Skessuhorn


Skessuhorn - 04.10.2017, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 04.10.2017, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2017 21 Þeir Guðni Ágústsson og Jóhann- es Kristjánsson munu láta gamm- inn geysa með skemmtun sína; Eftirherman og orginalinn, í Bíó- höllinni á Akranesi laugardaginn 14. október nk. Þeir boða magnað skemmtikvöld með gamansögum og eftirhermum. Þeir félagar byrj- uðu að skemmta saman í fyrravor og komu þá fram á 18 skemmtun- um, flestum í Salnum í Kópavogi, Landnámssetrinu í Borgarnesi og á Suðurlandi. Nú hafa þeir tekið upp þráðinn að nýju og skemmta víða um land. Jóhannes eftirherma á 40 ára upptroðsluafmæli á þessu ári og segir Guðni Ágústsson það afar skemmtilegt og gefandi að koma fram með honum. „Það er mikið hlegið, mik- ið grín,“ segir Guðni og kveður sterkt að orði eins og landsmenn þekkja. „Það er gott fyrir alla að komast í gott leikhús og hlæja í tvo tíma, það hreinsar lungur og nærir andann. Við gerum góðlátlegt grín að mörgum, lífs og liðnum, marg- ir orginalar sem koma við sögu,“ segir Guðni. Sjálfur segist Guðni vera einn af þeim karakterum sem Spaugstof- an, Jóhannes eftirherma og fleiri grínarar tóku fyrir meðan hann var enn í pólitík. „Það var fyrir okkur stjórnmálamenn lífsnauðsynlegt að gert væri grín að okkur sem oft- ast. Það tryggði okkur einatt far- sæla endurkosningu, við vorum ekki auðgleymanlegir,“ segir hann. Guðni bætir við að þeir hyggi á ferðalag víðar um Vesturland á komandi vikum þótt tímasetning- ar liggi ekki fyrir. „Við ætlum m.a. að koma fram í Stykkishólmi og örugglega hjá vinum okkar sauð- fjárbændum í Dölum. Við fyll- um húsin,“ sagði Guðni sem lofar skotheldri skemmtun. mm Spéfuglar á fjalir Bíóhallarinnar Nýtt greiðslufyrirkomulag hefur verið tekið upp dósamóttöku í Öld- unni, iðjunni í Brákarey í Borgar- nesi. Í stað þess að fá grænu mið- ana getur fólk fengið greitt fyrir drykkjarumbúðir beint inn á kortið sitt. Eftir að búið er að telja flöskur og dósir fær fólk miða með strika- merki. Miðinn er svo skannaður inn í vél sem staðsett er í dósamót- tökunni og því næst rennir viðkom- andi kortinu sínu í gegn um vélina og þá er greitt beint inn á það. arg Nýtt greiðslufyrirkomulag í Öldunni dósamóttöku Pétur Helgi Pétursson, starfs- maður hjá Öldunni dósamót- töku í Borgarnesi, útskýrði fyrir blaðamanni hvernig nýja greiðsluvélin virkar. Lárus L Blöndal, forseti Íþróttasam- bands Íslands, var ásamt fríðu föru- neyti á ferðinni um Snæfellsnes í síðustu viku. Tilefnið var heimsókn til HSH þar sem starfsemi héraðs- sambandsins var skoðuð. Á mynd- inni er hópurinn í Sögumiðstöð- inni í Grundarfirði ásamt nýráðnum framkvæmdastjóra HSH, Laufeyju Helgu Árnadóttur, en þetta var jafn- framt hennar fyrsta embættisverk í nýju starfi. tfk ÍSÍ fólk á ferð um landið

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.