Skessuhorn


Skessuhorn - 04.10.2017, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 04.10.2017, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2017 9 væri gagnlegt að halda íbúafund þar sem fólk gæti komið með fyrirspurnir og komið sínum áherslum á framfæri varðandi framtíðarsýn í sorpmálum,“ bætir hún við. arg Samferða Góðgerðarsamtök voru stofnuð á síðasta ári. Markmið þeirra er að aðstoða fólk fjárhags- lega sem orðið hefur fyrir áföllum í lífinu hvort sem þau eru tengd veikindum hjá foreldrum eða börn- um. Verndari samtakanna er séra Vigfús Bjarni Albertsson. „Ef þú veist um einhvern sem þú telur að þurfi aðstoð máttu endilega segja okkur frá viðkomandi með því að senda okkur póst. Stjórnin kemur saman einu sinni í mánuði og vel- ur þá einstaklinga sem hún telur að þurfi á aðstoð að halda og setur sig í samband við þá aðila er málið snertir. Ef þú vilt styrkja okkur þá getur þú t.d. haft samband við þinn banka og fengið hann til að skuld- færa af þínum reikningi einu sinni í mánuði nú eða millifært beint inná okkur sjálfur. Skilaboð okkar til samfélagsins eru skýr: Hver ein- asta króna sem safnast, fer inná við- komandi einstakling eða fjölskyldu. Allt er unnið í 100% sjálfboðavinnu og á hugsun einni. Enginn tilkostn- aður né heldur yfirbygging. Ef ein- hverjar spurningar kunna að vakna, ekki hika við að senda okkur póst,“ segir í tilkynningu. Samtökin má finna á Facebook síðunni Samferða Góðgerðarsamtök. -fréttatilkynning Samferða - Góð- gerðarsamtök Gámaþjónusta Vesturlands ehf. tók við sorphirðu á Akranesi og sorp- móttökustöð Gámu á Höfðaseli fyr- ir um mánuði síðan. Að sögn Lilju Þorsteinsdóttur rekstrarstjóra Gáma- þjónustu Vesturlands ehf. hefur gengið mjög vel að sinna þjónust- unni. „Við erum svo heppin að hafa á að skipa frábæran hópi starfsfólks og okkur hefur verið tekið mjög vel af íbúum Akraness. Fólk er ánægt með bætta þjónustu en við hirðum endur- vinnanlegt efni á tveggja vikna fresti í stað mánaðarlega eins og áður var. Við höfum fengið nokkrar fyrirspurn- ir um hvort verið sé að blanda endur- vinnslu og almennum úrgangi saman í bílinn hjá okkur en það er misskiln- ingur sem okkur er mikið í mun að leiðrétta. Þjónustunni er sinnt á tví- skiptum bíl sem þýðir að viðkom- um á hvern stað fækkar þar sem báð- ar tunnurnar eru teknar í einu, í sitt- hvort hólfið í bílnum. Þetta þýðir að sjálfsögðu umhverfisvænan ávinn- ing með minnkun á útblæstri og hag- kvæmni í sorphirðu,“ segir Lilja. Allt endurvinnsluefni er sent suður í móttökustöð Gámaþjónustunnar hf. í Berghellu þar sem það er flokkað í sundur eftir tegundum og flutt áfram til endurvinnslu erlendis. „Við hvetj- um fólk eindregið til að halda áfram að vera duglegt að flokka og munum við birta magntölur á vef Akranes- kaupstaðar svo fólk geti fylgst með þróuninni, bæði hvað varðar sorp- magn í Gámu og eins sorphirðu frá íbúum. Það virðist töluverð aukning vera á sorpmagni en það hefur verið í nógu að snúast í Gámu undanfarnar vikur. Ég vil nota tækifærið og minna fólk á klippikortið þegar það kemur til okkar og eins á breyttan opnunar- tíma en nú er opið frá kl. 10:00-18:00 alla virka daga og frá kl. 10:00-14:00 á laugardögum,“ segir Lilja. „Við stefnum á að að gefa út kynn- ingarbækling um áramót og jafnvel Tvískiptur sorphirðubíll er umhverfisvænni leið við sorphirðu Gámaþjónusta Vesturlands notar tvískiptan bíl í þjónustu sinni. Með honum er hægt að taka bæði endurvinnanlegt efni og almennt sorp í sömu ferðinni án þess að blanda því saman í bílnum..

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.