Skessuhorn


Skessuhorn - 04.10.2017, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 04.10.2017, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2017 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Síðastliðinn föstudag var undir- ritaður samningur milli Knatt- spyrnufélags ÍA og Knattspyrnu- deildar Skallagríms um samstarf yngri flokka félaganna. Samn- ingurinn felur í sér að liðin munu senda sameiginleg keppnislið til keppni í Íslandsmóti og bikar- keppni 4. flokks kvenna, 3. flokks kvenna og 3. flokks karla keppnis- tímabilið 2017 til 2018. Brynjar Snær til ÍA Við sama tækifæri undirritaði ÍA samning við ungan og efnilegan leikmann, Brynjar Snæ Pálsson. Brynjar er fæddur 2001 og leikur stöðu miðjumanns og vinstri bak- varðar. Hann hefur allan sinn fer- il leikið með Skallagrími og á tólf leiki að baki með meistaraflokki félagsins. Fyrsta meistaraflokks- leikinn fyrir Skallagrím lék hann í 4. deild karla sumarið 2015, þá ekki orðinn 14 ára gamall. Brynjar á einnig tvo leiki að baki fyrir U17 ára landslið Íslands. Brynjar stundar nám á afreks- íþróttasviði FVA. kgk ÍA og Skallagrímur hefja samstarf í yngri flokkum Hulda Birna Baldursdóttir, framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags ÍA og Viktor Jónasson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Skallagríms, við undirritun samningsins. Brynjar Snær Pálsson skrifaði við sama tækifæri undir félagaskipti til ÍA. Hér er hann ásamt Huldu Birnu og Jóni Þór Haukssyni, þjálfara ÍA. Lokaumferð Pepsi deildar karla í knattspyrnu fór fram á laugardag- inn. Á Akranesi mættust ÍA og Vík- ingur Ó. í leik þar sem Ólafsvík- ingar höfðu allt að vinna en engu að tapa. Þeir þurtu á sigri að halda til að bjarga sér frá falli, en um leið að treysta á að ÍBV sigraði ekki KA í Vestmannaeyjum í leik sem fram fór á sama tíma. Spennan var því talsverð ekki síst hjá bláklæddum stuðningsmönnum á pöllunum. Liðsmenn Víkins voru sókndj- arfir í upphafi leiks en Skagamenn hleyptu þeim ekki í nein alvöru færi. Kwame Quee átti tvo skot langt utan af velli sem bæði voru varin en gestirnir ógnuðu markinu ekki að öðru leyti. Eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn sóttu leik- menn ÍA í sig veðrið og tóku að sækja. Á 28. mínútu fékk ÍA víta- spyrnu eftir að Gabrielius Zagur- skas braut á Steinari Þorsteinssyni. Albert Hafsteinsson steig á punkt- inn en Christian Martinez gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnuna. Skömmu síðar fékk Víkingur ágætis færi eftir fyrirgjöf en varn- armenn ÍA komust fyrir skotið en að öðrum kosti ógnuðu þeir helst með skotum af löngu færi. Skaga- menn kunnu einnig að leika þann leik og stuttu fyrir hálfleik munaði engu að Steinar Þorsteinsson skor- aði með skoti af 25 metrunum en boltinn hárfínt framhjá. Hvorugu liði tókst að skora í fyrri hálfleik og staðan því markalaus í hléinu. Víkingur byrjaði síðari hálfleik- inn af krafti. Pape Mamadou Faye átti skalla að marki eftir aukaspyrnu sem Árni Snær Ólafsson varði. Upp úr því myndaðist mikil þvaga þar sem margir reyndu að koma fæti í boltann en að lokum losnaði um þvöguna í teignum. Skömmu síðar átti Þorsteinn Már Ragnars- son hörkuskot að marki utan teigs sem Árni Snær þurfti að hafa sig allan við að verja. En besta færi síðari hálfleiks fengu Skagamenn. Stefán Teitur fékk góða sendingu inn fyrir vörn gestanna og ætlaði að skalla að marki en hitti einfald- lega ekki boltann úr dauðafæri. Þegar þarna var komið við sögu voru Skagamenn sterkari. Það var ekki fyrr en seint í leiknum að liðs- menn Víkings tóku við sér að nýju og þyngdu sóknina. Pape átti skalla hárfínt framhjá eftir hornspyrnu og þegar tíu mínútur lifðu leiks átti Kwame þrumuskot sem Árni Snær varði í þverslána. Á lokamín- útunum skiptust liðin á að brenna af ágætum færum og leiknum lauk síðan með markalausu jafntefli. Þar með varð ljóst að Víkingur verður samferða ÍA niður í 1. deild karla í knattspyrnu. Á sama tíma sigraði ÍBV reyndar KA í Vest- mannaeyjum og úrslit leiksins á Akranesi hefðu ekki skipt máli. Víkingur Ó. vann sex leiki og gerði fjögur jafntefli í deildinni í sumar. Skilaði það liðinu 22 stigum sem dugðu þó aðeins til að enda í 11. og næstneðsta sæti deildarinnar. ÍA sigraði aðeins þrjá leiki á tíma- bilinu en gerði átta jafntefli. Skaga- menn luku því mótinu í botnsæti deildarinnar með 17 stig. Bæði lið eru fallin og ljóst að ÍA og Víking- ur Ó. mætast aftur næsta sumar. kgk/ Ljósm. gbh. Örlög Vesturlandsliðanna eru ráðin: Víkingur Ó. samferða ÍA niður um deild Stuðningsmenn Víkings voru að vonum vonsviknir að leik loknum. Kwame Quee fer framhjá varnarmanni ÍA. Atgangur í vítateigi ÍA en inn vildi boltinn ekki. Stefán Teitur Þórðarson á miklum spretti með boltann.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.