Skessuhorn


Skessuhorn - 29.03.2017, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 29.03.2017, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 20176 Meta söluverð- mæti fasteigna HVALFJSV: Sveitarstjórn Hval- fjarðarsveitar samþykkti á síð- asta fundi sínum að fá mat fast- eignasala á mögulegu söluverð- mæti nokkurra fasteigna í sveit- arfélaginu. Fasteignirnar sem um ræðir eru félagsheimilin Fanna- hlíð, Hlaðir og Miðgarður. Þá var jafnframt samþykkt að feng- ið yrði söluverðmat á landi í eigu sveitarfélagsins á mörkum Hval- fjarðarsveitar og Akraneskaup- staðar. -kgk Eftirhermann og orginalinn BORGARNES: Félagarnir Guðni Ágústsson og Jóhannes Kristjánsson flakka þessar vik- urnar um landið með skemmt- un. Meðal annars munu þeir verða í Landnámssetrinu í Borg- arnesi föstudagskvöldin 31. mars og 7. apríl kl. 20. Þeir félagar lofa mögnuðu sagnakvöldi með þjóðsögum og eftirhermum. -mm Dagsektir vegna aðbúnaðar búfjár SUÐURLAND: Matvælastofn- un hefur lagt dagsektir á bónda á Suðurlandi vegna aðbúnaðar nautgripa og sauðfjár á bænum. Um endurtekið brot er að ræða án þess að kröfur stofnunarinn- ar um úrbætur hafi verið virtar. Matvælastofnun krafðist úrbóta á búinu í lok síðasta árs vegna útigangs nautgripa og aðbúnað- ar í fjárhúsum og fjósi. Við eft- irlit í janúar og mars hafði úr- bótum ekki verið sinnt nema að hluta. Í tilkynningu frá Mast segir að samkvæmt reglugerð nr. 940/2015 um beitingu og há- mark dagsekta í opinberu eftir- liti með velferð dýra taka dag- sektir gildi frá og með þeim degi sem þær eru ákvarðaðar og fram að þeim degi sem skyldu er fullnægt að mati stofnunar- innar. Samkvæmt sömu reglu- gerð falla útistandandi dagsekt- ir niður ef umráðamaður dýra hefur bætt á fullnægjandi hátt úr aðstæðum og aðbúnaði dýra, að mati Matvælastofnunar, inn- an fimm virkra daga frá ákvörð- un stofnunarinnar um dagsektir. Svo var ekki og leggjast dagsekt- ir að upphæð 15.000 kr. á um- ráðamann dýranna. -mm Ölvun og of hraður akstur VESTURLAND: Lögreglan á Vesturlandi hafði afskipti af 17 ökumönnum vegna of hraðs aksturs í vikunni sem leið. Einn var tekinn við akstur og hafði áður verið sviptur ökuréttind- um. Þrír ökumenn voru teknir úr umferð vegna gruns um ölv- un við akstur og einn til viðbót- ar er grunaður um akstur und- ir áhrifum ávana- og fíkniefna. Loks voru skráningarmerki tveggja bifreiða klippt af vegna vanrækslu á tryggingum og komu sex umferðaróhöpp inn á borð lögreglu í vikunni, öll þó án teljandi meiðsla. -mm Viðskiptatækifæri fyrir sumarið STYKKISH: Ískofinn í Stykk- ishólmi er til sölu. Fyrirtæk- ið, sem er staðsett við höfnina, selur ís, vöfflur og kaffi og hef- ur starfað síðastliðin tvö sum- ur með góðum árangri. Nánari upplýsingar veitir Sigfús Magn- ússon í síma 825-7810. -eo Aðalfundur SSV í dag VESTURLAND: Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Vest- urlandi fer fram í Borgarnesi í dag, miðvikudag. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, til dæmis er til umfjöllunar árs- reikningur SSV og þeirra félaga sem samtökin bera fjárhagslega ábyrgð á. Seturétt á aðalfundi SSV eiga fulltrúar sveitarfélag- anna á Vesturlandi sem kosn- ir hafa verið sem fulltrúar á að- alfundinn. Einnig verða í dag haldnir aðalfundir Starfsendur- hæfingar Vesturlands, Símennt- unarmiðstöðvar Vesturlands, Heilbrigðisnefndar Vesturland, Sorpurðunar Vesturlands og Vesturlandsstofu. -kgk Alvarlegt vinnuslys varð í kerskála álvers Norðuráls á Grundartanga um kvöldmatarleytið á miðvikudag. Einn starfsmaður slasaðist. Þetta staðfestir Sólveig Bergmann, upp- lýsingafulltrúi Norðuráls, í samtali við Skessuhorns. Hún vildi ekki tjá sig um tildrög slyssins en samkvæmt heimildum Skessuhorns varð slysið með þeim hætti að starfsmaðurinn var við störf við brúkrana í kerskála, sem var útbúinn sérstökum bún- aði. Var öðrum krana ekið á þann krana og við áreksturinn sveiflaðist búnaðurinn sem hékk í krananum í starfsmanninn. Fékk starfsmaður- inn þungt högg með þeim afleið- ingum að hann mjaðmagrindar- brotnaði auk þess sem rifbrein reif gat á lunga. „Starfsmaðurinn var fluttur til skoðunar á Akranesi og þaðan á Landspítalann í Reykjavík. Tildrög slyssins verða rannsökuð í þaula og áhersla lögð á að svona at- burður muni ekki eiga sér stað aft- ur. Við fyrstu sýn virðist ekki hafa verið um bilun í búnaði að ræða,“ sagði Sólveig síðdegis á föstudag. Hún sagði málið litið alvarlegum augum eins og öll slys og óhöpp sem verða. kgk Alvarlegt slys í kerskála Norðuráls Skóla- og frístundaráð Akranes- kaupstaðar hefur samþykkt tillögu um breytt fyrirkomulag á opnun leikskóla á Akranesi sumarið 2017. Breytingin verður til samræmis við tillögu um breytingu á sumaropnun og til innri samræmingar á grein- um í verklagsreglum. Undanfarin ár hafa leikskólar á Akranesi ver- ið lokaðir í fimm vikur yfir sumar- tímann og rekinn sumarskóli á ein- um leikskólanna í tvær vikur. Þessu fyrirkomulagi verður nú breytt og munu allir leikskólarnir á Akranesi loka í þrjár vikur yfir sumartímann. Leikskólabörn skulu taka fjögurra vikna samfellt sumarleyfi ár hvert og verður leikskóla- og fæðisgjald fellt niður þann tíma sem sumar- lokun leikskóla stendur. Óski for- eldrar eftir því að taka fimm vikna samfellt sumarleyfi verður fimmta vikan einnig gjaldfrjáls. Valgerður Janusdóttir ,sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Akraneskaupstaðar, segir í samtali við Skessuhorn að með breyttu fyrirkomulagi verði meiri sveigjanleiki með sumarleyf- istíma. „Þegar það er lokað í svona langan tíma eins og var, þá er svig- rúm fyrir foreldrana varðandi sum- arleyfi orðið mun aðþrengdara en með þessari niðurstöðu. Núna er meiri sveigjanleiki fyrir fólk með sumarleyfistímana og það sama á við um starfsfólk leikskólanna,“ seg- ir Valgerður. „Það voru því þrengri skorður í tíma og fyrirkomulag- ið hafði þessa annmarka að börn- in þurftu að fara á milli leikskóla á sumrin, sem og starfsmenn. Núna tekur hver leikskóli á móti sínum börnum, lokað verður á hverjum leikskóla í þrjár vikur og foreldrar taka fjögurra vikna sumarfrí og geta þá bætt viku fyrir framan eða aft- an þessar þrjár vikur sem lokað er. Þetta er þjónustuaukning og gott skref til að prófa. Við vildum gera þessa tilraun og sjá hvernig það kemur út í þjónustu fyrir börn, for- eldra og starfsfólk.“ grþ Sumaropnun leikskóla á Akranesi breytt

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.