Skessuhorn


Skessuhorn - 04.10.2017, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 04.10.2017, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 201722 Spánverjinn Ricardo Gonzalez Dá- vila tók við þjálfun kvennaliðs Skalla- gríms á liðnu sumri. Hann er fluttur í Borgarnes ásamt fjölskyldu sinni og segir þau una hag sínum vel í bænum. „Ég og fjölskyldan mín erum ánægð í Borgarnesi. Fólkið er mjög almenni- legt og hjálplegt í einu og öllu,“ segir Ricardo í samtali við Skessuhorn. Æfingar Skallagríms gátu ekki hafist fyrr en 15. september síðast- liðinn og liðið náði ekki að spila æf- ingaleik fyrir tímabilið. „Það eru ýmsar ástæður fyrir því en af þeim sökum erum við langt frá þeim stað sem við verðum á þegar komið verð- ur inn í mótið,“ segir hann og bæt- ir því við að liðið sé ekki fullmann- að ennþá. „Okkur vantar enn tvo til þrjá leikmenn til að vera með heild- stæðara lið og meiri dýpt. Við þurf- um að styrkja nokkrar stöður og fá fleiri gæðaleikmenn til að auka gæði æfinganna. Ég veit að félagið vinnur að því um þessar mundir að fá leik- menn,“ segir hann. Ricardo tekur þó skýrt fram að hann sé ánægður með þá leikmenn sem fyrir eru. „Liðið er skipað góð- um leikmönnum og góðum stelpum. Ég tel okkur vera með mjög gott, lík- amlega sterkt lið, skipað hæfileikarík- um leikmönnum sem geta leyst ólík- ar stöður á vellinum. Leikmennirnir hafa góða reynslu, en umfram allt er mikill samhugur í liðinu, spenna og eftirvænting fyrir því að gera góða hluti í vetur,“ segir hann. Vill draga fram það besta í liðinu Til að liðið geti gert góða hluti segir hann að bæta þurfi ýmislegt. Það sé hins vegar eðlilegt að eitt- hvað vanti upp á þegar lítið hefur verið hægt að æfa. „Þar að auki eru aðeins fimm leikmenn í liðinu sem voru í fyrra, sem og nýr þjálfari. Það eru því margir nýir sem þurfa tíma til að kynnast og læra að skilja hvora aðra,“ segir Ricardo. Aðspurður um sýn þjálfarans á leikinn kveðst hann leggja mikla áherslu á æfingar og framfar- ir leikmanna. „Ég hef alltaf ver- ið þeirrar skoðunar að gæði liðs- ins aukist eftir því sem gæði leik- mannanna aukast. Þess vegna hef ég alltaf lagt áherslu á æfingar og að bæta hæfni leikmannanna, hjálpa þeim að verða betri,“ seg- ir Ricardo. „Þegar kemur að leikj- unum sjálfum þá vil ég spila þétta vörn, frákasta vel og hlaupa. En þjálfarinn verður alltaf að aðlaga leikskipulagið að þeim leikmönn- um sem eru til takst hverju sinni. Við munum því leita eftir því að draga fram það besta í liðinu, með það markmið að reyna að vinna sem flesta leiki,“ segir hann. Leikmenn vilja gera vel Ricardo setur stefnuna hátt og kveðst treysta leikmönnum sínum fullkomlega til að gera vel í vet- ur. „Ég er mjög ánægður með hve leikmennirnir leggja hart að sér og þrá að eiga frábært keppnistíma- bil,“ segir hann. „Að því sögðu mun samkeppnin nær alltaf koma liði á þann stað sem það á skilið að vera á. Ég vona því að Skallagrím- ur muni berjast um bæði Íslands- og bikarmeistaratitilinn í vetur. Til þess að ná því markmiði er að- eins ein leið fær, að mér vitandi. Það er að leggja hart að sér og það munum við gera á hverri einustu æfingu og í hverjum einasta leik,“ segir Ricardo að endingu. kgk/ Ljósm. úr safni. Þjálfari Skallagríms setur markið hátt Liðið berjist um Íslands- og bikarmeistaratitilinn Ricardo segir mikinn samhug í Skallagrímsliðinu og löngun til að gera vel í vetur. Sigrún Ámundadóttir í leik með Skallagrími síðasta keppnistímabil. Jóhanna Björk Sveinsdóttir tekur skot í leik gegn Snæfelli í undanúrslitum bikarsins á liðnum vetri. Skallagrímur háði harða fallbar- áttu í Domino‘s deild karla síð- asta vor, en svo fór að lokum að liðið féll eftir tap í næstsíðasta leik tímabilsins. Leikur Skallagrím- ur því í 1. deild í vetur. „Planið er að fara beint upp aftur. Ég tel það vera raunhæft markmið og við erum brattir,“ segir Finnur Jóns- son, þjálfari karlaliðs Skallagríms, í samtali við Skessuhorn. Liðið er þó nokkuð breytt frá síðasta ári. „Við missum nánast heilt byrjunarlið frá því í fyrra en höldum að sama skapi góðum kjarna ungra leikmanna, heima- manna sem eru árinu eldri en í fyrra. Nokkrir hafa verið í pró- grammi með yngri landsliðunum í sumar og æft vel þar. Þeir sem og aðrir hafa verið duglegir og lagt hart að sér til að bæta sig, all- ur hópurinn, og þess vegna hafa þeir tekið framförum frá því í vor,“ segir Finnur. „Ég er því bara mjög bjartsýnn þrátt fyrir að liðið sé ungt og í raun og veru reynslulít- ið heilt yfir. Við munum gera eins vel og við getum, ætlum að reyna að vera í efri hlutanum og setjum stefnuna óhikað á eitt af þrem- ur efstu sætunum,“ segir Finnur. Verða tilbúnir í slaginn Skallagrímur samdi í sumar við bandarískan leikstjórnanda, Zac Carter. Rétt eins og hjá liðsfélög- um hans í Skallagrími fer þar ung- ur og efnilegur leikmaður. „Þetta er ungur strákur, 23 ára gamall, sem er nýbúinn að klára sinn skóla úti í Bandaríkjunum og er að stíga sín fyrstu skref í atvinnumennsku. Hann verður leikstjórnandinn okk- ar í vetur,“ segir Finnur. Aðspurð- ur segir þjálfarinn engra stórra breytinga að vænta í spilamennsku liðsins heldur reynt að spila upp á styrkleika hópsins eins og und- anfarin ár. „Undanfarin ár höfum við reynt að spila nokkuð hrað- an bolta. Hópurinn er enn yngri núna en síðustu tímabil og við erum með mjög kvikt og snöggt lið. Við munum því reyna að sækja hratt þegar við grípum varnarfrá- kast og reyna að keyra upp tempó- ið í okkar leikjum,“ segir Finnur. „Þessa dagana erum við einmitt að vinna í taktík, bæði varnar- og sóknarlega. Sumarið framan af fór í að bæta styrk leikmanna og þol með einstaklingsæfingum. Eftir því sem nær dregur móti leggjum við síðan stöðugt meiri áherslu á leikskipulag,“ segir hann. „Síðustu vikur höfum við spilað nokkra æf- ingaleiki og gengið ágætlega. Það eru nokkrir hlutir sem við erum að vinna í að fínpússa með því að æfa vel. Við ætlum okkur að vera til- búnir í slaginn. Það er stemning í liðinu og það er alltaf stemning í Borgarnesi fyrir körfunni,“ segir Finnur Jónsson að endingu. kgk/ Ljósm. Skallagrímur „Planið er að fara beint upp aftur“ - segir Finnur Jónsson, þjálfari karlaliðs Skallagríms Liðið sem Skallagrímur teflir fram í vetur verður skipað góðum kjarna ungra og efnilegra leikmanna. Þar verða væntanlega í eldlínunni þeir Eyjólfur Ásberg Hall- dórsson, sem hér tekur skot og Bjarni Guðmann Jónsson, sem er í baráttu undir körfunni. Finnur Jónsson þjálfari fagnar innilega eftir sætan sigur Skallagríms á Snæfelli síðasta vetur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.