Skessuhorn


Skessuhorn - 29.03.2017, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 29.03.2017, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2017 17 SK ES SU H O R N 2 01 7 Útboð Akraneskaupstaður óskar eftir tilboðum í endurnýjun á um 7.700 m2 af gervigrasi í Akraneshöll. Útboðsgögn má panta hjá SportVerk ehf. á netfanginu pwj@sportverk.is. Opnun tilboða er miðvikudaginn 19. apríl 2017, kl. 14.00 hjá Sportverk, Hátúni 6A, Reykjavík. Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is Nemendur á starfsbraut í Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranesi fóru á kost- um í hæfileikakeppni starfs- brauta sem fram fór í Flens- borg í Hafnarfirði á dögun- um. Þau gerðu sér lítið fyr- ir og enduðu í öðru sæti fyrir afar skemmtilegt myndband. Hægt er að skoða myndband hópsins á slóðinni: https:// youtu.be/ceolku3jc64 mm Í öðru sæti í Hæfileikakeppni starfsbrauta Norræna félagið á Akranesi og Akraneskaupstaður standa fyrir vinabæjarmóti á Akranesi í sum- ar. Vinabæjarmótið verður dag- ana 5.- 9. júlí. „Markmið Norræna félagsins er að efla norrænt sam- starf á öllum sviðum samfélagsins, efla frið Norðurlandaþjóðanna sín á milli og þeirra og annarra þjóða út á við. Norræna félagið vinnur að markmiðum sínum með því að stuðla að samskiptum milli einstak- linga, félagsdeilda og við systur- félög sín á Norðurlöndum,“ segir í tilkynningu. Norræna félagið á Akranesi og vinabæir þess, Bamble í Noregi, Tönder í Danmörku, Västervik í Svíþjóð og Närpes í Finnlandi halda í þessum tilgangi vinabæjar- mót þriðja hvert ár til skiptis í bæj- unum og í ár verður það haldið á Akranesi í júlí næstkomandi. Nor- ræna félagið og Akraneskaupstaður eru sameiginlega gestgjafar á vina- bæjarmótinu. Hver vinabær má að hámarki senda 25 þátttakendur á mótið og hefð er fyrir því að gestir búi á einkaheimilum meðan á mótinu stendur. „Það væri því vel þegið að þeir sem áhuga og tök hafa á að taka á móti einum til tveimur gest- um frá vinabæjunum hafi samband við Norræna félagið á netfangið: haholt3@simnet.is og láti vita,“ segir í tilkynningu frá Norræna fé- laginu á Akranesi. mm Halda norrænt vinabæjamót á Akranesi í sumar „Ég er að hætta,“ sagði Krist- ín Björk Guðmundsdóttir, skóla- stjóri Laugargerðisskóla á sunn- anverðu Snæfellsnesi, þeg- ar blaðamaður Skessuhorns sló á þráðinn til hennar á dögun- um. Kristín Björk lætur af störf- um sem skólastjóri Laugargerð- isskóla þegar kennslu líkur í vor, eftir áratug í starfi. „Ég verð búin að ljúka tíu árum í starfi hér í Laugargerði þegar ég hætti, því ég byrjaði haustið 2007,“ segir hún. Aðspurð um ástæður þess að hún er að láta af störfum segir hún þær einfaldar. „Ég er að verða ell- ismellur og fer bara á eftirlaun,“ segir hún létt í bragði. „Ég byrjaði tvítug að kenna. Ég hefði því mátt hætta fyrir fjórum árum síðan, þegar ég varð sextug. Þá komst ég á 95 ára regluna. En ég stefndi nú svo sem að því þeg- ar ég byrjaði að vera í áratug, að því gefnu að vel gengi og heilsan leyfði, því maður veit aldrei hvað getur komið upp á,“ segir Kristín og bætir því við að blessunarlega hafi hún verið við góða heilsu. „Ég er stálhraust og ákvað því að ljúka þessum tíu árum sem ég stefndi að því mér hefur þótt starfið svo skemmtilegt,“ segir hún. Kristín lætur afar vel af starfi skólans í sinni skólastjóratíð. „Það hefur gengið mjög vel þennan áratug sem ég hef verið í Laugar- gerði. Við erum til dæmis nýkom- in úr ytra mati þar sem skólinn fékk góða umsögn hjá Mennta- málastofnun, eins og var einmitt sagt stuttlega frá í Skessuhorni. Laugargerðisskóli er góður skóli með frábærum nemendum, góðu starfsfólki og starfsandinn er til fyrirmyndar. Við vitum varla hvað agavandamál eru,“ segir Kristín. Fer á fullt í hestunum Í skólastjóratíð sinni hefur Krist- ín verið búsett í Laugargerði ásamt eiginmanni sínum, Friðbirni Erni Steingrímssyni. Hann er kennari við skólann en mun einnig láta af störfum í vor. Þau hyggja á flutn- inga í vor. „Við flytjum í Borgarnes. Þar eigum við hús sem við höfum leigt út undanfarin ár,“ segir Krístin. Hún bætir því við að á næstunni ætli hún að einbeita sér að áhugamálun- um, en þar er hestamennskan efst á blaði. „Ég ætla að stunda hesta- mennskuna eins mikið og ég get. Ég er reyndar ekki keppnismanneskja en hef alltaf farið mikið í hestaferðir. Ég ver meira og minna öllum sumr- um í að ferðast á hestunum mín- um, sem ég hef þjálfað til eigin nota. Á þeim tíma sem ég hef búið hér í skólastjórabústaðnum í Laugar- gerði hef ég fengið leigt fyrir hross- in mín í Söðulsholti,“ segir hún en bætir því við að hún sé ekki búin að segja skilið við skólastarf fyrir fullt og allt. „Ég er sérkennari að mennt og reikna með að nota krafta mína aðeins lengur. Ég mun ef til vill gefa kost á mér í greiningarstörf ef vant- ar í skólum, þannig að ég mun ekki segja alveg skilið við skólastarf,“ seg- ir hún. „En hvernig sem það verður þá hlakka ég bara til að takast á við næsta áfanga í lífinu,“ segir Kristín Björk Guðmundsdóttir að lokum. kgk Hættir eftir áratug sem skólastjóri í Laugargerði Kristín Björk ásamt hluta nemenda sinna. Myndin var tekin á 50 ára afmæli skólans haustið 2015. Ljósm. úr safni Skessuhorns.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.