Skessuhorn


Skessuhorn - 29.03.2017, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 29.03.2017, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 201716 Þessa dagana er unnið við upp- setningu á nýjum tölvustýrðum fræsara í málmiðnadeild Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akra- nesi. Tæki þetta er af gerðinni HAAS, TM-1P og er afar full- kominn fræsari sem býður upp á mikla möguleika í framleiðslu ólíkra hluta úr málmi. Með fylgi- hlutum er áætlað að tækið kosti um tíu milljónir króna. Hörður Baldvinsson, deildarstjóri málm- iðnadeildar FVA, fagnar mjög komu nýja tölvufræsarans og seg- ir hann nánast jafngilda byltingu í tækjakosti deildarinnar. Þá segir hann að einnig hafi verið ákveð- ið að kaupa nýjan tölvustýrð- an rennibekk en þessi tvö tæki eru forsenda nútíma verkþjálfun- ar í málmtækni. Eldri tækjakost- ur skólans er mjög kominn til ára sinna. Bæði þessi tæki verða til- búin fyrir upphaf kennslu næsta haust. Góður fjöldi nemenda stund- ar nú nám í dagskóla málmiðna- deildar FVA en mest er þó að- sóknin í kvöldskóla deildarinnar þar sem 35 stunda nú nám. Fullt er í þann hluta námsins og færri hafa komist að en vildu. Hörður seg- ir að margir þeirra sem stunda nú nám í kvöldskóla FVA séu á ein- hvers konar tímamótum í lífinu. Hafi t.d. innritaðs til náms eftir að hafa hætt í öðru námi eða séu þar í kjölfar raunfærnimats. Það byggi á að bæta við þekkingu og mennt- un til að öðlast réttindi. Þá er fólk með afar ólíkan bakgrunn að afla sér menntunar í kvöldskólanum. Aldursbilið er auk þess talsvert en elsti nemandinn nú er 55 ára. Að sögn Ágústu Elínar Ingþórs- dóttur skólameistara stendur til í sumar að mála og snyrta húsnæði málmiðnadeildar. „Það er hag- ur okkar allra að hér sé bjart og snyrtilegt og aðstaðan sem best. Við sjáum fram á það með bætt- um tækjabúnaði, góðri aðstöðu og síðast en ekki síst góðu starfsfólki að aðsókn í iðnnámið hér muni aukast. Atvinnulífið kallar mjög á að fleiri hefji iðnnám og því er ég sannfærð um að það muni skila sér í aukinni aðsókn,“ segir Ágústa Elín. Hörður deildarstjóri bætir því við að ein af sérstöðum skól- ans sé persónulegt nám þar sem einstaklingar fái tækifæri óháð fyrri reynslu, menntun eða getu. „Við erum hér í málmiðnadeild- inni með fólk með afar ólíkan bakgrunn; t.d. unga þriggja barna móður, fólk sem hefur orðið ut- anveltu í þjóðfélaginu að ýms- um ástæðum eða flosnað frá öðru námi. Hér fær fólk gott tækifæri til að sækja sér nám á nýju sviði og öðlast menntun sem eftirspurn er eftir í atvinnulífinu. Fjölmörg dæmi höfum við svo um fólk sem hefur blómstrað í kjölfarið úti í at- vinnulífinu,“ segir Hörður Bald- vinsson. mm Nýr tækjakostur í málmiðnadeild FVA Tölvustýrður fræsari og rennibekkur verða meðal tækjakosts næsta haust Þessa dagana vinna Valdís Gunn- arsdóttir og Carolin Baare Schmidt að undirbúningi hestaleigunnar Dalahesta í Búðardal. Til stend- ur að reka hana á sumri komanda. „Við ætlum að vera með tilrauna- starfsemi í hestatengdri afþreyingu fyrir ferðamenn yfir háannatímann í sumar. Stefnan er að opna í júní og starfa fram í ágúst,“ segir Val- dís í samtali við Skessuhorn. „Hug- myndin að þessu kviknaði síðasta haust og við fórum strax að æsa hvora aðra upp í þetta. Það er skort- ur á afþreyingu fyrir ferðamenn hér í Dölum en nóg til af hrossum. Því lá beinast við að nýta sér það. Ég og Carolin ákváðum að vera ekkert að bíða eftir því að aðrir geri hlutina heldur kýla bara á þetta. Sjálfar eig- um við nokkra ljúflinga sem myndu henta afar vel til að bjóða jafnt vön- um sem óvönum á bak. Síðan feng- um við í vetur veglegan styrk til verkefnisins úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands og þá varð auðvitað ekki aftur snúið,“ bætir hún við. Góð aðstaða á Fjósum Til að hýsa starfsemina hafa Valdís og Carolin óskað eftir að fá afnot af 60 fermetra rými í austurhluta hlöðunnar að Fjósum. Byggðar- ráð Dalabyggðar hefur tekið beiðni þeirra fyrir og var sveitarstjóra falið að gera drög að leigusamningi sem lagður verður fyrir sveitarstjórn á næsta fundi. Aðstöðunni er ætlað að hýsa móttöku, reiðtygi, hjálma, hlífðarfatnað og fleira vegna hesta- leigunnar. Auk þess munu þær nýta beitarhólf sem staðsett er við hlöð- una á Fjósum. „Við búum svo vel hér í Búðardal að við Fjósa er stórt og gott beitarhólf og góð aðstaða. Þar sjáum við fyrir okkur að fólk geti fengið að eiga smá gæðastund með hestinum; klappað honum, gefið honum eitthvað gott og feng- ið aðeins að kynnast honum í ná- vígi. Síðan gætum við teymt undir fólk í hólfinu, ef það hefur áhuga á því,“ segir Valdís. „Síðan sjáum við fyrir okkur styttri hestaferðir. Ann- ars vegar ferðir frá Fjósum og eftir reiðveginum hér í og við Búðardal, en hins vegar aðeins lengri ferðir að Laxárósum og niður í fjöru. Slíkur túr yrði þó þeim takmörkum háður að aðeins yrði hægt að fara hann á háfjöru.“ Áframhald ef vel gengur Valdís hefur orð á því að hug- myndir þeirra séu ekki fullmótað- ar enn sem komið er, varðandi ferð- ir og annað. En þegar búið verður að fá leigt húsnæði og nær dreg- ur sumri þá fari að koma skýrari mynd á starfsemina. „Við rennum aðeins blint í sjóinn með þetta en langar að prófa. Það er gaman að reyna eitthvað nýtt og safna í sarp- inn,“ segir hún og bætir því við að ef vel tekst til í sumar verði haldið áfram að ári. „Ef þetta gengur vel þá setjum við aukinn kraft í Dala- hesta fyrir næsta sumar og bætum við ferðum, því ekki vantar falleg- ar reiðleiðir hér í Dölum. Ég sé til dæmis fyrir mér mjög skemmti- lega hringferð um Fellsströnd og Skarðsströnd í fallegu umhverfi. En að sinni stefnum við fyrst og fremst að því að koma þessu í gangið fyrir sumarið og gera tilraun með þenn- an rekstur í júní, júlí og ágúst. Síð- an sjáum við bara til hvernig reynsl- an verður og þá hvort við leggjum í þetta aftur,“ segir Valdís Gunnars- dóttir að lokum. kgk/ Ljósm. sm. Ætla að opna hestaleigu í Búðardal Hér standa við nýja tölvustýrða fræsarann; Ágústa Elín Ingþórsdóttir skólameistari, Hörður Baldvinsson og fjórir af þeim nemendum sem verða í hópi fyrstu nemend- anna sem læra á nýja tækið í haust. F.v. Gunnar, Sólveig, Siggi og Helga.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.