Skessuhorn - 29.03.2017, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 201710
„HB Grandi áformar að láta af botn-
fiskvinnslu á Akranesi,“ sagði í upp-
hafi yfirlýsingar sem Vilhjálmur
Vilhjálmsson forstjóri HB Granda
las upp á blaðamannfundi á Akra-
nesi síðastliðinn mánudag. Stefnir
fyrirtækið að því að sameina botn-
fiskvinnslu félagsins á Akranesi við
vinnsluna í Reykjavík og segja upp
öllum 93 starfsmönnum fyrirtækisins
sem unnið hafa við vinnsluna á Akra-
nesi. Á mánudag var rætt við starfs-
fólk og því kynnt sú ákvörðun sem
í vændum er. Því hefur þó ekki ver-
ið afhent uppsagnarbréf. Eðli máls-
ins samkvæmt fengu tíðindin mjög á
starfsfólk. Ef af uppsögnum verður
leggst af samfelld 111 ára fiskvinnsla
í fyrirtækinu á Akranesi, sem hófst
með stofnun HB&Co árið 1906. Þá
má einnig fastlega gera ráð fyrir að
allt að 150 störf tapist úr samfélaginu
á Akranesi; við flutninga, ýmis iðn-
aðarstörf og þjónustu. Þumalputta-
regla er að starfsemi af þessum toga
fylgi 50% fleiri störf en þeirra sem
beint starfa hjá viðkomandi fyrir-
tæki. Forstjóri HB Granda nefn-
ir aðspurður um ástæður þessarar
ákvörðunar stjórnar; hátt gengi ís-
lensku krónunnar, kostnaðarhækk-
anir svo sem vegna launa og óbreytt
fiskverð síðustu tvö ár á erlendum
mörkuðum. Bæjarstjórn Akraness
brást þegar við þessum tíðindum
og hélt fund á mánudagskvöld með
þingmönnum og forystu verkalýðs-
hreyfingarinnar og síðan aftur síð-
degis í gær. Sat bæjarstjórn á fundi
þegar Skessuhorn var sent í prent-
un. Þar var samþykkt að leggja fram
yfirlýsingu til stjórnar HB Granda
sem tekin verður fyrir á stjórnar-
fundi í dag, miðvikudag.
Óásættanleg ákvörðun
Að sögn þeirra Ólafs Adolfsson-
ar formanns bæjarráðs og Viljálms
Birgissonar formanns Verkalýðs-
félags Akraness var strax og málið lá
ljóst fyrir lögð öll áhersla á að knýja
stjórn HB Granda til að hverfa frá
þessari ákvörðun. „Það er með öllu
óásættanlegt að fyrirtæki geti með
einu pennastriki ákveðið að hætta
allri fiskvinnslu í heilu bæjarfélagi
og hverfa á braut. Þarna kristallast
í hnotskurn hin dökka hlið núver-
andi fiskveiðistjórnunarkerfis. Hér
verða þingmenn að koma að máli og
Skagamenn allir sem einn að koma
í veg fyrir stórslys sem þetta,“ sagði
Vilhjálmur Birgisson í samtali við
Skessuhorn.
Ólafur Adolfsson tók í sama
streng og sagði þessa áætlun stjórnar
HB Granda reiðarslag fyrir starfs-
fólk fyrirtækisins og samfélagið allt.
„Mér finnst að forsvarmenn HB
Granda séu að koma í bakið á okk-
ur og þessi ákvörðun er ómakleg af
þeirra hálfu,“ sagði Ólafur. Hann
bætti því við að menn leggðu ekki
árar í bát og hóf strax undirbún-
ing, ásamt öðrum bæjarfulltrúm, að
svara fyrirtækinu með það fyrir aug-
um að koma til móts við þarfir þess
og koma í veg fyrir boðaðar upp-
sagnir.
Yfirlýsing send stjórn
Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
á Akranesi segir tíðindin gríðarlega
alvarleg. „Sjávarútvegurinn hér er
sálin í bænum okkar og partur af
því sem þetta bæjarfélag snýst um.
Og að fara að loka vinnslu eru mjög
alvarleg tíðindi og hefði mikil áhrif
á samfélagið allt,“ sagði Sævar í
samtali við Skessuhorn. Hann segir
einhug um það í bæjarstjórn Akra-
ness að berjast með kjafti og klóm
fyrir áframhaldi veru HB Granda á
Akranesi. „Við finnum skýran vilja
þingmanna í að styðja okkur í þessu
máli og raunar allra í okkar samfé-
lagi. Við munum því berjast eins og
þarf. Það er staðföst trú okkar að
framtíð HB Granda er best borgið
á Akranesi. Hér er einfaldlega allt
til alls til að fyrirtækið geti búið sér
framtíðarstað, betri stað en annars-
staðar. Að fyrirtækinu yrði þrengt á
höfuðborgarsvæðinu hvort sem lit-
ið er til landrýmis eða samgangna
og því teljum við okkur einfaldlega
bjóða betri lausn,“ segir Sævar.
Hann upplýsti að á bæjarstjórn-
arfundi sem fór fram síðdegis í gær
[þriðjudag] muni bæjarstjórn sam-
þykkja yfirlýsingu sem send verður
stjórn HB Granda. „Þetta er sterk
viljayfirlýsing um hvernig framtíð-
arhögum hafnarinnar verður háttað
og athafnasvæði HB Granda tryggt
í samræmi við þarfir fyrirtækisins.
Við erum einfaldlega tilbúin til að
mæta þeim kröfum sem HB Grandi
setur fram. Með þessu sendum við
boltann yfir til þeirra. Okkar von er
Boða uppsagnir alls starfsfólks í fiskvinnslu
HB Granda á Akranesi
Bæjarstjórn sendir stjórn fyrirtækisins beiðni um frestun uppsagna um a.m.k. mánuð
Bæjarstjórn Akraness samþykkti samhljóða ályktun til stjórnar HB Granda á fundi
síðdegis í gær. Ljósm. kgk.
Hluti húsnæðis HB Granda á Akranesi. Ljósm. hlh.
Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda ræðir við
blaðamenn síðdegis á mánudag.
Það var ekki létt yfir forsvarmönnum Akraneskaupstaðar og
Verkalýðsfélags Akraness við þessi tíðindi. F.v. Sævar Freyr
Þráinsson, Vilhjálmur Birgisson og Ólafur Adolfsson.
„Bæjarstjórn Akraness lýsir yfir
eindregnum vilja til að ganga frá
samkomulagi við HB Granda og
Faxaflóahafnir um gerð landfyll-
ingar og nauðsynlegar endurbæt-
ur á hafnaraðstöðu við Akranes-
höfn til að unnt sé að koma til
framkvæmda áformum fyrirtæk-
isins frá 2007 og 2014 um upp-
byggingu á Akranesi.
Bæjarstjórn Akraness er til-
búin að ná samkomulagi við HB
Granda og Faxaflóahafnir um eft-
irtalin atriði:
Landfyllingu sem verði u.þ.b. •
40.000 m2 ásamt tilheyrandi
sjóvörn.
Á landfyllingunni verða skipu-•
lagðar lóðir fyrir starfsemi HB
Granda m.a. fyrir fiskvinnslu-
hús, frystigeymslu og uppsjáv-
arvinnsluhús.
Akraneskaupstaður annast •
nauðsynlegt skipulag svæðis-
ins, aðalskipulag og deiliskipu-
lag. Umhverfisfyrirspurn og ef
nauðsyn krefur, umhverfismati,
verði lokið og unnið verði eft-
ir markmiðum HB Granda um
samfélagslega ábyrgð.
HB Grandi reisi fiskivinnslu-•
hús, frystigeymslu og uppsjáv-
arvinnsluhús.
Orkuveita Reykjavíkur ljúki •
við tengingar og lagningu
veitukerfa vatns, hitaveitu, raf-
magns og fráveitu.
Bæjarstjórn Akraness leggur fram
meðfylgjandi fjórar tillögur um út-
færslur og er sveitarfélagið nú sem
fyrr reiðubúið að vinna ötullega að
lausnum sem tryggja munu starf-
semi þessa öfluga fyrirtækis á Akra-
nesi og nauðsynlega framþróun
þess hvort sem litið er til land-
rýmis vegna landvinnslu eða
hafnaraðstöðu.
Bæjarstjórn Akraness óskar eft-
ir því við stjórn HB Granda að
fresta um mánuð áformum um
lokun botnfiskvinnslu á Akra-
nesi og endurskoði áform sín í
ljósi ofangreinds. Með þessu
gefst bæjarstjóra og forstjóra
HB Granda svigrúm til að skoða
til hlítar aðra þá kosti sem eru í
stöðunni, bæjarfélaginu og fyrir-
tækinu til heilla. Samofin saga
HB Granda og Akraneskaupstað-
ar er of mikilvæg og verðmæt til
að henni verði kollvarpað í einu
vetfangi. Því ber aðilum skylda
til að leita allra leiða til farsællar
lausnar.“
Samhljóða samþykkt á fundi
bæjarstjórnar 28. mars 2017.
að á stjórnarfundi í HB Granda á
morgun, [í dag, miðvikudag] verði
málið tekið fyrir. Við munum óska
eftir að HB Grandi fresti ákvörðun
sinni um a.m.k. einn mánuð til að
gefa öllum hlutaðeigandi ráðrúm til
að vinna sem best að undirbúningu
þessa máls. Við biðjum um logn í
mánuð og að fyrirtækið fresti í það
minnsta ákvörðun sinni um upp-
sagnir starfsfólks þann tíma,“ sagði
Sævar Freyr í samtali við Skessu-
horn síðdegis í gær.
Lögbundið samráðsferli
hafið
Innan samsteypu HB Granda á
Akranesi hafa 270 starfað. Fyrir-
tækið rekur, auk botnfiskvinnslunn-
ar; skipaverkstæði, fiskimjölsverk-
smiðju, loðnuvinnslu og tvö dótt-
urfyrirtæki; Norðanfisk og Vigni
G. Jónsson á Akranesi. „Stefnt er að
frekari uppbyggingu og eflingu þess
rekstrar á Akranesi,“ sagði Vilhjálm-
ur Vilhjálmsson á fundi með blaða-
mönnum á mánudaginn. Fram kom
á þeim fundi að lögbundið samráðs-
ferli vegna hópuppsagna væri þegar
hafið. Ekki hafði þó á mánudaginn
verið haft samband við Vinnumála-
stofnun vegna málsins og starfsfólki
hafði heldur ekki verið afhent upp-
sagnarbréf. Eins og fyrr segir vonast
bæjarstjórn Akraness til að ákvörð-
un um uppsagnir verði frestað í
a.m.k. mánuð.
Margir samverkandi
þættir
Haraldur Benediktsson oddviti
Sjálfstæðisflokksins í Norðvest-
urkjördæmi og fyrsti þingmað-
ur kjördæmisins kveðst ásamt öðr-
um þingmönnum vera í góðu sam-
ráði við bæjarstjórn Akraneskaup-
staðar vegna málsins. „Við þing-
menn erum nú á lokametrunum
að ganga frá sameiginlegri áskor-
un okkar í Norðvesturkjördæmi til
stjórnar HB Granda,“ sagði Harald-
ur síðdegis í gær. „Það var óvænt og
í raun áfall að verða vitni að þeim
viðsnúningi sem við höfum nú séð
frá fyrirtækinu frá áður birtum
áformum þess um uppbyggingu á
Akranesi. Þingmenn kjördæmisins
hafa fram til þessa setið fundi með
bæjarstjórn þar sem fyrir okkur hef-
ur verið lýst áformum um uppbygg-
ingu HB Granda á Akranesi. Það
var sú mynd sem við höfðum og því
er þessi viðsnúningur stjórnar fyrir-
tækisins óvæntur og óútskýrður fyr-
ir okkur,“ sagði Haraldur.
„Það er hins vegar ljóst að við
þingmenn kjördæmisins getum
ekki boðið neina töfralausn í svona
máli. Þessi ákvörðun HB Granda
kemur í sjálfu sér ekki á óvart því
þarna er samhljómur við það sem
við höfum heyrt hjá fiskvinnslum
út um allt land, sem búa við erfið-
leika í rekstri,“ segir Haraldur. „Það
er allt önnur staða í fiskvinnslu nú
en var fyrir fáum árum. Menn hafa
búið við óbreytt fiskverð í tvö ár,
sterka krónu, á sama tíma og laun
hafa hækkað. Langvinnt sjómanna-
verkfall bætti svo ekki úr skák. Sjálf-
virkni er að aukast í vinnslunni og
nánast orðið skilyrði að vera sem
næst alþjóðaflugvelli upp á útflutn-
ingsmöguleika fyrir ferskan fisk. Allt
þetta hefur þýðingu. Við alþingis-
menn í Norðvesturkjördæmi mun-
um hins vegar leggja okkar lóð á
vogarskálina og munum styðja bæj-
aryfirvöld á Akranesi eins og kostur
er,“ sagði Haraldur þegar rætt var
við hann í gær. „Í stóra samhenginu
þurfum við að horfa til lausna þann-
ig að velgengni einnar atvinnugrein-
ar bitni ekki á möguleikum annarra
til að vaxa og þroskast,“ sagði Har-
aldur að endingu. mm
Viljayfirlýsing bæjarstjórnar
Akraness til HB Granda