Skessuhorn


Skessuhorn - 29.03.2017, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 29.03.2017, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2017 23 Kistan, flokkunarstöð er nafn á nýju sorpflokkunarfyrirtæki sem HB Grandi hefur komið á fót við Vest- urgötu 4 á Akranesi og var formlega opnað síðastliðinn fimmtudag. „Við lítum á sorpflokkunarstöð á Akra- nesi sem töluverð tímamót í starf- semi félagsins en nú er svo komið að allt sorp sem fellur til við rekst- urinn er nú flokkað, bæði sorp í landi og af skipum félagsins,“ sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri í ávarpi sem hann flutti við formlega opnun stöðvarinnar. „Við teljum okkur skylt að ganga um umhverfi okkar af eins mikilli ábyrgð og okk- ur er unnt. Af fenginni reynslu á Vopnafirði og í Reykjavík var okk- ur ljóst að við gátum með flokkun- arstöð sem þessari komist hjá því að urða tugi tonna af alls kyns endur- nýtanlegu efni. Við viljum einfald- lega sýna viljann í verki og því er þessi starfsemi hér komin,“ sagði Vilhjálmur. Hann bætti því við í samtali við Skessuhorn að pen- ingalega myndi starfsemi sem þessi seint standa undir sér, en virðing við sorpflokkun og aukin umhverfisvit- und væri samfélagsverkefni sem all- ir ættu að hafa í hávegum. Efnt var til hugmyndasamkeppni um nafn á nýju flokkunarstöðina og gafst starfsmönnum fyrirtækis- ins kostur á að leggja í púkkið. 132 starfsmenn nýttu sér það og skiluðu 368 tillögum. Dómnefnd fór yfir þær og veitti þeim tveimur starfsmönn- um sem komu með nafnið „Kistan, flokkunarstöð“ peningaverðlaun, að upphæð 100 þúsund krónur. Verð- launahafarnir voru þær Evelyn R Sullivan og Hugrún Sigurðardótt- ir, sem starfar hjá Norðanfiski. HB Grandi veitti einnig við sama tilefni Bláa hernum styrk að upphæð ein milljón króna til umhverfishreins- unar. Vilhjálmur gat þess að Blái herinn hefði verið óþreytandi við að hreinsa rusl úr fjörum við landið undanfarin tuttugu ár og ætti sann- arlega skilinn stuðning við það góða starf. Tómas J Knútsson, forráða- maður Bláa hersins, veitti styrkn- um viðtöku og þakkaði fyrir stuðn- inginn. Tómas sagði mengun við strendur landsins mikla og því væru verkefni Bláa hersins nær óþrjót- andi. Það væri með ólíkindum það magn sorps sem hent væri í sjóinn. Sem dæmi um nauðsyn hreinsun- ar úr fjörum nefndi Tómas að fyrir nokkrum árum var fjaran á hundr- að metra kafla í nágrenni slippsins á Akranesi hreinsuð og hafi safnast fjögur tonn af sorpi. Sævar Freyr Þráinsson, bæjar- stjóri á Akranesi, ávarpaði samkom- una og óskaði HB Granda til ham- ingju með nýju flokkunarstöðina. Gat hann þess að fyrirtækið væri til sóma í öllu sem sneri að umhverfis- málum og það væri þakkarvert fyrir íbúa á Akranesi þegar svo stórt fyr- irtæki í bæjarfélaginu sýndi frum- kvæði í umhverfismálum. mm Skíðasvæði Snæfellsness hélt aðal- fund sinn fimmtudaginn 23. mars. Það var farið yfir skýrslu stjórnar, ný stjórn kjörin og rætt um fram- tíðarhorfur félagsins. Rut Rúnars- dóttir var kjörin formaður, Hólm- fríður Hildimundardóttir gjaldkeri og Rósa Guðmundsdóttir ritari. Meðstjórnendur eru svo þau Guð- mundur Pálsson, Jón Pétur Péturs- son, Arnar Kristjánsson, Haukur Árni Hjartarson og Guðrún Hrönn Hjartardóttir. Á árinu 2016 var mikið í gangi hjá skíðadeildinni. Eftir síðasta vet- ur var farið í að kaupa 70 ný sæti á lyftuna, vírinn í lyftunni endurnýj- aður og notaður snjótroðari keypt- ur. Þetta átti allt að gerast á 2-3 árum en var klárað á einum vetri með dyggum stuðningi einstak- linga og fyrirtækja á svæðinu. Sér- stökum þökkum var komið til vél- stjóra og sjómanna sem létu hend- ur standa fram úr ermum á meðan sjómannaverkfallið stóð yfir. Næsta sumar er stefnt á að drena skíða- brekkuna og jafnvel nota uppgröft- inn í að gera einfaldar snjógildrur. Svo eru uppi hugmyndir um bygg- ingu á húsnæði fyrir snjótroðarann. Það er því ljóst að mikill hugur er í skíðaáhugamönnum í Grundarfirði þó að veturinn hafi verið óvenju snjóléttur. tfk Aðalfundur skíðafélagsins í Grundarfirði Hugaður brettakappi í grundfirskri brekku. Freisting vikunnar Kjúklingur býður upp á ótrúlega fjölbreytta möguleika þegar kem- ur að uppskriftum. Hægt er að leika sér með matinn og galdra fram ótal fjölbreytta og bragðgóða rétti. Þessi er sérlega bragðgóður og spila döðlurnar stórt hlutverk þar, enda gefa þær réttinum sætt bragð sem passar einstaklega vel með kjúklingnum og spínatinu. Rétturinn er tiltölulega fljótleg- ur í vinnslu, sér í lagi ef notaður er kjúklingur sem búið er að elda fyrirfram. Rétturinn er einnig ein- staklega góður daginn eftir og er þá gott að setja hann í vefjur með smá salsasósu og sýrðum rjóma. Kjúklingur með spínati, beikoni og döðlum 1 heill eldaður kjúklingur eða fjórar eldaðar kjúklingabringur 150 gr spínat 100 gr beikon smátt skorið 1 - 2 lúkur döðlur, smátt skornar 3 - 4 pressuð hvítlauksrif 1 msk. oregano þurrkað 3 dl vatn 2 dl rjómi eða kókósrjómi 1 kjúklingateningur ½ grænmetisteningur Ritzkex Fetaostur Rifinn ostur Aðferð: Skerið döðlur og beikon smátt. Brúnið beikonið á pönnu og bæt- ið svo hvítlauknum við og steikið í augnablik. Því næst eru döðlurn- ar settar á pönnuna, ásamt vatni og kryddi og látið malla í smá stund. Bætið þá rjómanum á pönnuna og sjóðið sósuna niður í nokkrar mín- útur. Leggið spínat í botn á eldföstu móti og stráið kjúklingnum yfir. Hellið sósunni yfir kjúklinginn og passið að döðlurnar og beikonið dreifist jafnt yfir. Dreifið smá feta- osti yfir og myljið Ritzkex yfir allt. Setjið því næst rifinn ost yfir allt saman og bakið í ofni þar til ostur- inn er gylltur. Best borið fram með hrísgrjónum og salati. grþ Kjúklingur sem leikur við bragðlaukana HB Grandi opnaði nýja flokkunarstöð á Akranesi Hópur fólks var viðstaddur opnun Kistunnar. Evelyn R Sullivan var ánægð með sigur í nafnasamkeppninni. Hér er hún ásamt Vilhjálmi Vilhjálmssyni og Pétri Þorleifssyni framkvæmdastjóra Norðanfisks sem veitti verðlaunum viðtöku fyrir hönd Hugrúnar Sigurðardóttur. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri. Tómas J Knútsson forsvarsmaður Bláa hersins tók við styrknum. Hér er hann ásamt Vilhjálmi Vilhjálmssyni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.