríðindi á íþróttafatnaði í Ozone,“ segir Jón Einar Hjaltested að lokum. kgk „Snýst allt um að fólki líði vel í ræktinni“ Jón Einar Hjaltested, íþróttafræðinemi og einstaklingsþjálfari. Tekið á því í tíma hjá Jóni Einari. Ljósm. eo.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.