Skessuhorn


Skessuhorn - 29.03.2017, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 29.03.2017, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2017 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Á mánudagskvöld voru veitt verð- laun fyrir seinni hluta Domino‘s deildar kvenna í körfuknattleik. Tvö efstu lið deildarinnar, Snæ- fell og Keflavík, hrepptu öll ein- staklingsverðlaunin. Aaryn Ell- enberg var valin besti leikmaður- inn og Ingi Þór Steinþórsson besti þjálfarinn. Aaryn var að sjálfsögðu einnig valin í úrvalslið síðari hluta tímabilsins ásamt liðsfélaga sínum Berglindi Gunnarsdóttur, Sigrúnu Sjöfn Ámundadóttur úr Skalla- grími og Keflvíkingunum Thelmu Dís Ásgeirsdóttur og Stjörnukon- unni Rögnu Margréti Brynjars- dóttur. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir úr Keflavík var valin besti varn- armaðurinn og liðsfélagi henn- ar, Birna Valgerður Benónýsdótt- ir, besti ungi leikmaðurinn. Besti dómarinn var valinn Sigmundur Már Herbertsson. kgk Aaryn Ellenberg í leik gegn Skalla- grími. Ljósm. úr safni/ sá. Aaryn best í seinni hlutanum Snæfellskonur hófu deildarmeistara- bikarinn á loft eftir lokaleik deildar- innar gegn Keflavík sem fram fór í Stykkishólmi að kvöldi þriðjudags- ins 21. mars, eða skömmu eftir að síðasta tölublað Skessuhorns fór í prentun. Gestirnir sigruðu reyndar í leiknum, 59-72 og jöfnuðu þar með Snæfell að stigum. Þetta var hins vegar eini leikur liðanna í vetur sem Keflavík sigraði, Snæfell vann hina þrjá og hafði því tryggt sér deildar- meistaratitilinn fyrir leikinn í gær á innbyrðis viðureignum. Leikurinn var fremur flatur og bragðdaufur, enda skipti hann engu máli um stöðuna í deildinni. Hann fór fremur rólega af stað og fyrsta stigið var ekki fært til bókar fyrr en eftir tvær og hálfar mínútur þegar gestirnir skoruðu af vítalín- unni. Bæði lið áttu erfitt uppdráttar sóknarlega í upphafsfjórðungnum, en Keflavíkurkonur voru þó ívið ferskari og leiddu 12-16 að honum loknum. Snæfell jafnaði snemma í öðrum leikhluta og komst stigi yfir skömmu síðar. Gestirnir náðu for- ystunni svo á nýjan leik um mið- bik leikhlutans og leiddu með fimm stigum í hléinu, 30-35. Staðan hélst mjög svipuð þar til langt var liðið á þriðja leikhluta. Þá náðu Keflavíkurkonur góðum leik- kafla og tókst að auka forskot sitt í 14 stig fyrir lokafjórðunginn, 44-58. Gestirnir voru komnir í vænlega stöðu og fataðist ekki flugið í fjórða og síðasta leikhlutanum. Þær héldu forskoti sínu í tveggja stafa tölu allt þar til lokaflautan gall og höfðu að lokum 13 stiga sigur, 59-72. Bryndís Guðmundsdóttir skoraði 15 stig og tók sjö fráköst í lokaleikn- um, Aaryn Ellenberg skoraði 14 stig og gaf sjö stoðsendingar og Berg- lind Gunnarsdóttir var með ellefu stig og sex fráköst. „Lognið á undan storminum“ Snæfell lauk deildarkeppninni í vet- ur á toppnum með 44 stig. Sem fyrr segir voru það jafn mörg stig og Keflavík hafði í öðru sæti en Snæ- fellskonur tryggðu sér toppsætið á innbyrðis viðureignum. Að leik loknum tók því Gunnhildur Gunn- arsdóttir, fyrirliði Snæfells, við deildarmeistarabikarnum úr hendi Guðbjargar Norðfjörð, varafor- manns KKÍ. Gunnhildur hóf bikar- inn á loft við fögnuð leikmanna og stuðningsmanna Snæfells. Ingi Þór Steinþórsson, þjálf- ari Snæfells, var að vonum árangur með deildarmeistaratitilinn og ár- angur heildarárangur liðsins í vet- ur. Í samtali við Vísi kemur fram að deildarmeistaratitilinn var þjálfaran- um efst í huga, þrátt fyrir tap í loka- leiknum. „Ég er mjög sáttur við að vera deildarmeistari. Það er númer eitt, tvö og þrjú en það sást á öllu í þessum leik að úrslitin og niðurröð- un var ráðin. Bæði lið voru að passa sig að meiðast ekki og mér fannst þetta vera flatur leikur,” sagði Ingi Þór í samtali við Vísi. Hann bætti því við að tap gærkvöldsins væri „lognið á undan storminum,“ eins og hann orðaði það því framund- an væri undirbúningur liðsins fyrir úrslitakeppnina. Þar mætir Snæfell liði Stjörnunnar í undanúrslitum. Fyrsta viðureign liðanna fór fram í gærkvöldi, þriðjudaginn 28. mars í Stykkishólmi. Sigra þarf þrjá leiki til að komast áfram í úrslit Íslands- mótsins. Leikurinn var ekki hafinn þegar Skessuhorn fór í prentun en körfuknattleiksáhugamönnum er bent á umfjöllun um leikinn á www. skessuhorn.is. kgk Bikarinn á loft eftir bragðdaufan leik Snæfellskonur fengu deildarmeistarabikarinn afhentan eftir lokaleik vetrarins gegn Keflavík. Ljósm. sá. Skallagrímur laut í lægra haldi gegn Val þegar liðin mættust í lokaleik Domino‘s deildar kvenna í körfu- knattleik að kvöldi þriðjudags í lið- inni viku. Leikið var á Hlíðarenda í Reykjavík. Leikurinn skipti engu máli upp á stöðu liðanna í deildinni en var engu að síður jafn og spenn- andi framan af. Valskonur voru hins vegar sterkari í síðari hálfleik og sigruðu að lokum með tólf stig- um, 83-71. Valsliðið var heldur sterkara í upp- hafi leiks en Skallagrímskonur voru þó aldrei langt undan. Þær jöfnuðu í 14-14 seint í upphafsfjórðungn- um og höfðu síðan tveggja stiga forskot að honum loknum, 21-23. Valur jafnaði snemma í öðrum leik- hluta en Skallagrímur komst yfir á nýjan leik. Heimakonur settu þá þriggja stiga körfu og komust yfir og höfðu nauma forystu allt til loka fyrri hálfleiks. Þær leiddu með fjór- um stigum í hléinu, 42-38. Þriðji leikhluti var síðan eign Valskvenna. Þær slógu tóninn strax eftir hléið og léku afar vel all- an leikhlutann. Mest komust þær 16 stigum yfir, í stöðunni 62-46 og þær leiddu með 13 stigum fyr- ir lokafjórðunginn, 64-51. Skalla- grímskonur voru þó hvergi nærri hættar og reyndu hvað þær gátu til að komast aftur inn í leikinn. Þær náðu að minnka muninn í sjö stig undir lok leiks en nær komust þær ekki. Valur átti lokaorðið og hafði á endanum tólf stiga sigur, 83-71. Tavelyn Tillman og Kristrún Sig- urjónsdóttir skoruðu 24 stig hvor fyrir Skallagrím. Að auki tók Tave- lyn átta fráköst og Kristrún fimm. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skoraði 15 stig og tók átta fráköst. Eins og vitað var fyrir leikinn þá hafnar Skallagrímur í þriðja sæti deildarinnar og mætir Keflavík í undanúrslitum úrslitakeppninnar um Íslandsmeistaratitil kvenna. Er þetta í fyrsta sinn sem Skallagrím- ur keppir í úrslitakeppni kvenna og það sem nýliðar í deildinni. Fyrsti leikur viðureignar Skallagríms og Keflavíkur fer fram í Keflavík í kvöld, miðvikudaginn 29. mars. Það lið sem fyrr sigrar þrjá leiki tryggir sér sæti í úrslitaeinvíginu. kgk Tap hjá Skallagrími í lokaleiknum Tap í lokaleiknum hafði engin áhrif á stöðu liðsins í deildinni. Skallagrímskonur bíða úrslitakeppninnar, í fyrsta sinn í sögu félagsins. Ljósm. úr safni/ Skallagrímur. Knattspyrnuáhugamenn sátu límd- ir við skjáinn þegar karlalandslið Ís- lands sigraði Kósóvó með tveim- ur mörkum gegn einu á föstu- daginn var. Skagamaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson, leikmað- ur Molde í Noregi, skoraði fyrsta mark leiksins og sitt fyrsta landsliðs- mark. Fetaði hann þar með í fótspor þriggja bræðra sinna, sem allir hafa skorað mark fyrir karlalandsliðið. Hálfbræður Björns eru þeir Þórð- ur, Bjarni og Jóhannes Karl Guð- jónssynir. Voru þeir allir atvinnu- menn í knattspyrnu og landsliðs- menn Íslands. Allir afrekuðu þeir það á ferli sínum að skora mark fyrir landsliðið. Þórður skoraði 13 mörk á sínum landsliðsferli en Bjarni og Jóhannes Karl sitt markið hvor. Nú hefur Björn skorað eitt mark sömu- leiðis og er því fjórði bróðirinn til að skora mark fyrir landsliðið. Foreldrar Björns eru þau Bjarney Jóhannesdóttir og Sigurður Har- aldsson, en Bjarney er móðir þeirra, Þórðar, Bjarna og Jóhannesar Karls. kgk Fjórir bræður með landsliðsmark Björn Bergmann Sigurðarson, leik- maður Molde í Noregi. Ljósm. NRK. Vormót ÍA í klifri fór fram í íþrótta- húsinu við Vesturgötu um liðna helgi. Hátt í 30 ÍA klifrarar mættu til leiks og var skipt í hópa eftir aldri svo allir kæmust að. Fjölmennt var í áhorfendastúkunni og kunnu áhorf- endur vel að meta flott tilþrif krakk- anna sem gerðu sitt besta til að klára 16 leiðir sem leiðasmiður mótsins hafði undirbúið. „Gestaklifrarar frá klifurdeild Bjarkanna í Hafnarfirði mættu einnig til leiks. Mótið var hið skemmtilegasta en greinileg þörf er fyrir betri aðstöðu til klifuriðkunar nú þegar fjöldi iðkenda hefur aukist svo hressilega,“ segir Þórður Sævars- son hjá Klifurfélaginu. Framundan hjá ÍA er bikarmeist- aramót klifrara í apríl en sex efstu klifrararnir að loknu Íslandsmeist- aramóti öðlast þátttökurétt á mótinu sem haldið verður í Klifurhúsinu í Reykjavík. Brimrún Eir Óðinsdóttir hafnaði í öðru sæti á Íslandsmeistar- mótinu og mun því keppa fyrir hönd ÍA og er undirbúningur í gangi hjá henni fyrir mótið. mm Þrjátíu tóku þátt í vormóti ÍA í klifri Brimrún Eir á síðasta móti vetrarins sem fram fór í Klifurhúsinu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.