Skessuhorn


Skessuhorn - 29.03.2017, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 29.03.2017, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2017 25 Ferðamálastofa hefur gengið til samninga um gerð stefnumarkandi stjórnunaráætlana (e. Destination Management Plan) í öllum lands- hlutum. Þetta er eitt stærsta verk- efnis á sviði ferðaþjónustu sem ráð- ist hefur verið í hér á landi og mun Ferðamálastofa beina 100 milljón- um króna af verkefnafé sínu til fram- kvæmdar verkefnisins á næstu tólf mánuðum. Samið verður við mark- aðsstofur landshlutanna og Höfuð- borgarstofu um að leiða vinnuna í hverjum landshluta. „Þetta er eitt stærsta samhæfða þróunarverkefni sem ráðist hefur verið í hér á landi. Í gerð stefnumót- andi stjórnunaráætlana felst heild- stætt ferli þar sem litið er til skipu- lags og samhæfingar í þróun og stýr- ingu allra þeirra þátta sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á hverju svæði. Þá horfum við til þarfa heima- manna, fyrirtækja og umhverfisþátta jafnt sem gesta,“ segir Ólöf Ýrr Atla- dóttir ferðamálastjóri og tekur fram að verkefnið sé unnið á forsendum heimafólks á hverjum stað. Afurð verkefnisins felur í sér sam- eiginlega stefnuyfirlýsingu sem hefur það að markmiði að stýra uppbygg- ingu og þróun svæðis yfir ákveð- inn tíma, skilgreina hlutverk hags- munaaðila, tiltaka beinar aðgerðir sem hver og einn hagsmunaaðila ber ábyrgð á og hvaða bjargir/auðlind- ir þeir hyggjast nýta við þá vinnu. Gert er ráð fyrir til að áætlanagerð- inni sjálfri ljúki á árinu 2018. „Nið- urstöðurnar munu stuðla að mark- vissri þróun ferðaþjónustu í hverj- um landshluta og auðvelda opinbera ákvarðanatöku sem snýr til dæmis að skipulagsmálum, uppbyggingu þjón- ustu, aðgangsstýrinu og markaðs- áherslum,“ segir Ólöf. mm Umfangsmikil áætlunargerð í ferðaþjónustu um land allt Frá undirritun samningsins. F.v. Kristján Guðmundsson Markaðsstofu Vesturlands, Þuríður Aradóttir Markaðsstofu Suður- nesja, Arnheiður Jóhannsdóttir Markaðsstofu Norðurlands, Díana Jóhannsdóttir Markaðsstofu Vestfjarða, Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri, Áshildur Bragadóttir Höfuðborgarstofu, Dagný H. Jóhannsdóttir Markaðsstofu Suðurlands, Jóna Árný Þórðardóttir Austurbrú og Óskar Jósefsson Stjórnstöð ferðamála. Leikdeild Ungmennafélagsins Da- grenningar hefur yfirleitt ekki ráð- ist á garðinn þar sem hann er lægstur þegar kemur að verkefnavali. Deild- in var stofnuð árið 1995 og hefur síð- an þá sett upp sex verk, allt öndvegis- bókmenntir. Mörgum er minnisstæð sýningin á Sjálfstæðu fólki fyrir rúm- um tuttugu árum, Íslandsklukkunni um aldamótin og Sölku Völku árið 2012 svo eitthvað sé nefnt. Nú sem fyrr er metnaður á ferðinni í Lund- arreykjadal og fyrir valinu varð Haf- ið eftir Ólaf Hauk Símonarson. Leik- ritið var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1992. Það á sér sterkar rætur í samtíma sínum og því mætti spyrja hvernig það passi við okkar tíma. Því er hins vegar fljótsvarað, verkið er djúpt og beitt og boðskapur þess á fullt erindi inn í árið 2017. Höf- undur teflir þar saman ólíkum heim- um með undirliggjandi gagnrýni á þá sem missa sjónar á mikilvægi raun- verulegra verðmæta í óðakapphlaupi um veraldlegt hjóm. Leikdeild Dagrenningar á heiður skilinn fyrir að sýna okkur þetta verk nú, þegar efni þess á svo vel við sem raun ber vitni. Það sem blasti við sýn- ingargestum var vönduð leikmynd gerð af hugvitssemi og skilningi á viðfangsefninu. Enn eru Lunddæl- ingar líka útsjónarsamir við að nýta sitt ágæta samkomuhús, Brautar- tungu, hafa endaskipti á því og búa til nýtt svið með góðri dýpt. Leikið var af fagmennsku, persónur náðu að fanga hugann; allt bar yfirbragð leikhúss þar sem vandað er til verka. Hafa ber í huga að þarna er um að ræða framtak í fámennu samfélagi. Þó eru flestir leikaranna úr dalnum, aðeins tveir koma annars staðar frá og það úr næsta nágrenni. Það koma margar fjölhæfar hendur að slíku verkefni og sást það t.d af því að bún- ingahönnuðurinn annaðist miðasölu og seldi kaffið í hléi. Samstaðan er til eftirbreytni og skilar sínu. Hér verð- ur ekki fjallað um frammistöðu ein- stakra leikara þótt nefna mætti nöfn í því sambandi. Hrósið fær hópur- inn allur fyrir metnaðarfulla sýningu á stórverki þar sem persónurnar sitja eftir í huganum að sýningu lokinni. Þó er hitt verðmætast að hér er neist- inn varðveittur, hann er í dalnum. Guðrún Jónsdóttir Margt býr í hafinu Hafsteinn Þórisson (Guðmundur), Sigurður Halldórsson (Þórður), Þórarinn Svavarsson (Jón) og Birta Berg Sigurðardóttir Lóa). Hluti leikhópsins í einu atriðinu. Ljósm. þþ. Hildur Jósteinsdóttir (Kristín), Jón Gíslason (Kata gamla), Árni Ingvarsson (Bergur) og Sóley Birna Baldursdóttir (María). Síðastliðið laugardagskvöld stóð Fornbílafjelag Borgarfjarðar fyrir veislu í húsakynnum sínum í Brák- arey í Borgarnesi. Tilefnið var ekkert annað en koma saman og eiga góða stund. Keyptar voru veitingar frá Kræsingum í Borgarnesi en Magnús Nielsson kokkur matreiddi lamba- kótelettur með öllu tilheyrandi eins og amma hefði gert. Vel var mætt því á áttunda tug félaga og maka þeirra mætti. Að sögn Kristjáns Andrésson- ar formanns félagsins er starfið með ágætum. Félagsmenn eru nú um 180 og koma þeir víða að. Eiga það sameiginlegt að hafa áhuga á göml- um bifreiðum og margir hverjir eiga einn eða fleiri í fórum sínum. Húsa- kynni safnsins, í gamla gærukjallara sláturhússins sem og í fjárréttinni, er fullt af gömlum bílum og laðar þessi safnkostur til sín sífellt fleiri áhuga- sama gesti, bæði Íslendinga en ekki síður útlendinga á ferð. Loks má geta þess að næsti stóri viðburður hjá félaginu er árleg stór- sýning sem haldin verður í Brákarey í félagi við Raftana, Bifhjólaíþrótta- félag Borgarfjarðar, laugardaginn 13. maí. mm Fornbílafélagar hittust Hraustlega var tekið til matar síns. Á veggnum voru sýndar myndir af ökutækjum fyrri tíma. Svipmynd úr veislunni. Karakór Reykjavíkur átti viðkomu í húsnæði félagsins síðdegis á laugardaginn og tóku kórfélagar lagið. Létu þeir afar vel af hljómburðinum. Ljósm. bgl. Magnúsi Nielssyni matreiðs- lumeistara er margt til lista lagt. Meðan matur var snæddur spilaði hann og söng fyrir gesti.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.