Skessuhorn


Skessuhorn - 04.10.2017, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 04.10.2017, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2017 15 Frá yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis Framboðsfrestur vegna kosninga til Alþingis, sem fram eiga að fara laugardaginn 28. október 2017, rennur út kl. 12:00 á hádegi föstudaginn 13. október 2017. Framboð í Norðvesturkjördæmi skal tilkynna skriega til yrkjörstjórnar kjördæmisins, sem veitir þeim viðtöku á Hótel Borgarnesi, Egilsgötu 16, Borgarnesi, föstudaginn 13. október 2017 frá kl. 09:00-12.00. Á framboðslistum skulu vera nöfn 16 frambjóðenda, hvorki eiri né færri. Tilgreina skal greinilega nafn frambjóð- anda, kennitölu hans, heimili og stöðu eða starfsheiti. Framboðslista skal fylgja skrieg yrlýsing allra þeirra sem á listanum eru um að þeir ha leyft að setja nöfn sín á listann. Framboðslista skal og fylgja skrieg yrlýsing frá kjósendum í Norðvesturkjördæmi um stuðning við listann og fyrir hvaða stjórnmálasamtök listinn er boðinn fram og við hvaða kosningar. Tilgreina skal nafn meðmælanda, kennitölu hans og heimili. Fjöldi meðmælenda skal vera 240 hið fæsta og eigi eiri en 320. Sami kjósandi má ekki mæla með eiri en einum framboðslista. Komi það fyrir verður kjósandinn ekki talinn meðmælandi neins þeirra. Einnig skal fylgja skrieg tilkynning frá frambjóðendum listans um það hverjir tveir menn séu umboðsmenn listans. Til að ýta fyrir yrferð og vinnslu er mælst til þess að meðmælendalistar verði skráðir með rafrænum hætti á þar til gerðu vefsvæði, www.island.is, áður en þeim er skilað til yrkjörstjórnar. Vakin er athygli á því að skila skal frum- ritum meðmælendalista til yrkjörstjórnar á tölusettum blaðsíðum í framhaldandi röð. Óskað er eftir að framboðslistum verði skilað á rafrænan hátt skv. leiðbeiningum landskjörstjórnar á netfangið ingi@lit.is. Form til þess að skrá listann má nna á vef landskjörstjórnar, www.landskjor.is, undir almennum leiðbeiningum. Fundur yrkjörstjórnar til að úrskurða um framboð, þar sem umboðsmönnum framboðslista gefst kostur á að vera viðstaddir, verður haldinn í Hótel Borgarnesi, Egilsgötu 16, Borgarnesi, laugardaginn 14. október 2017 kl. 13:00. Meðan á kosningu stendur, laugardaginn 28. október 2017, verður aðsetur yrkjörstjórnar Norðvestur- kjördæmis á Hótel Borgarnesi, Skúlagötu 16, Borgarnesi, þar sem talning atkvæða fer fram að loknum kjörfundi kl. 22:00. Símanúmer yrkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis er 860-2181. Yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis 2. október 2017 Ingi Tryggvason oddviti, Kristján G. Jóhannsson, Katrín Pálsdóttir, Elís Svavarsson og Júlíus Guðni Antonsson SK ES SU H O R N 2 01 7 Óvenjumiklar rigningar gerði á suðaustan- og austanverðu land- inu í síðustu viku og fram á helgi. Jörð varð mettuð af vatni og urðu af þeim sökum flóð víðsvegar um landshlutann með tilheyrandi skemmdum á mannvirkjum. Bæir á suðausturlandi urðu um tíma ein- angraðir og var meðal annars flog- ið á þyrlu Landhelgisgæslunnar til að ferja fólk og búnað milli svæða. Verst varð úti brúin yfir Steinavötn í Suðursveit. Hún hefur verið úr- skurðuð ónýt og vinnur Vegagerð- in nú að byggingu bráðabirgðabrú- ar á svipuðum stað. Þjóðvegurinn í Austur-Skaftafellssýslu lokaðist af þessum sökum og fór áhrifa þess að gæta samdægurs meðal ann- ars hjá ferðþjónustu, einkum gisti- húsaeigendum á Vesturlandi sem skyndilega fengu hrinu gistipant- ana frá útlendingum sem breyta þurftu ferðatilhögun í Íslandsreis- um sínum. Vel mátti greina aukna umferð erlends ferðafólks á vegum á Vesturlandi síðustu daga af þess- um sökum. Björgunarsveitir á Suðaustur- og Austurlandi stóðu í ströngu þessa daga í síðustu viku eins og meðfylgj- andi myndir frá Landsbjörgu sýna. Þarna er verið að bjarga kindum við Krossaland í Austur-Skaftafellssýslu en einnig þurfti m.a. að aðstoða bændur á Fljótsdal og á Héraði var um hundrað kindum bjargað. Engu að síður er talið að nokkrir tugi kinda hafi orðið flóðinu að bráð. Þá þurftu björgunarsveitir að aðstoða lögreglu og starfsmenn Vegagerð- arinnar við umferðarstjórnun þar sem loka þurfti vegum. mm/ Ljósm. Landsbjörg Annasamir dagar hjá björgunar- sveitafólki fyrir austan Sú ákvörðun stjórnenda Snæfells- bæjar að leggja gervigras á Ólafs- víkurvöll hefur verið nokkuð umdeild meðal bæjarbúa og stuðn- ingsmanna knattspyrnufélags- ins Víkings. Hefur töluvert verið rætt um málið, einkum á Facebook og skoðanir verið skiptar. Margir kalla eftir því að reist verði knatt- spyrnuhús, en á sama tíma eru aðr- ir fylgjandi því að leggja á Ólafs- víkurvöll gervigrasi. Þá er deilt um hvort hvort völlurinn skuli vera upphitaður eður ei, en ekki er gert ráð fyrir að hita völlinn upp. Gervigrasvöllur kostar 165 milljónir Bæjarstjórn Snæfellsbæjar hefur sent frá sér tilkynningu um mál- ið þar sem hún kveðst hafa full- an skilning á því að margir vilji heldur fá knattspyrnuhús. Gert er ráð fyrir því að kostnaður við að reisa hálft knattspyrnuhús, eins og nefnd um málið mælti með, myndi nema um 300 milljónum króna. Þá ætti eftir að gera ráð fyrir sal- ernum og búningsklefum ef þörf væri fyrir slíkt. „Það er þó erf- itt að fullyrða um þann kostnað þar sem slíkt hús hefur enn ekki verið byggt á Íslandi,“ segir í til- kynningu bæjarstjórnar Snæfells- bæjar. „Kostnaður við byggingu gervigrasvallar er hins vegar nokk- uð þekkt stærð, enda hafa margir slíkir vellir verið byggðir á und- anförnum árum. Verkfræðistofan sem valin var til að vinna kostn- aðaráætlun fyrir Snæfellsbæ hef- ur mikla reynslu af hönnun gervi- grasvalla og gerð kostnaðaráætlana vegna slíkra valla. Kostnaðaráætl- unin sem unnin var, hljóðar upp á um 165 milljónir, og var hún lögð fyrir bæjarstjórn áður en ákvörð- un um gervigras var tekin,“ segir í tilkynningunni. Inni í þeim kostn- aði er búið að gera ráð fyrir jarð- vinnu, fráveitulögnum, vökvun- arkerfi, frágangi yfirborðs, gervi- grasinu sjálfu, rafkerfi og lýsingu, heimæðum vatns og rafmagns, al- mennum kostnaði og ófyrirséðum kostnaði. Dýrt að hita á köldu svæði Yngri flokkar Víkings hafa ekki fengið að æfa og keppa á Ólafsvík- urvelli. Hefur verið nokkur óánægja með það í bænum. „Taldi bæjar- stjórn að með tilkomu gervigras- vallar ættu allir flokkar að geta æft og keppt á vellinum. Góð aðstaða er þegar fyrir hendi í íþróttahúsinu, þ.m.t. salernis- og búningsaðstaða, sem nýtist vel æfendum og kepp- endum,“ segir í tilkynningunni. Bæjarstjórn viðurkennir að þegar illa viðrar og frýs á veturna verði ekki mikil nýting á gervigrasvellinum. Þó telur hún víst að notkunartími gervi- grasvallarins á ársgrundvelli verði mun meiri en á núverandi grasvelli. „Burtséð frá tíðafari, þá má gera ráð fyrir því að slíkur völlur sé að minnsta kosti nothæfur frá apríl og fram í nóvember,“ segir bæjarstjórn. Hvað varðar þá upphitun gervigras- vallarins segir bæjarstjórn ljóst að það yrði mjög erfitt fjárhagslega að hita völlinn. „Hér er enginn jarðvarmi, og eins og allir sem búa hér vita, er dýrt að kynda og ekki hægt að bera það saman við höfuðborgarsvæðið.“ Bæjarstjórn segist meðvituð um að rekstur og umhirða gervigrasvall- ar verði ekki lægri en kostnaður við núverandi völl. „Umhirða og viðhald Ólafsvíkurvallar og Reynisvallar á Hellissandi er um 7-8 milljónir króna á ári núna og gert er ráð fyrir sama kostnaði áfram.“ kgk Skiptar skoðanir um gervigrasvöll í Ólafsvík

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.