Skessuhorn


Skessuhorn - 04.10.2017, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 04.10.2017, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2017 17 þetta var. Var mikið hjá ömmu og afa á Litlu-Brekku. Fyrir dreng- ina var þetta öðruvísi og erfiðara. Börn ímynda sér allt mögulegt og krabbamein er í eðli sínu ljótt orð. Þau halda jafnvel að krabba- mein þýði dauði. Við erum heppin með vinafjölskyldur og kennarar héldu bekkjarfundi til að auðvelda drengjunum að ræða og melta mál- in. Ég er hins vegar óendanlega heppin að eiga góðan og skilnings- ríkan eiginmann, ótrúlega frábæra foreldra og tengdaforeldra og alla hina, sem hafa hjálpað mér og ekki síður börnunum að komast í gegnum þetta. Saman var því alltaf hægt að útskýra hlutina fyrir börn- unum og öllum okkur nákomnum og létta þeim lífið. Hafa allt uppi á borðum.“ Að skrifa hafði margvísleg jákvæð áhrif Á meðan Anna Dröfn gekk í gegn- um meðferðina hélt hún úti skrif- um í lokuðum en stórum hópi vina og fjölskyldu á Facebook. Hópurinn heitir „Föruneyti hringsins“ og þar mátti bæta í hópinn öllum þeim sem vildu. Hópurinn nýttist mér til að vinna úr þessu og öðrum til að vinna úr sinni upplifun ásamt því að fylgj- ast með. Við eigum bæði stórar fjöl- skyldur og marga vini og kunningja. Einnig búum við í litlu samfélagi þar sem fólki er ekki sama um náungann. „Um tíma var ég alveg undir,“ játar Anna Dröfn hreinskilningslega þeg- ar hún er beðin að lýsa líðan sinni meðan á sjúkdómsmeðferðinni stóð. „Maður verður eins lítill og hugsast getur. Ekki einvörðungu að manni sé kippt út, heldur þurfti ég að vera í einangrun frá öðru fólki. Þannig er maður félagslega útilokaður frá fjöl- skyldu, vinum, vinnu og bara öllu. Þegar svona gerist hjá fólki hef- ur það tilhneygingu til að vilja bara vera heima og margir eiga mjög erf- itt með að komast aftur út í lífið að nýju, endurræsa sig aftur, þótt bata sé náð. En Föruneytið mitt hjálp- aði mér gríðarlega mikið á margan hátt. Það til dæmis sló á sögusagn- ir og leiðrétti hlutina. Þannig hjálp- aði upplýsingagjöf í gegnum skrifin fólkinu mínu að hjálpa bæði mér og öðrum. Allir fengu réttar upplýsing- ar og allt var uppi á borðum. Fólk hringdi nefnilega ekki í mig, heldur í mömmu, tengdamömmu, Hjörleif og aðra mér nákomna. Maður dett- ur ekki endilega sjálfur út við svona aðstæður. Ég hef stundum lýst því að þetta væri eins og að keyra bíl í vondu veðri. Maður hefur miklu betri stjórn á bílnum ef maður er sjálfur undir stýri.“ Heilan bala af lyfrapylsu Hún segir að þegar heim var kom- ið milli meðferða hafi eiginmað- urinn og synir hennar gegnt stóru hlutverki. „Þegar strákarnir mínir komu heim úr skólanum og Hjör- leifur úr vinnu gat ég farið í göngu- túra, en það mátti ég ekki gera ein og því fylgdu þeir mér. Áhrif lyfjanna voru svo margslungin og slæm að ég mátti ekkert reyna á mig, hvað þá vera ein úti í nátt- úrunni. Líkaminn er í raun í mara- þoni þó svo ég sitji alveg kyrr. Þetta blóðflöguleysi er mjög hættulegt, en lyfjagjöfin gerði það að verkum að blóðið náði sér ekki milli með- ferða. „Þetta var allt drepið nið- ur, maður lifandi,“ segir hún. „Ég átti marga slæma daga heima, það þekkir fólkið mitt og sérstaklega Hjörleifur minn. Það voru frum- ur og beinmergur að eyðast upp og allt að gerast inni í frumunum. Eig- inlega var maður við það að týnast inni í kjarna vanlíðunar. Það hefur verið sagt að þeir sem fari í gegnum erfiða lyfjameðferð við krabbameini eldist um sem nemur tíu árum fyr- ir hverjar 12 vikur í meðferð. Sam- kvæmt því ætti ég að hafa elst um 20 ár og vera 55 ára en ekki 35. Mér hefur liðið svona, en er ekki frá því að nú sé ég aftur farin að yngjast! Eftir að batinn hófst hef ég þurft að byggja mig upp hægt og sígandi bæði líkamlega en ekki síður and- lega. Smám saman fer svo orkan að koma og viljinn að láta á sér kræla. Það er ótrúlega góð tilfinning þeg- ar lífsviljinn kviknar af krafti, ef svo má að orði komast. Loksins langar mann aftur að gera hluti og fá hug- myndir til að framkvæma. Núna er ég því öll að koma til, tveir mán- uðir liðnir frá því síðustu meðferð lauk og meira að segja í gærmorgun gat ég gert slátur, heilan bala af lifr- apylsu! Slíkt hefði verið gjörsam- lega útilokað hvenær sem var síð- ustu tvö árin,“ segir Anna Dröfn og hálfpartinn brosir að sjálfri sér yfir ákafanum að komast aftur í gang eftir að hafa verið kippt út úr allri rútínu. Hárleysi alls ekki það versta Eðli málsins samkvæmt fylgir sum- um lyfjameðferðum að sjúklingur- inn missir hárið. Hvernig lífsreynsla var það? „Iss, það var alls ekki það versta. Ég er ung kona og gæti allt- eins sem hippi hafa verið að klippa hárið af því mér og sýnast töffari! Það sjokkeraði því aðra meira en sjálfa mig þegar hárið fauk. Krakk- arnir struku reyndar eftir kollinum á mér og fannst þetta dáldið skrítið. Læknarnir höfðu varað mig við að hárið færi að detta af á 17. degi. Það stóðst upp á dag. En ég varð döpur og leið þegar augnhárin fóru líka. Ég var búin að lifa í voninni um að þau færu ekki, talaði meðal annars fal- lega til þeirra og strauk þeim vina- lega í þeirri von að þau færu nú ekki að kveðja mig, en auðvitað duttu þau líka. Þetta var jú sterkasti lyfja- skammturinn sem fólki með þessa greiningu er gefinn og því útilokað annað en þannig færi. Ég var hins vegar svo heppin að það voru farin að vaxa ný augnhár eiginlega strax og þeirri meðferð lauk. Á svipuð- um tíma var Pallaball í Borgarnesi. Blóðið var í lagi þá þannig að Föru- neytið fór vitaskuld á ball. Ég mætti með Rod Steward hárkollu og dans- aði þar til frumurnar gátu ekki meir. Vinkonur mínar mættu líka með sínar hárkollur mér til stuðnings í öllum regnbogans litum. En tíma- bundið hárleysi er náttúrlega það minnsta, bara eitt af því sem fylgir svona meðferð. Þegar beinmergur- inn þynnist og frumurnar drepast verður maður svo dapur. Oftast kom yfir mig svona fimmtadagsbugun eftir lyfin. En Hjörleifur minn kom mér alltaf aftur upp og fram og út í göngu. Yfirmatráður og dýralækn- ir heimilisins sá um að sprauta mig ef þurfti, styðja mig stuttu skrefin og halda uppi öllu daglegu lífi á meðan. Blessunarlega var að koma vor og sumar með hækkandi sól. Þegar ég kvaddi deildina mína uppi á Land- spítala varð mér hins vegar litið yfir hópinn og gat ekki annað en fund- ið til með konunum sem voru þarna að hefja sína baráttu. Það var auðvelt fyrir mig að setja mig í spor þeirra. Deildin er náttúrlega alltaf full af veiku fólki. Þarna eru fimm sjúkra- stofur á sama ganginum og alltaf einhverjir nýir að greinast og hefja meðferð. Nýtt fólk í stólunum dag eftir dag. Mér er stundum hugsað til þeirra sem ég kynntist þar.“ Má auka eftirfylgnina Í baksýnisspeglinum finnst Önnu Dröfn heilbrigðiskerfið hafa í flestu staðið sig vel í hennar sjúkdómssögu og meðferð. „Það er yndislegt fólk að vinna á sjúkrastofnunum okk- ar, en vissulega er heilbrigðiskerf- ið laskað eftir mikinn sparnað síðari ára. Eftirlitiskerfið sem ég og aðrir í mínum sporum þurfum er kannski helst laskað. Auðvitað þurfa sjúk- lingar sem gengið hafa í gegnum svona lagað að fá góða eftirfylgni, en fólki er einhvern veginn hent út úr kerfinu. Ég hefði viljað getað far- ið í rannsóknir eftir ár en það er ekki í boði. Þú færð einhverja meðferð en ert svo sendur heim. Auðvitað er alltaf best að vera heima, en ég held að þessi eftirfylgni sé kannski stærsta brotalömin í kerfinu.“ Með núll í hvítum blóðkornum Eins og Anna Dröfn nefndi hér að framan lítur hún lífið öðrum augum eftir þessa hörðu reynslu. „Ákveðn- ir smámunir skipta mig ekki lengur máli. Maður hefur ekki tíma í eitt- hvað sem í raun skiptir engu. Það eru innan við tvö ár síðan ég var svo ótrúlega „heppin“ að finna þennan litla hnút, eins og bláber að stærð. Þarna var ég heppin að greina mig snemma, þótt ég hafi verið frek- ar óheppilegt að fá ranga meðferð til að byrja með. Ég var einfald- lega með einstakt æxli sem náði að plata lækninn, litarefnið og alla sem að komu. Það var alveg sprelllifandi eftir margar lyfjagjafir. Mamma seg- ir líka alltaf að ég sé einstök. Auð- vitað varð ég því að fá alveg ein- stakt æxli! En þegar loks rétt grein- ing fékkst var ég drifin í rétta með- ferð. Þegar æxlið var sent til Sví- þjóðar í rannsóknarskyni fengum við að vita að það væru 4% líkur að það kæmi niðurstaða sem myndi Klappliðið káta um jólin síðustu. Jóhannes Þór 10 ára, Eyjólfur Ágúst 8 ára og Helga Sigríður Guðfríður 2 ára. „Þessi mynd var tekin daginn sem við fengum að vita að þetta væri illkynja brjóstakrabbamein og komið út í eitlana. Lyfjagjöf átti að hefjast innan viku. Engin börn gera sér grein fyrir hvað liggur í þessum orðum né hvað er í vændum. Þannig að við bökuðum bara köku. Súkkulaðiköku með kremi. Það var ekkert annað hægt að gera í stöðunni.“ Ensku húsin við Langá. Ljósm. mm. María Guðrún, Anna Dröfn og Eva Rós. „Föruneytið lét sitt ekki eftir liggja og margir úr klappliðinu voru skráðir í Reykjavíkurmaraþonið 2016. Þeir hlupu til styrktar Krafti eða Ljósinu i mínu nafni.“ Lyfjapakki fyrir eina meðferð. Hér eru eingöngu lyf vegna hliðarverkana og afleiðinga af hinum einu og sönnu krabbameins- lyfjunum þremur, sem gefin eru beint í lyfjabrunninn á Landspítal- anum á þriggja vikna fresti. Framhald á næstu síðu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.