Skessuhorn


Skessuhorn - 04.10.2017, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 04.10.2017, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 201720 Sauðfjárbændur á Íslandi horfa fram á mikla tekjuskerðingu í kjöl- far boðaðrar lækkunar afurðaverðs til bænda. Stjórnarslit ríkisstjórn- arinnar hafa síðan hleypt málinu í mikla óvissu sem er sauðfjárbænd- um erfið. Skessuhorn ræddi stöð- una við Davíð Sigurðsson í Mið- garði, formann Félags sauðfjár- bænda í Borgarfirði og Þóru Sif Kópsdóttur á Ystu-Görðum, for- mann Félags sauðfjárbænda á Snæfellsnesi. Þau eru sammála um að ástandið sé erfitt og kalla eft- ir aðgerðum til að taka á vandan- um, bæði til skamms tíma og langs. Vilja þau meðal annars fækka af- urðastöðvum vegna verðstríðs þeirra á innanlandsmarkaði sem bitnar á bændum. Stjórnarslit rík- isstjórnarinnar hefur síðan hleypt málinu í enn meiri óvissu. Áhyggjur af fjárhags- stöðu bænda „Menn eiga eftir að átta sig al- mennilega á þessu en ástandið er alvarlegt. Ég hef heyrt út undan mér að einhverjir séu að heltast úr lestinni, án þess að ég hafi fengið það staðfest. Ég hef grun um að all- nokkrir muni fækka verulega fé og jafnvel bregða búi og hætta,“ seg- ir Davíð Sigurðsson í samtali við Skessuhorn. Ekki leið langur tími frá því sláturleyfishafar höfðu boð- að stórlækkað afurðaverð til bænda og þar til ríkisstjórnin féll. Þar með skapaðist óvissuástand sem Dav- íð segir bændum erfitt. „Það er af- leitt að það sé ekki starfandi ríkis- stjórn í landinu. Ég sé því miður ekki fram á að neitt verði gert fyrr en á nýju ári. Ég vona bara að það verði ekki of seint, en ég er hrædd- ur um það,“ segir hann. „Mestar áhyggjur hef ég af fjárhagsstöðu bænda, að þeir nái ekki að standa við skuldbindingar sínar og lendi í greiðsluþroti. Við verðum bara að bíða og vona að menn nái að semja við sína lánadrottna,“ segir Davíð en bætir því við að þar sé ekkert í hendi. „Kaupfélag Skagfirðinga til- kynnti nú fyrir helgi að það ætlaði að hækka afurðaverðið um 13% frá því sem áður hafði verið gefið út. Gróflega reiknað þýðir það 27% lækkun frá því í fyrra í staðinn fyr- ir 35% lægra verð. En 27% er bara allt of mikil lækkun, við erum enn langt undir framleiðslukostnaði,“ segir hann. Kallar eftir sveiflujöfnun Spurður hvað hann telji til ráða telur Davíð að semja þurfi við stjórnvöld um einhvers konar sveiflujöfnun til að taka á tíma- bundnum framleiðsluvanda. Það sé hins vegar erfitt á meðan eng- in ríkisstjórn er starfandi í landinu. „Á meðan ástandið er svona slæmt þá þarf einfaldlega að leggja til auka fjármagn til stuðnings sauð- fjárbændum til að koma í veg fyr- ir mikla byggðaröskun. En fyrst og fremst þarf að koma á einhvers konar sveiflujöfnunartækjum til að hindra að staða sem þessi geti komið upp,“ segir hann og nefnir dæmi. „Bæði í Evrópu og Ameríku tíðkast það að ríki taka tímabund- ið á vandamálum með uppkaupum á birgðum. Stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda hefur lagt til að út- flutningsskylda verði sett á afurða- stöðvarnar. Þá yrðu þær að losa kjöt af innanlandsmarkaði með út- flutningi. Það myndi ekki kosta rík- ið neitt en gæti aftur á mótið kom- ið niður á afurðaverði til bænda þegar illa árar í útflutningi,“ segir Davíð og bætir því við að sú staða sé einmitt uppi nú. „Það er ekki síst vegna þess að gengið er okkur óhagstætt. Markaðir eru enn opnir en á afleitum verðum vegna stöðu gengisins, þó það hafi aðeins ver- ið að færast í rétta átt. Þá má einn- ig nefna lokun á Rússlandsmark- aði og síðan nýlegur fríverslunar- samningur við Kína, sem virðist aðeins virka í aðra áttina. Að lok- um má svo nefna lokun Noregs- markaðar. Norðmenn eru hættir að flytja inn íslenskt lambakjöt því þeir eru orðnir sjálfum sér nógir. Það var besti markaðurinn,“ segir hann. „Þannig að þetta eru ótrú- lega margir samverkandi þætt- ir sem allir koma upp nú á sama tíma,“ bætir hann við. Taprekstri velt yfir á bændur Davíð segir þó jákvætt að sala á innanlandsmarkaði sé góð. „Inn- anlandsmarkaður hefur tekið kipp og það hefur orðið aukning í sölu frá fyrra ári. Markaðssetning inn- anlands virðist hafa verið að skila sér í því að ferðamenn séu farn- ir að borða meira lambakjöt. Lið- ur í því markaðsátaki hefur verið samstarf við hótel og veitingahús. Það starf virðist hafa gengið vel og vonandi að það haldi áfram,“ seg- ir hann. „En það breytir því ekki að staða sauðfjárbænda í dag er engu að síður afleit og við köllum einfaldlega eftir því að stjórnvöld bregðist við,“ segir Davíð og bæt- ir því við að sláturleyfishafar þurfi að líta í eigin barm. „Að mínu viti þurfa sláturleyfishafar að huga að endurskipulagningu í sínum rekstri. Taprekstri þeirra virðist endalaust velt yfir á bændur,“ segir hann. „Það er deginum ljósara að það þarf að fækka afurðastöðvum þar sem innbyrðis verðstríð þeirra á innanlandsmarkaði bitnar ekki á neinum nema frumframleiðend- um, sem hefur svo þegar öllu er á botninn hvolft ekkert um málið að segja,“ segir Davíð Sigurðsson að endingu. Vandi afurðastöðvanna „Mín skoðun er sú að þetta sé vandi afurðastöðvanna. Rekstur- inn hjá þeim gengur illa og þær eru að velta vandanum yfir á bændur,“ segir Þóra Sif Kópsdóttir í sam- tali við Skessuhorn. „Við bændur stöndum bara á gati yfir stöðunni en ég sé ekki hvað ríkisvaldið á að gera til að bregðast við vandanum, af því ég tel hann liggja hjá afurða- stöðvunum,“ segir hún. Þóra minnist þess að strax síð- asta vor hafi fulltrúar afurða- stöðvanna farið að ræða að mikil verðskerðing yrði á afurðaverði til bænda í haust. „Þeir báru fyr- ir sig þætti eins og miklum birgð- um, lokun á mörkuðum og óhag- stæðu gengi krónunnar sem hefur auðvitað áhrif á útflutningsverð. Kaupfélag Skagfirðinga og Slátur- hús Kaupfélags Vestur-Húnvetn- inga á Hvammstanga eru náttúru- lega stærst í útflutningi og gengið hefur töluverð áhrif á þá. Burtséð frá því höfum við sauðfjárbænd- ur einkum horft á íslenska lamba- kjötsmarkaðinn og þar eru afurða- stöðvarnar einfaldlega ekkert að standa sig. Við sjáum vörurnar úti í búð og þær eru hreint ekki allt- af lystugar. Sauðfjárbændur hafa lengi reynt að koma þeim í skiln- ing um að þetta sé ekki sú vara sem við viljum selja, en þar hef- ur okkur orðið lítt ágengt,“ segir Þóra og er ómyrk í máli. „Ég man að á fundi í vor boðaði einn af for- stjórum stóru afurðarstöðvanna 20% sölusamdrátt á lambakjöti á næstu árum án þess að hafa hug- mynd um hver staðan yrði núna í haust. Ef þetta er framtíðarsýnin hjá forstjóra eins stærsta söluaðila íslensks lambakjöts, að hann sjái ekki sölutækifærin sem hann hef- ur með þessa frábæru vöru í hönd- unum, þá held ég að hann sé út- brunninn í starfi,“ segir Þóra og er ekkert að skafa utan af því. Costco kemur inn með nýjar áherslur „Við sauðfjárbændum sjáum möguleika enda vitum við að var- an er góð og það gerir Markaðs- ráð kindakjöts líka, sem er að gera marga spennandi hluti í markaðs- málum. En þegar forstjóri einnar stærstu afurðastöðvarinnar deil- ir ekki þeirri sýn með sauðfjár- bændum þá vinnur hann ekki með okkur,“ segir Þóra og veltir því fyrir sér hvort þessum fyrirtækj- um sé einfaldlega í hag að bænd- ur fækki fé sínu. „Sum þessara fyrirtækja standa líka í kjötfram- leiðslu, til dæmis á kjúklingakjöti. Kannski hentar það þeim betur að við fækkum um 20%, þá þurfa þau minna að hafa fyrir því að selja, án þess að ég hafi neitt fyrir mér í því máli. En bændur velta þessu fyrir sér og hvort sé verið að leika ein- hvern pólitískan leik,“ segir Þóra. Þrátt fyrir boðaðan sölusam- drátt hefur Þóra orð á því að sala á lambakjöti innanlands hafi auk- ist töluvert. „Þar tel ég að Costco spili stóra rullu. Þeir komu ein- faldlega með nýja framsetningu og bjóða mjög lystuga vöru. Þegar maður sér kjötið með þeirra skurði þá langar mann að kaupa það. Enn fremur selja þeir kjötið ófrosið svo hægt er að elda það þegar komið er heim, það er það sem neytand- inn vill. Við sauðfjárbændur erum búin að tala um einmitt þetta á hverjum einasta fundi í mörg ár en aldrei hefur verið hlustað á okk- ur,“ segir hún. Afurðastöðvar undir- bjóða hvora aðra Aðpurð hvað hún telji til ráða til að bæta stöðu sauðfjárbænda til fram- tíðar nefnir Þóra Sif að kannski væri vænlegast að hafa bara eina af- urðastöð í landinu. „Ég bara spyr? Er það kannski besta leiðin til að bregðast við þessu? Við erum búin að horfa á sláturleyfishafana undir- bjóða hvern annan ár eftir ár, eyði- leggja markaðinn fyrir sjálfum sér og lækka þar með afurðaverð til bænda. Þeir virðast einfaldlega ekki kunna að reka fyrirtæki og ég á hreinlega ekki orð yfir þessum að- ferðum þeirra. Ég væri löngu far- in á hausinn með mitt fyrirtæki ef ég myndi reka það eins og þeir reka afurðastöðvarnar,“ segir hún. „Þó það hafi verið þrengingar hjá þeim í haust, þá hefði afurðaverðslækkun til bænda átt að vera þeirra síðasta úrræði. Við þurfum hærra verð fyr- ir afurðirnar en það sem okkur er boðið núna. Lækkun á afurðaverði til bænda þýðir að varan hlýtur að lækka í verði til verslana. Þar af leiðandi fá afurðarstöðvarnar lægra verð og mun það bara auka vanda afurðarstöðvana enn frekar. Það sér hver heilvita maður að þetta er ekki nein leið til að reka fyrirtæki,“ seg- ir Þóra. „Ekkert annað í boði en að þrauka“ Aðspurð kveðst Þóra Sif ekki hafa orðið vör við að bændur á Snæfells- nesi hafi ætlað að bregða búi vegna lækkunar á afurðaverði. Þeir ætli að þreyja þorrann, freista þess að semja um sín lán og sínar skuldbindingar. „Það er ekkert annað í boði en að þrauka,“ segir Þóra. „Maður heyrði af einhverjum sem ætluðu að grípa tækifærið og semja við Þorgerði Katrínu. En mér fannst það arfa- vitlaus leið sem hún boðaði, algjör eyðibýlastefna, því bændum má ekkert fækka,“ segir hún og bæt- ir því við að í lok nýgerðs búvöru- samnings þá verði komið eðlilegra stuðningskerfi. „Þetta gamla kerfi, sem núna er búið að leggja niður, þar sem hægt var að versla með rík- isstuðninginn, var alveg arfavitlaust og eitt af stóru vandamálum í dag hjá ungu bændunum því þeir hafa þurft að setja sig í stór skuldir til að kaupa ríkisstuðning. Svoleiðis kerfi er bara ekki í lagi. Kerfið þarf að vera sanngjarnt og eðlilegt þannig að allir standi jöfnum fótum. Rík- isstuðningur á að vera til að styðja alla sem stunda sauðfjárbúskap,“ segir hún. „En eins og staðan er í dag, með enga ríkisstjórn, þá erum við í óvissu. Það er bara bið fram- undan og enginn veit hvað verður,“ segir Þóra Sif Kópsdóttir að end- ingu. kgk/ Ljósm. úr safni. Rætt við formenn FSB og FSS um stöðu sauðfjárbænda: „Taprekstri afurðastöðva velt yfir á bændur“ Sala lambakjöts á innanlandsmarkaði hefur aukist á árinu, meðal annars vegna markaðssetningar beint til ferðamanna. Þóra Sif segir skurðinn á kjötinu og framsetninguna mun betri en verið hefur og segir Costco spila stóra rullu í þeirri breytingu. Forystukind á leið í Ljárskógarrétt í Dölum nú í haust. Kindur í Þverárrétt í Borgarfirði í haust. Davíð Sigurðsson, formaður Félags sauðfjárbænda í Borgarfirði. Auk bústarfanna í Miðgarði rekur hann Bifreiðaþjónustu Harðar í Borgarnesi. Þóra Sif Kópsdóttir á Ystu-Görðum, formaður Félags sauðfjárbænda á Snæfellsnesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.