Skessuhorn


Skessuhorn - 29.03.2017, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 29.03.2017, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2017 29 Þórður Alexandra LITIR: ERLA FRÆNKA KANN SKO AÐ BAKA Svunta með merkingu Sundpoki með merkingu Prjónahúfa með nafni Handklæði með nafniVinnupeysa með nafni Höfuðklútur með nafni LITIR: 3.990 ISK 3.200 ISK 1.480 ISK 1.980 ISK 3.200 ISK 2.900 ISK LITIR: LITIR: LITIR:LITIR: Samfella með merkingu Bolur með mynd/texta 1.980 ISK 3.500 ISK Frændi er langbestur LITIR: Barna 2.800 ISK Fullorðins 3.50 ,- ISK LITIR: Persónulegt jólakort með umslagi 130,- STK. 666-5110 Sendum frítt um allt land Óska eftir húsnæði Óska eftir húsnæði til leigu sem fyrst á Akranesi eða rétt fyrir utan. Arco1366@gmail.com. Óskum eftir húsnæði á Akranesi Hjón með tvö börn óska eftir 4 her- bergja íbúð til leigu sem fyrst. Erum að flytja til Íslands frá Danmörku eftir 14 ára búsetu. Erum reglusöm og skilvís. Vinsamlegast hafið samband í síma 856-2999, Jörgen. Óskum eftir húsnæði í Borgarnesi Hjón með eitt barn óska eftir 3-4 her- bergja húsnæði, helst langtímaleigu. Erum reglusöm og skilvís. Vinsam- legast hafið samband í síma 848-2318 Þórir eða 849-2835 María. Óska eftir húsnæði Erum hjón með 3 börn sem óska eftir húsnæði til leigu sem fyrst á Akranesi eða rétt fyrir utan, helst með 4 svefn- herbergjum. Rakelosk92@hotmail. com. Heil húseign allt að 8 svefnherbergi Til leigu er Heiðarbraut 57 Akranesi, um er að ræða hús með allt að 8 her- bergjum, tvö baðherbergi og eldhús. Gæti hentað fyrir verktaka eða fyrir- tæki sem vantar húsnæði fyrir starfs- fólk. Eignin er laus strax. upplýsingar í síma 775-3939 Geir. Óska eftir íbúð frá 1. júní Vil taka á leigu á Akranesi lágmark 3ja herbergja íbúð til langtímaleigu. Pott- þéttar greiðslur alltaf 1. hvers mán- aðar og meðmæli frá fyrrum leigusala (Íbúðalánasjóði). Ekkert rugl, drekk ekki og reyki ekki. Er 47 ára með barn ì grunnskóla. Stellagudjons@simnet.is Óska eftir í Borgarnesi Hjón með 4 börn óska eftir húsnæði til langtímaleigu í Borgarnesi. Reglusöm, heiðarleg, snyrtileg og allur pakkinn. Halli s: 821-5283. Jörð - Land óskast Erum að leita að ca. 30 – 100 ha.landi til kaups – með eða án húsa, í Borgar- firði, með búsetu í huga. Áhugasamir hafi samband sem fyrst við Benedikt Líndal s.863-6895, Sigríði Ævarsdóttur s.893-1793 eða á netfang: harmony@ inharmony.is. Tjaldvagn Til sölu Camp let concord tjaldvagn árg. 2005. Fortjald tjaldast með, eldhús með 3 hellum, yfirbreiðsla, geymslukassi. Er í geymslu, losnar um miðjan maí. Uppl. í s. 866-2151. Viltu losna við bjúg, sykurþörf og léttast? Þá er Oolong- og Pu-erh teið eitt það albesta. Pakki með 100 tepokum er á 4.300. Ef keyptir eru 2 pk. er verðið 7.800. Sykurþörfin minnkar og hverfur oftast eftir stuttan tíma og bjúgurinn fer mjög fljótt. Gott fyrir líkamlega og andlega heilsu. S: 845-5715, Nína. Hnífabrýningar Brýni flestar gerðir bitjárna. Er á Akra- nesi. Uppl. í síma 894-0073. Markaðstorg Vesturlands LEIGUMARKAÐUR Reykhólahreppur - miðvikudagur 29. mars Aðalfundur Sauðfjárræktar- félags Reykhólahrepps verður haldinn í bókasafni Reykhóla- skóla kl. 13:30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Verðlaunaafhending fyrir bestu lambhrútana 2016. Gestur fundarins verður Lárus Birgis- son ráðunautur. Borgarbyggð - miðvikudagur 29. mars Kynning á skýrslu um fjölfarna ferðamannastaði. Vinnuhópur um fjölfarna ferðamannastaði boðar til kynningarfundar um skýrslu hópsins í Hjálmakletti kl. 20. Guðveig Eyglóardóttir formaður vinnuhópsins kynnir efni skýrslunnar og síðan verða almennar umræður um efnið. Akranes - laugardagur 1. apríl Systurnar í Vitanum. Inga María verður á landinu í viku og í til- efni þess ætla systurnar þrjár að skella í tónleika í Akranesvita kl. 15. Við vonumst til að sjá sem flesta þar og nei, þetta er ekki aprílgabb! Snæfellsbær - laugardagur 1. apríl Skemmti- og styrktarkvöld knattspyrnudeildar Víkings í félagsheimilinu Klifi kl. 19:30. Veislustjóri: Helgi Kristjánsson. Tónlist – Skemmtun – Matur. Miðaverð 5.000 kr. Miðasala í síma 898-4633 og 891-9217. Borgarnes - sunnudagur 2. apríl Úrslitakeppni Domino‘s deild kvenna. Skallagrímur mætir Keflavík í Fjósinu kl. 19:15. Borgarbyggð - þriðjudagur 4. apríl Námskeiðið Borgfirðingasögur - rætur reifaðar og tengsl toguð. Bjarnarsaga Hítdælakappa í Landnámssetri kl. 20. Óskar Guðmundsson rithöfundur í Véum flytur fyrirlestur með hefðbundnu sniði og efnt er til umræðu meðal þátttakenda. Nýfæddir Vestlendingar ÓSKAST KEYPT Á döfinni Getir þú barn þá birtist það hér, þ.e.a.s. barnið! www.skessuhorn.is 22. mars. Drengur. Þyngd 3.514 gr. Lengd 51 sm. Foreldrar: Sólveig Ólafsdóttir og Darri Atlason, Reykjavík. Ljósmóðir: Hafdís Rúnarsdóttir. 24. mars. Drengur. Þyngd 4.134 gr. Lengd 53 sm. Foreldrar: Guðbjörg Regína Gunnarsdóttir og Brynjar Freyr Burknason, Reykjavík. Ljósmóðir: Ásthildur Gestsdóttir. Drengurinn heitir Burkni Gunnar Brynjarsson. TIL SÖLU ÝMISLEGT Umræðan um fá- tækt fólk kemur alltaf reglulega upp á yfirborð- ið. Öll erum við sammála um að sá er veruleikinn og einnig að það sé ekki líðandi að tæp 10% barna líði skort á Ís- landi. En það virðist vera með fá- tækt í íslensku samfélagi eins og óhreinu börnin hennar Evu. Eng- inn vill vita af fátæktinni þrátt fyr- ir að 7 til 9% þjóðarinnar búi við þetta böl og um 5.000 manns við sára fátækt. Fátæktarböl Mikil hætta er á að fátækt gangi á milli kynslóða og mörgum reyn- ist erfitt að komast upp úr fátækt- argildrunni, hafi þeir eitt sinn lent í henni. Helstu áhættuhóp- ar eru tekjulágt einhleypt fólk og einstæðir foreldrar með börn og aldraðir og öryrkjar. Fátækt fólk er að finna í öllum aldurshóp- um en staða á húsnæðismarkaði, tekjur og heilsufar eru lykilþætt- ir í því hvernig fólki gengur að framfleyta sér. Afleiðingar fátæktar eru marg- víslegar en allar vondar og þung- bærar þeim sem fyrir þeim verða. Fátækt birtist meðal annars í því að fólk getur ekki búið í mann- sæmandi húsnæði og fátækt leið- ir til þess að fólk hefur ekki efni á hollu fæði eða ráð á tómstunda- iðju. Þekkt er að efnaminna fólk lætur hjá líða að sækja ýmsa heil- brigðisþjónustu og það hefur ekki efni á að taka sér frí með fjöl- skyldu sinni. Ýmis efnisleg gæði sem flestum þykja sjálfsögð standa ekki fátæku fólki til boða eins og bíll og ýmis algeng heimilistæki. Óvænt útgjöld, svo sem vegna veikinda eða atvinnumissis, setja fjárhag fátækra yfirleitt úr skorð- um og hæglega myndast vítahring- ur skorts sem erfitt er að rjúfa því ekkert má útaf bregða svo skuldir safnist ekki upp. Tregðulögmál kjara- bótanna en tækin eru til Það hefur reynst þrautin þyngri að ná fram kjarabótum fyrir þau lægst launuðu. Gjarnan er litið svo á að léleg kjör þeirra séu for- senda fyrir efnahagslegum stöð- ugleika og fátæktin þannig gerð að þannig velferðargrunni alls samfélagsins. Þetta viðhorf birt- ist til dæmis skýrt í ábendingum og aðvörunum Seðlabanka Ís- lands um að krafa verkalýðssam- taka um 300.000 króna lágmarks- laun ógnaði stöðugleika í íslensku hagkerfi. Þar er mönnum greini- lega alveg ljóst hverjir eigi að bera byrðarnar. Við höfum framfærsluvið- mið umboðsmanns skuldara og neysluviðmið Velferðarráðuneyt- isins sem gefa vísbendingar um hvað kostar að framfleyta sér. Þær upphæðir eru langt frá þeim raun- veruleika sem fjöldi fólks býr við í kjörum svo þar fer ekki saman raunveruleg framfærsluþörf og kjör fjölda fátæks fólks og barna. En við höfum tækin til að afla vitneskju um fátækt meðal lands- manna og við höfum úrræðin til að vinna bug á henni. Notum þau. Samábyrgð og jöfnuður eru óvinir fátæktarinnar Það getur enginn skorast und- an ábyrgð þegar fátækt er ann- ars vegar. Samfélag okkar er ríkt og við búum vel að verðmætum auðlindum. Það er nóg til skipt- anna. Við hvorki eigum né þurf- um að líða að fólk geti ekki lifað hér mannsæmandi lífi sökum fá- tæktar. Við berum öll ábyrgð á því að gera betur og koma í veg fyrir fá- tækt í okkar ríka landi. Efnahagur þjóðarbúsins hefur sjaldan verið betri en misskiptingin hefur því miður aukist samhliða ofurgróða sumra þjóðfélagshópa. Stjórnvöld, sveitarfélög, stétt- arfélög, félagasamtök og hvert og eitt okkar verða að beita tiltækum úrræðum til að koma í veg fyr- ir félagslegan ójöfnuð og fátækt. Það er vissulega ekkert náttúru- lögmál að einhver hluti þjóðar- innar þurfi að búa við fátækt eða örbirgð heldur er það samfélags- mein sem unnt er að uppræta. Við getum upprætt fátækt hér á landi ef við svo kjósum. Við eig- um til þau úrræði sem þörf er á og þekkingin á því hvernig unnt er að koma í veg fyrir fátækt liggur fyrir. Fjármagnið er til. Er það kannski svo að við höfum allt nema póli- tískan vilja til að ganga rösklega til verka gegn þeirri þjóðarskömm sem fátækt er innan um ríkidæmi okkar? Það yrði þó okkur öllum til góða að jöfnuður aukist og allt fólk geti búið hér við sómasamleg kjör og mannlega reisn. Lilja Rafney Magnúsdóttir. Höf. er alþingismaður VG í Norðvesturkjördæmi. Pennagrein Fátækt – smánarblettur á ríkri þjóð! Þórður l LITIR: i i i j i l i ii i l i LITIR: . I . I . I . I . I . I LITIR: LITIR: LITIR:LITIR: ll i l . I . I r i er langbestur LITIR: r . I ll r i , I LITIR: , . e Gjafavöruhugmyndir Skagabraut 6 Akranesi www.smaprent.is Sími: 6665-110

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.