Skessuhorn


Skessuhorn - 04.10.2017, Page 28

Skessuhorn - 04.10.2017, Page 28
MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 201728 Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmar 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com SK ES SU H O R N 2 01 7 Sprautu- og bifreiðaverkstæði Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti Þjónustum öll tryggingafélög Borgarness Auka kjördæmisþing Framsóknar í Norðvesturkjördæmi fór fram fyr- ir stuttu síðan. Þar gaf ég ekki kost á mér til áframhaldandi starfa á þingi, að minnsta kosti ekki á næsta kjör- tímabili. Þegar ákvörðun sem þessi er tekin, þá er vel við hæfi að skrifa nokkur orð niður á blað og þakka fyrir það traust sem mér hefur ver- ið sýnt í störfum mínum sem þing- maður. Þingmannsstarfið hefur verið afar lærdómsríkur tími og ég er þakklát fyrir svo margt. Fyrir traustið sem mér hefur verið sýnt, fyrir vináttu- sambönd milli mín og þingmanna í hinum ýmsu flokkum og fyrir þann skóla sem starfið hefur verið. Ég er ekki sammála þeim sem segja að þingmenn séu eingöngu stimpilpúði fyrir ráðuneytin. Þing- menn geta haft áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku um strauma og stefnur ríkisstjórna. Þetta snýst um að undirbúa sig vel, mæta vel og hafa þannig áhrif. Í ríkisstjórnartíð Framsóknar- flokksins fékk ég sæti í Verkefna- stjórn um framtíðarskipan húsnæðis- mála þar sem grunnur var lagður að nýju húsnæðiskerfi. Ég náði í gegn mikilvægum breytingartillögum í almannatryggingakerfinu, í barna- verndarmálum, húsnæðismálunum og barðist gegn matarskatti Sjálfstæð- ismanna, svo að eitthvað sé nefnt. Á síðasta ári samþykktu allir þingmenn tillögu mína um stefnumótun í heil- brigðiskerfinu og sú vinna var komin á fullt innan heilbrigðisráðuneytis- ins og mikilvægt er að sú vinna verði kláruð á nýju kjör- tímabili. Á þessu þingi voru forgangsmálin mín, hús- næðismál og afnám verðtrygging- ar. Þau mál voru bæði tilbúin þeg- ar það slitnaði upp úr þinginu. Auk þessa vann stór hluti þingmannahóps Norðvesturkjördæmis að lagasetn- ingu um Teigsskóg. Ekkert þessara mála komst á dagskrá þingsins fyrir þinglok og er það miður. Ákvörðunin um að gefa ekki kost á mér að þessu sinni, var ekki auð- veld, sérstaklega ekki þar sem ég fékk fjölda áskorana um að gefa kost á mér til áframhaldandi starfa. Ég finn þó að ákvörðunin er rétt við þess- ar aðstæður. Ánægjulegt er að fjöldi frambærilegra einstaklinga hefur gefið kost á sér á lista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi og kosið verð- ur um listann á tvöföldu kjördæmis- þingi sem fram fer næsta sunnudag. Ég óska þeim öllum góðs gengis. Næstu vikur verða notaðar í tíma með fjölskyldu og vinum. Þeim sem hafa verið á hliðarlínunni undanfarin ár og stutt mig til allra verka. Ég er sannur Framsóknarmaður og trúi á gildi Framsóknarflokksins. Þess vegna ætla ég að halda áfram að vinna fyrir flokkinn, þó á öðrum vettvangi, að minnsta kosti um sinn fái ég brautargengi til þess. Ég þakka ykkur enn og aftur það mikla traust sem þið hafið sýnt mér. Það er ómetanlegt. Elsa Lára Arnardóttir - fráfarandi þingmaður Framsóknarflokksins Takk fyrir traustið Þegar maður knýr dyra og óskar inngöngu er það gamall og góður siður að kynna sig. Framsóknarmenn í Norðvest- urkjördæmi blása til kjördæmis- þings þann 8. október nk á Bif- röst þar sem kjósa skal listann sem verður í framboði til alþingiskosn- inga nú í haust. Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til kjörs í 2. sæti á listann. Halla Signý Kristjáns- dóttir heiti ég og er búsett í Bol- ungarvík. Ég er viðskiptafræðingur að mennt auk þess sem ég er með diploma í opinberri stjórnsýslu. Hef starfað við fjölbreytt störf var m.a. bóndi í 10 ár og starfa nú sem fjármálastjóri Bolungarvíkurkaup- staðar, auk þess sem ég hef starfað að félagsmálum. Það sem brennur á í þessu kjör- dæmi eru byggðamálin og jafn- rétti til búsetu, bæði hvað varðar grunnþjónustu eins og heilbrigð- isþjónustu og skóla. Jafna þarf mun á milli svæða hvað samgöng- ur, raforkuöryggi og atvinnumál varðar. Stryrkja þarf stoðir at- vinnulífsins til sjávar og sveita svo tryggt verði í öllum fjórðungum öflugur atvinnuvegur á fjölbreytt- um grunni. Málefnum aldraðra og öryrkja þarf að hlúa að og sem og mannrétt- indum fatlaðra til náms og heil- brigðisþjónustu hvar sem þeir búa á landinu. Ég býð mig fram til heiðarlegr- ar þátttöku í stjórnmálum lands- ins þar sem haft verður að leiðar- ljósi samtal ólíkra aðila og skoð- ana til framfara öllum landsmönn- um. Það verður verkefni komandi kjörtímabils að koma á festu í ís- lenskum stjórnmálum og vinna af heilindum til að auka traust á þeim sem vinna að stefnumótun í íslenskum stjórnmálum. Halla Signý Kristjánsdóttir Bank bank...Kosningahugleiðingar Pennagrein Pennagrein Í störfum mínum sem sveitarstjórn- armaður hefur það kristallast hve háð sveitarfélögin á landinu eru rík- inu með ákvarðanir og samþykktir er snúa að þeim brýnu verkefnum sem nauðsynlegt er að ráðast í til að við- halda nýsköpun og atvinnuþróun á landsvísu. Mikilvægt er að ráðist verði í það að forgangsraða verkefnum sem snúa að því að bæta innviði kjördæmisins svo skilyrði til búsetu og atvinnuupp- byggingar verði ásættanleg. Tryggja þarf rekstrarumhverfi hefðbundinna greina til framtíðar. Huga verður að þeim atvinnugreinum sem eru í örum vexti. Fjárfest hefur verið í um land allt í ferðaþjónustu. Greinin hefur með sínum fjölbreyttu störfum skapað tækifæri til að tryggja byggð og heilsársbúsetu, bætt lífsgæði og búsetuskilyrði ásamt því að vera virk- ur þátttakandi í því að byggja undir afþreyingu og framleiðslu sem bygg- ir á varðveislu og viðhaldi menning- ararfs landssvæða. Nauðsynlegt er að gera gangskör í að tryggja viðunandi samgöngur, fjar- skipti og lagningu 3ja fasa rafmagns. Í allri umræðu um orkuskipti, frekari nýtingu rafbíla, aukið hlutfall end- urnýjanlega orkugjafa til verndunar loftlags og umhverfis til framtíðar þarf að huga að aðgengi og tækifæri einstaklinga og fyrirtækja til að fara í breytingar á orkugjöfum. Hvatinn til þátttöku helgast af þeim aðstæðum sem við búum við. Það er því með öllu ótímabært að knýja á frekari skattheimtu vegna notkunar olíu fyrr en rafmagnsmál landsbyggðarinnar verði færð til nútímans. Sú staðreynd hefur blasað við í tugi ára að ein- fasa rafmagn er aðeins í boði á sumum svæðum. Þau bú sem aðeins hafa einfasa raf- magn skipta enn hundruðum. Síðust ár hefur réttilega verið lögð áhersla á lagningu ljósleiðara. Því hefur öll umræðan um þriggja fasa rafmagn fengið minni áheyrn. Skortur á 3ja fasa rafmagni stendur nýsköpun og atvinnuþróun fyrir þrifum í því að styrkja byggð í landinu. Dýrara er að dreifa orku í dreifbýli. Virðisaukaskattur er lagður ofaná orkuverð og flutning. Það er því aug- ljóst að þeir sem greiða hæsta verðið leggja fleiri krónur í ríkissjóð. Það er sanngirniskrafa að for- gangsverk í byggðastefnu samtímans verði skilvirkari uppbygging ljósleið- ara, 3ja fasa rafmagns og vegasam- gangna á landsbyggðinni. Það mun styðja við vöxt og viðgang atvinnu og búsetu á landsbyggðinni. Undirrituð er hótelstjóri og BA í ferðamálafræði frá Háskólanum á Hólum og óskar eftir að taka 3. – 5. sæti á framboðslista Framsóknar- flokksins í Norðvesturkjördæmi fyr- ir alþingiskosningarnar 28. október 2017. Fyrst og fremst hef ég áhuga á að nýta krafta mína til að vinna að framgangi stefnumála með Fram- sóknarflokknum í þágu kjördæmisins og landsins alls. Guðveig Eyglóardóttir. Höf. er oddviti Framsóknarmanna í sveitarstjórn Borgarbyggðar. Forgangsverkefni Pennagrein Í febrúar síðastliðnum lagði und- irrituð fram fyrirspurn á Alþingi til umhverfis- og auðlindaráð- herra sem sneri að skilgreiningu á auðlindum Íslands og hvaða auð- lindir borga auðlindagjald. Það kom ekki á óvart að af sex skil- greindum náttúruauðlindum er auðlindagjald í formi skattlagn- ingar eingöngu lagt á auðlind- ir sjávar, sbr. lög um veiðigjöld, nr. 74/2012. Í svarinu kom svo fram að náttúruauðlindir landsins eru flokkaðar í sex yfirflokka, eða náttúruauðlindir a) lands, b) hafs, c) stranda, d) vatns, e) orkuauð- lindir og f) villt dýr, þ.m.t. fiskar, fuglar og spendýr. Þessum flokk- um er síðan skipt í fjölmarga und- irflokka. Að mínu mati er sjálfsagt að skattleggja, í hófi, þær atvinnu- greinar sem nýta sér náttúruauð- lindir Íslands, og þá sérstaklega þær auðlindir sem liggja til grund- vallar helstu útflutningsatvinnu- vegum þjóðarinnar, eins og auð- lindir sjávar, stórbrotin náttúra og orkuauðlindir. Þó heyrir maður lítið um að skatt skuli leggja á aðr- Auðlindagjald eða landsbyggðarskattur? Pennagrein ar auðlindir, en á sama tíma heyr- ast stöðugt raddir um að hækka skuli veiðigjöldin ennþá frekar. Nú þegar fiskeldi er að ryðja sér til rúms sem stór atvinnugrein á Íslandi, og þá sérstaklega á Vest- fjörðum og Austfjörðum þar sem ekki hefur verið lokað fyrir mögu- leikann á eldi á þeim landssvæð- um, þá hafa bæði umhverfis- og auðlindaráðherra og sjávarútvegs- ráðherra sagt að þeim finnist eðli- legt að ríkið taki auðlindagjald fyrir þessi takmörkuðu gæði sem örfáir firðir við Íslandsstrendur bjóða upp á, þ.e. að vera það djúp- ir að þeir geti borið fiskeldi. Ég er ekki ósammála því að skoða þurfi skattlagningu á eldi en ég held að það sé kominn tími til að ráðumenn þessa lands fari að opna augun fyrir því hversu land- ið okkar er ríkt af náttúruauðlind- um og endurskoða stefnur varð- andi auðlindagjöld, því ef stefnan er sú að einungis sé horft til skatt- lagningar á sjávarútvegsfyrirtæki og fiskeldisfyrirtæki, þá er alveg eins gott að kalla þessa skattlagn- ingu því nafni sem það er; lands- byggðarskattur. Lilja Sigurðardóttir. Höf. er 2. varaþingmaður Fram- sóknarflokksins í Norðvesturkjör- dæmi og býður sig fram í 2.-3. sæti á lista flokksins í sama kjördæmi fyrir komandi kosningar.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.