Skessuhorn


Skessuhorn - 29.03.2017, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 29.03.2017, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2017 15 SK ES SU H O R N 2 01 7 Páskaúthlutun fer fram mánudaginn 10. apríl frá klukkan 13-17 að Dalbraut 1 (við hliðina á Krónunni, gengið inn baka til ). Tekið verður á móti umsóknum dagana 6. og 7. apríl í síma 859-3000 (María) og í síma 859-3200 (Svanborg) á milli kl. 11-13. Þeir sem skiluðu gögnum fyrir jól þurfa ekki að skila aftur núna. Það þurfa allir umsækjendur að skila inn skriflegum umsóknum og tökum við á móti þeim fimmtudaginn 6. apríl á milli kl. 16-18 í Rauða Kross húsinu Skólabraut 25 A. Vinsamlegast sækið um á auglýstum tíma. Bestu kveðjur, Mæðrastyrksnefnd Akraness Páskaúthlutun Mæðrastyrksnefndar Akraness Lokahátíðum Stóru upplestrar- keppninnar er nú lokið um allt Vesturland. Ár hvert hefst keppnin í nóvember, á degi íslenskrar tungu, og lýkur í mars með því að valdir eru bestu upplesarar 7. bekkjar í hverju byggðarlagi eða í umdæmi hverrar skólaskrifstofu. Keppninni er skipt í tvo hluta, ræktunarhluta og hátíð- arhluta. Ræktunarhlutinn fer fram frá nóvember fram í febrúar og er þá lögð sérstök áhersla á vandaðan upplestur og framburð. Hátíðar- hlutinn tekur síðan við og er hann það sem kalla mætti hina eiginlegu upplestrarkeppni. Þá eru lokahátíð- ir keppninnar haldnar í hverju hér- aði og koma þar fram fulltrúar skól- anna og lesa texta og ljóð. Á Vesturlandi voru haldnar þrjár svæðaskiptar lokahátíðir. Á Akranesi fór lokahátíðin fram í Tónbergi, sal Tónlistarskólans á Akranesi, þar sem sex nemendur frá hvorum grunnskóla kepptu til úr- slita. Sigurvegarar urðu þær Bryn- hildur Helga Viktorsdóttir fyrir hönd Grundaskóla og Dísa María Sigfúsdóttir úr Brekkubæjarskóla. Nemendur úr Grunnskólanum í Borgarnesi, Grunnskóla Borg- arfjarðar, Auðarskóla í Dölum, Laugagerðisskóla og Heiðarskóla leiddu saman hesta sína á lokahá- tíð sem fram fór í Hjálmakletti 23. mars sl. Nemendur úr Grunnskóla Borgarfjarðar, þau Ágúst Páll Þor- steinsson og Elísabet Egilsdóttir hrepptu fyrsta og annað sætið en þriðja sætið hlaut Vilhjálmur Ingi Ríkharðsson úr Grunnskólanum í Borgarnesi. Loks var lokahátíðin á Snæfells- nesi haldin í Stykkishólmskirkju síðastliðinn fimmtudag. Þar kepptu nemendur úr 7. bekkjum skólanna á Snæfellsnesi. Dagný Inga Magnús- dóttir úr Grunnskólanum í Stykkis- hólmi sigraði, í öðru sæti varð Sím- on Andri Sævarsson, einnig nem- andi Grunnskólans í Stykkishólmi, og í þriðja sæti hafnaði Margrét Helga Guðmundsdóttir úr Grunn- skóla Grundarfjarðar. grþ Stóru upplestrarkeppninni lokið á Vesturlandi Dísa María Sigfúsdóttir og Brynhildur Helga Viktorsdóttir báru sigur úr býtum á lokahátíð Upplestrarkeppninnar á Akranesi. Ljósm. klj. Verðlaunahafar hátíðarinnar sem haldin var í Hjálmakletti í síðustu viku. Frá vinstri: Vilhjálmur Ingi Ríkharðsson sem lenti í þriðja sæti, Ágúst Páll Þorsteinsson sigurvegari og Elísabet Egilsdóttir sem lenti í öðru sæti. Verðlaunahafar í keppninni á Snæfellsnesi voru þau Dagný Inga, Símon Andri og Margrét Helga. Ljósm. sá. Aðalfundur Akureyri 8. mars 2017 Stjórn KJALAR stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu – sjá nánar á www.kjolur.is Kjalar Stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu verður haldinn þann 29. mars 2017 kl. 16:30 í Hofi Akureyri. Vandræðaskáld yta: Útför - Saga ambáttar og skattsvikara Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkv. lögum félagsins 2. Önnur mál Veitingar og happdrætti Pappírslaus fundur en öll gögn hans er að finna á heimasíðu Kjalar www.kjolur.is Veglegar Taktu þátt í léttu m spurningaleik. Dregið verður ú r réttum lausnum í lok fe rðar. Í aðalvinning er vegleg utanland sferð og ýmsir aukavi nningar frá sýnendum. SPURNINGALEI KUR! Neðangreind fyrirtæki leggja land undir fót og heimsækja 13 staði á landinu. Tilgangurinn er að kynna vörur og þjónustu fyrirtækjanna. Fyrsti viðkomustaður verður Hvolsvöllur. Þar verðum við mmtudaginn 30. mars. Verið velkomin. Við tökum vel á móti ykkur. Hvolsvöllur mmtudaginn 30. mars // Verslun Líands - Kl. 10:00-12:00 Kirkjubæjarklaustur mmtud. 30. mars // Félagsheimilið - Kl. 15:00-17:00 Nesjar föstudaginn 31. mars // Mánagarðar - Kl. 10:00-12:00 Breiðdalsvík föstudaginn 31. mars // Kl. 16:00-18:00 Egilsstaðir laugardaginn 1. apríl // Verslun Jötuns - Kl. 9:30-12:00 Ýdalir Aðaldal laugardaginn 1. apríl // Hafralækjarskóli - Kl. 16:00-18:00 Akureyri sunnudaginn 2. apríl // Verslun Jötuns - Kl. 11:00-14:00 Varmahlíð sunnudaginn 2. apríl // Miðgarði - Kl. 16:00-18:30 Blönduós mánudaginn 3. apríl // Verslun Líands - Kl. 9:00-11:00 Hvammstangi mánudaginn 3. apríl // Gamla mjólkurstöðin - Kl. 13:00-15:00 Króksarðarnes mánudaginn 3. apríl // Gamla verslun - Kl. 18:00-20:00 Búðardalur þriðjudaginn 4. apríl // KM-Þjónustan - Kl. 10:00-12:00 Borgarnes þriðjudaginn 4. apríl // Reiðhöllin - Kl. 14:00-16:00 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 1 2 3 4 5 6 7 89 10 12 11 13 G RI LL UM HRINGINN! Fyrirlestrar á estum stöðum heast u.þ.b. hálftíma fyrir hverja sýningu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.