Skessuhorn


Skessuhorn - 29.03.2017, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 29.03.2017, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 201724 Tilvonandi alþingismenn voru boðaðir á fund bæjarstjórnar á Akranesi fyrir síðustu kosningar. Þar var farið í gegnum þau verk- efni sem mest er áríðandi að rík- ið komi að, og yrðu til hagsbóta fyrir sveitarfélagið. Eitt verkefnið sem talað var um, var að tvöfalda Hvalfjarðargöngin. Þetta kom mér á óvart. Þetta verkefni ættu Akur- nesingar ekki að setja í forgang, því það er engin ástæða til að tvö- falda göngin núna. Hér fyrir neð- an er það sem er sagt annars veg- ar og það sem er rétt hins vegar í þessu máli. Ég bendi áhugasömum á að lesa evrópureglurnar. Þær fékk ég hjá Regínu, fyrrverandi bæjar- stjóra, um daginn (sjá neðst). Umferðarþunginn Það sem er sagt: Umferðin er orðin svo mikil að göngin anna henni ekki. Þau stan- dast ekki evrópureglur og það er oft biðröð þar. Það sem er rétt: Núna fara 8000 bílar um göngin á hverjum degi. Samkvæmt evrópu- stöðlum geta svokallaðir 2+1 veg- ir annað 20.000 bílum á hverjum degi. 2+1 vegur er stundum 2 ak- reinar og stundum ein. Þann- ig vegur er á Hellisheiði. Feg- urðin við slíkan veg er að dýr- ustu kaflarnir geta verið ein ak- rein í hvora átt. Þá venjulega með stálvír á milli akreina. Slíkur veg- ur er miklu ódýrari en 2+2 veg- ur (tvær akreinar í hvora átt). Ef gerður væri slíkur vegur á kaflan- um milli Akraness og Reykjavíkur, væri augljóst að göngin yrðu ein- breið áfram, en aðrir kaflar á leið- inni yrðu tvíbreiðir. En nú virðist eiga að byrja á dýrasta kaflanum og tvöfalda hann! Biðraðirnar í göngunum hverfa þegar gjaldskyldan fellur niður á næsta ári. Öryggiskröfur Það sem er sagt: Öryggiskröfur Evrópusambands- ins kalla á að göngin verði tvöföld- uð. Það sem er rétt: Reglur Evrópusambandsins kveða á um að þegar 2000 bílar fara í hvora átt (4000 á dag), þurfi flótta- leið úr göngunum vegna hættu á eldsvoða. Flóttaleiðina má gera með manngengum göngum til hliðar við núverandi göng, eða undir veglínunni. Breidd gang- anna gæti verið 10 sinnum minni en fullbúin bílagöng, og þar af leiðandi allt að 10 sinnum ódýrari. Það eru séríslenskar reglur (mögu- lega er Noregur með í því) að það þurfi ekki flóttaleið fyrr en þegar 8000 bíla markinu er náð. Svo ef þessi göng væru á meginlandi Evr- ópu, væru þau búin að vera ólögleg í mörg ár. Ef menn vilja flýta sér að bæta úr öryggismálunum, gera þeir þjónustugöng. Það ætti vera miklu fljótlegra að koma þeim upp en nýjum bílagöngum. Staðan núna: Þetta mál virðist vera ótrúlega langt komið í kerfinu. Vegagerð- armaður sem ég talaði við, sá ekk- ert nema ný bílagöng. Kom samt ekki með nein rök gegn þjónustu- göngum. Vegamálastjóri talar um ný bílagöng. Og þetta er í tillög- um vinnuhóps um samgönguáætl- un Vesturlands 2017 – 2029. Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóa- hafna og stjórnarmaður í Speli, er formaður vinnuhópsins. Kveðja, Reynir Eyvindsson Reglurnar sjálfar. Reglur Evrópusambandsins má finna á þessari slóð: www.reynire.internet.is/blogg/ Afnám einokunar ríkisins á smásölu- verslun með áfenga drykki er mikið þarfamál. Núverandi fyrirkomulag er á margan hátt fallið til þess að næra óheilbrigða viðskiptahætti og er alls ekki það tæki til að vinna gegn of- neyslu áfengra drykkja eins og látið er í veðri vaka. Þegar ÁTVR var kom- ið á laggirnar í framhaldi af afnámi vínbannsins var það ríkjandi skoðun að bæði varan og neytendurnir væru vandamál og að ástæða væri til þess að takmarka aðgengi að áfengum drykkjum eftir því sem kostur væri. Útsölur voru því tiltölulega fáar og afgreiðslumenn afhentu allar flösk- ur yfir búðarborð með gamla laginu. Mikill troðningur í útsölum fyrir há- tíðar þótti sjálfsagður. Nú hefur út- sölum fjölgað verulega, búðarborð- in eru farin og ÁTVR leggur mikið upp úr því að viðskiptavinurinn telji sig njóta góðrar þjónustu, viðun- andi úrvals og gæða en líka hagstæðs verðs þrátt fyrir háa skattlagningu á áfengi. Þannig er í rekstri einokun- arfyrirtækisins reynt að höfða til sem flestra þátta sem láta viðskiptavinin- um líða vel með að kaupa vöruna og neyta hennar (í hófi að sjálfsögðu). Allir þessir þættir eru óhjákvæmilega söluhvetjandi. Því er ekki lengur lit- ið á vöruna eða viðskiptavininn sem vandamál eins og áður fyrr. Þau rök heyrast líka oft að með því að færa vöruna í almennar verslanir minnki úrval og gæði og álagning hækki, allt atriði sem eru til þess fallin að draga úr viðskiptum. Mörg samtök velviljaðs fólks sem hefur áhyggjur af ofneyslu áfengra drykkja hafa farið hart fram í andstöðu við lagafumvarp um að afnema ríkis- einokunina. Reyndar er afar hæpið að halda því fram að fyrirkomulag versl- unar með áfenga drykki hafi teljandi áhrif á ofneyslu áfengis eða aðgengi þeirra sem á annað borð vilja ná sér í áfengi. Fyrir 50 árum gat hvaða ung- lingur sem var í hvaða þorpi sem var á landsbyggðinni orðið sér úti um allt það áfengi sem hann eða hún vildi drekka þrátt fyrir að engin væri þar áfengisútsalan. Allt var þetta spurn- ing um skipulag. Og ef verðið í ríkinu þótti of hátt fyrir blanka unglinga var bruggað eins og þurfti. Það er líka athyglisvert að fylgj- ast með öllu því púðri sem fer í bar- áttuna fyrir ríkiseinokuninni í ljósi þess að önnur vímuefni en áfeng- ir drykkir sækja nú mjög á. Af ein- hverjum ástæðum er áfengið ekki vel samkeppnishæft við aðra vímugjafa, suma löglega en aðra ólöglega. Sjálf- sagt skipta þar margir þættir máli s.s. verð, eðli vímunnar og gæði. Að- gengi virðist nægt fyrir alla sem vilja nálgast þessar vörur. Nú nýlega var t.d. aðeins fjallað í fréttum um of- neyslu löglegra lyfja (læknadóps) meðal unglinga. Það er sérstaklega athyglisvert í því ljósi að hið opin- bera heldur algjölega utan um við- skipti með lögleg lyf, allt frá því að börn eru greind, þau send til læknis, fá lyfjum ávísað og þau leyst út í apó- teki. Það virðist í raun lítill munur á umfangi og eðli viðskiptanna hvort heldur í hlut eiga ríkið með sína víð- tæku stýringu á markaðnum eða hin- ir ýmsu einstaklingar sem stunda við- skipti með ólögleg vímuefni. Þeir sem hafa áhuga á geta neytt eða of- neytt allra þessara efna. (Reyndar má spyrja sig að því hvort börn og unglingar séu sjálf ekki oft betur sett heilsufarslega með því að selja frá sér eitthvað af þessum löglegu vímuefn- um sem verið er að troða í þau með blessun og forsjá ríkisins.) Reyndar er staðan í samkeppninni milli áfengis og annarra vímugjafa orðin sú að það eru ekki til nægilega margir lögreglu- menn, dómstólar eða fangelsi til að ná til og rétta yfir þeim sem brjóta lög um vímuefni. Þetta er ekki séríslenskt fyrirbrigði. Það er kaldhæðnislegt til þess að vita að helsta vaxtargrein íslensks land- búnaðar skuli vera ólögleg kannabis- rækt sem er mjög líklega að framleiða og selja á innlendum markaði fyrir hærri upphæðir en sauðfjárbændur (sem hafa þó mun hærri markaðs- hlutdeild sem vandamál í pólitískri umræðu á Íslandi). Friðþæging er þægileg leið að grípa til þegar annað dugar ekki til að glíma við hin raunverulegu vandamál sem ofneysla áfengra drykkja skapar. Baráttan fyrir ríkiseinokuninni ein- kennist óneitanlega af því. Þetta er ekkert einsdæmi og má t.d. nefna að þegar mikil umræða var um hættuna vegna ofsaaksturs á þjóðvegum lands- ins (130 kílómetrar plús) var grip- ið til þess ráðs að byrja að sekta alla sem óku á milli 95 og 100 kílómetra hraða. Og svo má líka nefna að á verðbólguárunum miklu þegar spjót- in stóðu á Seðlabankanum sem var ráðalaus þótti betra innan bankans að veifa frekar röngu tré en öngvu. Ríkiseinkasala á áfengi leysir ekki áfengisvandann og virðist litlu máli skipta til eða frá. Sama gildir um víðtæka ríkisforsjá á öllu sem við- kemur ofneyslu á löglegum lyfjum. Ríkiseinokunin á áfenginu skap- ar hins vegar margvíslega óeðlilega viðskiptahætti og inngrip í eðlilega uppbyggingu verslunar. Sem dæmi er það varla eðlilegt hlutverk starfs- manna ríkisins að veita viðskiptavin- um ráð um hvort þeir eigi að versla við einn framleiðanda frekar en ann- an. Slíkt er þó óhjákvæmilegt þegar viðskiptavinurinn óskar eftir áliti á mismunandi vörutegundum. Öðr- um viðskiptavinum þykir heldur ekki eðlilegt að ríkið ákveði yfirleitt hvaða tegundir áfengra drykkja þeir kaupa heldur vilja að það ráðist með sam- bærilegum hætti og gildir fyrir aðr- ar löglegar vörur á markaði. Margt mætti segja um aðgang framleiðenda að markaðnum, sérstaklega nýrra framleiðenda sem verður óhjákvæmi- lega afar sérstakur og takmarkaður undir ríkiseinokun svo ekki sé minnst á markaðssetningu áfengra drykkja sem er víðtæk þrátt fyrir auglýsinga- bann. Framleiðendur mega t.d. ekki selja vöru sína beint til neytenda hvort sem það er brugghús í sveitinni eða stórir framleiðendur. Þá vakna jafnan miklar spurningar um skipulagsmál þvi að staðsetning á áfengisútsölum hefur mikil áhrif á samkeppnishæfni einstakra verslana og verslunarkjarna. Um þetta eru mörg dæmi og fræg allt frá því að verslunareigendur fengu fyrst tiltrú á Kringlunni í Reykjavík eftir að búið var að samþykkja að þar kæmi áfeng- isútsala og í framhaldinu fór verslun á Laugaveginum í lægð. Mörg fleiri dæmi má rekja um hvernig ríkisein- okunin hefur haft óeðlileg áhrif. Þegar upp er staðið er affarasælast fyrir neytendur og alla þá sem stunda þessi viðskipti að afnema ríkiseinok- unina. Baráttan gegn ofneyslu áfeng- is vinnst ekki í ÁTVR. Orkunni sem fer í að vinna gegn venjulegum við- skiptaháttum á þessum markaði er betur varið með þvi að glíma beint við vandann. Vilhjálmur Egilsson Höf. er fyrrverandi alþingismaður sem flutti frumvarp um afnám einok- unar í áfengisverslun. Pennagrein Pennagrein Af hverju þurfum við ný Hvalfjarðargöng? Afnám ríkiseinokunar Út er komin ljóðabókin Hugdettur og heilabrot: Ljóðasafn hjónanna Hallgríms Ólafssonar og Helgu Halldórsdóttur frá Dagverðará. Yrkisefni þeirra eru fjölmörg og fjölbreytt, ljóðin endurspegla heila- brot þeirra og hugdettur um nátt- úruna, söguna, mannfólkið, lífið og tilveruna. Hallgrímur var fæddur á Sogni í Ölfusi 26. október 1888 og lést 21. febrúar 1981. Helga var fædd á Haga í Staðarsveit 18. júní 1903 og lést 13. desember 1991. Árið 1928 festu þau hjónin, ásamt foreldrum og Þórði bróður Helgu, kaup á eyðijörðinni Dagverðará í Breiðu- víkurhreppi. Þar reistu þau hús og bjuggu til 1957. Hallgrímur starf- aði sem smiður meðfram búskapn- um og var meðal annars yfirsmiður við byggingu Hellnakirkju. Árið 1986 kom út bók eftir Helgu sem ber nafnið Öll erum við menn. Þar segir hún sögur af fólki sem hún og foreldrar hennar kynntust; förufólki, skáldum, ættingjum og vinum. Af tilefni þess að ljóðabókin er nú loksins komin út verða haldin tvö útgáfuhóf þar sem bókin verður kynnt með upplestri og söng. Laug- ardaginn 1. apríl klukkan 15 í sal Barðstrendingafélagsins á Hverf- isgötu 105 í Reykjavík, 2. hæð og laugardaginn 15. apríl klukkan 15 í Samkomuhúsinu á Arnarstapa. All- ir eru velkomnir. Bókin verður ekki seld í verslun- um að sinni en hana má nálgast hjá dóttur þeirra Hallgríms og Helgu, Aðalheiði sem á veg og vanda að úgáfu þessarar bókar. -tilkynning Hugdettur og heilabrot hjónanna frá Dagverðará Þó veturinn hafi verið í mildara lagi hefur ekki alltaf viðrað til úti- veru. Nemendur í 4. bekk Grunn- skóla Snæfellsbæjar gripu því fegins hendi á mánudaginn að geta farið út í fallegt vorveðrið. Skelltu þau sér í gönguferð og komu við á leikvellin- um við Munaðarhól á Hellissandi. Þar léku börnin sér og nutu þess að vera til. Það voru svo glaðir og úti- teknir krakkar sem snéru aftur í skól- ann eftir góða gönguferð. þa Nutu góða veðursins

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.