Skessuhorn


Skessuhorn - 04.10.2017, Side 12

Skessuhorn - 04.10.2017, Side 12
MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 201712 Sumarið í sumar mun seint verða kallað metsumar í laxveiðinni. En víðast fengu menn í soðið og það er fyrir mestu. Smálaxinn hefði mátt láta sjá sig meira en raun bar vitni. Í tilefni þess að veiðum er nú lokið tökum við hér saman lokatölur úr veiðiánum á Vesturlandi eftir sum- arið. „Við erum hress hérna með veiði í Hvolsá og Staðarhólsá í sumar, en árnar gáfu 245 laxa og mikið af sil- ungi. Stærsti laxinn veiddist undir lokin; 16 punda fiskur,“ sagði Þór- arinn Birgir Þórarinsson formað- ur veiðifélagsins á Hvítadal þegar við spurðum um lokatölur af svæð- inu. „Það voru bændadagar núna síðustu dagana og veiðin gekk vel, margir fengu vel í soðið,“ sagði Þórarinn Birgir ennfremur. „Við fengum fína veiði í Búðar- dalsá fyrr í sumar og sáum þónokk- uð af fiski,“ sagði Karl Óskarsson um Búðardalsá, en hún endaði í 255 löxum þetta sumarið. „Hollið endaði í tíu löxum, við vorum við veiðar nú í september,“ sagði Sæmundur Kristjánsson sem renndi fyrir fisk í Krossá, en loka- tölur í henni voru 116 laxar. „Laxá í Dölum endaði í 861 laxi og það er fiskur víða í henni,“ sagði Júlíus Jónsson og bætti við: „Það er gaman að enda sumarið eins og Íris Kristinsdóttir gerði í Kristnapolli. En þar veiddi hún fyrsta flugulax- inn sinn og hann var 21 pund.“ Haukadalsá endaði í kringum 500 laxa sem er minni veiði en í fyrra, líkt og Laxá í Dölum með tölur. Margir fengu samt flotta veiði í báðum ánum og væna fiska. „Það er kringum 210 laxar og eitthvað af bleikju,“ sagði Finn- bogi Harðasson á Sauðafelli, þegar við spurðum um lokatölur í Miðá í Dölum. Lokatölur í Hörðudalsá í Döl- um eru 44 laxar og eitthvað af sil- ungi, en silungnum er greinilega að fækka víða á svæðinu. Straumfjarðará endaði í 352 löx- um sem er allt í lagi veiði. „Við vorum undir það síðasta við veið- ar. Það er alltaf gaman að veiða þarna, fiskur víða um ána,“ sagði Alfreð Jóhannsson, sem oft hefur í Straumfjarðará og veitt með góð- um árangri. „Lokatölur eru 1167 laxar sem er gott bara,“ sagði Ein- ar Sigfússon. Norðurá í Borgarfirði gaf 1719 laxa, en Einar sér jafn- framt um söluna þar. Lokatölur úr Hítará voru 494 laxar, minni veiði en í fyrra. Erfitt er að henda reiður á veiðitölur úr Álftá á Mýrum, ekki hefur mikið verið veitt í henni eftir að Doppler leigði ána og veiðir þar mest einn með konunni. Eitthvað fór að togast upp úr Urriðaá á Mýrum þegar rigna tók og nokkrir laxar og silungar veidd- ust í henni. Áin er sem fyrr verulega háð vatnabúskapnum. „Við voru að hætta og lokatalan í Langá á Mýrum er 1701 lax,“ sagði Jogvan Hansen sem var með veiði- bókina í hendinni þegar við rædd- um við hann. „Þetta er fínt veiði- ár í Langá,“ bætti hann við. Jogvan veiddi nokkuð í Langá í sumar eins og oft áður. „Þverá í Borgarfirði endaði í 2060 löxum,“ sagði Aðalsteinn Pét- ursson sem var að leiðsegja mikið við ána í sumar. „Sem er bara fín veiði,“ bætti hann við. „Við fengum ágæta veiði í Gljúf- urá en höfum aldrei veitt þarna áður,“ sagði Ingi Stefán Ólafsson, en hann veiddi í Gljúfurá í sumar en áin endaði í 294 löxum og eitt- hvað af silungi kom einnig á land. Straumarnir í Borgarfirði end- uðu í 277 löxum og töluverðu að silungi. Brennan gaf 289 laxa í sum- ar og mikið af silungi einnig. Norðlingafljótið endaði í 990 löxum sem verður að teljast býsna gott. Við fréttum af veiðimönnum þar efra sem veiddu á tveimur dög- um á annan tug laxa í fljótinu. „Það var ekki mikið af fiski þeg- ar við voru þarna, en fengum þrátt fyrir það nokkra, flott veiðiá,“ sagði Gunnar Gunnarsson sem var í Flókadalsá í Borgarfirði fyrr í sum- ar. Flókadalsá endaði í 423 löxum sem er aðeins betri veiði en í fyrra- sumar. „Við vorum að veiða undir lokin og fengum fimm laxa. Lokatölur úr ánni eru 235 laxar, helmingi meira en í fyrra,“ sagði veiðimaður sem var í Reykjadalsá í Borgarfirði. Sú á stóð sig vel í sumar. Veiðin í Grímsá var miklu betri í sumar en fyrir ári og lokatölur urðu 1290 laxar. „Þetta var flott sumar í Grímsá,“ sagði Jón Þór Júlíusson þegar við spurðum um lokatölurn- ar. „Áin endaði í 624 löxum, sem er allt í lagi. Það var töluvert af fiski í henni,“ sagði Ólafur Johnson er við spurðum Laxá í Leirársveit og lokastöðuna þar. Þetta veiðisumar er búið og nú taka veiðimenn að undirbúa sig fyrir það næsta. Kannski er stærsta spurningin hvort smálaxinn skili sér betur þá, en hann gerði í sumar. Við sjáum til. gb Skrýtið veiðisumar en samt gott í nokkrum ám Gylfi Sigurðsson þakkar fyrir sig á bökkum Norðurár í Borgarfirði. Hann hóf veiðisumarið að þessu sinni. Vígalegir veiðimenn við Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum. Jógvan Hansen á veiðislóðum við Langá á Mýrum. Veiðiklóin Selma Björk með flotta fiska á Arnarvatnsheiði, en þar var vel haldinn og fínn silungur að fást í sumar. Margir telja sumarið í röðum bestu veiðitímabila þar um slóðir. Tvö einkar glæsileg veiðihús voru tekin í notkun í Borgarfirði í upphafi veiðitímabilsins í sumar. Viðbygging við veiðihúsið við Helgavatn þar sem veiðimenn í Þverá njóta aðstöðunnar og viðbygging við veiðihúsið á Rjúpnaási við Norðurá þar sem aðbúnaður er engu síðri. Af palli við það hús er þetta útsýni upp með ánni þar sem Laxfoss blasir við.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.