Skessuhorn


Skessuhorn - 04.10.2017, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 04.10.2017, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 20176 Samþykkja kaup á íbúð af Íbúðalánasjóði AKRANES: Á fundi bæj- arráðs Akraneskaupstað- ar í síðustu viku var tek- ið fyrir erindi Íbúðalána- sjóðs um kaup bæjarins á húseignum sjóðsins í bæj- arfélaginu. Áður hafði vel- ferðar- og mannréttind- aráð bæjarins tekið málið fyrir á fundi sínum og tal- ið þörf á að Akraneskaup- staður hefði yfir að ráða leiguhúsnæði fyrir skjól- stæðinga sína. Ráðið vís- aði þeirri skoðun sinni til afgreiðslu bæjarráðs. Bæj- arráð samþykkti að kannað yrði frekar verðmæti þeirra eigna Íbúðarlánasjóð sem eru í söluferli á Akranesi. Ákveðið var að skoða verð- mæti einnar eignar sem tal- ið er að geti nýst vel fyr- ir þá íbúa sem eru á biðl- ista eftir félagslegu leigu- húsnæði og var gert tilboð í þá eign með fyrirvara um samþykki bæjarráðs. Bæj- arráðs samþykkti tilboð Íbúðalánasjóðs um kaup á eign að Einigrund 8, íbúð 20102, samtals að fjárhæð 18,5 mkr. Samþykkti ráðið jafnframt breytingu á fjár- festinga- og framkvæmda- áætlun ársins 2017 sem því nemur með lækkun á hand- bæru fé. -mm Endurhæfing fyrir ungt fólk með geðraskanir LANDIÐ: Þjónusta Hug- arafls á sviði starfsend- urhæfingar, einkum fyr- ir ungt fólk með geðrask- anir, verður aukin til muna með nýjum þjónustusam- ingi milli samtakanna og Vinnumálastofnunar sem undirritaður var í síð- ustu viku. Markmiðið með samningnum er að veita þeim sem Vinnumálastofn- un, Tryggingastofnun rík- isins, heilbrigðisstofnanir eða aðrir viðurkenndir að- ilar svo sem félagsþjónusta sveitarfélaga vísa til Hug- arafls, aðstoð með sértæk- um endurhæfingaraðgerð- um og gefa þeim þannig færi á að komast aftur út á vinnumarkaðinn eða skipta um starfsvettvang til dæm- is að undangengnu frek- ara námi. Þjónustan stend- ur einnig til boða þeim sem hafa takmörkuð atvinnu- tækifæri eða standa höllum fæti á vinnumarkaði vegna skorts á grunnmenntun eða annarri hæfni og koma af sjálfsdáðun. Nánar má lesa um verkefnið á vef Velferð- arráðuneytisins. -mm Slitlagsfram- kvæmdir í gangi STYKKISH: Á næstu dögum fara fram framkvæmdir við endurnýjun slitlags á nokkr- um götum í Stykkishólmi. Um er að ræða Austurgötu, Ásklif- Neskinn-Ásbrú, Hjallatanga, Lágholt, Skúlagötu og Tjarna- rás að hluta. „Húseigendur og vegfarendur við þessar götur eru beðnir um að taka tillit til aðstæðna og þeirrar truflunar sem verður vegna vinnuvéla sem eru notaðar við klæðn- inguna. Stjórnendur atvinnu- fyrirtækja á svæðinu eru beðn- ir um að taka tillit til þessara aðstæðna og skipuleggja flutn- inga að og frá vinnustöðum miðað við aðstæður. Frekari upplýsingar um tímasetningu framkvæmda eru veittar af bæjarverkstjóra Högna Frið- riki Högnasyni og á skrifstofu Stykkishólmsbæjar.“ -mm Ráðstefna Vinnueftirlitsins framundan BORGARNES: Vinnueftir- litið stendur fyrir vinnuvernd- arráðstefnu sem ber yfirskrift- ina „Vinnuvernd alla ævi - Er hægt að eldast í ferðaþjón- ustu?“ Verður hún haldin á Hótel Borgarnesi föstudaginn 6. október kl. 13-16. Á ráð- stefnunni verður sjónum beint að mikilvægi vinnuverndar í ferðaþjónustu og áhrifum vinnuumhverfisins á starfs- menn. Aðgangur að ráðstefn- unni er öllum opinn án endur- gjalds en skráning er skilyrði. Fjölbreyttur hópur fyrirles- ara mun taka þátt í ráðstefn- unni og hvetur Vinnueftirlitið alla þá sem láta sig málefnið varða að skrá sig á viðburðinn á heimasíðu stofnunarinnar, www.vinnueftirlit.is. -mm Hamar SH 224 kom nýverið til heimahafnar í Rifi eftir að hafa síð- an í sumar verið í skipasmíðastöð- inni Alkor í Gdansk í Póllandi þar sem miklar endurbætur voru gerð- ar á skipinu. Kristinn J. Friðþjófsson ehf. í Rifi á skipið og gerir út ásamt Stakkhamri SH. Það sem gerir end- urbæturnar óvenjulegar er að hér er um að ræða 53 ára gamalt skip, en Hamar SH var upphaflega smíðaður í Shelby á Englandi. Óvenjulegt er að farið sé út í svona miklar endur- bætur á svo gömlum skipi. Halldór Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Kristins J. Friðþjófs- sonar, segir að fyrirtækið hafi ákveð- ið að ráðast í þessar framkvæmdir af því þeir vissu einfaldlega hvað þeir voru með í höndunum. Skipið væri gott. Var Hamar sandblásinn ytra, frá kili og upp í mastur. Skipt var um lestargólf og öll lestin tekin í gegn og einangruð. Þá var einnig sett í hann nýtt stýri. Öll togspil voru tekin úr skipinu og betrumbætt til línuveiða ásamt fleiri breytingum. Stakkhamar SH hefur að undan- förnu verið við veiðar úti af Norð- urlandi og landað á Siglufirði. Fisk- vinnslan Sjávariðjan er einnig í eigu sömu aðila og þar starfa 23. Að sögn Halldórs byggir Kristinn J. Friðþjófs- son ehf. á gömlum grunni. Stjórn- endur fyrirtækisins hafi gætt þess vel að skuldsetja fyrirtækið ekki um og er það að því leyti ágætlega statt þó að hjá því, eins og öðrum litlum sjáv- arútvegsfyrirtækjum, valdi hátt gengi krónunnar erfiðleikum ásamt lágu afurðaverði og veiðigjöldum. Fyrir- tækið gerði auk fyrrgreindra skipa, út tvo aðra báta; Sæhamar og Litla- Hamar en seldi þá og færði aflaheim- ildirnar af þeim yfir á Stakkhamar. Veiðiheimildir á honum eru um þús- und tonn á ári og er Hamar SH með sama magn. Allur afli af bátunum er unninn í Sjávariðjunni. 60% aflans er unninn í ferskan fisk en fyrir tveim- ur árum var fiskvinnslan endurnýjuð og er meðal annars búin vatnsskurð- arvél. Stakkhamar SH hefur veitt vel undanfarið en fór í slipp fyrir norðan um verslunarmannahelgina og síðan beint á veiðar fyrir norðan land eftir það. Hefur hann séð vinnslunni fyr- ir þorski á meðan Hamar var í Pól- landi. Undanfarin ár hefur Stakk- hamar aðallega veitt löngu á haustin og er stefnan nú sett á að hann sigli vestur og fari til veiða á heimaslóð- um. þa Hamar SH til heimahafnar eftir klössun í Póllandi Hamar SH kominn til Rifs. Í Póllandi var skipið m.a. sandblásið frá kili og upp í mastur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.