Skessuhorn


Skessuhorn - 04.10.2017, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 04.10.2017, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 20178 Atvinnuleysi er 2,5% LANDIÐ: Samkvæmt vinnu- markaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 200.800 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í ágúst 2017, sem jafngildir 83,1% at- vinnuþátttöku. Af þeim voru 195.800 starfandi og 5.000 án vinnu og í atvinnuleit. Hlut- fall starfandi af mannfjölda var 81% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 2,5%. Sam- anburður mælinga fyrir ágúst 2016 og 2017 sýna að atvinnu- þátttaka dróst saman um 2,3 prósentustig úr 85,3% í ágúst 2016. Fjöldi starfandi er nán- ast alveg sá sami í fjölda talið en hlutfall starfandi af mann- fjölda minnkaði um 1,9 stig. Atvinnulausir voru þó 800 færri en í ágúst 2016 þegar hlutfallið var 2,9%. Þeir sem standa utan vinnumarkaðar samkvæmt mælingunni eru 40.900 sem er um 6.300 fleiri en í ágúst 2016, en þá voru þeir 34.600. -mm Aflatölur fyrir Vesturland dagana 23. - 29. október Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: Engar landanir á tímabilinu. Arnarstapi: 1 bátur. Heildarlöndun: 14.665 kg. Mestur afli: Tryggvi Eðvarðs SH: 14.665 kg í þremur róðr- um. Grundarfjörður: 6 bátar. Heildarlöndun: 161.184 kg. Mestur afli: Hringur SH: 67.459 kg í einni löndun. Ólafsvík: 9 bátar. Heildarlöndun: 112.827 kg. Mestur afli: Ólafur Bjarnason SH: 21.503 kg í fjórum lönd- unum. Rif: 10 bátar. Heildarlöndun: 93.868 kg. Mestur afli: Saxhamar SH: 26.580 kg í þremur róðrum. Stykkishólmur: 5 bátar. Heildarlöndun: 83.266 kg. Mestur afli: Hannes Andr- ésson SH: 32.028 kg í fimm róðrum. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Hringur SH - GRU: 67.459 kg. 27. sept. 2. Helgi SH - GRU: 46.366 kg. 24. sept. 3. Grundfirðingur SH - GRU: 44.925. 28. sept. 4. Saxhamar SH - RIF: 16.452 kg. 24. sept. 5. Egill SH - ÓLA: 14.224 kg. 28. sept. -kgk Óskað eftir tilnefningum til menningar- verðlauna AKRANES: Menningar- verðlaun Akraneskaupstaðar 2017 verða afhent á menn- ingarhátíðinni Vökudögum sem haldin verður dagana 26. október til 5. nóvem- ber næstkomandi. Búið er að opna fyrir tilnefningar og verður hægt að tilnefna handhafa verðlaunanna á vef Akraneskaupstaðar til og með 15. október næstkom- andi. Mikilvægt er að til- nefningunni fylgi rökstuðn- ingur, að því er segir á vef Akraneskaupstaðar. Menn- ingarverðlaunin eru veitt ár- lega. Á síðasta ári komu þau í hlut Club 71, sem er fé- lagsskapur Akurnesinga sem fæddir eru á því herrans ári 1971. Club 71 stendur ár- lega fyrir brekkusöng á bæj- arhátíðinni Írskum dögum og Þorrablóti Skagamanna, en ágóðinn af blótinu renn- ur til íþrótta- og menning- arstarfs á Akranesi. -kgk Birtu sex mán- aða uppgjör sveitarsjóðs BORGARBYGGÐ: Á fundi byggðarráðs Borg- arbyggðar nýverið var lagt fram sex mánaða uppgjör fyrir rekstur, sjóðstreymi og efnahag sveitarfélags- ins. „Almennt má segja að rekstur Borgarbyggðar hafi verið heldur betri en áætl- að var í fjárhagsáætlun með þegar samþykktum viðauk- um. Tekjur samstæðunnar (A+B) eru 1.763 m.kr. eða um 17 m.kr. lægri en áætl- að var. Frávikið er fyrst og fremst vegna lægri tekna frá Jöfnunarsjóði sveitarfé- laga eða sem nemur nær 60 m.kr. Greidd laun og launa- tengd gjöld fyrst sex mánuði ársins eru nákvæmlega eins og gert var ráð fyrir í fjár- hagsáætlun eða rúmar 1.050 m.kr. Annar rekstrarkostn- aður er mun lægri en áætl- að var. Þannig er rekstrar- niðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnsliði jákvæð um 99 m.kr. í stað þess að áætl- að var að hún yrði neikvæð um 20 m.kr,“ segir í frétt um milliuppgjörið. Þá seg- ir að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnskostnaðar sé rekstrarniðurstaða fyrstu sex mánuði ársins neikvæð um 2,2 m.kr. í stað þess að hún var áætluð neikvæð um 81. m.kr. „Þessi munur milli fyrri og seinni hluta ársins kemur fyrst og fremst til vegna þess að greiðslur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga berast yfirleitt að meirihluta til á seinni hluta ársins.“ -mm Á samgönguþingi sem fram fór í Hveragerði í síðustu viku voru kynntar niðurstöður starfshóps um framkvæmdir á stofnvegum út frá höfuðborgarsvæðinu með tilliti til að framkvæmdirnar verði fjár- magnaðar með veggjöldum. Um er að ræða þann hluta Reykjanes- brautar sem ekki hefur þegar ver- ið tvöfaldaður, Suðurlandsveg það sem eftir á að tvöfalda austur fyr- ir Selfoss og Vesturlandsveg að Borgarfjarðarbrú. Jón Gunnarsson samgönguráðherra skipaði starfs- hópinn og fól honum að skoða leiðir til sérstakrar fjármögnunar í því skyni að flýta framkvæmdum við helstu stofnvegi til og frá höf- uðborgarsvæðinu. Í skýrslu starfshópsins hafa verkáfangar nú verið skilgreind- ir, sett er upp framkvæmdaáætl- un svo og tillögur um fjármögn- un, rekstrarfyrirkomulag og gjald- heimtu. Settar eru fram tölur um kostnað við umferðarslys á þessum leiðum, sem er um þrír milljarð- ar króna á ári, en megin tilgang- ur framkvæmdanna er að auka ör- yggi og greiða fyrir uppbyggingu samgöngumannvirkja. Talið er að kostnaður verði kringum 56 millj- arðar með virðisaukaskatti og er þá ekki tekið með í dæmið kostn- aður við Sundabraut. Þá er líkt og ráðherra lagði upp með þegar hann skipaði starfshópinn, lagt til að framkvæmdirnar verði að fullu fjármagnaðar með veggjöldum til tuttugu ára en að þeim tíma liðn- um falli innheimta niður. Gert er ráð fyrir að hægt verði að hefja framkvæmdir við hluta þessara leiða strax á næsta ári og að fram- kvæmdatíminn verði allt að átta ár. Innheimta veggjalda hefjist um svipað leyti og framkvæmdir hefj- ist. Starfshópurinn gerði ráð fyrir því að framkvæmdirnar yrðu utan samgönguáætlunar og fjármagn- aðar með lánum til allt að 20 ára. Þetta geri það að verkum að aukið svigrúm verði til annarra brýnna framkvæmda í samgöngubótum annarsstaðar á landinu. Þá er ekki gert ráð fyrir að innheimt verði veggjöld af umferð innan höfuð- borgarsvæðisins. Nú hafa tillögur starfshóps Jóns Gunnarssonar verið kynntar og kemur það í hlut stjórnmálamanna eftir kosningar í haust að ákveða hvort farið verður eftir tillögum starfshópsins, eða þær lagðar í skúffu. mm Kynntu tillögu um uppbyggingu stofnvega með innheimtu veggjalda Kaupfélag Skagfirðinga sendi í liðinni viku sauð- fjárbændum sem leggja inn hjá KS og SKVH bréf þar sem fram kemur að félagið muni greiða 13% viðbót- arálag á það verð sem gef- ið var út í upphafi slátur- tíðar. Í bréfinu fer Ágúst Andrésson forstöðumaður Kjötafurðastöðvar KS yfir sviðið og rekstrarhorfur fram undan. „Greitt verð- ur fyrir innlegg í septem- ber og október samkvæmt áður útgefinni verðskrá, en 13% viðbótarverð verð- ur greitt til sauðfjárbænda 20. nóvember nk. Þetta er meðal annars gert á grund- velli heldur betri rekstrar- horfa en lagt var upp með í sumar. Þar má nefna að gengi erlendra gjaldmiðla (evru) virðist ætla að verða heldur hagstæðara en á síð- ustu vertíð,“ skrifaði Ágúst en hann væntir þess að kostnaður af útflutningi dilkakjöts jafnist betur milli sláturleyfishafa en á síðasta framleiðslutímabili. Í ljósi þess að aðstoð ríkisvaldsins við sauðfjár- bændur er óljós vegna stjórnar- slita séu sauðfjárbændur í miklum vanda. Ágúst segir að stór hluti út- flutnings lambakjöts sé á hendi KS og sláturhússins á Hvamms- tanga. „Markaðsátakið sem skilaði 857 tonna útflutningi með ærnum kostnaði fyrir sláturleyfishafa, var að stærstum hluta borið uppi af sláturhúsunum á Sauðárkróki og Hvammstanga (2/3hlutar). Því er ljóst að KS og SKVH báru stærst- an hluta kostnaðar sláturleyfishafa af þessu útflutningsátaki.“ Heild- arútflutningur dilkakjöts á síð- asta verðlagsári var 2.693 tonn alls. Af því flutti KS út 1.018 tonn og Hvamms- tangi 620 tonn. Þessi tvö sláturhús voru því með yfir 60% heildarútflutnings dilkakjöts. Í bréfinu frá Kaupfélagi Skagfirðinga kemur fram að því miður séu ýmsir þættir enn neikvæðir og þar er nefnt lágt verð á gærum, útflutningur á hliðarafurð- um til Asíu og gengisskrán- ing krónunnar sem sé mjög óhagstæð í sögulegu sam- hengi. „Kaupfélag Skag- firðinga lýsir sig reiðu- búið til áframhaldandi góðs samstarfs við aðra slátur- leyfishafa, Félag sauðfjár- bænda og stjórnvöld um lausn þess mikla vanda er við er að fást. Öll vonum við að fyrr en síðar rætist úr og þetta séu tímabundnir erfiðleikar,“ segir Ágúst í bréfinu og segir jafnframt óhjákvæmilegt að draga úr framleiðslu og koma upp betra kerfi til að geta stjórnað framleiðslumagni í takt við horfur á mörkuðum hverju sinni. „Mik- ilvægt er að hið opinbera styðji áframhaldandi átaksverkefni í út- flutningi dilkakjöts. Það skilar mestum árangri við þessar aðstæð- ur.“ mm Kaupfélag Skagfirðinga hyggst greiða 13% viðbótarálag til sauðfjárbænda

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.