Skessuhorn - 04.10.2017, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2017 25
Náttúrustofa Vesturlands hefur leit-
að eftir samvinnu við minkaveiði-
menn í landshlutanum vegna rann-
sóknarverkefnisins „Íslenski minka-
stofninn – stofngerð og áhrifaþætt-
ir stofnbreytinga“. Í tilkynningu á
heimasíðu NSV segir: „Minkur er
framandi og ágeng tegund hér á
landi. Mikilvægt er að lágmarka tjón
af hans völdum og auka þekkingu
á stofninum. Nú þegar er talsverð
þekking fyrir hendi hjá veiðimönn-
um og vísindamönnum, en æski-
legt er að auka hana enn frekar, m.a.
vegna þess að rannsóknir á íslenska
minkastofninum nýtast ekki bara á
Íslandi heldur einnig í fjölda ann-
arra landa þar sem reynt er að draga
úr tjóni af völdum minks.“
Náttúrustofan óskar eftir þátttöku
minkaveiðimanna í verkefninu með
því að senda til rannsóknar minka
sem veiðast frá september 2017 til
ársloka 2018 eða hluta þess tímabils.
Róbert A Stefánsson forstöðumaður
Náttúrustofu Vesturlands segir að
á stofunni verði minkar krufðir og
skráðar verða fjölþættar upplýsingar
um hvert dýr. „Gerðar verða ýms-
ar stærðarmælingar, minkar aldurs-
greindir, frjósemi læðna metin, lík-
amsástand kannað o.fl. Einnig verða
tekin ýmis sýni til frekari rannsókna,
t.d. vegna veirusýkingarinnar plas-
macytosis, rannsóknar á fæðuvali
og til mögulegra mælinga á meng-
unarefnum. Þá verða tekin erfða-
sýni úr þeim minkum sem berast
fyrir 10. júní 2018 og þau notuð til
rannsókna á erfðasamsetningu villta
minkastofnsins. Það verkefni verð-
ur unnið í samstarfi Náttúrustofu
Vesturlands og pólsku háskólanna
University of Szczecin og West Po-
meranian University of Technology.
Niðurstöður erfðarannsóknarinn-
ar munu væntanlega bæta til muna
skilning á landnámi minksins á 20.
öld og áhrifum þess á erfðasamsetn-
inguna, auk þess sem þær ættu að
geta sagt til um blöndun við dýr sem
sleppa af minkabúum.“
Upplýsingar sem fást úr verk-
efninu má m.a. nota til að öðlast
aukinn skilning á þeim þáttum sem
áhrif hafa á sveiflur í stærð stofns-
ins og munu vonandi á endanum
nýtast til að ná auknum árangri við
að draga úr tjóni af völdum minka.
„Ávinningur fyrir þá veiðimenn sem
taka þátt felst einkum í því að fá ár-
lega senda upplýsingar um hvert og
eitt dýr sem skilað var inn, auk sam-
antektar um samsetningu (kynjahlu-
fall, aldurshlutfall, líkamsástand
o.s.frv.) allra þeirra minka sem komu
til rannsóknar. Því miður er ekki
fjármagn til að greiða veiðimönnum
fyrir það ómak að koma minkum
sínum til Náttúrustofunnar en hún
greiðir að sjálfsögðu fyrir sending-
arkostnað.“ Nánari upplýsingar um
verkefnið má fá hjá Róberti A Stef-
ánssyni í síma 433-8122/ 898-6638
eða á robert@nsv.is. mm
Náttúrustofa Vesturlands óskar
samvinnu við minkaveiðimenn
Minkur. Ljósm. Eric Bégin.
Um liðna helgi opnuðu fimm lista-
konur málverkasýningu í húsnæði Sí-
menntunarmiðstöðvar Vesturlands á
neðstu hæð Landsbankahússins við
Akratorg á Akranesi. Konurnar eiga
það sameiginlegt að vera allar fædd-
ar 1957 á Akranesi. Af þessu tilefni
kom árgangurinn saman og fagnaði
um liðna helgi. Sýningin verður opin
almenningi í októbermánuði, virka
daga á opnunartíma Símenntunar-
miðstöðvarinnar, þ.e. milli klukkan
9 og 15.
Eftirfarandi eru með verk á sýn-
ingunni:
Ásdís
Ásdís Þórarinsdóttir útskrifaðist með
BA í myndlist frá Listaháskóla Íslands
vorið 2000. Hún hefur auk þess set-
ið mörg myndlistartengd námskeið
í gegnum tíðina. Ásdís hefur haldið
nokkrar einkasýningar og tekið þátt
í fjölmörgum samsýningum bæði á
Íslandi og erlendis, svo sem í Sviss,
Noregi og Spáni. Frá útskrift hef-
ur Ásdís aðallega unnið með olíu á
striga og hefur íslensk náttúra veitt
henni mikinn innblástur, sérstaklega
litir vetrarlandslagsins og hin sér-
stæða íslenska birta. Í gegnsæjum,
þunnum lögum byggja litirnir upp
myndflötinn og fá þeir oft í flæði sínu
að ráða framvindunni í verkum henn-
ar. Þannig leikur Ásdís sér með óhlut-
bundna túlkun á náttúrunni. Ásdís er
með vinnustofu á Korpúlfsstöðum
og rekur Gallerí Korpúlfsstaði ásamt
öðrum listamönnum. Hún er félagi
í Samtökum íslenskra listamanna og
Norræna vatnslitafélaginu.
Ingibjörg
Ingibjörg Gestsdóttir er þjóðfræðing-
ur og útskrifaðist frá HÍ vorið 2005.
Hefur verið heimavinnandi undan-
farin ár, en jafnframt verktaki hjá
Símenntunarmiðstöð Vesturlands.
Hún rak ásamt öðrum Gallerí Urm-
ul í nokkur ár hér á Akranesi, þar sem
seld voru verk eftir listamenn búsetta
á Akranesi og nágrenni og var lengi
formaður þess félags sem rak gallerí-
ið. Árið 2012 héldu þessir listamenn
sýningu þar sem öll verkin tengdust
þjóðsögunni um illhvelið Rauðhöfða,
en sagt er að Hvalfjörður dragi nafn
sitt af hval þessum. Ingibjörg hefur
mikinn áhuga á sögu fólksins í land-
inu og hvar og hvernig fólkið bjó hér
forðum. Íslenska sauðkindin og af-
urðin hennar, ullin kemur þar sterkt
inn, en hún hélt lífi í landanum hér
áður fyrr, með sínum einstöku eig-
inleikum. Skírnarkjóll sá sem er til
sýnis eftir Ingibjörgu er einmitt úr
ull, eingirni sem er ein afurð henn-
ar. Hann var gerður í tilefni sýning-
arinnar um Rauðhöfða sem getið
er hér að ofan. Drápan, Rauðhöfða
saga, er einnig gerð í tilefni þessarar
sýningar af föður Ingibjargar, Gesti
Friðjónssyni, að hennar beiðni.
Jenný
Jenný Á Magnúsdóttir er fædd og
uppalin á Akranesi. Hún er sjálf-
menntaður skrautritari og hefur
starfað við það með öðru frá árinu
1982. Skrautritaði fyrir allar blóma-
og bókabúðir á Skaganum meðan
hún bjó þar. Sér nú um jarðarfar-
arborða fyrir verslunina „18 Rauð-
ar rósir“ síðan 2003, fyrir utan alls
konar önnur verkefni eins og bækur,
kort, meistarabréf og margt fleira.
Jenný hefur alltaf haft mikinn áhuga
á alls kyns handverki. Meðal ann-
ars seldi hún fígúrur úr trölladeigi í
galleríi sem var á Akranesi í kringum
1985 til 2000. Hún kenndi skrautrit-
un í opnu vikunni í FVA í nokkur ár.
Jenný málar og skrautritar á kort og
muni með systur sinni (t.d. á postu-
lín og striga) undir nafninu Systralist.
Jenný er þekkt fyrir það að vera alltaf
með eitthvað á prjónunum hvort sem
það eru hugmyndir eða handverk.
Sesselja
Sesselja Björnsdóttir hóf listnám sitt
í Beaux Arts í Frakklandi og lauk
námi frá MHÍ 1989. Hún útskrifað-
ist síðan frá Margmiðlunarskólanum
1999. Sesselja hefur tekið þátt í fjölda
samsýninga hérlendis og erlend-
is og verið með nokkrar einkasýn-
ingar. „Frumuppspretta listar Sess-
elju Björnsdóttur listmálara er nátt-
úran. Alveg frá fyrstu tíð hefur hún
verið að mála myndir undir áhrif-
um náttúrunnar og reynt að koma
á striga áferð hennar, veðurofsa og
göldrum. Sesselja er náttúrubarn og
unir sér í gönguferðum meðfram
sjónum, fjarri borgarókyrrð, helst
uppi á fjöllum í óbyggðum fjarska.
Hún stendur og fagnar dýrðinni í
kyrrð og óblandaðri gleði. Hún fer
á vinnustofuna með þessar upplifanir
og glímir við að koma þeim í tvívíðu
formi yfir til áhorfandans sem skoð-
ar verkin hennar. Ástríða er ekki til-
finning, ástríða er ástand, náttúrulegt
ástand sem nauðsynlegt er, til að geta
komið frá sér þeirri andlegu iðju að
skapa.” (Styttur texti Söru Björns-
dóttur) Sesselja er með vinnustofu
á Hallveigarstöðum í 101 Reykjavík.
Hún málar með olíu á striga og tekur
óendanlega mikið af ljósmyndum.
Sigríður Rut
Sigríður Rut Hreinsdóttir útskrif-
aðist frá málunardeild MHÍ vor-
ið 1990. Hún sótti kvöld- og dag-
skóla samhliða í Myndlistaskólanum
í Reykjavík frá árunum 1985 - 1990.
Áður hafði hún tekið áfanga á mynd-
listarbraut í Linderud Videregå-
ende skole í Oslo, Noregi, 1983.
Hún hefur haldið sex einkassýning-
ar og nokkrar samsýningar. Mynd-
efnið sækir Sigríður Rut aðallega í
flóru Íslands. Flest mótífin eru nátt-
úrutengd, hamingjusöm lauf og smá-
blóm og hefur hún sérstakt dálæti á
laufum fífilsins sem hún hefur rýnt
í og rannsakað. Hún notar nær ein-
göngu olíuliti. Sigríður Rut hefur að-
alega málað stór verk sem tók langan
tíma að gera en langaði til að breyta
til og gera litlar myndir og ákvað að
leyfa því að koma sem vildi koma.
Afraksturinn varð meðal annars sýn-
ing sem hún hélt í Grafíksalnum í
Reykjavík og var rétt að ljúka. Sýn-
inguna nefndi hún Smámyndir enda
málverkin 20 x 20 cm. að stærð. Sýn-
ir hún fjögur verk af þeirri sýningu á
sýningu ´57 árgangsins. Sigríður Rut
Hreinsdóttir er meðlimur í Sam-
bandi íslenskra myndlistarmanna og
Grafíkfélaginu Íslensk Grafík. Hún
er með vinnustofu að Seljavegi 32,
101 Reykjavík.
mm
Sýningin var opnuð um liðna helgi. Hér eru konurnar sem sýna verk sín. F.v. Jenný Magnúsdóttir, Ingibjörg Gestsdóttir,
Sigríður Rut Hreinsdóttir, Ásdís Þórarinsdóttir og Sesselja Björnsdóttir.
Árgangur opnar listsýningu á afmælisári
Næstkomandi laugardag, 7. október,
verður Sauðamessa haldin hátíðleg í
Borgarnesi. Er þetta fjórtánda árið í
röð sem hátíðin fer fram og að vanda
verður fjölbreytt dagskrá, bæði fast-
ir liðir sem nýir. Fyrir árrisula sauði
sem vilja byrja daginn á smá átökum
verður Gunna Dan með sauðaspinn-
ing í íþróttamiðstöðinni klukkan 10.
„Þetta stefnir allt í þrusugóða Sauða-
messu í ár,“ segir Hlédís Sveinsdóttir
skipuleggjandi Sauðamessu í samtali
við Skessuhorn.
Markaður í Hjálmakletti
Í ár verður sú nýbreytni að skipta há-
tíðinni í tvennt. Markaðurinn verð-
ur að þessu sinni í Hjálmakletti frá
klukkan 10 til 14 en þá færist dag-
skráin yfir í Skallagrímsgarð. „Í
Hjálmakletti kennir ýmissa að grasa.
Þar verðum við með markað þar sem
ýmislegt verður í boði, svo sem ým-
islegt skart, föt, handklæði, bækur,
kindakökurnar hennar Sylvíu og ís-
lenskt sinnep, svo eitthvað sé nefnt.
Við hvetjum sérstaklega foreldra
til að mæta með börnin en Anna
Dröfn verður að búa til brjóstsykur
á staðnum og Ísleifur heppni mun
gera ís með fljótandi köfnunarefninu
Nitrogen þar sem aðeins verða not-
uð ekta hráefni og engin íblöndunar-
efni. Það er mjög skemmtilegt sjón-
arspil,“ segir Hlédís. „Fjórði flokk-
ur drengja í fótbolta hjá Skallagrími
verða með vöfflur sem er partur af
fjáröflun þeirra,“ bætir hún við.
Dagskrá í
Skallagrímsgarði
Fjölbreytt dagskrá verður í Skalla-
grímsgarði á milli klukkan 14 og 16.
„Við höfum ákveðið að hafa ekki fjár-
rekstur í gegn um bæinn þetta árið.
Óskum við eftir fólki að rækta mann-
eskjuvanar og gæfar kindur til að geta
tekið þennan lið upp á ný. Ég vil ekki
láta reka styggar og hræddar kindur
í gegnum bæinn svo á meðan Sauða-
messa hefur ekki aðgang að spök-
um kindum leggst þessi viðburður
af, eins skemmtilegur og hann get-
ur verið,“ segir Hlédís. „Það verður
þó nóg um að vera og þrusugóð dag-
skrá í boði. Þau Hrönn Jónsdóttir og
Sigursteinn Sigurðsson halda hátíð-
aræðu að þessu sinni. Lærakappátið
verður á sínum stað en þeir Jón Karl
og Ómar Bjarki munu sjá um það.
Þá ætlar Tónlistarskóli Borgarfjarð-
ar að sýna gestum atriði úr Mógli.
Fimm rétta máltíð að nafni kjötsúpa
verður í boði fyrir alla, endurgjalds-
laust, eins og verið hefur undanfar-
in ár. Raftarnir hafa séð um súpuna
í fjölmörg ár en nú ætlar 4. flokk-
ur drengja í knattspyrnu að taka við
þeim bolta. Viljum við þakka Röft-
unum innilega fyrir vel unnin störf
í gegnum tíðina, við erum þeim afar
þakklát,“ segir Hlédís. „Þá hlakka ég
mikið til að sjá allar sauðaflíkurnar í
garðinum yfir daginn og vona að all-
ir séu um það bil að taka meistara-
stykki af prjónunum því Ístex mun
veita verðlaun fyrir bæði fallegustu
lopaflíkina og frumlegustu lopaflík-
ina,“ bætir hún við.
Sauðamessu lýkur með sauða-
messuballi í Hjálmakletti kl 23 þar
sem Stuðlabandið mun leika fyrir
dansi. „Svo allir fái eitthvað gott í
magann eftir ball fá gestir lifrapylsu-
sneið með sér heim í boði Kjarna-
fæðis. Við viljum viðhalda gleði og
fegurð gesta okkar með járn- og pró-
teinríkri fæðu svo allir vakni hressir
á sunnudagsmorgni, tilbúnir í messu
og lifrapylsan er kjörin til þess,“ seg-
ir Hlédís að lokum.
arg
Sauðamessa um komandi helgi
Lærakappát. Ljósm. úr safni Skessuhorns.