Skessuhorn


Skessuhorn - 04.10.2017, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 04.10.2017, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2017 7 Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 7 Hunda- og kattaeigendur athugið Þriðjudaginn 17. október og fimmtudaginn 19. október næst- komandi verður hunda- og kattahreinsun í þjónustumiðstöð Akraness að Laugarbraut 6 (gamla slökkvistöðin). Samkvæmt 15. kafla reglugerðar um hollustuhætti nr. 941/2002 er hunda- og kattaeigendum skylt að láta ormahreinsa dýr sín árlega og er það innifalið í leyfisgjaldi. Gunnar Gauti Gunnarsson dýralæknir annast hreinsunina. Kattahreinsun verður frá kl. 17:00-21:00, þriðjudaginn 17. október og hundahreinsun verður frá kl. 17:00-21:00, fimmtudaginn 19. október. Dýralæknir býður einnig upp á bólusetningar (ath. að greiða þarf með peningum): Bólusetningu við Smáveirusótt (Parvo), lifrarbólgu, hótelhósta • og hundafári, verð kr. 3.000. Örmerkingu hunda og katta, verð kr. 4.500.• Perlutex ófrjósemistöflur fyrir hunda og ketti, verð kr. 1.500.• Bólusetningu gegn kattafári, verð kr. 3.000.• Óskráðir hundar og kettir eru velkomnir og geta eigendur þeirra nálgast skráningargögn á staðnum. Dýraeigendur hunda og katta eru hvattir til að kynna sér samþykktir um hunda- og katta- hald á Akranesi á vef Akraneskaupstaðar. Seinni hreinsun verður laugardaginn 4. nóvember, nánar auglýst síðar. Nánari upplýsingar veita dýraeftirlitsmaður í síma 898-9478 eða dýralæknir í síma 892-3230. Tveir jarðskjálftar fundust við Langjökul að morgni fimmtudags í liðinni viku. Sá fyrri klukkan 10:06 og síðari klukkan 11:08. Á vef Veð- urstofu Íslands kemur fram að upp- tök skjálftanna hafi verið á þekktu skjálftasvæði sunnan Hafursfells vestan Langjökuls. Fyrri skjálft- inn mældist 2,8 á Richter en sá síð- ari 3,1. Smá skjálftahrina mæld- ist á sama stað um nóttina og eft- irskjálftar sama dag, eftir skjálftana tvo á fimmtudagsmorguninn. kgk Jörðin skalf við jökulrönd Skjálftarnir urðu vestan við Langjökul og fundust m.a. mjög vel í skála Into the Glacier vestan við jökulröndina. Vírussýking hefur ver- ið greind í íslenskri tóm- atarækt og smit verið stað- fest á þremur býlum. „Ekki er ástæða til að ætla að vír- usinn breiðist út fyrir gróð- urhúsarækt tómata og er hann ekki skaðlegur mönn- um,“ segir í tilkynningu frá Matvælastofnun. „Vírusinn ber nafnið Pepino mósaík og er af ættkvísl Potexvír- usa. Uppruna hans má rekja til Perú árið 1974 þar sem hann herjaði á innlenda rækt af Solanum muricatum. Fyrstu til- felli í Evrópu greindust árið 1999 í gróðurhúsarækt tómata í Hollandi og Bretlandi. Síðan hefur vírusinn greinst víða um Evrópu. Í dag hafa verið greind fimm sýkingarafbrigði, þrjú þeirra finnast í Evrópu. Pepino mósaík vírusinn er nokkuð útbreidd- ur og bráðsmitandi. Helst dreifist hann með snertingu (hendur, föt og áhöld) en getur einnig dreifst utan á fræ og með býflugum (Bombus terrestris) sem gjarnan eru notaðar til frjóvgunar í gróðurhúsum. Aðr- ar leiðir dreifingar geta verið sýktar ungplöntur, afskornir plöntuhlutar, pökkunarefni og tómatar. Talið er að vírusinn geti haldið sýkingarhæfni á fatnaði í að minnsta kosti 14 daga og í plöntuefni allt að þrjá mánuði. „Einkenni sýkingar geta breyst milli árstíða og eru gjarnan sýni- legri yfir haust og vetur þegar ljós er minna. Yfir sumartímann geta sýktar plöntur hæglega verið lausar við ein- kenni. Einkenni geta verið breytileg en eru meðal annars dvergvöxtur, gult mynstur á laufblöðum, skemmd- ir á laufblöðum, gult mósaík mynstur á ávöxtum og ójafn vöxtur. Ekki er ljóst hversu mikið tjón og afföll fyr- ir ræktun fylgja sýkingu.“ Í tilkynningu Matvælastofn- unar segir að mikilvægt sé að takmarka útbreiðslu ví- russins. Vill Matvælastofnun beina því til ræktenda jafnt sem almennings að gæta fyllsta hreinlætis þegar kom- ið er og farið frá ræktunar- stöðum. Mælt er með því að geyma fatnað, sem kom- ist hefur í snertingu við plöntur, á ræktunarstaðnum. Ekki er æskilegt að færa áhöld og fatnað milli gróð- urhúsa jafnvel þó smit sé ekki sýni- legt. Hlífðarfatnaður og skóbúnaður sem ekki fer úr gróðurhúsi, jafn sem einnota hlífðarfatnaður, gegna miklu hlutverki við takmörkun útbreiðslu. Gæta þarf að því að góð aðstaða sé til fataskipta og koma í veg fyrir kross- mengun. Sóttvarnarmottur við inn- og útganga eru einnig gagnlegar sem og sótthreinsun áhalda. mm Vírus í tómatrækt ekki skaðlegur fólki Vírus þessi greindist fyrst árið 1974 í Perú. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.