Skessuhorn


Skessuhorn - 29.03.2017, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 29.03.2017, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 20174 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Heiðar Lind Hansson hlh@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen emilia@skessuhorn.is Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Baldinn óþekktarormur Það á ekki af okkur að ganga, þessari litlu þjóð norður í höfum. Við erum að springa af stolti, erum enn að fagna sjálfstæðinu sem við fengum í orði kveðnu við stríðslok, en alltaf að kljást við afleiðingar þess að vera of lítil og fámenn til að ráða almennilega við okkar mál. Nú síðast á mánudaginn kom í ljós að vegna gengis krónunnar gagnvart helstu viðskiptalöndum okkar, erum við að tapa störfum. Nú skal fiskvinnslufólkið hjá HB Granda á Akranesi fá að taka pokann sinn. Það er allt í einu orðið of dýrt að hafa það í vinnu. Fólk- ið sem í 111 ár hefur skapað ómæld verðmæti fyrir fyrirtækið sitt, samfélagið og landið allt. Þá má í annarri frétt í blaðinu í dag lesa að bændum er einn- ig boðuð enn frekari kjaraskerðing, af því kjötið sem þeir framleiða er ekki að seljast á viðunandi verði úti í heimi. Innanlandsneyslan ein og sér dugir ekki til að kjör þeirri verði þau sömu og á síðasta ári. Þá hefur komið fram að ferðamenn eru jafnvel hættir að kaupa stórsteikur á veitingahúsum sökum sterkrar krónu og láta nú frekar duga ódýrari mat. Allt eru þetta afleiðingar af óstöðugu gengi íslensku krónunnar sem nú um stundir virðist standa sterkar en æskilegt má telja. Já, okkur virðist vera fyrirmunað að höndla með okkar eigin peningamál, stoltið er skynseminni yfirsterkari. Það er þekkt að sterk króna eykur kaupmátt almennings en veikir um leið samkeppnisstöðu allra útflutningsgreina sem sækja á alþjóðlega markaði, hvort sem það er með kjöt, fisk eða innflutning ferðafólks. Með sama hætti hjálpar veik króna útflutningsgreinum en þrengir að kjörum almennings sem fá laun sín greidd í krónum. Almenningur sveiflast með og verður að sætta sig við kjör sín hverju sinni, en fyrirtæki í útflutningi verða í sínu góðæri með veikri krónu að leggja til mögru áranna. Þar hefur hnífurinn ef til vill staðið í kúnni, ef marka má nýjustu tíðindi af sölu fiskafurða. Ef maður veltir fyrir sér þróun peningamála síðustu árin kemur krónan ítrekað við sögu. Gengi hennar er eins og óþekkur krakki sem aldrei getur setið kjurr né tekur til- sögn. Tilsögnin í þessu tilfelli er til dæmis okurvaxtastigið sem Már og fé- lagar halda uppi í Seðlabankanum, gengi annarra gjaldmiðla, nú eða verð- bólgu. Til marks um óstöðugleika þessa óþekktarorms má rifja upp stöðu krónunnar miðað við til dæmis dollarann. Um 2006 fór hann niður fyrir 60 krónur, en síðan uppfyrir 160 krónur árin eftir hrun. Nú kostar einn doll- ari 109 krónur og dugar það ekki til að fiskvinnsla standi undir sér. En þessi óstöðugleiki gerir það nánast ómögulegt að reka íslensk fyrirtæki með ein- hverju viti. Sveiflur í gengi krónunnar leiða auk þess til árekstra milli atvinnugreina. Ágreinings sem vonlaust er að leysa meðan krónan verður notuð sem mynt. En vegna þess að krónan hefur verið þessi óþekktarormur lengi er óskiljan- legt í mínum huga að stjórnmálamenn loki sífellt eyrunum fyrir þeim fórnar- kostnaði sem þessu fylgir. Svo lengi sem þessi stefna um verðbólgumarkmið er við lýði í Seðlabankanum er ekki við því að búast að nokkuð breytist. Nú ber hins vegar svo við að þeir sem hafa verið hvað mest andvígir því að við skoðum upptöku annars gjaldmiðils, eru að tapa. Þá er stutt í ramakvein um aðgerðir; „fellið gengið“ er hrópað hástöfum og uppsagnarbréfum veifað. Og til að kóróna allt í þeirri stöðu sem uppi er koma lífeyrissjóðirnir við sögu. Þeir eru að skrifa nýjustu uppsagnarbréfin. Ja, svei! Nei, ég held að það sé útséð með að geta talað fyrir kostum sjálfstæðrar örmyntar eins og íslenskrar krónu. Meðan við Íslendingar ætlum að halda í þennan óþekktarorm munum við búa við fáheyrðan vaxtamun, gengisó- vissu, sveiflukennd utanríkisviðskipti og fjármálalegan óstöðugleika. Þessi flotgengisstefna með verðbólgumarkmið að leiðarljósi er strönduð og dæmir sig sjálf. Nú eigum við Íslendingar því tvo kosti. Vissulega þann að gera ekki neitt og sætta okkur við sífellda árekstra atvinnugreina og almennings, eða taka upp samræðu um annan gjaldmiðil og stjórnun peningamála eins þrosk- uðum þjóðum sæmir. Magnús Magnússon Leiðari Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkti nýverið á fundi að fella tímabundið niður gatnagerðagjöld vegna nýbygginga íbúðarhúsnæðis í þéttbýli Grundarfjarðar. Nær niðurfellingin til nýbygginga íbúð- arhúsnæðis á lóðum sem standa við þegar tilbúnar götur, hvort heldur það eru einstaklingar eða fyrirtæki sem hafa áhuga á því að byggja. Tuttugu lóðir eru lausar í þétt- býlinu og tilbúnar til afhendingar. Auk þess eru lausar til afhendingar iðnaðar- og athafnalóðir á athafna- svæðinu vestan Kvernár, þó niður- felling gatnagerðargjalda nái ekki til þeirra. „Með þessu erum við að reyna að hvetja fólk til þess að byggja íbúð- arhúsnæði í Grundarfirði, hvort sem það eru einstaklingar eða verktakar. Við bjóðum tímabundið að gatnagerðargjöld verði frí á því sem við köllum þéttingarlóðir. Það eru lóðir sem þegar eru til staðar í bænum og búið að leggja götur við. Síðan þarf bara að skoða í hverju og einu tilfelli hvaða húsagerðir passa á þær lóðir sem sótt er um,“ seg- ir Þorsteinn Steinsson bæjarstjóri í samtali við Skessuhorn. Hann seg- ir vanta íbúðarhúsnæði í Grundar- firði. „Aðalatriðið með niðurfell- ingu gjaldanna er að skapa hvata til að koma af stað íbúðarhúsabygg- ingum í samfélaginu. Það er vöntun á slíku húsnæði hér í Grundarfirði. Hér er nóg að gera, atvinnulífið í fínum blóma en okkur vantar hús- næði,“ segir Þorsteinn. Hann segir koma til greina að fara í skipulags- breytingar ef ske kynni að einhver hafi áhuga á að reisa aðra húsagerð en gert er ráð fyrir í deiliskipulagi. „Ef lóðirnar bjóða upp á það, sem er auðvitað mismunandi eftir lóð- um, þá má skoða möguleika á því að breyta skipulagi ef einhver hefur áhuga á því að reisa lítið fjölbýlis- hús, raðhús eða parhús. En það verður bara að skoða slíkt í hverju og einu tilfelli,“ segir Þorsteinn. Niðurfelling gatnagerðargjalda hefur þegar tekið gildi og að sögn Þorsteins eru bæjaryfirvöldum þegar farnar að berast fyrirspurn- ir og umsóknir um lóðir. „Það eru farnar að berast umsóknir þannig að við sjáum strax að þetta virk- ar. Síðan er bara spurning hversu öflugur hvati niðurfellingin verð- ur. Þetta er tímabundin tilraun sem við vonum að komi til með að örfa einstaklinga og verktaka til dáða í byggingu íbúðarhúsnæðis í Grundarfirði,“ segir bæjarstjórinn að lokum. kgk Gatnagerðargjöld felld niður tímabundið af íbúðarhúsnæði Þorsteinn Steinsson bæjarstjóri með íbúðalóðir á bakvið sig. Ljósm. tfk. Fimmtudaginn 16. mars síðastliðinn boðaði sveitarstjórn Reykhólahrepps til íbúafundar um lagningu ljósleið- ara í dreifbýli hreppsins. Frá þessu er greint á Reykhólavefnum. Ingi- björg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri fór yfir aðdraganda málsins, stöðuna og næstu skref, en með lagningu ljós- leiðara verða fjarskipti í Reykhóla- hreppi bætt til muna. Eins og greint hefur verið frá í Skessuhorn fékk sveitarfélagið styrk að verðmæti 19 milljónir króna þegar úthlutað var úr fjarskiptasjóði í gegnum verkefnið Ís- land ljóstengt. Þar að auki fékk sveit- arfélagið sérstakan byggðastyrk til ljósleiðaravæðingar að verðmæti 6,5 milljónir króna. Með því að ganga til samninga við Fjarskiptasjóð hef- ur sveitarfélagið skuldbundið sig til að ljúka ljósleiðaravæðingu dreifbýlis hreppsins á þessu ári. Lagður verður ljósleiðari til lög- heimila þar sem er föst heilsársbúseta og til fyrirtækja sem starfa allt árið um kring, utan markaðssvæðis. Einn- ig verður eigendum sumarahúsa gef- inn kostur á að tengjast ljósleiðara- kerfinu, en þurfa þá sjálfir að greiða kostnað við langingu og tengingu heimtaugarinnar, auk stofngjaldsins sem allir þurfa að greiða sem vilja tengjast ljósleiðara. Gróf kostnaðar- áætlun liggur fyrir og þessa dagana er unnið að hönnun kerfisins með ráð- gjöf Rafvers hf. Heildarlengd ljós- leiðarans verður 73,5 km og talið er líklegt að tengingar verði 76 talsins. Heildarkostnaður við verkið er 80 milljónir króna og heildarkostnaður á hverja tengingu 950 þúsund krónur. Næstu skref í ljósleiðaravæðingu Reykhólahrepps eru að ljúka hönn- un kerfisins, ræða við Vegagerðina, skipuleggja samstarf við Orkubú Vestfjarða og afla leyfa og umsagna. Tilkynna þarf framkvæmdina til ESA, eftirlitsdómstóls EFTA sem og að sækja um leyfi landeigenda, Vegagerðarinnar ef við á, og fá um- sögn minjavarðar og veiðifélaga. Að því loknu og mögulega fleiru þarf að fá veitt framkvæmdaleyfi. Þá verð- ur leitað til íbúa vegna ákvarðana um lagnaleiðir og þátttöku þeirra í verkefninu. Eyðublöð til að staðfesta þátttöku í verkefninu verða aðgengi- leg rafrænt á vefsíðu sveitarfélagsins en einnig á pappírsformi á skrifstofu hreppsins. Reykhólahreppur gerir ráð fyrir því að verkefnisstjóri verði ráð- inn að framkvæmdinni. „Ingibjörg Birna vill endilega hvetja fólk til að hafa samband ef frekari upplýsingar vantar, eða koma athugasemdum á framfæri. Þetta er í raun sameiginlegt verkefni okkar allra í sveitinni,“ segir á Reykhólavefnum. kg Íbúafundur um ljósleiðara í Reykhólahreppi Reykjanes, svæði 1 í ljósleiðaravæðingu dreifbýlis Reykhólahrepps.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.