Skessuhorn - 29.03.2017, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 20178
Atvinnuleysi
var 3,2% í
febrúar
LANDIÐ: Samkvæmt
vinnumarkaðsrannsókn
Hagstofu Íslands voru að
jafnaði 199.300 manns
á aldrinum 16–74 ára á
vinnumarkaði í febrú-
ar 2017, sem jafngildir
82,8% atvinnuþátttöku. Af
þeim voru 192.900 starf-
andi og 6.500 án vinnu
og í atvinnuleit. Hlutfall
starfandi af mannfjölda
var 80,1% og hlutfall at-
vinnulausra af vinnuafli
var 3,2%. Samanburð-
ur mælinga fyrir febrú-
ar 2016 og 2017 sýnir að
atvinnuþátttaka jókst um
0,7 prósentustig. Fjöldi
starfandi jókst um 7.800
manns og hlutfall starf-
andi af mannfjölda um 0,5
stig. Atvinnulausum fækk-
aði um 600 manns en hlut-
fall þeirra af vinnuaflinu
stendur nánast í stað.
-mm
Vilja að
erlendir
ríkisborgarar
geti kosið
LANDIÐ: Pawel Bartos-
zek alþingismaður Við-
reisnar, ásamt öðrum þing-
mönnum flokksins, hef-
ur lagt fram frumvarp um
kosningarétt erlendra rík-
isborgara til sveitastjórna.
„Kosningaréttur er lykil-
atriði í þátttöku í lýðræð-
islegu samfélagi. Erlend-
ir ríkisborgarar eru nú
um 8% allra íbúa Íslands.
Þeir greiða hér skatta og
leggja mikið til uppbygg-
ingar samfélagsins, margir
þeirra munu svo að öllum
líkindum öðlast íslenskt
ríkisfang þegar á líður.
Þingflokki Viðreisnar þyk-
ir rétt að gefa þessum hópi
aukið vægi og aukin völd
þegar kemur að ákvörðun-
um er varða nærumhverfi
þeirra,“ segir í tilkynningu
frá Viðreisn. Þá segir að á
undanförnum árum hafi
þróunin verið í þá átt að
ríki Evrópu hafi í auknum
mæli veitt erlendum ríkis-
borgurum kosningarétt í
kosningum á lægri stjórn-
sýslustigum. „Ísland á ekki
að vera eftirbátur þar. Að
mati flutningsmanna er
rétt að færa kosningarétt
útlendinga til svipaðs horfs
og í Danmörku og Sví-
þjóð. Flutningsmenn mæla
því með að EES borgar fái
kosningarétt strax til sveit-
arstjórna en aðrir eftir þrjú
ár.“
-mm
Hvergerðingar
komnir í
keppnisskap
LANDIÐ: Landsmót UMFÍ
50+ hefur verið haldið ár hvert
frá 2012 og verður í sumar hald-
ið í Hveragerði um Jónsmessu-
helgina 23.-25. júní. Þetta er
í fyrsta sinn sem Héraðssam-
bandið Skarphéðinn (HSK) er
mótshaldari. Búist er við meiri
fjölda af öflugum þátttakend-
um 50 ára og eldri en áður hef-
ur sést á mótunum. Landsmót
UMFÍ 50+ er fyrir alla sem
fagna fimmtugsafmæli á árinu
og þá sem eldri eru. Í boði eru
keppnisgreinar á boð við utan-
vegahlaup, strandblak, cross-
fit og frjálsar, þríþraut, sund,
hjólreiðar, pútt, golf og boccia
auk ringó. Skráning á mót-
ið hefst 1. júní næstkomandi
og fer hún fram á heimasíðu
Ungmennafélags Íslands (www.
umfi.is). Þar eru þegar komin
drög að dagskrá. Þátttökugjald-
ið er 4.500 krónur og er fyrir
eitt gjald hægt að skrá sig í eins
margar greinar og viðkomandi
vill taka þátt í.
-fréttatilkynning
Aflatölur fyrir
Vesturland
dagana 18. - 24. mars
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu:
Akranes 7 bátar.
Heildarlöndun: 33.104 kg.
Mestur afli: Eskey ÓF: 9.340
kg í tveimur róðrum.
Arnarstapi 2 bátar.
Heildarlöndun: 46.874 kg.
Mestur afli: Bárður SH: 45.232
kg í sex löndunum.
Grundarfjörður 6 bátar.
Heildarlöndun: 217.640 kg.
Mestur afli: Hringur SH:
66.872 kg í einni löndun.
Ólafsvík 15 bátar.
Heildarlöndun: 304.220 kg.
Mestur afli: Egill SH: 49.679
kg í tveimur löndunum.
Rif 15 bátar.
Heildarlöndun: 447.125 kg.
Mestur afli: Tjaldur SH:
114.398 kg í tveimur löndun-
um.
Stykkishólmur 7 bátar.
Heildarlöndun: 109.061 kg.
Mestur afli: Þórsnes SH:
96.876 kg í tveimur löndunum.
Topp fimm landanir á
tímabilinu:
1. Tjaldur SH - RIF:
70.920 kg. 18. mars.
2. Hringur SH - GRU:
66.872 kg. 21. mars.
3. Þórsnes SH - STY:
55.769 kg. 23. mars.
4. Grundfirðingur SH -
GRU:
52.620 kg. 21. mars.
5. Helgi SH - GRU:
47.142 kg. 20. mars.
-grþ
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi
sínum á föstudaginn að veita 1.200
milljónum króna viðbótarfé í vega-
mál. Af upphæðinni fara 125 millj-
ónir í vegabætur á Uxahryggjarvegi
í Borgarfirði, 25 milljónir í Snæ-
fellsnesveg um Skógaströnd og 200
milljónir í Vestfjarðarveg um Gufu-
dalssveit í Reykhólahreppi.
Þessar 1.200 milljónir koma til
viðbótar þeim 4,6 milljörðum sem
eyrnamerkt voru í vegamál sam-
kvæmt samþykktum fjárlögum.
Framkvæmdirnar sem nefndar voru
hér að ofan voru auk fleiri annarra í
óvissu sökum þess að peninga vant-
aði í málaflokkinn.
Fram kemur í tilkynningu frá
Innanríkisráðuneytinu að ákvörð-
un ríkisstjórnarinnar hafi meðal
annars byggst á þörf fyrir vegabót-
um og bættu umferðaröryggi vegna
vaxandi álags á þjóðvegum lands-
ins sökum mikillar fjölgunar ferða-
manna.
„Á síðasta ári er talið að um
22.000 bílaleigubílar hafi verið
á vegunum þegar mest var og að
akstur bílaleigubifreiða á vegakerf-
inu sl. ár hafi numið um 540 millj-
ónum km. Á árinu 2017 er spáð að
fjöldi ferðamanna aukist enn um
30% frá fyrra ári. Fjölgunin kalli
m.a. á stóraukið viðhald og nýfram-
kvæmdir í samgöngukerfinu en al-
varlegum slysum og banaslysum fer
fjölgandi við þetta aukna álag.“
Aðrar vegabætur sem viðbótar-
fénu verður ráðstafað í eru: Hring-
vegurinn – Hornafjarðarfljót (200
milljónir kr.), Hringvegurinn -
Berufjarðarbotn (300 milljónir kr.),
Kjósarskarð (150 milljónir kr.) og
Dettifossvegur (200 milljónir kr.).
hlh
Viðbótarfé veitt í vegabætur á Uxahryggjum,
Skógarströnd og Gufudalssveit
Jón Gunnarsson samgönguráðherra tilkynnir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um
viðbótarfé til vegamála á föstudaginn. Ljósm. Innanríkisráðuneytið.
Loðnuvertíðinni hjá skipum HB
Granda lauk í síðustu viku en Víking-
ur AK kom með síðasta loðnufarm-
inn til Vopnafjarðar í byrjun vikunn-
ar. Í framhaldinu fer skipið til veiða
á kolmunna. Alls var tekið á móti
38.200 tonnum af loðnu í vinnslu HB
Granda á vertíðinni. Að sögn Ingi-
mundar skiptist aflinn þannig að 18
þúsund tonnum var landað á Akra-
nesi en 20.200 tonnum á Vopnafirði.
Afli Venusar NS var 14.300 tonn og
afli Víkings nam 11.500 tonnum.
Allur loðnuafli sem landað var á
Akranesi fór í hrognatöku og fryst-
ingu á hrognum og afskurðurinn til
vinnslu í fiskimjölsverksmiðjunni.
Á Vopnafirði fóru 14 þúsund tonn í
hrognatöku og hrognafrystingu og
þúsund tonn til heilfrystingar. Ann-
að fór í framleiðslu á loðnumjöli og
-lýsi. kgk
Loðnuvertíð lokið
Verið að poka hrogn í hrognavinnslu HB Granda í Heimaskagahúsinu á Akranesi
á nýliðinni vertíð.
Ársreikningur Dalabyggðar fyrir
árið 2016 var lagður fram til fyrri
umræðu í sveitarstjórn að kvöldi
þriðjudagsins 21. mars. Í stuttu máli
var rekstrarniðurstaða sveitarfélags-
ins á síðasta ári jákvæð um sem nem-
ur 45,6 milljónum króna. Rekstrar-
tekjur Dalabyggðar á árinu 2016
fyrir A og B hluta voru rúmar 847,2
milljónir króna en rekstrargjöld
rúmar 762,3 milljónir. Án fjármuna-
tekna og fjármagnsgjalda var rekstr-
arniðurstaða jákvæð um 56,3 millj-
ónir. Fjármunagjöld umfram fjár-
munatekjur námu 11,2 milljónum
og rekstrarniðurstaða því jákvæð um
45,6 milljónir króna, sem fyrr seg-
ir. Rekstrartekjur A hluta voru 701,7
milljónir, rekstrargjöld 618,7 millj-
ónir og fjármagnsgjöld 2,2 milljón-
ir. Að teknu tilliti til fjármagsngjalda
var rekstrarniðurstaða A hluta var
því jákvæð um 65,9 milljónir.
Fastafjármunir voru í árslok 912,5
milljónir, veltufjármunir 184,2
milljónir og eignir alls um 1.096.664
millj. kr. Langtímaskuldir voru
268,6 milljónir, skammtímaskuldir
130,1 milljón, lífeyrisskuldbinding
94,96 milljónir og skuldir alls því
um 493,6 milljónir króna.
Veltufé frá rekstri A hluta var 101
milljón og handbært fé frá rekstri
84,6 milljónir. Fyrir bæði A og B
hluta var veltufé frá rekstri 93,3
milljónir og handbært fé frá rekstri
65,8 milljónir. Veltufjárhlutvall var
2,03, eiginfjárhlutfall 0,6, skulda-
hlutfall 66 prósent og skuldavið-
mið 39 prósent. Fjárfesting í varan-
legum rekstrarfjármunum nam 44,2
milljónum króna á árinu 2016 og
ekki voru tekin voru ný langtímalán.
Handbært fé í ársbyrjun 2016 var
116,4 milljónir króna en 93,9 millj-
ónir í árslok.
Sveitarstjórn samþykkti að vísa
ársreikningi Dalabyggðar fyrir árið
2016 til síðari umræðu. Gert er
ráð fyrir því að reikningurinn verði
kynntur á íbúafundi þriðjudaginn
11. apríl og hann tekinn til síðari
umræðu sléttri viku síðar.
kgk
Rekstur Dalabyggðar jákvæður
um 45,6 milljónir