Skessuhorn


Skessuhorn - 29.03.2017, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 29.03.2017, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 201714 Veðurguðirnir voru í hátíðar- skapi síðastliðinn miðvikudag þeg- ar héraðsbúar fögnuðu 150 ára af- mæli Borgarness. Af því tilefni hélt sveitarstjórn sérstakan hátíðarfund í Kaupangi, elsta húsi Borgarness, en í húsinu er nú rekin ferðaþjón- usta í nafni Egils Guesthouse. Björn Bjarki Þorsteinsson forseti sveitar- stjórnar stýrði fundi og var raun- ar sá eini sem tók til máls. Fagnaði hann góðu veðri á þessum hátíðis- degi og sagði ánægjulegt að sjá að velflestir verslunar- og þjónustu- staðir sem og einstaklingar flögguðu „þannig að fáni hékk við hún við nær hvert hús,“ enda gátu þeir ekki blaktað í logninu. Í ávarpi sínu sagði Björn Bjarki meðal annars að 22. mars væri stór dagur í Borgarnesi og í samfélaginu öllu sem að Borg- arbyggð stendur. „Í dag eru 150 ár frá því að staðurinn fékk löggildingu sem formlegur verslunarstaður. Það var all nokkur aðdragandi að því að verslunarstaður við Brákarpoll, eins og verslunarstaðurinn var kallaður fyrst í stað, varð að veruleika og því varð það stór stund þegar eftirfar- andi yfirlýsing var gefin út: „Sam- kvæmt þegnlegum tillögum alþing- is hefir Oss allramildilegast þóknazt að löggilda verzlunarstað á Borg- arnesi við Brákarpoll í Mýrasýslu í vesturumdæminu á Íslandi.“ Brákarpollur en síðar Borgarnes Þessi orð er að finna í verslunar- leyfi dönsku krúnunnar um verslun í Borgarnesi sem undirrituð var ná- kvæmlega fyrir 150 árum síðan, 22. mars 1867. Það kom í hlut Friðriks Danaprins að skrifa undir leyfið í umboði föður síns, Kristjáns IX, (9), sem var fjarverandi. Með því fengu bændur í Mýra- og Borgarfjarð- arsýslu draum sinn uppfylltan um ásættanlegan verslunarstað heima í héraði og forsendur sköpuðust fyr- ir myndun byggðar í Borgarnesi. „Það má þakka eftirfylgni bænda í héraðinu að svo varð og við lest- ur á lýsingum á aðdraganda þess má sjá að það var engu minni pólitík þá en nú er. Eins og ég sagði hér rétt á undan þá gekkst verslunarstaður- inn fyrst í stað undir nafninu Brák- arpollur og það er ekki fyrr en 1885, tæpum 20 árum eftir að staður- inn varð löggiltur verslunarstaður, að nafnið Borgarnes er notað sem heiti á staðnum í opinberum versl- unarskýrslum, nafnið sást þó fyrst á prenti árið 1864 í grein séra Þorkels Eyjólfssonar á Borg á Mýrum,“ rifj- aði Björn Bjarki upp. Þrjár tillögur á afmælisfundi Þá sagði hann frá útgáfu Sögu Borg- arness sem brátt kemur út í tveimur bindum. Þakkaði hann öllum sem komu að útgáfunni; allt frá þeim sem áttu hugmynd að verkinu, rit- nefnd og höfundum. Afmælisnefnd hefur verið að störfum frá því síð- asta haust og hefur hún haft veg og vanda að því að útbúa og undirbúa dagskrá á afmælisárinu, en hátíð- arhöld verða meðal annars laugar- daginn 29. apríl þegar Saga Borg- arness kemur formlega út og forseti Íslands heimsækir Borgarnes. Í tilefni afmælisins samþykkti sveitarstjórn formlega þrjár tillög- ur. Í fyrsta lagi að taka formlega fyrstu skóflustunga að viðbyggingu og endurbótum við Grunnskól- ann í Borgarnesi og var það gert að loknum fundi sveitarstjórnar. Þá samþykkti sveitarstjórn að sérstök áhersla verði lögð á bættar aðstæð- ur til hreyfingar og útivistar í þeim umhverfisverkefnum sem fyrirhug- aðar eru á yfirstandandi ári. Það er gert í beinu framhaldi af sam- þykkt sveitarstjórnar um Borgar- byggð sem Heilsueflandi samfé- lag. Loks ákvað sveitarstjórn að afhenda Björgunarsveitinni Brák lóð að Fitjum án greiðslu gatna- gerðargjalda í sambandi við fyrir- hugaða nýbyggingu sveitarinnar á aðstöðuhúsi fyrir starfsemi henn- ar. Lóðin verður nánar staðsett og mæld út við útfærslu deiliskipulags á svæðinu, lóðarstærð verði allt að 2000 fermetrar fyrir 600 fermetra hús. Með þessu framlagi vill sveit- arstjórn þakka björgunarsveitinni og öllu þeim sjálfboðaliðum sem að starfi hennar koma og hafa komið fyrir ómetanlegt framlag og stuðn- ing við samfélagið. Að lokum sagði forseti sveitar- stjórnar: „Við erum rík af mannauði hér í sveitarfélaginu öllu, hjálpumst að við að gera Borgarbyggð að enn betri stað til að búa í og starfa með samstöðu, jákvæðni og framsýni að vopni, samfélaginu öllu til heilla.“ mm Fánar héngu við hún á afmæli Borgarness Hátíðleg stemning í Borgarnesi á 150 ára afmælinu Hátíðarfundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar var haldinn í Kaupangi, elsta húsi bæjarins. Sveitarstjórn Borgarbyggðar ásamt sveitarstjóra utan við Kaupang. Það voru yngstu og elstu nemendur Grunnskólans í Borgarnesi sem hjálpuðust að við að taka fyrstu skólflustunguna að viðbyggingu við skólann sem hýsa á m.a. hátíðarsal og mötuneyti. Horft frá skólaholtinu á afmælisdaginn, yfir íþróttamiðstöðina sem stendur við Dílatangavík og Borgarvog. Á veðurskilti á húsgaflinum sést að hitinn var 0 gráður og lognið var algjört. Hringur samheldni og gleði myndaður við Grunnskólann í Borgar- nesi eftir að skóflustunga að stækkun var tekin. Einar Örn Einarsson formaður Björgunarsveitarinnar Brákar tók við gjafabréfi sveitarstjórnar um lóð í Fitjalandi undir nýja björgunar- miðstöð. Brák á einmitt sama afmælisdag og Borgarnes, en sveitin var stofnuð 22. mars 1949. Theodóra Þorsteinsdóttir tónlistarskólastjóri og nokkrir 9 ára nem- endur hennar fluttu frumsamið lag eftir Theodóru sem þau færðu Borgarnesi að gjöf í tilefni afmælisins. Á ljósmyndasýningunni Tíminn í gegnum linsuna, sem opnuð var í Safnahúsinu, gefur að líta 50 ljósmyndir eftir fjóra ljósmyndara. Á þessari mynd koma tveir þeirra við sögu. Theódór Þórðarson tók mynd af Júlíusi Axelssyni taka mynd af Vigdísi Finnbogadóttur og Sigrúnu Símonardóttur sumarið 1992. Þórður Sigurðsson yfir- lögregluþjónn fylgist með. Svanur Steinarsson í Framköllunarþjónustunni og Ragnar Frank Kristjánsson standa hér við nokkrar gamlar ljósmyndir úr Borgar- nesi, sem Svanur hefur prentað út eftir filmum sem Björk Halldórs- dóttir fann og eru úr fórum föður hennar Halldórs Sigurðssonar. Fjölskylda saman við opnun ljósmyndasýningar. F.v. Birta Líf, Heiðar Lind, Gunnhildur Lind, Sveinbjörg Stefánsdóttir og Hans Egilsson sem heldur á Kristbjörgu Lind. Við opnun sýningar í Safnahúsinu. Birna G Konráðsdóttir for- maður ritnefndar um Sögu Borgarness og Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Safnahúss.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.