Skessuhorn - 29.03.2017, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 20172
Við minnum á að tvö Vesturlands-
lið taka þátt í úrslitakeppni kvenna í
körfuknattleik sem hófst í gærkvöldi
með leik Snæfells og Stjörnunnar í
Stykkishólmi. Skallagrímur og Kefla-
vík mætast suður með sjó í kvöld.
Sigra þarf þrjá leiki til að komast í úr-
slitin. Leikið er heima og að heiman til
skiptis. Allt áhugafólk um körfubolt-
ann er hvatt til að fjölmenna á leik-
ina og styðja kjarnalið vestlenskra
kvenna til sigurs.
Á morgun verður austan 8 til 15 m/s
en annars hægari austlæg eða breyti-
leg átt og rigning sunnanlands. Hiti
2 til 9 stig að deginum, hlýjast syðst.
Á föstudag verður hæg austlæg eða
breytileg átt og rigning eða slydda
en þurrt að mestu á Norðurlandi.
Hiti breytist lítið. Á laugardag spá-
ir norðlægri átt, 5 til 13 m/s og snjó-
koma verður norðan til. Hiti 0 til 6 stig
en frystir víða síðdegis. Á sunnudag
verður vaxandi suðaustlæg átt með
rigningu og hlýnandi veðri. Útlit er
fyrir hlýja suðlæga átt með rigningu á
mánudag, einkum suðaustanlands.
Í síðustu viku var spurt á vef Skessu-
horns: „Hvernig gengi spáir þú Svölu
Björgvins í Eurovisjón?“ Flestir þeirra
sem svöruðu voru svartsýnir á gengi
Svölu en 42% svarenda spá því að
hún komist ekki upp úr undankeppn-
inni. 25% segja að hún muni lenda
fyrir miðju og 22% spá því að Svala
verði í toppbaráttunni. Þá voru 7%
svarenda sem spá Svölu sigri í Eurov-
isjón en 4% vilja engu spá.
Í þessari viku er spurt:
„Ætlar þú að ferðast í páskafríinu?“
Sex lyftingakappar frá Kraftlyftinga-
félagi Akraness tóku þátt í Íslands-
meistaramóti í klassískum kraftlyft-
ingum um liðna helgi. Skemmst er
frá því að segja að Skagamenn sneru
heim með fimm Íslandsmeistaratitla
og ein bronsverðlaun og eru þess-
ir sterku íþróttamenn Vestlendingar
vikunnar.
Spurning
vikunnar
Til minnis
Veðurhorfur
Vestlendingur
vikunnar
Næstu blöð
SKESSUHORN: Næstu blöð
af Skessuhorni koma út mið-
vikudaginn 5. apríl og þriðju-
daginn 11. apríl. Um óvenju-
legan útgáfudag er að ræða,
en nauðsynlegt er að flýta
um einn dag útgáfunni til að
blöðin berist öllum kaupend-
um í tæka tíð fyrir páska. Eftir
páska kemur út blað miðviku-
daginn 19. apríl -mm
Innbrot í báta
ÓLAFSVÍK: Hjá lögreglunni
á Vesturlandi eru til rannsókn-
ar ítrekuð innbrot undanfarið
í báta í höfninni í Ólafsvík þar
sem lyfjum og öðrum verð-
mætum var stolið. „Ef ein-
hver hefur upplýsingar varð-
andi þessi innbrot, eða hef-
ur orðið var við grunsamleg-
ar mannaferðir á eða við höfn-
ina í Ólafsvík, er sá hinn sami
beðinn um að hafa samband
við Lögregluna á Vesturlandi.
Síminn hjá LVL er 444-0300
og utan skrifstofutíma 112,“
segir í tilkynningu.
-mm
Þyrla á toppi
Kirkjufells
GRUNDRFJ: Íbúar Grund-
arfjarðar vissu ekki hvað-
an á sig stóð veðrið í ljósa-
skiptunum síðasta mánudags-
kvöld þegar drunur úr stórri
þyrlu ómuðu um svæðið.
Hvað þá heldur þegar þyrlan
lenti á toppi kennileitis bæj-
arins, sjálfu Kirkjufellinu. Þar
var þyrlan í smá tíma áður en
henni var flogið á loft að nýju
og sveimaði um hlíðar fellsins
með ljóskastara til að lýsa upp
svæðið. Sem betur fer var ekk-
ert alvarlegt í gangi heldur var
þarna á ferð áhöfn þyrlu Land-
helgisgæslunnar í hefðbundnu
æfingaflugi. Nú liggur ljóst
fyrir að þyrlan getur athafnað
sig við þessar aðstæður ef slys
ber að höndum, en töluverð
aukning hefur verið í göngu-
ferðum á fjallið. -tfk
STYÐJUM
FRAMLEIÐSLU Á
VESTURLANDI
OPIÐ DAGLEGA
12-17
Ljómalind Sveitamarkaður, Brúartorgi 4, Borgarnesi.
Sími 437-1400. Netfang: ljomalind@ljomalind.is
Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpi@stolpiehf.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Búslóðageymsla � Ártíðabundinn lager � Lager � Sumar-/vetrarvörur
Frystgeymsla � Kæligeymsla � Leiga til skemmri eða lengri tíma
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpiehf.is
HAFÐU
SAMBAND
Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði
Fulltrúar Sláturhúss Kaupfélags
Skagfirðinga héldu síðastliðinn
miðvikudag fund með borgfirsk-
um sauðfjárbændum í félagsheim-
ilinu Valfelli. Sambærilegur fund-
ur fór síðan fram Árbliki í Dölum
síðar í sömu viku. Þar fór Ágúst
Andrésson formaður samtaka slát-
urleyfishafa og framkvæmdastjóri
kjötafurðasviðs KS yfir stöðuna
í sölumálum sauðfjárafurða og
horfur fyrir næstu sláturtíð. Fram
kom á fundinum að útlit er fyrir
meiri birgðir lambakjöts í land-
inu 1. september í haust miðað við
sama tíma í fyrra, eða 1300-1400
tonn í stað þúsund tonna haust-
ið 2016. Á fundinum komu fram
áhyggjur sláturleyfishafa með
birgðir lambakjöts og sölumál.
Birgðastaða nú er líkt og á síð-
asta ári að stærstum hluta lamba-
læri. Fram kom að fyrirhuguð eru
sérstök átaksverkefni til að afsetja
þetta kjöt í viðleitni til að draga úr
birgðum.
Bændur sem Skessuhorn ræd-
di við eftir fundinn í Valfelli eru
á einu máli um að útlitið sé dök-
kt í afurðasölumálum og að slá-
turleyfishafar vari við þeirri stöðu
sem uppi geti orðið næsta haust.
Tregða í sölu markist af sterku
gengi íslensku krónunnar, hrun
hafi orðið á Noregsmarkaði og
hömlur eru á sölu til Rússlands
eftir viðskiptabannið sem enn
er í gildi. Nú eru sláturleyfisha-
far því að leggja það til að í stað
þess að staðgreitt yrði fyrir afurðir
að hausti verði 65% innleggsins
greitt að hausti en 35% á næsta
ári. Hér væru því bændur að veita
sláturleyfishöfum vaxtalaust lán
fyrir 35% innleggsins og þar að
auki yrði lægra gjald greitt út fyrir
þann hluta innleggsins. Á móti
kæmi að verðskrá yrði gefin út
strax um næstu mánaðamót þan-
nig að bændur sem e.t.v. hyggjast
draga úr framleiðslu eða hætta í
greininni geti þá gert viðeigandi
ráðstafanir t.d. vegna áburðarkau-
pa fyrir vorið. Þá vilja sláturley-
fishafar fá sem mest af dilkum til
slátrunar snemma hausts og leggja
til að verð fyrir innlegg lækki eftir
23. september fyrir þyngri en 16
kílóa skrokka. Þannig fengju bæn-
dur hvata til að slátra snemma og
minnka um leið magn innvegins
kjöts.
mm
Þungt undir fæti í sölu dilkakjöts
Skipulagsstofnun hefur nú lagt
fram álit sitt um mat á umhverf-
isáhrifum Vestfjarðavegar á milli
Bjarkalundar og Skálaness á sunn-
anverðum Vestfjörðum. Vegagerð-
in lagði fram matsskýrslu þar sem
kynntir voru fimm kostir á lagn-
ingu vegarins, þar sem fram kom að
markmið með framkvæmdunum er
að bæta samgöngur um Vestfjarða-
veg, stytta vegalengdir og tryggja
öryggi. Allar leiðirnar voru tald-
ar uppfylla umferðaröryggiskröfur
og hafa veruleg jákvæð áhrif á sam-
göngur á svæðinu og umferðarör-
yggi. Allar leiðirnar hafa margvís-
leg neikvæð umhverfisáhrif eins og
tíundað var í matsskýrslunni. Nið-
urstaða Vegagerðarinnar var að
leggja til að nýr vegur verði lagður
samkvæmt svokallaðri leið Þ-H um
Teigsskóg.
Álit Skipulagsstofnunar er í meg-
inatriðum í samræmi við niður-
stöður Vegagerðarinnar á mati um-
hverfisþátta líkt og fram kemur í
matsskýrslunni sem lögð var fram,
þótt áherslur séu mismunandi eins
og eðlilegt má teljast í jafn flóknu
máli. Vegagerðin vísaði fyrst og
fremst á efnahagslega þáttinn til
að rökstyðja leiðarval, en um 4,0
milljarða króna munur er á áætluð-
um kostnaði við leið Þ-H og næst-
ódýrustu leiðinni. Með leið D2 sem
Skipulagsstofnun og Vegagerðin
telja að muni hafa minnst neikvæð
umhverfisáhrif, þ.e.a.s. að vegurinn
yrði lagður með jarðgöngum und-
ir Hjallaháls, lægi Vestfjarðavegur
áfram yfir Ódrjúgsháls meðan leið
Þ-H liggur öll á láglendi. Leið Þ-H
er auk þess tveimur kílómetrum
styttri en leið D2.
„Vegagerðin mun nú rýna álit
Skipulagsstofnunar og taka saman
rök og skýringar við ýmsum ábend-
ingum og álitaefnum sem fram
koma í álitinu, og reiknar síðan með
að sækja um framkvæmdaleyfi fyrir
lagningu vegar samkvæmt leið Þ-H
til sveitarstjórnar Reykhólahrepps,“
segir í tilkynningu frá Vegagerðinni
sem barst síðdegis í gær. mm
Lagt til að vegur um Gufudalssveit verði lagður um Teigsskóg