Skessuhorn


Skessuhorn - 29.03.2017, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 29.03.2017, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 201720 Aðalfundur Kaupfélags Borgfirð- inga fór fram í Borgarnesi síðast- liðinn fimmtudag. Samkvæmt árs- reikningi sem samþykktur var á fundinum nam hagnaður félags- ins á síðasta ári um 17,2 milljón- um króna en heildarvelta var tæp- ar 354 milljónir. Eiginfjárhlut- fall samkvæmt efnahagsreikningi var 33,2%. Félagsmönnum fjölg- aði um 71 frá 2015 og voru þeir 1606 um síðustu áramót. Þeim hefur fjölgað stöðugt undanfarin ár og voru sem dæmi 1297 í árslok 2010. Mest hefur fjölgunin orðið í Breiðafjarðardeild sem stofnuð var 2012 en hún spannar norðanvert Snæfellsnes, Dali og Barðaströnd að Kjálkafirði. Kaupfélagsmenn við Breiðafjörð eru nú 149 en voru 28 árið 2012. Kaupfélagið er eitt elsta fyrir- tæki Vesturlands og varð 113 ára í janúar. Meginstarfsemi þess er rekstur búrekstrardeildar í Borg- arnesi. Félagið rekur einnig fast- eignir í gegnum dótturfyrirtæki sitt Borgarland og þá á það verðbréfa- eignir. Sú stærsta er 13% hlutur í Samkaupum hf. sem bókfærður er á tæpar 400 milljónir króna. Arður af verðbréfum félagsins nam 38,1 milljón króna á síðasta ári. Fram kom í máli Guðsteins Ein- arssonar kaupfélagsstjóra á fundin- um að meðal helstu verkefna fram- undan væri að stækka búrekstrar- deild félagsins í Borgarnesi en núverandi húsnæði væri farið að þrengja að rekstrinum. Þá er unnið að undirbúningi á lóð Borgarlands við Digranesgötu í Borgarnesi en þar áformað að reisa stórt húsnæði með verslun, þjónustu eða hóteli. Sveinn Hallgrímsson heiðraður Á aðalfundinum var stjórn Kaup- félagsins endurkjörin en stjórnar- formaður er Guðrún Sigurjóns- dóttir á Glitstöðum í Norðurár- dal. Þá var Sveinn Hallgrímsson fyrrverandi skólastjóri Bændaskól- ans á Hvanneyri heiðraður á fund- inum. Sveinn var stjórnarformað- ur Kaupfélagsins upp úr aldamót- um og kom fram í ræðu Guðsteins kaupfélagsstjóra að hann hafi leitt félagið á þeim tíma til farsælla ákvarðana. hlh Kaupfélagið hagnaðist um 17 milljónir Búrekstrardeild Kaupfélagsins við Egilsholt í Borgarnesi. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur tekið ákvörðun um að loka sundlauginni og íþróttahúsinu að Heiðarborg í sumar. Að sögn Skúla Þórðarsonar sveitarstjóra er ein- ungis um sumarlokun að ræða og verður sundlaugin að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd opin á þeim tíma sem Heiðarborg verður lokuð. Ekki hefur verið dagsett nákvæm- lega hvenær Heiðarborg verður lokað en Skúli reiknar með að það verði í kringum mánaðamótin maí - júní. „Við opnum svo aftur þeg- ar skólinn byrjar í haust, undir lok ágústmánaðar. Það hefur áður stað- ið til að loka Heiðarborg yfir sum- artímann og í fyrra var lokað í júlí og fram undir 20. ágúst. Núna ætl- um við að einbeita okkur að því að halda lauginni að Hlöðum opinni en við réðumst í miklar endurbætur á henni 2016,“ segir Skúli. Opnun- artími sundlaugarinnar að Hlöðum var aukinn sumarið 2015 og segir Skúli það hafa fallið í góðan jarð- veg. Í fyrrasumar var laugin lokuð vegna framkvæmda og er stefnt að því að hún verði nú opnuð á nýjan leik í byrjun júní. „Ástæðan fyrir því að við lokum Heiðarborg á meðan er einfaldlega sú að fyrir Hvalfjarð- arsveit er nóg að halda úti einni sundlaug, það er óþarfi að vera með tvær sundlaugar opnar í 650 manna sveitarfélagi. Þetta snýst einungis um reksturinn og að við viljum fara vel með opinbert fé,“ segir Skúli. grþ Heiðarborg lokuð í sumar Sundlaugin að Hlöðum verður opin í sumar en ráðist var í miklar endurbætur á lauginni í fyrra. Hjá Grunnskóla Snæfellsbæjar er tími árshátíðanna hafinn. Skólinn er á þremur starfsstöðvum og haldn- ar árshátíðir á hverri stöð. Árshá- tíð stöðvarinnar á Lýsuhóli var hald- in laugardaginn 25. mars. Sýnt var myndband frá ýmsum verkum leik- skólanemenda, þar á meðal brot úr ýmsum ævintýrum sem börnin höfðu skellt sér í að leika eins og Búkollur og Kiðlingunum sjö. Nemendur 1. til 4. bekkjar fluttu svo leikritið Systk- inin og krummarnir en það byggir á þjóðsögninni um „að hrafninn launar fyrir sig“. Það var Sigrún Katrín Halldórsdóttir sem bjó til leikgerð- ina. Hópurinn flutti svo í lokin kvæð- ið Krummi svaf í klettagjá með söng, leik og hljóðfæraslætti. Nemend- ur 7. til 10. bekkjar léku svo leikrit- ið Ávaxtakörfuna, eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur með leik, söng og dansi eins og henni tilheyrir. Að leik- og söngdagskrá lokinni var haldin tombóla til styrktar SOS barnaþorpum og gestir þáðu kaffi- veitingar sem voru í umsjón foreldra- félags. Þess má geta að 31.000 krónur söfnuðust á tombólunni. Árshátíðin var fjölsótt að venju og heldur meira en það, nánast húsfyllir. Gestir gerðu góðan róm að frammistöðu nemenda og kaffiborðinu góð skil. þa Árshátíð á Lýsuhóli Lið Svendborg Rabbits, undir stjórn Reykdælingsins Arnars Guðjóns- sonar, tryggði sér á mánudag sæti í undanúrslitaeinvígi um danska meistaratitilinn í körfuknattleik karla. Liðið bar sigurorð af Næst- ved í átta liða úrslitum með þremur sigrum gegn engum. Fyrsta leikur liðanna, í Næstved, lauk með 67-72 sigri Svendborg og á fimmtudag vann liðið annan leikinn á heima- velli, 85-80. Svendborg sigraði síð- an lokaleikinn á útivelli á mánudag- inn var 91-91 og einvigið því 3-0. Í undanúrslitum mætir Svendborg Rabbits liði Bakken Bears. Bróðir Arnars, Helgi Guðjóns- son, var á dögunum valinn til æfinga með U19 ára landsliði karla í knatt- spyrnu. Helgi leikur með Fram og hefur verið viðloðandi yngri lands- lið Íslands síðustu ár. Hann á að baki fimm leiki og fimm mörk fyr- ir U15 ára landsliðið og sjö leiki og eitt mark fyrir U17. Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson var sömuleiðis valinn til æfinga með U19. Bræðurnir úr Reykholtsdaln- um hafa því báðir látið til sín taka í íþróttaheiminum að undanförnu og náð góðum árangri. Hvor í sinni íþróttinni og hvor með sínum hætti, annar innan vallar en hinn utan. kgk Úrslitakeppni kvenna í körfuknatt- leik hófst í gærkvöldi með fyrsta leik undanúrslitaviðureignar Íslands- meistara Snæfells og Stjörnunnar. Snæfell hampaði sem kunnugt er deildarmeistaratitlinum en Stjarn- an lauk deildarkeppninni í fjórða sæti. Leikur liðanna í gær fór fram í Stykkishólmi en var ekki hafinn þeg- ar Skessuhorn fór í prentun. Les- endum er hins vegar bent á umfjöll- un um leikinn á www.skessuhorn.is. Liðin mætast síðan aftur laugardag- inn 1. apríl og þriðja sinni miðviku- daginn 5. apríl. Sigra þarf þrjá leiki til að komast áfram í úrslitaviður- eignina. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Skallagrímur og Keflavík. Fyrsti leikur þeirrar viðureignar fer fram í kvöld, miðvikudag og liðin mætast síðan öðru sinni í Borgarnesi á sunnudaginn, 2. apríl. Þriðji leikur liðanna fer síðan fram fimmtudaginn 6. apríl næstkomandi. Er þetta í fyrsta sinn sem Skallagrímskonur taka þátt í úrslitakeppninni um Íslandsmeist- aratitilinn eftir að það fyrirkomulag var tekið upp. Gaman er að geta þess að með því að komast í úrslitakeppnina eiga Snæfellskonur möguleika á að gera það sem ekkert lið hefur afrekað, að vinna Íslandsmeistaratitilinn fjögur ár í röð. Snæfell varð fyrst Íslands- meistari árið 2014 og síðan þá hefur verðlaunagripurinn varla farið út fyr- ir bæjarmörk Stykkishólmsbæjar. Ítarlega verður fjallað um gengi liðanna í úrslitakeppninni á vefnum og í Skessuhorni í næstu viku. kgk Úrslitakeppnin hafin Snæfellskonur hafa hampað Íslandsmeistaratitlinum undanfarin þrjú ár. Ljósm. úr safni/ sá. Bræður láta til sín taka í íþróttaheiminum Arnar Guðjónsson fer yfir málin með lærisveinum sínum í Svendborg Rab- bits. Helgi Guðjónsson, knattspyrnumaður hjá Fram. U17 ára landslið kvenna í knatt- spyrnu er þessa dagana statt í Portúgal þar sem leikinn verður milliriðill fyrir EM 2017 sem fara mun fram í Tékklandi í maí. Liðið lék sinn fyrsta leik í milliriðlinum í gær, gegn Svíum. Birta Guðlaugsdóttir, markmað- ur Víkings Ó., var í byrjunarliði Ís- lands. Hún stóð á milli stanganna frá fyrstu mínútu og hélt hreinu í 1-0 sigri Íslands. Bergdís Fanney Einarsdóttir, leikmaður ÍA, er einn- ig í landsliðshópnum en kom ekki við sögu í leiknum í gær. Stefanía Ragnarsdóttir skoraði eina mark leiksins á 8. mínútu. Næst leikur Ísland gegn Spáni á morgun, fimmtudaginn 30. mars og Ísland mætir síðan gestgjöfunum Portúgölum sunnudaginn 2. apríl næstkomandi í lokaleik milliriðilsins. kgk Birta hélt hreinu á móti Svíum Birta Guðlaugsdóttir hélt hreinu með U17 gegn Svíum í gær.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.