Skessuhorn


Skessuhorn - 04.10.2017, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 04.10.2017, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2017 11 Sex efstu hjá Bjartri framtíð Stjórn Bjartrar framtíðar sam- þykkti á mánudaginn sex efstu á framboðslistum í öllum kjör- dæmum. Í Norðvesturkjördæmi mun skipa efsta sæti listans Guð- laug Kristjánsdóttir sjúkraþjálf- ari, forseti bæjarstjórnar í Hafnar- firði og stjórnarformaður Bjartr- ar framtíðar. Í öðru sæti verður Kristín Sigurgeirsdóttir skólarit- ari í Tónlistarskóla Akraness, Elín Matthildur Kristinsdóttir meist- aranemi í þriðja, Gunnsteinn Sig- urðsson þroskaþjálfi og kennari í fjórða, Ásthildur Ósk Ragnars- dóttir skólaliði og handverkskona í fimmta og Ólína Ingibjörg Gunn- arsdóttir hjúkrunarfræðingur í sjötta sæti. Flokkur fólksins kynnti oddvitaefnin Flokkur fólksins kynnti á laugar- daginn væntanlega oddvita fram- boðslista í öllum kjördæmum fyr- ir komandi alþingiskosningar. Inga Sæland formaður flokksins mun leiða listann í Reykjavíkurkjör- dæmi suður, en Ólafur Ísleifsson hagfræðidoktor í Reykjavík norð- ur. Í Norðvesturkjördæmi mun Magnús Þór Hafsteinsson, rithöf- undur og fyrrverandi þingmaður fyrir Frjálslynda flokkinn, skipa efsta sætið. Í Norðausturkjör- dæmi mun séra Halldór Gunnars- son verða í efsta sæti, Karl Gauti Hjaltason í Suðurkjördæmi og Guðmundur Ingi Kristinsson í Suðvesturkjördæmi. Gylfi hjá Viðreisn Viðreisn stillir upp á lista í öll- um kjördæmum og er búist við að framboðslistar flokksins muni liggja fyrir í lok vikunnar. Gylfi Ólafsson, aðstoðarmaður fjár- málaráðherra, sem skipaði efsta sæti á lista flokksins í Norðvest- urkjördæmi síðast, hefur sóst eftir að skipa áfram oddvitasætið í NV kjördæmi. Önnur framboð Til stóð í gærkvöldi, þriðjudags- kvöld, að uppstillinarnefnd Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í NV kjördæmi legði fram tillögu að lista á fundi með flokksfélög- um í Bjarkalundi í Reykhólasveit. Fundurinn var ekki hafinn þeg- ar blaðið var sent í prentun. Sam- kvæmt óstaðfestum heimildum Skessuhorns átti þar að leggja til að tvö efstu sætin á listanum yrðu skipuð sama fólki og fyrir síð- ustu kosningar, þ.e. Lilja Rafney Magnúsdóttir alþm. í fyrsta sæti og Bjarni Jónsson fiskifræðingur yrði í öðru sæti. Miðflokkurinn, nýtt framboð Sigmundar Davíðs Gunnlaugs- sonar, hefur þegar þetta er ritað ekki staðfest neinn framboðslista á landsvísu. Flokkurinn mun bjóða fram undir listabókstafnum M. Stjórnmálaaflið Dögun, sem boðið hefur fram í síðustu al- þingiskosningum, hefur ákveð- ið að bjóða ekki fram á landsvísu að þessu sinni. „Félagsmenn Dög- unar í einstökum kjördæmum hafa frjálsar hendur um framboð und- ir listabókstaf flokksins. Þrátt fyr- ir þessa niðurstöðu mun Fram- kvæmdaráð Dögunar vera opið fyrir því að ræða um samstarf á grundvelli málefna Dögunar - við þá sem að öðru leyti geta átt mál- efnalega samleið,“ segir í tilkynn- ingu. Loks hefur Alþýðufylkingin ákveðið að bjóða fram í fjórum kjördæmum af sex. Hún mun ekki bjóða fram í Norðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi. „Eins og gefur að skilja er erfitt fyrir flokk, sem hefur ekki launaða starfsmenn, að koma saman framboðslistum þegar fyrirvarinn er jafn stuttur og nú,“ segir í tilkynningu frá Al- þýðufylkingunni sem mun kynna lista sína á næstu dögum. mm Þetta er staðhæft í tillögu að svæðisskipulagi Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar sem birt hefur verið á verkefnisvefnum www.samtakamattur.is. Í tillögunni er sett fram sameiginleg stefna sveitarfélaganna um eflingu atvinnulífs og byggðar með áherslu á nýtingu sérkenna og auðlinda svæðisins. Svæðisskipulagstillagan verður kynnt á opnum fundum í sveitarfélögunum þremur á næstunni: Í Dalabúð, 10. október, kl. 20:00-21:30 Í Reykhólaskóla, 11. október, kl. 17:00-18:30 Í Félagsheimili Hólmavíkur, 12. október, kl. 17:00-18:30 Íbúar sveitarfélaganna og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að mæta. Hægt er að senda inn ábendingar við tillöguna til 28. október 2017. Þær skulu stílaðar á: Svæðisskipulagsnefnd Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, b.t. formanns - Ingibjargar Emilsdóttur, skrifstofu Strandabyggðar, Höfðagötu 3, 510 Hólmavík. Einnig má senda ábendingar með tölvupósti til ingaemils@strandabyggd.is Svæðisskipulagsnefnd Reykhólahreppur Strandabyggð „Hér njótum við hlunninda!“ SK ES SU H O R N 2 01 7 Hér má sjá fimm af sex oddvitum framboðslista Flokks fólksins á landsvísu. Á myndina vantar Ingu Sæland. Ljósm. skjáskot af Sarpi RUV. F.v. Guðlaug Kristjánsdóttir forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði sem leiðir lista Bjartra framtíðar í NV kjördæmi og Kristín Sigurgeirsdóttir skólaritari sem skipar annað sætið. Lilja Rafney Magnúsdóttir mun sam- kvæmt heimildum Skessuhorns áfram skipa efsta sæti á lista VG í Norð- vesturkjördæmi. Til stóð að staðfesta endanlegan framboðslista á fundi í gærkvöldi, sem ekki var ekki hafinn þegar blaðið fór í prentun. Dögun mun ekki bjóða fram á lands- vísu en Alþýðufylkingin í fjórum kjördæmum af sex.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.