Skessuhorn


Skessuhorn - 04.10.2017, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 04.10.2017, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2017 23 „Veturinn leggst bara vel í mig,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, í samtali við Skessuhorn. Kvennalið Snæfells leikur í Dom- ino‘s deildinni á komandi vetri. Liðið var deildarmeistari á síðasta keppnis- tímabili og komst alla leið í úrslita- viðureignina um Íslandsmeistaratit- ilinn en varð að játa sig sigrað gegn Keflavík í fjórum leikjum. En lið Snæfells hefur tekið töluvert mikl- um breytingum frá því úrslitakeppn- inni lauk á vordögum. Skýrast breyt- ingarnar ekki síst af fjölgun mann- kynsins. Þær Gunnhildur Gunnars- dóttir fyrirliði, Bryndís Guðmunds- dóttir og Helga Hjördís Björgvins- dóttir eru til dæmis allar frá vegna barneigna. Þá hafði Alda Leif Jóns- dóttir ekki gefið út hvort hún ætl- aði að leggja skóna á hilluna þeg- ar Skessuhorn ræddi við Inga. „Við bíðum bara spennt eftir að sjá hvort Alda verður með og hvort stelpurnar sem eru í barneignaleyfi komi aftur til okkar. Við munum taka vel á móti þeim,“ segir Ingi. „En að þessu sinni munum við tefla fram gjörbreyttu liði frá síðasta ári. Því fylgir mikið tæki- færi fyrir ungar og efnilegar stelpur að stíga upp og sýna sig. Yngri flokka starfið er ljómandi fínt og það er að skila leikmönnum sem munu á næstu árum halda uppi merkjum Snæfells,“ bætir hann við. „Eins og staðan er núna fyrir mót þá veit maður hins vegar ekki alveg hvar við stöndum miðað við önnur lið. Mér sýnist lið- in í kringum okkur hafa styrkt sig á sama tíma og reynsluboltarnir okkar eru í leyfi,“ segir hann. Ætla í úrslitakeppnina Í sumar var greint frá því að Kristen McCarthy, sem varð Íslandsmeistari með Snæfelli veturinn 2014-2015, myndi snúa aftur í Hólminn og leika með liðinu í vetur. Ingi segir endur- komu Kristen vera mikinn feng fyrir Snæfell. „Það er gríðarlegur styrk- ur í henni, ekki bara inni á vellinum heldur í öllu. Hún er yndisleg, það er eina orðið sem hægt er að nota til að lýsa henni. Hún er góður leik- maður og góð persóna. Hún gerir rosalega mikið fyrir Snæfell,“ seg- ir Ingi. En þrátt fyrir breytingar á liðinu er stefna þjálfarans skýr hvað varðar komandi tímabil í Domino‘s deild- inni. „Markmiðið er að vera eitt af þeim liðum sem tekur þátt í úrslita- keppninni í vor. Við byrjum á því og sjáum hvort við náum ekki að standa undir því. Þegar komið er í úrslita- keppnina getur síðan allt gerst,“ segir Ingi. Fyrsti leikur Snæfells í Domino‘s deild kvenna fer fram í kvöld, mið- vikudaginn 4. október, þegar liðið mætir Keflavík í Stykkishólmi. Uppbygging framundan hjá körlunum Ingi þjálfar sömuleiðis karlalið Snæfells sem féll úr deild þeirra bestu eftir síðasta tímabil. Þjálf- arinn kveðst sjá fram á spenn- andi tímabil í 1. deild karla í vetur. „Það er spennandi vetur framund- an hjá karlaliðinu. Þetta verður í fyrsta skipti sem ég þjálfa lið í 1. deildinni og verður gaman að tak- ast á við það,“ segir hann. Karla- liðið hefur rétt eins og kvenna- liðið tekið nokkrum breytingum. „Það má eiginlega segja að strák- arnir séu enn yngri en í fyrra,“ segir Ingi léttur í bragði. „Árni Elmar Hrafnsson, Andrée Mic- helson og Snjólfur Björnsson eru farnir og ólíklegt er að Þorbergur Helgi Sæþórsson geti spilað með okkur í vetur vegna vinnu. Þetta verða því líklega fjórir leikmenn úr spilakjarnanum frá því í fyrra sem verða ekki með í ár,“ segir Ingi. Geir Elías Úlfur Sveinsson, sem gekk til liðs við Snæfell síðasta haust, mun leika áfram með liðinu og þá hefur Nökkvi Már Nökkva- son gengið til liðs við liðið. Báðir eru þeir ungir að árum, Geir er 21 árs og Nökkvi er 18 ára. „Reynsl- an í liðinu er ekki mikil. Strákarn- ir eru bara að fara að læra og læra í allan vetur. Hver einasti leikur verður lærdómur. Aftur á móti er bæði dugnaður og eljusemi til staðar í hópnum. Þegar það er með í farteskinu getur margt gott gerst,“ segir hann. Bandaríkja- maðurinn Christan Covile snýr aftur í Hólminn, en hann spil- aði með Snæfelli seinni hluta síð- asta tímabils. „Covile er fjölhæfur leikmaður sem getur leyst marg- ar stöður á vellinum. Við þurfum á svoleiðis leikmanni að halda,“ segir Ingi. Byggja upp til næsu ára Aðspurður segir Ingi markið ekki sett á að fara beint upp í úrvalsdeild aftur. „Við þurfum að sjá hvern- ig við stöndum miðað við önnur lið í deildinni. Eins og staðan er í dag held ég að það sé óraunhæft að ætla sér beint upp með lið- ið aftur. Það væri skynsamlegt að byggja upp góðan grunn til næstu tveggja, þriggja ára og reyna þá að fara upp. Hins vegar, ef við sjáum möguleika á því að fara upp eftir að tímabilið er hafið, þá að sjálf- sögðu gerum við það. Við erum til í allt, en með báða fætur á jörð- inni og meðvituð um að það þarf að styðja þessa efnilegu leikmenn í að taka næsta skref og verða að góðum leikmönnum. Þeir þurfa að fá sinn tíma og stuðning,“ seg- ir Ingi Þór Steinþórsson að end- ingu. kgk/ Ljósm. úr safni/ sá. Miklar breytingar á bæði kvenna- og karlaliði Snæfells Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari meistaraflokksliða Snæfells, er ófeiminn við að láta heyra í sér. Hér hefur hann átt eit- thvað vantalað við dómara í leik kvennaliðs Snæfells. Viktor Marinó Alexandersson er einn þeirra ungu og efnilegu leikmanna sem verða í eldlínunni með Snæfelli í vetur. Kristen McCarthy er mætt aftur í Hólminn. Hún varð Íslandsmeistari með Snæfelli veturinn 2014-2015 og var valin besti leikmaður deildarinnar. Hér gerir hún harða atlögu að körfu KR-inga þennan sama vetur. „Veturinn leggst mjög vel í mig. Ég er bjartsýnn að eðlisfari og held það sé bara spennandi vetur fram- undan,“ segir Jón Þór Þórðarson, þjálfari karlaliðs ÍA í körfuknatt- leik. ÍA leikur í 1. deild karla eins og undanfarin ár. Miðað við mörg önnur lið búa Skagamenn vel að því að leikmannahópurinn er að stærstum hluta hinn sami og ver- ið hefur. „Liðið okkar er meira og minna óbreytt frá síðustu árum. Ég geri ráð fyrir því að tefla fram okk- ar reynsluboltum með ungu strák- unum og þetta verður því svip- uð blanda og verið hefur,“ segir hann. Þjálfarinn hefur orð á því að reynsluboltarnir Fannar Helgason, Áskell Jónsson og Jón Orri Krist- jánsson verði allir með í vetur. Seg- ir hann það gríðarlegan styrk fyr- ir liðið. „Það munar um hvert ár sem við fáum að njóta krafta þeirra, bæði á vellinum og til að leiðbeina ungu strákunum,“ segir Jón Þór og bætir því við að þeir yngri hafi tek- ið framförum á liðnu sumri. „Mað- ur finnur það að þessir ungu menn hafa verið að bæta sig mikið frá sí- aðsta ári. Það tekur auðvitað tíma að verða betri en þetta er allt í rétta átt hjá þeim,“ segir hann. Samhliða framförum yngri leik- manna segir Jón Þór að opnist möguleiki á fjölbreyttari leikstíl liðsins. „Með eldri leikmennina á vellinum munum við ekki fara hratt yfir en leika traustan leik. Þegar hinir yngri koma inn á gætum við síðan leyft okkur að spila hraðar,“ segir hann. Bandaríkjamaðurinn Derek Shouse, sem lék með ÍA á síðasta tímabili, mun snúa aftur á Akranes og leika með liðinu í vetur. Jón Þór kveðst ánægður með endurkomu hans. „Það er flott að fá hann aft- ur, reynslunni ríkari frá því í fyrra. Við munum því ekki þurfa að verja miklum tíma í aðlögun eða neitt slíkt. Það er ákveðinn stöðugleiki í liðinu sem er mjög gott og skipt- ir miklu máli,“ segir Jón Þór. Að- spurður um markmið fyrir kom- andi vetur segir þjálfarinn sjálfgefið markmið að reyna að vinna hvern leik. „Það væri gaman að komast í úrslitakeppnina, þá getur allt gerst. Ég held að það sé alveg raunhæft. Ef allt smellur saman hjá okkur þá ættum við að geta tínt saman nógu mörg stig til að komast í úrslita- keppnina,“ segir hann. „Mig lang- ar síðan að hvetja sem flesta til að mæta á leiki, skapa stemningu og styðja við bakið á liðinu í vetur,“ segir Jón Þór Þórðarson að end- ingu. Fyrsti heimaleikur ÍA er einmitt gegn Hamri sunnudaginn 8. októ- ber kl. 19:15. kgk „Væri gaman að komast í úrslitakeppnina“ - segir Jón Þór Þórðarson, þjálfari karlaliðs ÍA í körfunni Reynsluboltinn Áskell Jónsson í leik með ÍA gegn FSu síðasta vetur. Ljósm. úr safni/ jho. Jón Þór Þórðarson fer yfir málin með sínum mönnum. Ljósm. ÍA.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.