Skessuhorn - 29.03.2017, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2017 11
Bæjarfélag Heimilisfang Stærð fm Herbergi Tegund Bílskúr Hæð Ásett verð Mánaðargjald Innifalið Annað
Akranes Þjóðbraut 1, íb. 805 95+st 3 Fjölbýli Já 8 4.000.000 kr. 181.000 kr. Allt nema rafmagn
Stæði í bíla-
kjallara
Akranes Þjóðbraut 1, íb. 701 105+st 3 Fjölbýli Já 7 8.000.000 kr. 205.000 kr. Allt nema rafmagn
Stæði í bíla-
kjallara
Akranes Þjóðbraut 1, íb. 401 105+st 3 Fjölbýli Já 4 8.000.000 kr. 205.000 kr Allt nema rafmagn
Stæði í bíla-
kjallara
Akranes Þjóðbraut 1, íb. 804 102+st 3 Fjölbýli Já 8 5.500.000 kr 199.000 kr Allt nema rafmagn
Stæði í bíla-
kjallara
Skrifstofa Búmanna er staðsett á Akralind 4, 201 Kópavogi.
Sími: 552-5644 • netfang: bumenn@bumenn.is • Skrifstofan er opin frá kl. 09 – 12 og 13 - 15 alla virka daga.
Búmenn hsf. auglýsa
Allar íbúðir félagsins tilheyra nú svokallaðri frjálsri sölu, þ.e. búseturéttir eru seldir á markaðsverði og
eru neðangreind verð fyrir búseturéttina svokölluð ásett verð og er hægt að gefa tilboð í búseturéttina
Íbúð 805 er í eigu búmanna og er laus strax
Íbúð 804 er í eigu búmanna og er laus strax
Íbúð 701 er í eigu búseturétthafa en búseturéttur til sölu
Íbúð 401 er í eigu búseturétthafa en búseturéttur til sölu.
(Er í leigu sem stendur)
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Skipulagsauglýsingar
Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur
samþykkt á 154. fundi þann 22. mars 2017,
að auglýsa eftirfarandi skipulag:
Lava Hótel Varmaland – breyting á deiliskipulagi
Sveitarstjórn hefur samþykkt breytingu á deiliskipulagi fyrir
Lava hótel Varmaland til auglýsingar. Tillagan er sett fram
á uppdrætti og í greinagerð dags. 16. mars 2017 og felur í
sér stækkun skipulagssvæðisins úr 2,1 hektara í 3,2 hektara
eftir breytingu. Samhliða deiliskipulagsbreytingunni verður
skilgreiningu lóðar Húsmæðraskólans breytt í verslun-og
þjónustulóð í aðalskipulagi. Markmið breytingartillögu er að
tryggja atvinnu uppbyggingu í ferðaþjónustu á lóð gamla
Húsmæðraskólans. Tillagan er auglýst í samræmi við 43. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagstillagan liggur frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar,
Borgarbraut 14 í Borgarnesi frá 31. mars 2017 til 12. maí 2017
og verður einnig aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar
www.borgarbyggd.is
Hverjum þeim aðila sem hagsmuna eiga að gæta, er gefinn
kostur á að gera athugasemd við tillöguna.
Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og
berast í síðasta lagi 12. maí 2017 í Ráðhús Borgarbyggðar,
Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið
borgarbyggd@borgarbyggd.is
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is
Gengið hefur verið frá ráðningu
umhverfisstjóra og rekstrarstjóra
skipulags- og umhverfissviðs hjá
Akraneskaupstað. Stöðurnar eru
tilkomnar vegna mannabreytinga
á skipulags- og umhverfissviði og
skipulagsbreytinga í kjölfarið þar
sem störf voru sameinuð. Næsti yf-
irmaður umhverfisstjóra og rekstr-
arstjóra er sviðsstjóri skipulags- og
umhverfissviðs. Umsóknarfrestur
var til 7. febrúar og bárust alls þrett-
án umsóknir um stöðu rekstrarstjóra
og níu um stöðu umhverfisstjóra,
þar sem einn umsækjandi dró um-
sókn sína til baka.
Sindri Birgisson var ráðinn um-
hverfisstjóri. Hann er með MS gráðu
í skipulagsfræði frá Landbúnaðarhá-
skóla Íslands á Hvanneyri, en hann
hefur gengt starfi umhverfisstjóra
tímabundið frá því í september
2106. „Sindri hefur að baki farsæla
reynslu af verkstjórn, þar af lengst
sem verkstjóri við almennt viðhald
og framkvæmdir á opnum svæð-
um hjá Akraneskaupstað frá árinu
2013 - 2016,“ segir á vef Akranes-
kaupstaðar. Þá hefur Sindri komið
að umhverfisverkefnum í tengslum
við Garðalund, Langasand og Breið
og einnig unnið að betrumbótum
á leikvöllum bæjarins með stofnun
svokallaðra hverfisgarða.
Í starf rekstrarstjóra skipulags-
og umhverfissviðs var ráðinn Alfreð
Þór Alfreðsson, húsasmíðameist-
ari frá Fjölbrautaskóla Vesturlands.
„Alfreð hefur að baki farsæla reynslu
af stjórnun og góða þekkingu á upp-
byggingu fasteigna,“ segir á vef bæj-
arins. Lengst af hefur Alfreð starf-
að sem verksmiðjustjóri húsgagna-
deildar BM Vallá en einnig hefur
hann starfað sem verkstjóri hjá Ís-
tak og komið að smíði margs konar
mannvirkja.
kgk
Ráðið í tvær stöður
hjá Akraneskaupstað
Sindri Birgisson umhverfisstjóri. Alfreð Þór Alfreðsson, rekstrarstjóri
skipulags- og umhverfissviðs.
Hverfisgarður í Skógarhverfi á Akranesi.