Skessuhorn


Skessuhorn - 04.10.2017, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 04.10.2017, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 201718 gagnast mér sem slíkri. Aðeins væri verið að leitast eftir niðurstöðu sem myndi hjálpa þeim sem ættu eftir að greinast síðar. Það óraði engan fyrir því að ég væri ekki á réttum lyfjum. Eftir það hefur allt gengið vel miðað við aðstæður. Auðvitað var oft erfitt að þurfa að sæta einangrun. Ég var með núll í hvítum blóðkornum og lenti í einangrun og blóðrannsókn- um við það eitt að dóttir mín kom heim úr leikskólanum með smávegis hor. Eftir á séð var þetta þó allt mik- ill skóli. Ekki bara fyrir mig, mann- inn og börnin, heldur alla fjölskyld- una og baklandið sem ég nefndi áðan. Allir eru reynslunni ríkari.“ Rækta sauðfé og nýta Eins og fram hefur komið er Anna Dröfn nú byrjuð að taka þátt í fyrri störfum sínum í Ensku húsunum þar sem ferðaþjónustan er í full- um gangi, þótt þrekið sé takmark- að og dagarnir öðruvísi. Þegar við- talið fór fram hafði hringvegurinn á suðausturlandi rofnað og gisti- pantanir streymdu inn frá ferðafólki sem breyta þurfti ferðaáætlun sinni. Í Ensku húsunum er lögð áhersla á heimafengið hráefni og selt það sem kallað er „local food.“ Þau hjón eiga 110 ær á Litlu-Brekku og nýta allt kjöt af dilkunum í eigin veitingasölu. Þannig telur Anna Dröfn að afkoma sauðfjárbúsins sé betri en gerist og gengur hjá sauðfjárbændum þar sem allt sem framleitt er fer alla leið á diskinn hjá gestinum. „Sauðfjárbú- ið okkar er hagkvæmt og hefur fína framlegð af þessum sökum. Við tök- um um sjö þúsund manns í gistingu á ári hér í þessum sögufrægu hús- um og reynum að selja flestum gest- um okkar mat. Við markaðssetjum okkur einfaldlega sem ungu hjón- in í fjölskyldurekna fyrirtækinu á fallegasta staðnum, sem höfum börnin okkar með í öllu sem við gerum og það kunna gestir okkar að meta. Við höfum auk þess feng- ið gæðavottun Vakans sem er viður- kenning fyrir fjögurra stjörnu gisti- heimili sem uppfyllir ákveðin skil- yrði. Þá má ég til með að nefna að við höfum verið afskaplega heppin með starfsfólk, sem er forsenda þess að þetta hefur gengur vel hjá okk- ur.“ Elsti hluti hinna sögufrægu húsa á bökkum Langár er frá 1884. Skemmtileg tilviljun að það er fæð- ingarár sameiginlegs afa Önnu Drafnar og þess sem þetta skráir. Í Ensku húsunum má sjá söguna í hverjum krók og kima; á veggjum og jafnvel í upprunalegum gólffjöl- um í anddyrinu. Húsin eiga tengda- foreldrar Önnu, þau Stefán Ólafs- son og Ragnheiður Jóhannesdóttir. Húsakosti er sérlega vel viðhald- ið enda er Stefán smiður á Litlu- Brekku ekki síst þekktur fyrir end- urgerð og viðhald gamalla húsa. „Við Hjörleifur erum svo heppin að taka hér við húsum sem hafa verið í rekstri allt frá upphafi, fyrir rúm- lega 130 árum síðan. „Hér er gisting í 15 herbergjum en auk þess leigjum við út gamalt uppgert íbúðarhús sem áður var í Galtarholti, en heitir nú Lambalækur og er hér skammt fyrir ofan á bökkum Langár.“ Hún segir að þau Hjörleifur hafi verið ótrúlega heppin með starfs- fólk þegar henni hafi skyndilega verið kippt út úr sinni vinnu. „Hún Bergþóra mín, eða Bergþóra Þórs- dóttir úr Borgarnesi, tók við rekstr- inum. Hún hætti í námi sem hún var í þegar ég veiktist og kemur hingað vestur og tekur einfaldlega við mínu hlutverki í Ensku húsunum. Hún er ótrúleg. Ég veit ekki hvort þetta hafði beinlínis þau áhrif á hana, en allavega þegar hún fór aftur í nám núna, valdi hún að skipta um vett- vang og fór að læra sálfræði.“ Lífsgleði og jákvæðni er það sem einkennir hvunndagshetjuna Önnu Dröfn Sigurjónsdóttur. Þetta er stað- föst og ákveðin kona sem þrátt fyrir ungan aldur er búin að ganga í gegn- um meira en á flesta er lagt á langri ævi. Slíkt mótar einstaklinginn en auðveldar honum að vinsa frá í lífinu það sem ekki skiptir máli og leggja áherslu á það sem raunverulega gef- ur lífinu tilgang. Við kveðjum Ensku húsin og húsmóðurina Önnu Dröfn sem komin er til starfa á ný. mm/ Ljósm. úr einkasafni nema annað sé tekið fram. „Hjörleifur er mín stoð og stytta og besti vinur í þessu sem og öðru, en svona meðferð væri óyfirstíganleg ef ekki væri fyrir aðstoð foreldra, tengdaforeldra, systkina, ömmu og góðra vina.“ Hér er stóri hluti baklandsins hennar Önnu Drafnar. Dagur 122. „Hér var búið að taka æxlið og ég komin á lungnakrabbameinsmeðferð meðan verið var að sjá hvernig týpa óværan reyndist vera. Þrekið að koma upp aftur og hárið vex aftur hægt og rólega. Við hjónin hjálpumst að við að marka lömbin. Hjörleifur sér um vinnuna, ég sé um brandarana og kindin Björg, sem er fyrrum heimalningur, lætur sér vel líka.“ Myndina tók Stefán Ólafsson. Framhald af síðustu opnu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.