Skessuhorn - 29.03.2017, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 201722
Svissneska fyrirtækið Tisca Tiara
stofnaði deildina Sportisca innan
fyrirtækisins fyrir íþróttavörur sín-
ar árið 2005, en fyrirtækið býr yfir
75 ára reynslu á sviði teppafram-
leiðslu. Nú hefur fyrirtækið lokið
við og fengið einkaleyfi á hönnun
gervigrass án gúmmíkurls og sands
eða annarra innfylliefna. „Í fyrsta
skipti geta íþróttafélög eða bæjar-
félög valið gúmmíkurllaust gervi-
gras sem stenst hæstu knattspyrnu-
staðla Fifa,“ segir Sveinbjörn Freyr
Arnaldsson, umboðsaðili Sportisca á
Íslandi. „Fyrirtækið náði í nóvember
í fyrra þeim einstaka árangri að nýj-
asta varan, gervigrasið Sportisca S9
Revolution, uppfyllti hæstu knatt-
spyrnukröfur Fifa. Prófið var fram-
kvæmt af hinu virta fyrirtæki Labo-
sport fyrir Sportisca. Niðurstaðan
er risastórt afrek í sögu gervigrass
og ég leyfi mér að fullyrða að hér
sé komin næsta kynslóð gervigrass.
Þetta er í fyrsta skipti í heiminum
sem innfylliefnalaust gervigras upp-
fyllir bæði Fifa Quality og Fifa Qua-
lity Pro próf. Svokallað 3G (þriðju
kynslóðar) gervigras með sandi og
gúmmíkurli hefur verið allsráðandi
undanfarin áratug. Sportisca S9 Re-
volution er því fyrsta 4G (fjórðu
kynslóðar) gervigras sem völ er á í
heiminum,“ segir hann.
Dýrara en minna
viðhald
Sveinbjörn segir 4G gervigrasið
hins vegar vera dýrara í innkaupum.
„Umboðsaðili hefur reyndar fengið
það samþykkt hjá Sportsica fyrir því
að veita fyrsta kaupanda 10 millj-
óna króna afslátt af kaupum á knatt-
spyrnuvelli á Íslandi með Sport-
sica S9 Revolution grasi ásamt svo-
kölluðu T-Layer fjaðurlagi,“ seg-
ir Sveinbjörn. „En grasið er dýrara
í innkaupum. Það inniheldur miklu
fleiri þræði en gervigrasið sem er
víðast hvar á völlum landsins og
þræðirnir eru dýrasti hluturinn. En
á móti kemur að viðhald á 4G gervi-
grasi er margfalt minna og marg-
falt ódýrara en á þriðju kynslóðinni,
auk þess sem útlit er aðlaðandi og
raunverulegt með misháum stráun-
um sem vísa í allar áttir,“ segir hann.
„Samkvæmt samanburðarkönn-
un sem gerð var af Baspo, eftirlits-
aðila í Sviss, á 4G gervigrasi og 3G,
þá er 4G innfylliefnalaust gervigras
um það bil 25 milljónum ódýrara í
rekstri yfir tíu ára tímabil. Kostn-
aðurinn við það er um 10 milljón-
ir króna á móti u.þ.b. 35 milljóna
króna rekstrar- og viðhaldskostn-
að á 3G grasi,“ segir hann og bæt-
ir því við að 4G gervigras sé því ekki
jafn viðhaldsfrekt og 3G gras. „Það
þarf einungis að bursta og ryksuga
4G grasið hálfsmánaðarlega eða
svo, miðað við nokkuð mikla notk-
un. Helst þarf að bursta 3G grasið
daglega og bæta við innfylliefnum,
gúmmíkurlinu, til að það sé jafnt á
öllum vellinum. Ef vel á að vera er
æskilegt að ryksuga það og nota vél
til að hreinsa dýpra reglulega. Þar að
auki er mælt með því að djúphreinsa
3G grasið á eins til tveggja ára fresti,
það er að segja fjarlægja allt innfylli-
efni, hreinsa gervigrasið vandlega og
setja síðan nýtt hreinsað kurl aftur í
gervigrasið,“ segir Sveinbjörn.
Endingargott
Hann fullyrðir einnig að 4G gras-
ið sé þar að auki mun endingar-
betra og því ætti að vera hægt að
láta það endast mun lengur en
annað gervigras, auk þess sem það
er með stöðuga fjöðrun fyrir leik-
manninn á öllum vellinum. „Fifa
hefur látið framkvæma svokölluð
Lisport XL endingarpróf. Þar er
gervigras prófað eins nálægt raun-
verulegum aðstæðum og kostur er,
miðað við þá tækni sem til er. Ætl-
unin er að kanna hve lengi gervi-
gras getur staðist ströngustu við-
mið um keppnir í bestu deildum
Evrópu. Sem dæmi þá þarf gervi-
gras sem á að standast Fifa Qua-
lity Pro staðalinn að þola þrjú þús-
und „cycles“ eða lotur og samsvar-
ar um þriggja ára notkun. 3G Gras
frá mörgum af virtustu gervigras-
framleiðendum í heiminum féll
á prófinu eftir álag sem samsvar-
ar þriggja til fjögurra ára notkun,
þræðirnir höfðu gefið eftir. 4G S9
Revolution gervigras frá Sportisca
gerði það ekki, heldur dugði það út
allt prófið eða 6020 lotur, í raun-
inni standa þræðirnir uppréttir út
líftíma gervigrassins,“ segir Svein-
björn. „Ástæðan er sú að uppbygg-
ing þráðanna í Sportisca grasinu er
önnur en þekkst hefur áður. Þráð-
urinn er tvöfaldur, það er girni sem
er hjúpað með PE plastkápu. Girn-
ið gerir það að verkum að þræðirn-
ir rísa upp aftur og ekki þarf fylli-
efni. Þetta er einstök hönnun og
Sportisca er með einkaleyfi á fram-
leiðslu þessara þráða,“ segir hann.
Sveinbjörn hefur jafnframt orð á
því að 4G grasið hafi komið ótrú-
lega vel út eftir rúmlega 20 þúsund
lotur. „Það ætti að gefa vísbend-
ingu um að þetta gras myndi end-
ast í jafnvel áratugi þar sem álagið
er tiltölulega lítið, eins og til dæm-
is á sparkvöllum, auk þess sem það
væri alltaf grænt, fallegt og aðlað-
andi í útliti.“
Innfylliefnalaust
alltaf betra
Víða hérlendis liggur fyrir, bæði
um þessar mundir og á næstu
árum, að skipta þurfi um gervigras
í knatthúsum og á sparkvöllum.
Einn þeirra staða er Akraneshöll-
in. Bæjaryfirvöld auglýstu í febrúar
eftir tilboðum í endurnýjun gervi-
grass í höllinni og átti útboðið að
standa til 7. mars. Hins vegar var
ákveðið að draga útboðið til baka
og samkvæmt heimildum Skessu-
horns var það gert vegna athuga-
semda sem gerðar voru við útboðs-
gögnin. Sveinbjörn kveðst sjálfur
hafa gert athugasemdir, ekki síst
vegna þess að gerð var krafa um að
gervigrasið ætti að vera með inn-
fylliefnum innandyra í útboðs-
gögnunum. „Ég vil fyrst og fremst
vekja menn til umhugsunar um að
það sé til miklu betri kostur en 3G
gervigras með gúmmíkurli. Ég er
ekki óhlutdrægur þegar ég segi
að Sportisca grasið sé það besta
í heimi. Hins vegar get ég bent á
að fleiri framleiðendur sem bjóða
innfylliefnalaust gervigras. Þó það
uppfylli ekki stöngustu Fifa staðla
eins og Sportisca, þá fullyrði ég að
það sé í öllum tilvikum betri kost-
ur en gras með innfylliefnum þeg-
ar litið er til framtíðar. Þróunin í
þessum geira undanfarin ár hefur
öll miðað í áttina að innfylliefna-
lausu grasi. Ég tel að það verði
allsráðandi eftir nokkur ár og 3G
gervigras með gúmmíkurli eða
öðrum innfylliefnum verði orðið
úrelt áður en langt um líður. Hvar
sem því verður komið við ættu
menn því að íhuga að skipta út 3G
grasi út fyrir 4G við endurnýjun á
gervigrasvöllum,“ segir hann.
„Gúmmíkurllaust gervigras sem stenst hæstu knattspyrnustaðla“
- segir Sveinbjörn Freyr Arnaldsson, umboðsaðili Sportsica
Torfa af 4G gervigrasi frá Sportsica ofan á 3G gervigrasvelli eins og er að finna víða um land.
Sveinbjörn Freyr Arnaldsson.
Með bréfi til félaga í Félagi eldri
borgara á Akranesi og nágrenni
hafa Jóhannes Finnur Halldórs-
son formaður félagsins og Júlíus
Már Þórarinsson varaformaður
boðað afsögn sína úr stjórn frá og
með framhaldsaðalfundi í félaginu
sem fram fer 31. mars nk. Ástæða
afsagnarinnar þeirra eru m.a. deil-
ur um húsnæðismál félagsins og
ávirðingar í þeirra garð vegna
þeirra mála. Hafa þeir jafnvel ver-
ið sakaðir um að vinna skemmdar-
verk á FEBAN innan félagsins og
opinberlega með greinaskrifum.
Þá hefur einnig verið meiningar-
munur innan félagsins um aðrar
áherslur. Fráfarandi formaður hef-
ur m.a. viljað gera skýran greinar-
mun á frístundastarfi annars vegar
og velferðarstarfi félagsmanna hins
vegar.
Á aðalfundi 17. mars síðastliðinn
afhenti Jóhannes Finnur bréf þar
sem hann fór yfir helstu áherslu-
atriði í starfi sínu sem formaður
og sýn hans á framtíðina varðandi
málefni þriðju kynslóðarinnar á
Akranesi og nágrenni. Á aðalfund-
inum fékk stjórnin mótframboð
sem kom fundarmönnum á óvart.
Var samþykkt dagskrártillaga um
frestun fundar og hefur nú verið
boðað til framhaldsaðalfundar 31.
mars næstkomandi. Með bréfi til
stjórnar FEBAN hefur Jóhannes
Finnur nú tilkynnt afsögn sína sem
formaður FEBAN og mun jafn-
framt segja af sér öðrum trúnaðar-
störfum hjá félaginu á framhalds-
aðalfundinum í lok mánaðarins.
Þakkar hann samstarfsfólki sínu í
stjórn, nefndum og öðrum innan
FEBAN fyrir ánægjulegt og mjög
lærdómsríkt samstarf.
Í tilkynningu til félaga sinna í
FEBAN segir Júlíus Már á Facebo-
oksíðu félagsins að þeir Jóhannes
Finnur hafi einhent sér í að nú-
tímavæða starfið með því að setja
upp heimasíðu og fésbókarsíðu til
að halda félögum upplýstum um
starfið. Segir hann samstarf sitt og
Jóhannesar Finns hafa verið með
ágætum. „Ég varð undrandi er ég
var skammaður fyrir þessa breyt-
ingu því fólkið vildi fá sitt frétta-
bréf í upphafi starfsársins sem hægt
væri síðan að lesa allan veturinn.“
Þá segir Júlíus Már m.a.: „Við
ákváðum að reyna ný vinnubrögð í
baráttunni um húsnæði fyrir starf-
semina. Reyna samvinnu við bæinn
og fá þá þannig á okkar band. Sýna
þeim hvernig aðrir kæmu að þess-
um málum og hvað það væri mikil-
vægt að viðhalda færni eldri borgara
til að þeir breytist ekki í sjúklinga.
Í þessum tilgangi fengum við Akra-
neskaupstað til að senda sína full-
trúa með okkur til Tønder. Einnig
fórum við í heimsókn í Kópavog-
inn og heimsóttum Korpúlfa. Þetta
hefur valdið viðhorfsbreytingu hjá
fulltrúum bæjarins þó sigur sé ekki
í höfn. Nú erum við Jóhannes sak-
aðir um að hafa unnið skemmdar-
verk á FEBAN með þessum vinnu-
brögðum. Það er aðeins eitt að gera
í þessari stöðu; að stíga til hliðar og
leyfa þeim sem ætla að byggja upp
félagið að taka við. Ég mun því ekki
gefa kost á mér í næstu stjórn eða
nefndum sem fjalla um húsnæði.
Einnig segja mig frá samráðsnefnd
við Akraneskaupstað. Ég hef lofað
að vera í skemmtinefnd í eitt ár í
viðbót og stend við það ef aðal-
fundur óskar eftir því,“ segir Júlíus
Már sem líkt og Jóhannes Finnur
óskar FEBAN og félagsmönnum
öllum velfarnaðar í framtíðinni.
mm
Formaður og varaformaður FEBAN segja af sér
Jóhannes Finnur Halldórsson hefur boðað afsögn sína sem formaður og Júlíus
Már Þórarinsson einnig, en hann hefur verið varaformaður FEBAN.