Skessuhorn - 04.10.2017, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2017 19
UMFÍ í samstarfi við ÍSÍ og KSÍ
vinna nú að verkefni sem hef-
ur það markmið að auka þátttöku
barna og ungmenna af erlendum
uppruna í skipulögðu íþrótta- og
æskulýðsstarfi. Þátttaka í skipu-
lögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi
getur verið jákvæð leið til þess að
aðlagast íslensku samfélagi og til
þess að rjúfa félagslega einangrun
fólks. Verkefnið felur í sér að út-
búa upplýsingar, bæði á rafrænu
og útprentuðu formi, fyrir foreldra
barna og ungmenna af erlendum
uppruna með upplýsingum um
íþróttahreyfinguna. Stefnt er að því
að efnið verði tilbúið til dreifingar
eftir næstu áramót.
Rannsóknir sýna að börn af er-
lendum uppruna eru helmingi ólík-
legri til að stunda íþróttir með fé-
lagi en íslensk börn. Þá eru allt-
of fá börn fólks af erlendum upp-
runa, sem flytur hingað til lands,
að stunda íþróttir. Fjolla Shala,
leikmaður í meistaraflokki Breiða-
bliks í knattspyrnu, segir ástæðuna
þá að foreldrar barna þekki ekki frí-
stundakortið og haldi að það sé dýrt
fyrir börn að stunda íþróttir hér á
landi. Þau hafi mörg ekki mikið á
milli handanna og því sé hætt við
að börn innflytjenda stundi ekki
íþróttir eða flosni úr íþróttum.
„Það þarf að halda fyrirlestra á
erlendum tungumálum um íþrótt-
ir fyrir börn,“ segir Fjolla í erindi
sem hún hélt á ráðstefnunni Sýn-
um karakter sem nýverið var hald-
in. Markmiðið með ráðstefnunni
var að varpa ljósi á ástæður þess að
ungmenni hætta þátttöku í íþrótt-
um og af hverju þátttaka barna og
ungmenna af erlendum uppruna er
minni en annarra.
Pabbi var kveikjan
Fjolla er fædd í Kosovo. Þegar hún
var um hálfs árs flutti fjölskylda
hennar til Þýskalands. Árið 1998
kom fjölskyldan svo til Íslands. Þá
var Fjolla fimm ára. Hún hóf að æfa
knattspyrnu níu ára.
„Pabbi var kveikjan að því að ég
fór að æfa knattspyrnu. Hann hafði
sjálfur verið liðtækur knattspyrnu-
maður og ég horfði upp til hans.
Það reyndist mér mikið heillaspor.
Auðvitað voru foreldrar mínir að
reyna að koma undir sig fótunum í
nýju landi. Það kom oft fyrir að for-
eldrar mínir þurftu að vinna mikið
og gátu því ekki tekið jafn mikinn
þátt og þau vildu. Það var því oft
sem mig vantaði far á keppnisvelli
eða mót. ‚,Ég er mjög þakklát mínu
frábæra uppeldisfélagi, Leikni, því
þjálfararnir skutluðu mér til og frá
æfingum eða hjálpuðu mér að verða
mér úti um far með foreldrum ann-
arra stelpna. Þeir reyndu að sjá til
þess að ég gæti stundað mína íþrótt
af krafti,“ segir Fjolla og þakkar
þjálfurum sínum hjá þeim liðum
sem hún hefur spilað með að halda
sér í íþróttum.
Vill fyrirlestra á
erlendu tungumáli
„Til þess að ná erlendum börnum
á æfingar þá finnst mér þurfa að
halda fyrirlestra í skólum á mörg-
um tungumálum fyrir börnin og
foreldra þeirra. Það þarf að kynna
fyrir foreldrum hvernig frístunda-
kortið virkar. Það skortir upplýs-
ingar til foreldra um hvernig starf-
ið í íþróttafélögunum gengur fyr-
ir sig. Einnig eru margir foreldrar
innflytjendabarna oft sjálfir að fóta
sig í samfélaginu og því ekki með
mikið milli handanna. Því er hugs-
anlegt að foreldrar sjái sér ekki fært
að leyfa barninu að æfa íþróttir. Þar
spila upplýsingar um frístundakort-
ið stóran sess,“ sagði hún og hélt
áfram að erlendir foreldrar eigi oft
ekki bíl og kunni ekki á strætó. Þeir
viti ekki hvar íþróttavellir eru og
hvar aðstaðan er.
„Börnin missa því oft af æfing-
um og keppni og þá flosna upp úr
íþróttum. Samfélagið verður að
hjálpa börnum að komast á æfingar
og keppni, aðstoða foreldra nýbúa
barna að komast inn í íþróttastarfið
og mynda tengsl inn í félagið.“
Af hverju hætta
börn í íþróttum?
Fjolla Shala hélt erindi um börn er-
lendra fjölskyldna í íþróttum á ráð-
stefnunni Sýnum karakter. Sýnum
karakter er samstarfsverkefni Ung-
mennafélags Íslands (UMFÍ) og
Íþrótta- og Ólympíusambands Ís-
lands sem fór fram í Laugardals-
höll. Um ár er síðan UMFÍ og ÍSÍ
ýttu verkefninu úr vör. Sýnum kar-
akter fjallar um þjálfun sálrænnar
og félagslegrar færni barna og ung-
menna í íþróttum. Hugmyndafræði
verkefnisins byggir á að hægt sé að
þjálfa og styrkja sálræna og félags-
lega færni iðkenda eins og líkam-
lega færni.
mm/umfi.is
Fjolla Shala, leikmaður í meistaraflokki Breiðabliks í knattspyrnu. Ljósm. UMFÍ.
Þátttaka í íþróttum besta leiðin til
aðlögunar fyrir börn innflytjenda
Pennagrein
Í nokkra mánuði hefur mikil tíma-
bundin verðlækkun sauðfjárafurða
legið fyrir. Ástæða lækkunarinn-
ar er einkum vegna gengisþróunar
og tímabundinnar lokunar á mörk-
uðum erlendis. Samtök bænda hafa
átt í viðræðum við stjórnvöld um
lausnir og í því sambandi lagt fram
margvíslegar hugmyndir. Ríkis-
stjórn Bjarna Benediktssonar með
landbúnaðarráðherra í fararbroddi
hefur því miður dregið lappirnar
og ítrekað kemur í ljós skilnings-
leysi gagnvart stöðu landsbyggð-
arinnar. Tillögurnar sem stjórn-
völd kynntu virtust einungis snúast
um að fækka bændum og koma til
móts við þá sem ætla að bregða búi
en lítill vilji virtist vera til að styrkja
stöðu þeirra sem ætla að halda
áfram. Þetta er röng hugsun og er
til þess fallin að veikja landsbyggð-
ina til lengri tíma litið.
Það hefur komið vel fram hversu
mikilvægt er að ráðherra landbún-
aðarmála hafi skilning á byggða-
málum. Hvernig stóð á því að Við-
reisn fékk ráðuneyti landbúnaðar-
mála? Var það vegna mikils skiln-
ings á byggðamálum eða var það
vegna pólitísks samkomulags um að
landbúnaðinum skyldi fórnað fyrir
ráðherrastóla? Ef sú er raunin þá
er það mikið ábyrgðarleysi gang-
vart bændum, fjölskyldum þeirra
og einstökum byggðalögum sem
byggja á sauðfjárrækt. Þeirri óvissu
sem þessi ríkisstjórn hefur boðað er
sem betur fer að ljúka og mikilvægt
að við taki stöðugleiki og festa fyrir
þau byggðalög sem byggja afkomu
sína á landbúnaði.
Tími aðgerða
Framsókn leggur áherslu á að ráð-
ist verði strax í aðgerðir fyrir sauð-
fjárbændur að afloknum kosning-
um. Þar verði lögð sérstök áhersla
á að horfa til framtíðar í stað þess
að brjóta niður greinina. Helstu
áherslur eiga að vera eftirfarandi:
- Framsókn vill hætta við að greiða
bændum sérstaklega fyrir að bregða
búi eða slátra fullorðnu fé. Það á
ekki að vera meginmarkmið stjórn-
valda að fækka bændum um 20%.
- Framsókn vill að samþykkt verði
aukafjárveiting til að vega upp
tímabundna tekjuskerðingu bænda
vegna sláturtíðar í haust.
- Framsókn vill styðja með beinum
hætti við áætlanir bænda um sam-
eiginlega markaðssetningu dilka-
kjöts á erlendum mörkuðum undir
merkinu „Icelandic lamb“.
- Framsókn vill að unnið verði
að lagabreytingum til að ná fram
sveiflujöfnun birgða á innanlands-
markaði.
- Framsókn vill að Byggðastofn-
un verði falið að fara yfir lánamál
sauðfjárbænda til að koma í veg
fyrir brottfall vegna tímabundinna
skuldavandræða.
Atriðin sem talin eru hér að ofan
eru ekki tæmandi en eru forgangs-
mál til að leysa stöðu sauðfjárbænda.
Íslendingar vilja öfluga sauðfjárrækt
og stuðningur við bændur er mikill í
íslensku samfélagi eins og fram hef-
ur komið síðustu mánuði. Nærri 30
sveitarfélög hafa sent frá sér álykt-
anir vegna stöðu sauðfjárbænda og
margir aðrir hafa tjáð áhyggjur sínar
af stöðunni. Sauðfjárræktin gegnir
ekki einungis því hlutverki að fram-
leiða matvæli heldur er hún víða
undirstaða byggðar. Öflug sauðfjár-
rækt er því öflugasta byggðaaðgerð-
in á mörgum svæðum.
Það er ljóst að sauðfjárrækt sem og
önnur innlend matvælaframleiðsla á
mikil sóknarfæri og það er mikilvægt
að tímabundin vandræði komi ekki í
veg fyrir að menn horfi til framtíðar.
Framsóknarflokkurinn mun standa
með landbúnaði og innlendri mat-
vælaframleiðslu að afloknum næstu
alþingiskosningum.
Ásmundur Einar Daðason.
Höf. sækist eftir 1. sæti á lista
Framsóknarflokksins í Norðvestur-
kjördæmi.
Sauðfjárrækt - Aðgerðir til eflingar