Skessuhorn - 29.03.2017, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 201730
„Hvert er uppáhalds
páskaeggið þitt?“
Spurning
vikunnar
(Spurt á Akranesi)
Ívan Darri Halldórsson:
„Nýja páskaeggið frá Nóa, með
karamellukurli og sjávarsalti.“
Jóhanna Ösp Stefánsdóttir:
„Klassíska Nóa eggið.“
Margrét Egilsdóttir:
„Nóa Siríus.“
Ragnar Már Valsson:
„Orginal Nóa Siríus.“
Þorsteinn Hallgrímsson:
„Nóa Siríus egg með
karamellukurli og sjávarsalti.“
Íslandsmeistaramótið í klassískum
kraftlyftingum fór fram í Reykja-
vík á laugardaginn var. Samhliða
fór fram Íslandsmeistaramót ung-
menna og öldunga, einnig í klass-
ískum lyftingum. Sex lyftingakapp-
ar frá Kraftlyftingafélagi Akraness
tóku þátt í mótunum. Skemmst er
frá því að segja að kraftlyftingafólk
af Akranesi sneri heim með fimm
Íslandsmeistaratitla og ein brons-
verðlaun.
Þrjú Íslandsmet Einars
Á Íslandsmeistarmótinu kepptu þrír
frá Kraftlyftingafélagi Akraness;
þeir Einar Örn Guðnason; Lára
Bogey Finnbogadóttir og Steinunn
Guðmundsdóttir.
Einar Örn keppti í 105 kg flokki
karla og hampaði Íslandsmeist-
aratitlinum. Setti hann þar að
auki þrjú Íslandsmet; í hnébeygju,
bekkpressu og samanlögðum ár-
angri. Hann var öryggið uppmál-
að í keppninni með allar níu lyft-
ur sínar gildar. Lyfti hann 278 kg
í hnébeygju, 186 kg í bekkpressu
og 277,5 kg í réttstöðu. Það gera
741,5 kg í samanlögðum árangri.
Árangur Einars skilaði honum
444,5 Wilksstigum, tæpum 30
stigum meira en næsti maður. Var
hann stigahæsti keppandi karla á
mótinu óháð þyngdarflokkum.
Lára Bogey Finnbogadóttir varð
Íslandsmeistari í +84 kg flokki
kvenna. Hún lyfti 110 kg í hné-
beygju, 80 kg í bekkpressu og 165
kg í réttstöðulyftu. Samanlagður
árangur hennar var því 335 kg og
skilaði það Láru 284,5 Wilksstigum
og Íslandsmeistaratitlinum.
Þá hlaut Steinunn Guðmunds-
dóttir bronsverðlaun í 84 kg flokki
kvenna. Hún lyfti 125 kg í hné-
beygju, 70 kg í bekkpressu og 132,5
kg í réttstöðulyftu. Samanlagt gera
það 327,5 kg. Fékk hún fyrir lyftur
sínar 313,2 Wilksstig og hafnaði í
þriðja sæti mótsins.
Met og meistarar
ungmenna og öldunga
Á Íslandsmeistaramóti ungmenna
og öldunga kepptu þrír frá Kraft-
lyftingafélagi Akraness; Arnar
Harðason, Svavar Örn Sigurðsson
og Bjarki Þór Sigurðsson. Stóðu
þeir allir uppi sem Íslandsmeistarar
í sínum flokkum.
Svavar Örn stigahæstur kepp-
enda í drengjaflokki (U18 ára)
með 422 Wilksstig og jafnframt Ís-
landsmeistari í 74 kg flokki. Hann
lyfti 207,5 kg í hnébeygju, 135 kg
í bekkpressu og 235 kg í réttstöðu.
Samanlagður árangur hans var því
577,5 kg. Með lyftum sínum setti
hann drengjamet í öllum greinum,
sem og í samanlögðu. Einnig tókst
honum með hnébeygju- og rétt-
stöðulyftum sínum að slá Íslands-
metin í unglingaflokki og opnum
flokki.
Arnar varð stigahæstur kepp-
enda í unglingaflokki karla (U23
ára) með 385,9 Wilksstig, en hann
varð einnig Íslandsmeistari í 93 kg
flokki. Hann lyfti 225 kg í hné-
beygju, 142,5 kg í bekkpressu og
245 kg í réttstöðu. Gera það 612,5
kg í samanlögðum árangri. Arnar
bætti metin í hnébeygju með og
samanlögðum árangri með lyftum
sínum á mótinu.
Bjarki Þór varð stigahæstur kar-
löldunga 1 (40-49 ára) með 379,6
Wilksstig. Bjarki varð sömuleið-
is Íslandsmeistari í 120 kg flokki.
Hann lyfti 277,5 kg í hnébeygju,
150 kg í bekkpressu og 280 kg í
réttstöðu. Það gera 657,5 kg í sam-
anlögðu. Bjarki bætti Íslandsmetið í
réttstöðulyftu karla.
kgk
Kraftlyftingakappar af Akranesi sigursælir um helgina:
Fimm Íslandsmeistaratitlar og ein bronsverðlaun
Fulltrúar Kraftlyftingafélags Akraness sem tóku þátt í Íslandsmeistaramótum í
klassískum kraftlyftingum. F.v. Lára Bogey Finnbogadóttir, Svavar Örn Sigurðs-
son, Einar Örn Guðnason, Bjarki Þór Sigurðsson og Steinunn Guðmundsdóttir.
Sænska úrvalsdeildarliðið IFK
Norrköping hefur keypt Skaga-
manninn Arnór Sigurðsson frá ÍA.
Arnóri var boðið til reynslu hjá
sænska liðinu síðasta haust auk þess
sem hann fór í æfingabúðir liðsins
í Portúgal í byrjun þessa árs. Nú
hefur IFK Norrköping keypt Arn-
ór, sem skrifaði undir fjögurra ára
samning við liðið. „Við erum gríð-
arlega ánægðir fyrir Arnórs hönd
með þetta stóra skref á hans ferli.
Arnór hefur unnið markvisst í sín-
um málum og á þetta svo sann-
arlega skilið,“ segir Gunnlaugur
Jónsson, þjálfari ÍA.
Arnór er 17 ára gamall, fædd-
ur árið 1999 og lék sinn fyrsta leik
fyrir ÍA í Pepsi deildinni í lokaleik
tímabilsins 2015 gegn ÍBV, þá ný-
orðinn 16 ára gamall. Samtals hef-
ur hann leikið 25 leiki með meist-
araflokki, þar af sjö í efstu deild. Í
þeim leikjum hefur hann skorað tvö
mörk. „Það hefur verið gríðarlega
gaman að sjá hann eflast síðan hann
fór að æfa reglulega með meist-
araflokki og sérstaklega nú í vetur
þar sem hann hefur tekið miklum
framförum. Það verður spennandi
að fylgjast með framgöngu hans í
Svíþjóð,“ segir Gunnlaugur.
IFK Norrköping er staðsett í
borginni Norrköping í héraðinu
Austur-Gautlandi í Svíþjóð. Liðið
hefur 13 sinnum í sögunni orðið
Svíþjóðarmeistari, síðast árið 2015
og hefur sex sinnum hampað bik-
armeistaratitlinum. Liðið hafnaði í
þriðja sæti í sænsku úrvalsdeildinni,
Allsvenskan, á síðasta ári.
Hjá IFK Norrköping hittir Arn-
ór fyrir þrjá aðra Íslendinga, en fyr-
ir eru hjá félaginu þeir Alfons Sam-
psted, Guðmundur Þórarinsson og
Jón Guðni Fjóluson. kgk
Arnór Sigurðsson
til IFK Norrköping
Grunnskólamót Glímusambands-
ins var haldið í Ármannsheimilinu
í Reykjavík laugardaginn 18. mars.
Glímt var á tveimur völlum sam-
tímis og gekk keppnin vel fyrir sig.
Krakkarnir skemmtu sér vel og var
almenn ánægja með mótið. Kepp-
endur frá Vesturlandi komu frá
tveimur skólum í landshlutanum;
Auðarskóla í Búðardal og Lýsu-
hólsskóla á Snæfellsnesi.
Jóhanna Vigdís Pálmadóttir úr
Auðarskóla varð grunnskólameist-
ari í 5. bekk stúlkna minni og Birna
Rún Ingvarsdóttir hreppti 3. sætið í
sama flokki.
Bergur Már Sigurjónsson úr
Lýsuhólsskóla varð í 3. sæti í 7.
bekk stráka. Dagný Sara Viðars-
dóttir úr Auðarskóla hafnaði í 4.
sæti í keppni stúlkna í 5. bekk stærri
og Jakob Roger Bragi Sigurðsson
hafnaði í 4. sæti í flokki 9. bekkjar
stráka. Allir þessir krakkar æfa hjá
Glímufélagi Dalamanna. kgk
Keppendur í flokki 5. bekkjar stúlkna
minni. Jóhanna Vigdís Pálmadóttir
varð grunnskólameistari og hlaut
bikar að launum. Birna Rún Ingvars-
dóttir hafnaði í 3. sæti. Báðar eru þær
í Auðarskóla og æfa með Glímufélagi
Dalamanna.
Ljósm. Glímusamband Íslands.
Glímukrökkum gekk
vel á grunnskólamóti
Þriðja mótið í BUSHIDO móta-
röð vetrarins í karate var haldið í
Íþróttahúsi Mosfellsbæjar laug-
ardaginn 25. mars. Mótaröðin er
fyrir keppendur 12-17 ára. Fimm
keppendur frá Karatefélagi Akra-
ness tóku þátt í mótinu og stóðu sig
vel. Kristrún Bára Guðjónsdótt-
ir og Ólafur Ían Brynjarsson höfn-
uðu þar í þriðja sæti í sínum aldurs-
flokkum í kata. Þá fékk Kristrún
Bára afhent þriðju verðlaun fyrir
alla BUSHIDO mótaröðina sem
afhend var á Uppskeruhátið KAÍ
2017 að kvöldi 25. mars.
-vjo
Tóku þátt í karate-
móti í Mosfellsbæ
Kristrún Bára Guðjónsdóttir og Ólafur
Ían Brynjarsson höfnuðu í þriðja sæti í
sínum aldursflokkum í kata.
Kristrún Bára er lengst til hægri.