Skessuhorn


Skessuhorn - 04.10.2017, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 04.10.2017, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 201710 regluþjónn, Sauðárkróki, í 3. sæti, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, háskólanemi, Bakkakoti, í 3.-4. sæti og Guðveig Anna Eyglóardóttir, hótelstjóri, Borgarnesi, í 3.-5. sæti. Eva Pandóra leiðir hjá Pírötum Píratar kynntu um liðna helgi niðurstöðu prófkjörs um skipan efstu sæta á framboðslistum sín- um. Flokkurinn á einn þingmann í Norðvesturkjördæmi, Evu Pan- dóru Baldursdóttur. Hún bar sigur úr býtum í prófkjöri meðal flokks- manna á landinu og skipar því áfram efsta sæti listans í Norðvest- urkjördæmi. Í öðru sæti er Gunnar Ingiberg Guðmundsson, Rannveig Ernudóttir er í þriðja sæti, Ragn- heiður Steina Ólafsdóttir í fjórða og Sunna Einarsdóttir í fimmta sæti. Guðjón leiðir áfram lista Samfylkingarinnar Framboðslisti Samfylkingarinn- ar í Norðvesturkjördæmi var sam- þykktur á kjördæmisþingi flokksins sem fram fór á Hótel Bjarkalundi á sunnudaginn. Kosið var í fjög- ur efstu sætin en raðað upp í önn- ur. Guðjón Brjánsson sem skipaði efsta sæti listans í síðustu kosning- um mun leiða hann áfram en breyt- ing verður á næstu sætum þar á eft- ir. Í öðru sæti verður Arna Lára Jónsdóttir, verkefnastjóri Nýsköp- unarmiðstöðvar, Ísafjarðarbæ, í þriðja sæti Jónína Björg Magnús- dóttir, fiskverkakona á Akranesi, í fjórða sæti Sigurður Orri Kristjáns- son, leiðsögumaður, Reykjavík og í fimmta sæti Gunnar Rúnar Krist- jánsson, bóndi, Blönduósbæ. Sjálfstæðismenn sam- þykktu óbreyttan lista Sjálfstæðisflokkurinn í Norðvest- urkjördæmi á nú þrjá þingmenn, þau Harald Benediktsson formann fjárlaganefndar, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur ráðherra og Teit Björn Einarsson. Að til- lögu kjördæmisráðs var samþykkt á fundi í Borgarnesi síðastliðinn sunnudag að sami listi verði boð- inn fram og fyrir réttu ári. Fjórða sæti listans skipar Hafdís Gunn- arsdóttir á Ísafirði og fimmta sæt- ið Jónína Erna Arnardóttir í Borg- arnesi. Gunnar Bragi Sveinsson alþing- ismaður og fráfarandi oddviti Framsóknarflokksins tilkynnti með færslu á Facebook síðastlið- inn föstudag að hann dragi fram- boð sitt til oddvitasætis fyrir flokk- inn í Norðvesturkjördæmi til baka og boðaði um leið úrsögn sína úr Framsóknarflokknum. „Eftir að hafa ráðfært mig við fjölskyldu og vini hef ég ákveðið að draga fram- boð mitt til baka. Ég hef jafnframt ákveðið að segja mig úr Framsókn- arflokknum,“ skrifaði þingmaður- inn. mm Gunnar Bragi genginn úr Framsóknarflokknum Gunnar Bragi Sveinsson. Ljósm. úr safni Skessuhorns. Eftir rúmar fjórar vikur verður kos- ið til Alþingis Íslendinga. Stjórn- málaflokkarnir eru nú margir komnir vel á veg við að setja sam- an lista og nokkrir búnir. Nokkuð misjafnt er hvaða aðferðafræði er beitt við það, svo sem forval, upp- stillingarnefnd, rafrænt prófkjör, tvöföld kjördæmisþing eða jafnvel að listar frá kosningunum 2016 séu endurnýttir að mestu eða öllu leyti. Frestur til að skila inn framboðum rennur út 13. október. Miðað við þær upplýsingar sem nú liggja fyr- ir er líklegt að átta framboð verði í Norðvesturkjördæmi. Auk gömlu flokkanna fjögurra; Framsóknar- flokks, Sjálfstæðisflokks, Samfylk- ingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, mun Viðreisn og Björt framtíð bjóða fram lista. Þá er stefnt að framboði Flokks fólksins og nýs Miðflokks Sigmundar Dav- íðs Gunnlaugssonar í öllum kjör- dæmum. Dögun mun ekki bjóða fram að þessu sinni og Alþýðufylk- ingin í fjórum kjördæmum af sex, ekki í Norðvesturkjördæmi. Ásmundur Einar sækist einn eftir oddvitasæti í Framsókn Ljóst er að mikil endurnýjun verð- ur á framboðslista Framsóknar- flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir næstu kosningar. Flokkur- inn átti tvo þingmenn á nýliðnu kjörtímabili og hafa þeir báðir til- kynnt að þeir gefi ekki kost á sér. Elsa Lára Arnardóttir tilkynnti það 23. september á kjördæmisþingi en Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti flokksins í kjördæminu til átta ára, tilkynnti úrsögn sína úr flokknum síðastliðinn föstudag. Kjörnefnd auglýsti í síðustu viku eftir áhuga- sömum frambjóðendum með frest til þátttöku til 1. október. Mun það ráðast á tvöföldu kjördæmaþingi sem haldið verður næstkomandi sunnudag á Bifröst hvernig listinn verður mannaður. Þar verður kosið í fimm efstu sætin og raðað í önn- ur. Sjö bjóða sig fram og eru: Ás- mundur Einar Daðason, fyrrv. al- þingism. Borgarnesi, í 1. sæti, Halla Signý Kristjánsdóttir, fjármála- stjóri, Bolungarvík, í 2. sæti, Björn Ingi Ólafsson, starfsm. Mjólkur- samlags KS, Skagafirði, í 2.-3. sæti, Lilja Sigurðardóttir, sjávarútvegs- fræðingur, Patreksfirði, í 2.-3. sæti, Stefán Vagn Stefánsson, yfirlög- Stjórnmálaflokkar undirbúa kosningabaráttuna Í síðustu viku lögðu formaður og framkvæmdastjóri Viðreisnar land undir fót og heimóttu Snæfellsnes. Hófu þar með undirbúning fyrir kosningaslaginn sem fram- undan er. Benedikt Jóhannesson og Gylfi Ólafsson aðstoðarmaður hans voru á ferðinni og kíktu meðal annars í heimsókn í fiskvinnslu G.Run hf í Grundarfirði. Þar tók Guðmundur Smári Guðmundsson framkvæmdastjóri á móti þeim og kynnti fyrir gestunum tilvonandi stórframkvæmdir við byggingu nýs fiskvinnsluhúss. Í leiðinni lét framkvæmdastjórinn nokkur orð falla um skattlagningu sjávarútvegsins, á tandurhreinni íslensku að sjálfsögðu. Ljósm. tfk. Fimm efstu á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi eftir að niðurstaða kjördæmisþings á sunnudaginn lá fyrir. F.v. Jónína Erna Arnardóttir, Haraldur Benediktsson, Þórdís Kolbrún R Gylfadóttir, Teitur Björn Einarsson og Hafdís Gunnarsdóttir. Ljósm. áas. Fjögur efstu á lista Samfylkingarinnar fyrir komandi kosningar. F.v. Guðjón S Brjánsson, Arna Lára Jónsdóttir, Jónína Björg Magnúsdóttir og Sigurður Orri Kristjánsson. Ásmundur Einar Daðason sækist einn eftir oddvitasæti á lista Framsóknar- flokks, en kosið verður um efstu sæti listans á tvöföldu kjördæmisþingi næstkomandi sunnudag.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.