Skessuhorn - 29.03.2017, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 201726
Eigendur jarðarinnar Helga-
fells í Helgafellssveit hafa ákveð-
ið að hefja innheimtu viðhalds-
og þjónustugjalds af ferðafólki
sem vill njóta staðarins, en gríð-
arlegur ferðamannastraumur er
að Helgafelli enda fagur staður og
víðsýnt af fellinu. Gjaldið verður
400 krónur og notað til að bæta
aðgengi að staðnum sem og þjón-
ustugjald þar sem salerni og bíla-
stæði eru til staðar á Helgafelli.
„Þessi ákvörðun var tekin í ljósi
þess að við fengum synjun á styrk-
veitingu í annað sinn til þess að
klára göngustíga, bílastæði, gera
aðgengi betra og fleira sem byrj-
að var á árið 2014,“ segir Jóhanna
Hjartardóttir á facebook síðunni
Bakland ferðaþjónustunnar. Jó-
hanna segir að svæðið hafi mik-
ið látið á sjá vegna ágangs í gegn-
um tíðina og ljóst að starfsmaður
þarf að vera til staðar á svæðinu til
að stýra umferð og veita upplýs-
ingar.
mm
Taka upp þjónustugjald
vegna fjölda ferðafólks
Viðbúnaðarstig vegna varna gegn
fuglaflensu hefur verið aukið. Þetta
kemur fram í tilkynningu frá Mat-
vælastofnun. „Það þýðir að allir
fuglar í haldi þurfa tímabundið að
vera haldnir í yfirbyggðum gerð-
um þar sem villtir fuglar komast
ekki inn eða í fuglaheldum húsum.
Smitvarnir skulu viðhafðar sem
miða að því að ekki getur borist
smit frá villtum fuglum í alifugla.
Allir alifuglar skulu skráðir í gagna-
grunninum Bústofn.“
Í þeim faraldri sem geisar í Evr-
ópu nú er smit frá villtum fuglum
talin vera megin smitleiðin í ali-
fugla. Það er því hætta á að alifuglar
hér á landi smitist af þeim farfugl-
unum sem koma frá sýktum svæð-
um, sér í lagi þeir sem haldnir eru
utandyra og þar sem smitvörnum er
ábótavant. Afleiðingar sjúkdómsins
eru alvarlegar, þar sem stór hluti
fuglanna getur drepist og fyrirskipa
þarf aflífun á öllum fuglum á búi
sem fuglaflensa greinist á, auk ýmis
konar takmarkana sem leggja þarf
á starfsemi á stóru svæði umhverfis
viðkomandi bú. Ekki er talin vera
smithætta fyrir fólk af þessu af-
brigði fuglaflensuveirunnar og ekki
stafar smithætta af neyslu afurða úr
alifuglum. Það er óvíst hvað aukið
viðbúnaðarstig mun vara í langan
tíma en starfshópurinn endurmetur
smithættuna reglulega.
Atvinnuvega- og nýsköpunar-
ráðuneytið hefur birt auglýsingu
um tímabundnar varnaraðgerðir til
að fyrirbyggja að fuglaflensa ber-
ist í alifugla og aðra fugla í haldi.
Var það gert á grundvelli tillögu
Matvælastofnunar til ráðuneytis-
ins vegna mikillar útbreiðslu fugla-
flensu af völdum alvarlegs afbrigð-
is fuglaflensuveiru af semisgerðinni
H5N8 í Evrópu frá því í október
í fyrra. Alvarlega afbrigðið H5N8
hefur m.a. greinst á þeim slóðum
sem íslenskir farfuglar halda sig að
vetri til. mm
Aukið viðbúnaðarstig
vegna fuglaflensu
Ræktunarsýning Vesturlands 2017 fór fram í reiðhöllinni í
Borgarnesi laugardaginn 25. mars. Er þetta í fyrsta skipti
sem Hrossaræktarsamband Vesturlands heldur sína eigin
sýningu og var hún vel sótt og bekkirnir þétt setnir í höll-
inni. Sýningin tókst með ágætum og breiddin í hrossunum
var mikil, allt frá því að vera fjögurra vetra frekar „hrá“ en
efnileg hross upp í að vera hátt dæmt kynbótahross og lands-
mótsigurvegarar. Á sýningunni var m.a. kynning á ræktun-
arbúum, afkvæmasýningar ásamt úrvali af stóðhestum og
hryssum af svæðinu.
Ræktunarbú sem mættu með hross á sýninguna voru: Lun-
dar II, Skáney, Skipaskagi, Skipanes, Skrúður og Bjarnastaðir
í Hvítársíðu. Því miður komust ekki öll hross sem voru skráð
á sýninguna vegna slæms veðurs. Á sýningunni var stóðhes-
turinn Aðall frá Nýjabæ heiðraður og tók Ólöf Guðbrands-
dóttir, ræktandi og í eigandi hans við viðurkenningu fyrir
Aðal, en sonur Aðals, Nökkvi frá Syðra-Skörðugili, varð sig-
urvegari á síðasta landsmót í B flokki. Nökkvi var látinn leika
listir sínar um salinn og var klárlega glæsigripur sýningar-
innar. Önnur hross sem vöktu hrifningu áhorfenda voru
m.a. Máfur frá Kjarri, Möttull og Buna frá Skrúð, Aron frá
Eyri, Tilvera frá Syðstu Fossum og Óskastund frá Hafsteins-
stöðum. Ræktunarbússýning frá Skáney fékk gott klapp frá
áhorfendum og þá sérstaklega Sól frá Skáney og knapi henn-
ar Bjarni Marinósson en þau fóru mikinn við mikla lukku
áhorfenda. Vaka frá Sturlu-Reykum, Lísbet frá Borgarnesi
og að ógleymdri glæsihryssunni Örnu frá Skipaskaga vöktu
einnig lukku.
Í hléinu var boðið upp á kjötsúpu frá Kræsingum. Var
það mat áhorfenda að sýningin hefði tekist vel en sýningar-
stjóri var Stefán Ármannsson í Skipanesi og þulir þeir Lárus
Hannesson og Eysteinn Leifsson. iss
Mikil ánægja með vel
heppnaða Ræktunarsýningu
Sól frá Skáney og Bjarni Marinósson. Nökkvi frá Syðra -Skörðugili og Jakob Sigurðsson þakka fyrir sig
eftir flotta sýningu.
Sigurður Sigurðsson og Arna frá Skipaskaga.
Marie Greve og Óskastund frá Hafsteinsstöðum.
Buna frá Skrúð og Björn Haukur Einarsson.
Máni Hilmarsson og hin litfagra Lísbet frá Borgarnesi.
Vaka frá Sturlu-Reykum og Konráð Axel Gylfason.
Möttull frá Skrúð og Flosi Ólafsson.