Skessuhorn - 04.10.2017, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2017 27
Krossgáta Skessuhorns
Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Auk þess birtum við lausn
á krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á
netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Athugið
að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa
aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut
56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið
verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá
Skessuhorni.
Alls bárust 124 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síðustu viku. Lausnin
var: „Fórnfýsi.“ Vinningshafi er Inga S Ingvarsdóttir, Kveldúlfsgötu 8, 310
Borgarnesi.
Kon-
ungur
Skor
Æsa
Ólund
Taut
Leikni
Tæp
Frú
Tónn
Masa
Verma
Fitna
Sjá
Ögn
Óhóf
Vals
Laðaði
Óttast
Flani
Tepran
Tamn-
ing
Feitin
7
Eldur
Alúð
4
Planta
Batnar
Frá
Þras
Lóð
Endaði
Sýl
Íþr. Fél.
Eink.st.
Deila
Korn
Öruggt
Dæld
2
Spor
Áhald
Hagur
Skraut
Bikkja
Hvoll
Tunnu
Spurn
Umbun
Reipi
Vissa
Nögl
6 Tuska
Samtök
Illlæri
Torfa
Fugl
Tölur
Tónn
Tákn
Getur
Ennþá
Kúgun
Hár
Kassi
Slit
Gætna
Spann
Sprotar
Fugl
Sið-
urinn
Skjól
Tíndi
Ofn
Batdagi
Elska
Þefa
Hlífa
Bein
Röð
Kopar
Dýpi
5
Samhlj.
Eggjar
Kona
Svertir
Snúin
Getur
Lang-
amma
8 Garp
Nafn-
laus
Bætti
við
Skaði
Æsandi
Tölur
3
Skel
Vitund
Kjarr
1
Ávöxtur
eikar-
trés
Massi
Gæði
G J A F M I L D I B Á S F Á
Ó Á R A L L U R Ú R V A L
Ð G N Ý R N J Ö R V A Ð I
B U G T Ó D Ó L J Á Ð I T
E L R Ó A R S L Ó K U R L
R I T F Æ R A I Ð U R R Ó A
K U R R O T A M Ó Ð I R
G A N A S K U R Ó S K N Ú
E D U L S T Á T U M S
F L U S Ó L L A R A N
A U R Þ E I M E N N Æ R
N M Ö R N S I G R A Ð I
A D A M L Ó D Ý T Æ R I N
E I R A T A F L I N N I R D
N A T N I Ó N A N E I
H Ö R K U L N A A N N Á L
Ö N N A R E N N L Á L L
N D D U G L E G T R A L L
F Ó R N F Ý S I
L
A
U
S
N
Ú
R
S
ÍÐ
A
S
T
A
B
L
A
Ð
I
Laugardaginn 25. nóvember næst-
komandi hefur verið ákveðið að
halda tvímenningsmót í bridds til
minningar um Þorstein Péturs-
son frá Hömrum í Reykholtsdal,
sem lést síðastliðið sumar 86 ára að
aldri. Þorsteinn hafði mikla unun
af spilamennsku. Aðallega spil-
aði hann lomber og bridds og varð
m.a. Íslandsmeistari í tvímenningi
eldri spilara árið 1994. Hann starf-
aði talsvert að félagsmálum og var
m.a. formaður Bridgefélags Borg-
arfjarðar. Hann ásamt fleirum beitti
sér fyrir að bridds yrði kennt í hér-
aðinu, börnum sem fullorðnum, og
átti drjúgan þátt í að Bridgefélag
Borgarfjarðar var og er eitt fjöl-
mennasta briddsfélag landsins.
Nú vinna félagar og aðstandend-
ur Þorsteins að undirbúningi fyrsta
minningarmótsins, meðal annars
söfnun stuðningsaðila. Boðið er til
þátttöku spilurum af Vesturlandi
sem og víðar af landinu. Gert er ráð
fyrir að mótið verði tvímennings-
keppni, standi yfir mestallan daginn
og keppt verði um fjölda verðlauna.
Farandbikar verður veittur sigur-
vegurum til varðveislu í ár. Allur
ágóði af mótinu mun renna óskipt-
ur til Bridgefélags Borgarfjarðar til
kynningar og fræðslu um bridds.
mm
Briddsfólk heldur
minningarmót um
Þorstein Pétursson
Súkkulaði vita allir hvað er en
færri vita hvert frameiðsluferlið
er og hvað það er sem einkenn-
ir gæða súkkulaði. Næstu tveir
pistlar verða helgaðir súkkul-
aðinu.
Kakótré, er á latnesku Theo-
broma Cacao, sem aftur útleggst
sem fæða guðanna. Það er rækt-
að í hitabeltinu. Sú staðsetning
er stundum kölluð „Cocoa Belt.“
Kakótréð þarf rakt loftslag, frjó-
saman jarðveg og úrkomu. Það
vex í skógarbotni og þrífst best
í skugga annarra trjáa. Fræbelg-
ur kakótrésins getur orðið 15-30
cm langur og 8-10 cm breiður og
breytist frá gulu í appelsínugult
þegar hann þroskast. Þeir inni-
halda að öllu jöfnu 20-40 fræ eða
kakóbaunir. Fjöldi fræa eða kakó-
bauna fer eftir tegund trjáa.
Kakótré eru ræktuð í mörg-
um löndum, en í dag eru leið-
andi ræktunarsvæði Ivory Coast,
Ghana, Indónesía, Nígería, Bras-
ilía, Kamerún, Ekvador, Dómin-
íska lýðveldið og Papúa í Nýju-Gí-
neu. Í stórum dráttum má skipta
kakótrjám upp í fjórar tegundir.
Criollo tré eiga upprunna sinn í
Mexíkó og Mið-Ameríku en í dag
eru þau aðallega ræktuð í Suð-
ur- og Mið-Ameríku. Þessi tré
gefa af sér fáar kakóbaunir, en
mikil gæði. Ýmis afbrigði af Cri-
ollo trjám eru ræktuð. Í Vene-
súela eru vel þekkt afbrigði sem
heita Chuao, Porcelana, Puerto
Cabello og Carupano. Criollo
baunir er fágætar og því dýrar.
Forastero tré eru mikið rækt-
uð í Afríku, en einnig í Mið- og
Suður-Ameríku og jafngildir það
um 80% af kakóbaunum heims-
ins. Þessi tré vaxa hratt og gefa af
sér fleiri ávexti en aðrar tegundir
kakó trjáa.
Trinitario tré eru mitt á milli For-
astero og Criollo, þau eru aðal-
lega ræktuð í Mið- og Suður-
Ameríku og Asíu. Kakóbaunirnar
hafa ilm sinn frá Criollo og mót-
stöðuafl gegn sjúkdómum og
framleiðni frá Forastero.
Nacional tré eru að mestu ræktuð
í Suður-Ameríku vestan Andes.
Þau eru viðkvæm fyrir sjúkdóm-
um og eiga erfitt uppvaxtar, en
kakóbaunirnar hafa framúrskar-
andi ilm.
Fyrsta stig meðhöndlunar kakó-
bauna í átt að súkkulaði er gerjun.
Við gerjun umbreytist bragð ka-
kóbaunarinnar og tengsl við kakó/
súkkulaði myndast. Án gerjun-
ar verður ekki kakó- eða súkkulaði
bragð. Framkvæmd gerjunarinnar
er einföld í sjálfum sér. Kakó ávext-
irnir eru opnaðir, aldinkjötið og fræ-
in tekin úr hýðinu. Þetta er ann-
að hvort gert með handafli eða í
stórum verksmiðjum með vélarafli.
Kakó baunirnar eru síðan settar á
sértilgerðar trégrindur eða í körfur.
Banana lauf eru sett á milli laga og
að lokum ofan á til að gera gerjunina
sem besta. Lengd gerjunar veltur á
ýmsu og er allt frá 2 til 7 daga. Lengd
gerjunar hefur einnig áhrif á ilm, því
lengri gerjun, því þróaðri ilmur. Þeg-
ar gerjun
kakóbaun-
arinnar er lok-
ið þá er næsta skref a ð
þurrka baunirnar. Á litlum
plantekrum eru baunirnar sól-
þurrkaðar, baununum er dreift
á tréílát með þar til gerðum
áhöldum. Í Mið-Ameríku eru
baunirnar þurrkaðar á tréflek-
um sem hægt er renna und-
ir þökin ef það byrjar að rigna.
Sólþurrkunin tekur 1-2 vikur,
og á þeim tíma breytist lita-
dýrð baunanna frá rauðbrún-
um í dökkbrúnan lit. Á stærri
vinnslustöðvum er rafmagns-
þurrkun notuð. Að þurrkun
lokinni eru baunirnar settar í
svokallaða fægingar vél sem
hreinsar leyfar af hýðinu og
„slípar“ fallegri áferð á baun-
irnar. Því næst er baununum
pakkað í sekki fyrir innanlands-
markað og/eða til útflutnings.
Síðasta vinnslustig kakó-
baunanna er ristun. Hlutverk
ristunar er margþætt. Hitinn
losar skelina frá bauninni, drep-
ur bakteríur og aðrar örverur en
síðast en ekki síst þá stjórnast
bragðgæði af ristuninni svo og
liturinn á kakóinu. Hægt er að
nota margar aðferðir til að rista
og má þar helst nefna ristun í
ofni og svo með heitu lofti. Eft-
ir ristun eru skeljar baunanna
fjarlægðar með blæstri, þá fyrst
eru baunirnar tilbúnar til fram-
leiðslu á kakódufti og kakósm-
jöri sem eru aðal hráefnin í
gæða súkkulaðiframleiðslu.
Súkkulaði fæða guðanna
Heilsuhorn Kaju