Skessuhorn


Skessuhorn - 04.10.2017, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 04.10.2017, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 201730 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. „Hvað finnst þér vera það besta við haustið?“ Spurni g vikunnar (Spurt í Ólafsvík) Ólafur H. Steingrímsson Fallegir litir í náttúrunni. Elsa Bergmundsdóttir Að það sé farið að skyggja og orðið svo „kósý“ og allt komið í rétta rútínu aftur. Heiðar Magnússon Að það styttist í jólin og vertíðin á sjónum að byrja. Vigfús Kristin Vigfússon Bara að hafa gaman og vera mik- ið úti. Síðastliðið laugardagskvöld hélt meistaraflokkur Víkings í knatt- spyrnu lokahóf sitt. Fyrr um dag- inn mátti liðið sætta sig við jafnt- efli í lokaleik sumarsins og fer nið- ur um deild ásamt nágrönnum sín- um á Akranesi. Hófið var haldið á heimili Jónasar Gests Jónassonar formanns. Á hófinu var sumarið gert upp, enda engin ástæða til annars en gera sér glaðan dag þó liðið hafi kannski ekki endað þar sem það ætlaði. Lið- ið sló stigamet sitt í efstu deild, með 22 stig í sumar. Veittar voru viður- kenningar og var Christian Mart- inez valinn leikmaður ársins hjá fé- laginu annað árið í röð, fyrirliðinn Guðmundur Steinn Hafsteinsson var markahæstur í liðinu og efni- legasti leikmaðurinn var Leó Örn Þrastarson. Pape Mamadou Faye og Christian Martinez spiluðu sína 50. leiki í sumar fyrir Víking Ó og fengu þeir afhent 50 leikja merki KSÍ á lokahófinu. Guðmundur Steinn Hafsteinsson spilaði 100. leikinn sinn á tímabilinu fyrir fé- lagið og fékk 100 leikja merki KSÍ afhent við þetta sama tækifæri. Al- freð Már Hjaltalín fékk einnig merki KSÍ en hann lék sinn 200. leik með félaginu á tímabilinu. Á lokahófinu tilkynnti Jónas Gestur Jónasson formaður knatt- spyrnudeildar Víkings að hann myndi stíga til hliðar. Jónas Gestur hefur starfað að knattspyrnumálum í Ólafsvík frá árinu 2001 þegar hann tók að sér knattspyrnudeildina þá leikmaður og var hann spilandi for- maður til ársins 2005 og formaður eftir það. Jónas Gestur ásamt öðr- um stjórnarmönnum og öðru að- stoðarfólki hefur unnið mikil og góð störf fyrir Víking á þessu tíma- bili. Nýr formaður var kynntur á lokahófinu, en Jóhann Pétursson tekur við af Jónasi Gesti. Með Jó- hanni í stjórn sitja reynsluboltar sem unnið hafa að knattspyrnu- málum af miklum eldmóð: Hilm- ar Hauksson, Kristmundur Sumar- liðason, Gunnar Helgi Baldursson og Atli Már Gunnarsson. þa Ný forysta kynnt á lokahófi Víkings Ólafsvík Jónas Gestur Jónasson fráfarandi formaður knattspyrnudeildar Víkings, Christian Martinez, leikmaður ársins, Leó Örn Þrastarson, efnilegasti leikmaður Víkings 2017 og Guðmundur Steinn Hafsteinsson, markahæsti leikmaður liðsins. Alfreð Már Hjaltalín fékk merki KSÍ fyrir 200 spilaða leiki með Víkingi Ó, Pape Mamadou Faye fékk merki KSÍ fyrir 50 spilaða leiki með liðinu, Christian Martinez merki KSÍ fyrir 50 spilaða leiki og Guðmundur Steinn Hafsteinsson merki KSÍ fyrir 100 spilaða leiki með liðinu. Dregið var í 32 liða úrslitum Malt- bikars karla í körfuknattleik í síðustu viku. Alls voru 34 lið skráð til leiks og því var dregið í forkeppni samhliða. Þá eru fjögur neðri deildar lið dregin út og munu keppa um tvö laus sæti í næstu viku. Þrjú Vesturlandslið eru skráð til leiks í bikarkeppninni að þessu sinni; ÍA, Skallagrímur og Snæfell. Þegar dregið var upp úr pottinum varð ljóst að ÍA mætir úrvalsdeildarliði Hattar á Akranesi, Skallagrímur heimsækir 2. deildar liðið Njarðvík B og Snæfell heimsækir 3. deildar lið Álftaness. Allir leikirnir í 32 liða úrslitum Maltbikarsins fara fram dagana 14. til 16. október næstkomandi. kgk Skallagrímur mætti Keflavík þegar leikið var um meistara meistaranna í körfuknattleik kvenna á sunnu- dag. Leikurinn fór fram í Keflavík. Heimaliðið vann tvöfalt á síðasta tímabili en Skallagrímur hlaut silf- urverðlaun í bikarkeppninni. Íslands- og bikarmeistarar Kefla- víkur höfðu undirtökin í leiknum frá því snemma í fyrsta leikhluta. Heimakonur slökuðu hvergi á og héldu Skallagrímskonum í skefj- um allan leikinn. Fór svo að lokum að Skallagrímsliðið varð að játa sig sigrað með 20 stigum, 93:73. Cameron Tyson-Thomas átti stórleik fyrir Skallagrím, skoraði 25 stig og reif niður 18 fráköst. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var með 15 stig, 8 fráköst og 5 stolna bolta og Jóhanna Björk Sveinsdóttir var með 14 stig og 7 fráköst. Hjá Keflavík skoruðu þær Birna Valgerður Ben- ónýsdóttir og Emelía Ósk Gunn- arsdóttir 18 stig hvor og Brittany Dinkins var með 16 stig, 9 stoð- sendingar og 6 fráköst. Í karlaflokki áttust við KR og Þór Þorláksson og endaði sú viðureign með sigri Þórs, 90:86. kgk Keflavík er meistari meistar- anna í kvennaboltanum Síðastliðinn laugardag fór fram uppskeruhátíð meistaraflokka ÍA og 2. flokks karla og kvenna. Hátíðin var haldin á Gamla Kaupfélaginu og var með hefðbundnu sniði með borðhaldi og skemmtiatriðum í boði flokkanna. Hápunktur kvölds- ins var að vanda þær fjölmörgu við- urkenningar sem veittar eru á loka- hófinu. Albert Hafsteinsson, Gylfi Veig- ar Reykfjörð Gylfason, Helga Sjöfn Jóhannesdóttir og Þórður Þor- steinn Þórðarson fengu viðurkenn- ingu fyrir að hafa leikið 100 leiki fyrir meistaraflokk. Hallur Flosason fékk viðurkenningu fyrir 150 leiki, Árni Snær Ólafsson og Ólafur Val- ur Valdimarsson fyrir 200 leiki og Arnar Már Guðjónsson fékk við- urkenningu fyrir að hafa leikið 300 leiki fyrir meistaraflokk. Bergdís Fanney Einarsdóttir var valin besti leikmaður meistaraflokks kvenna og Fríða Halldórsdóttir efnilegust. Arnar Már Guðjónsson var valinn besti leikmaður meistara- flokks karla og Steinar Þorsteinsson þótti efnilegastur. Bergdís og Arn- ar fengu einnig viðurkenningar sem bestu leikmenn meistaraflokkanna að mati stuðningsmanna ÍA. Í 2. flokki kvenna var Hrafnhild- ur Arín Sigfúsdóttir valin best og Karen Þórisdóttir efnilegust. Eva María Jónsdóttir fékk TM-bikar- inn, sem veittur er fyrirmyndar- leikmanni ársins. Í 2. flokki karla var Guðfinnur Þór Leósson best- ur, Sigurður Hrannar Þorsteinsson efnilegastur og Atli Teitur Brynjars- son hlaut Kiddabikarinn sem fyrir- myndarleikmaður ársins. Dómarar ÍA hluti einnig viður- kenningar á lokahófinu. Ívar Orri Kristjánsson var valinn besti dóm- arinn, Sveinn Þór Þorvaldsson verðmætasti dómarinn og Valgeir Valgeirsson fékk heiðursverðlaun KDA. Adolphsbikarinn, veittur besta dómara yngri flokka að mati þjálfara, kom í hlut Sveins Þórs Þorvaldssonar. Að lokum var nokkur veittur sér- stakur þakklætisvottur fyrir óeigin- gjarnt starf í þágu félagsins. Meist- araflokkur karla færði Katrínu Leifs- dóttur sérstakar þakkir fyrir matseld fyrir þá eftir leiki. Meistaraflokkur kvenna færði Erni Arnarsyni þakk- ir fyrir mikið og óeigingjarnt starf við útsendingar frá leikjum þeirra í sumar. Þá fékk Sigrún Ríkharðs- dóttir viðurkenningu sem öflugasti stuðningsmaðurinn. kgk Bergdís og Arnar valin best á lokahófi ÍA Þau voru valin best og efnilegust í meistaraflokkum kvenna og karla. F.v. Fríða Halldórsdóttir, Steinar Þorsteinsson, Bergdís Fanney Einarsdóttir og Arnar Már Guðjónsson. Ljósm. gbh. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og liðsfélagar hennar í Skallagrími þurftu að játa sig sigraðar í leiknum um meistara meistaranna. Ljósm. úr safni/ jho. Dregið í Maltbikarnum Indriði Viðar Sjóbirtingsveiði.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.