Skessuhorn - 04.10.2017, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 201714
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa-
dóttir, ráðherra ferðamálaráðherra,
óskaði í sumar eftir tillögum Ferða-
málaráðs um viðbrögð við þremur
áskorunum sem íslensk ferðaþjón-
usta stendur frammi fyrir. Áskorarn-
irnar eru í fyrsta lagi möguleg mis-
notkun eða óeðlilegt samkeppnis-
forskot í heimagistingu, í öðru lagi
möguleg ólögmæt starfsemi eða
óeðlilegt samkeppnisforskot er-
lendra aðila og í þriðja lagi áhrif þess
á ferðaþjónustu á landsbyggðinni að
verðlag á Íslandi hefur hækkað í er-
lendri mynt.
Til að bregðast við þessum áskor-
unum leggur Ferðamálaráð til 20
aðgerðir.Til dæmis er lagt til að
sveitarfélögum verði leyft að ákveða
sjálf leyfilegan fjölda heimagistingar
innan 90 daga reglunnar. Einnig að
sveitarfélög verði hvött til að breyta
lögreglusamþykktum til að hægt
verði að beita viðurlögum gegn þeim
sem bjóða slíka gistingu í leyfisleysi.
Þá verði þeim sem hyggjast bjóða
heimgistingu innan 90 daga regl-
unnar gert að skrá fyrirfram þá daga
sem þeir hyggjast leigja eign sína út.
Ráðið leggur til að gerð verði út-
tekt á á samkeppnisstöðu erlendra
og innlendra ferðaþjónustuaðila.
Þá verði fylgt eftir þeim kröfum að
erlendir aðilar í tímabundnum far-
þegaflutningum hér á landi haldi
akstursdagbók og eftirlitsaðilar fái
skýrar heimildir til að krefja þá upp-
lýsinga og beita viðurlögum.
Einnig leggur Ferðamálaráð til að
gerð verði greining á áhrifum verð-
hækkunar á ferðaþjónustu á lands-
byggðinni og að markaðsstofur
landshlutanna verði efldar. Áfanga-
staðasjóður verði settur á laggirnar
til að styðja vöruþróun og nýsköpun
og eldsneytiskostnaður á flugvöll-
um verði jafnaður. Að lokum legg-
ur ráðið til að vetrarþjónusta á veg-
um verði tryggð á vinsælum ferða-
mannastöðum.
Skynsamlegar tillögur
„Mér fannst mikilvægt að nýta þá
miklu reynslu og þekkingu sem er
til staðar innan ferðamálaráðs. Ég
gaf ráðinu nokkurn veginn frjálsar
hendur en setti þó fremur stíf tíma-
mörk og óskaði eftir að tillögurn-
ar væru helst þannig að hægt væri
að hrinda þeim fljótt í framkvæmd.
Ráðið vann mjög gott starf á stuttum
tíma og á hrós skilið fyrir það. Marg-
ar tillögurnar fela í sér skýrar og vel
afmarkaðar aðgerðir. Sumar eru aft-
ur á móti um að ýmsir hlutir verði
skoðaðir betur, sem endurspeglar
að viðfangsefnið er flókið og töfra-
lausnir vandfundnar,“ segir Þórdís.
Án þess að taka afstöðu til tillagn-
anna telur hún rétt að nefna nokk-
ur atriði. Í fyrsta lagi telur hún skyn-
samlegt að efla markaðsstofur lands-
hlutanna og bendir á að sú stefna
hafi þegar verið mörkuð. „Ráðu-
neytið fól Ferðamálastofu síðsumars
að hefja endurskoðun á samningum
sínum við markaðsstofurnar með
þetta að leiðarljósi, og þetta er sér-
staklega nefnt til sögunnar í fjárlaga-
frumvarpinu. Samkvæmt því geri ég
ráð fyrir að stuðningur við markaðs-
stofurnar verði um það bil þrefald-
aður frá því sem verið hefur,“ segir
Þórdís. Hvað varðar stofnun áfanga-
staðasjóðs segir hún rétt að nefna
að í kjölfar lagabreytinga í vor hafi
Framkvæmdasjóður ferðamanna-
staða töluvert meira svigrúm en áður
til að uppfylla það markmið sitt að
fjölga ferðamannastöðum.
Heilt yfir segir Þórdís tillögurnar
skynsamlegar og telur allar líkur á að
svigrúm verði til að ráðast í þær. „Ég
vænti þess að sá sem tekur við emb-
ætti ráðherra ferðamála að loknum
kosningum skoði þær vandlega og
taki afstöðu til þeirra, og einnig aðr-
ir ráðherrar eftir atvikum, því hér er
um að ræða vandaða vinnu sem verð-
skuldar að fá viðhlítandi umfjöllun,“
segir Þórdís. kgk
Tuttugu aðgerðir til eflingar ferðaþjónustu
Ráðherra hefur þegar ákveðið að efla markaðsstofurnar
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir,
ráðherra ferðamála.
Ferðamenn við Hraunfossa í Borgarfirði. Ljósm. úr safni.
Íbúaþing um farsæl efri ár var haldið
á Akranesi síðastiðinn miðvikudag.
Þingið var haldið á sal Grundaskóla
og var afar vel sótt, en þátttakend-
ur voru um 90 talsins. Var það Ing-
rid Kuhlmann hjá Þekkingamiðlun
ehf. sem stýrði viðburðinum.
Markmiðið með þinginu var að
leita svara við fjórum spurningum:
Hvað er gott við að eldast á Akra-
nesi? Hvernig viltu sjá málefni eldri
borgara á Akranesi þróast? Hvern-
ig getur Akraneskaupstaður stuðlað
að farsælum efri árum? Hvað get-
um við sem einstaklingar gert til að
stuðla að farsælum efri árum?
Unnið var eftir þjóðfundarfyr-
irkomulagi á þinginu, sem ætlað
er að tryggja virka þátttöku og
möguleika allra þátttakenda til að
koma sjónarmiðum sínum á fram-
færi. Sköpuðust miklar umræður í
hópunum sem voru síðan kynntar
öðrum fundarmönnum. Niður-
stöður þingsins verða síðan teknar
saman og birtar opinberlega í lok
október. Niðurstöðurnar verða
nýttar til stefnumótunar í mál-
efnum eldri íbúa Akraness, að því
er fram kemur á vef Akraneskaup-
staðar.
kgk
Vel sótt íbúaþing
á Akranesi