Skessuhorn


Skessuhorn - 29.03.2017, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 29.03.2017, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2017 19 Leikdeild Umf. Stafholtstungna sýnir gamanleikinn „Einn koss enn og ég segi ekki orð við Jónatan“ í félags- heimilinu Þinghamri Varmalandi. Höfundur: Marc Camoletti. Leikstjóri: Hörður Sigurðarson. Frumsýning föstud. 31. mars kl. 20.30 2. sýning laugard. 1. apríl kl. 20.30 3.sýning sunnud. 2. apríl kl. 20.30 4.sýning fimmtud 6. apríl kl. 20.30 5. sýning föstud 7. apríl kl. 20.30 6. sýning sunnud 9. apríl kl. 20.30 Miðaverð 2.500 – veitingasala í hléi – Ath. erum ekki með posa á staðnum Einn koss enn og ég segi ekki orð við Jónatan Miðapantanir í síma 824-1988 og eg@vesturland.is SK ES SU H O R N 2 01 7 SUMARBÚÐIR KFUM OG KFUK VATNASKÓGUR VINDÁSHLÍÐ ÖLVER HÓLAVATN KALDÁRSEL SKRÁNING Á WWW.KFUM.IS KFUM OG KFUK HOLTAVEGI 28 SÍMI 588 8899 Aðalfundur Björgunarsveitarinnar Lífsbjargar í Snæfellsbæ var hald- inn í Björgunarstöðinni Von á sunnudaginn. Á fundinum var far- ið yfir starf sveitarinnar á liðnu ári og unglingadeildarinnar Drekans. Núverandi stjórn bauð sig fram til áframhaldandi starfa og fékk kosn- ingu til þess. Stjórnina skipa Hall- dór Sigurjónsson formaður, Haf- rún Ævarsdóttir ritari, Ægir Þór Þórsson gjaldkeri, Hafþór Svans- son varaformaður og Patryk Zolo- bow meðstjórnandi. Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum og kaffihléi var komið að liðnum önn- ur mál. Sköpuðust miklar og góð- ar umræður en 6. maí í vor fagnar Björgunarsveitin Lífsbjörg tíu ára afmæli sínu. Ætlunin er að halda upp á daginn og sagði afmælis- nefnd björgunarsveitarinnar frá því sem stendur til að gera. Vel var mætt á fundinn og greinilegt að starf Björgunarsveitarinnar Lífs- bjargar er öflugt og félagsmenn áhugasamir um starfið. þa Stjórn Lífsbjargar endur- kjörin á afmælisári Hafrún, Halldór, Ægir, Hafþór og Patrek. Félagar úr Ungmennafélagi Staf- holtstungna eru að um þessar mundir að ljúka æfingum á farsan- um Einn koss enn og ég segi ekki orð við Jónatan. Frumsýning verð- ur næstkomandi föstudag í félags- heimilinu Þinghamri. Æfingar hafa staðið síðan í byrjun febrúar. Sex leikarar eru í sýningunni. Í henni segir frá piparsveininum Jónat- an sem heldur við þrjár flugfreyjur sem allar starfa hjá sitthvoru flug- félaginu. Hann er með ráðskonu til að halda skipulaginu en þegar flugfélögin fá hraðskreiðari þotur þá fer allt úr skorðum. Æskufélagi Jónatans kemur og sest upp á hann og það flækir málin. Leikstjóri er Hörður Sigurðarson. Verkið er eftir frakkann Marc Camoletti sem hóf feril sinn sem leikritaskáld árið 1958. Það ár voru hvorki fleiri né færri en þrjú leikrit eftir hann sett samtímis á fjalirnar í París. Hann var afkastamikið leik- skáld allt þar til hann lést árið 2003. Þekktasta verk hans er leikritið sem hér er sýnt undir heitinu Einn koss enn og ég segi ekki orð við Jónat- an, en það nefnist Boeing-Boeing á frummálinu. Það var frumsýnt snemma á sjöunda áratug síðustu aldar en hefur verið sýnt um allan heim eftir það. Kvikmynd var gerð eftir verkinu árið 1965 með Tony Curtis og Jerry Lewis í aðalhlut- verkum. Leikverkið var fyrst sýnt á Íslandi hjá Leikfélagi Kópavogs árið 1968 undir heitinu Sexurnar. Frumsýning í Þinghamri verður sem fyrr segir föstudaginn 31. mars kl. 20:30. Um tuttugu manns koma að sýningunni á einn eða annan hátt. Leikarar eru ýmist að stíga sín fyrstu skref með leikdeildinni en einnig gamlir félagar. mm Einn koss enn og ég segi ekki orð við Jónatan Laugardaginn 25. mars voru starfs- menn Ásbyrgis í Stykkishólmi með handverksnámskeið í Fjölbrauta- skóla Snæfellinga í Grundarfirði. Það voru 14 handverksmenn sem mættu og smíðuðu límtrés skurðar- bretti undir öruggri leiðsögn Þor- gríms Kolbeinssonar hjá Lava- landi. Eftir smíðina fór hópurinn á 59 Bistro Bar þar sem kvöldverður var snæddur. Mikil gleði einkenndi þennan hóp og voru mörg falleg skurðarbrettin sem eflaust eiga eft- ir að nýtast vel. tfk Ásbyrgi með námskeið í Grundarfirði Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.