Skessuhorn


Skessuhorn - 04.10.2017, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 04.10.2017, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 201726 Í síðustu viku afhenti Lionsklúbb- ur Ólafsvíkur, Grunnskóla Snæ- fellsbæjar formlega að gjöf sex hefilbekki sem klúbburinn gaf skólanum fyrr á þessu ári. Hefil- bekkirnir munu nýtast skólanum vel og eru nemendur byrjaðir að nota þá. Í sumar var aðstaða til smíðakennslu í Grunnskóla Snæ- fellsbæjar stórlega bætt. Kennslu- rýmið var endurskipulagt, málað og keyptir nýir hefilbekkir og eru þeir tólf talsins, en eins og áður segir gaf Lionsklúbbur Ólafsvíkur helming þeirra. þa Lionsmenn færðu grunnskólanum hefilbekki „Ég sá auglýst konukvöld hjá Skot- félagi Snæfellsness sem mig langaði að fara á og dró vinkonu mín með mér. Bæði Eymar maðurinn minn og Guðmundur Andri bróðir minn eru refaskyttur og vinna saman í því,“ segir Dagný Rut Kjartansdóttir í Grundarfirði. Dagný tók vel á móti blaðamanni sem knúði dyra á hlý- legu og fallegu heimili hennar. Snot- ur listaverk með fæðingardögum og nöfnum barna Dagnýjar, grípa strax augu gestsins. „Vinkona mín mál- aði þetta og gaf þeim öllum í skírn- argjöf,“ útskýrir Dagný og brosir. Við setjumst niður með kaffibolla við annan enda borðstofuborðsins, við hinn endann eru skólabækur og far- tölva þar sem Dagný hafði verið að læra, en hún er leggur stund á fjar- nám í kennslufræðum frá Háskóla Ís- lands. Úti í horni bærir veiðihundur heimilisins aðeins á sér þar sem hann sefur í bælinu sínu. „Hann er þreytt- ur eftir nóttina. Eymar vinnur stund- um á næturnar við að halda refnum í skefjun og hundurinn hjálpar honum. Þeir voru einmitt að vinna í nótt,“ segir Dagný og brosir. Sýndi öllum hversu góð hún er Umrætt konukvöld hjá skotfélag- inu var í ágúst fyrir rúmu ári. „Við fengum að prófa nokkrar tegundir af byssum og ég fann strax hvað mér þótti þetta spennandi og skemmti- legt. Ég fann reyndar líka að ég gæti kannski bara orðið nokkuð góð í þessu,“ segir Dagný og hlær. Í sept- ember í fyrra keppti Dagný svo á sínu fyrsta móti. „Ég keppti á 22 kalíbera riffli í kvennaflokki og varð í fyrsta sæti,“ segir Dagný. Hún lét ekki þar við sitja og hefur verið dugleg að keppa eftir það og alltaf hafnað á verðlaunapalli. „Ég keppti á 17. júní móti í sumar. Aðstæður voru nokk- uð krefjandi og mikið rok en mér gekk vel og varð í öðru sæti. Svo tók ég þátt í Hunter Class móti þar sem við vorum að skjóta úr stórum riffl- um en ég hafði bara einu sinni skot- ið úr svoleiðis riffli fyrir þetta mót og aðstæður voru líka nokkuð krefj- andi og mikið rok en mér gekk líka vel á því móti og varð í fyrsta sæti.“ Dagný hefur aðeins fylgst með mót- um hjá öðrum félögum og sá aug- lýst opið mót á Akureyri en á opnu móti meiga félagsmenn annarra fé- laga einnig taka þátt. „Mig lang- aði að prófa að fara annað að keppa svo ég skráði mig á það mót. Ekki voru nógu margar konur skráðar til að hafa sérstakan kvennaflokk svo ég keppti með körlunum. Ég var ekki bjartsýn á verðlaunasæti á því móti, ekki þegar ég sá öllu þessi stóru nöfn á þekktum mönnum í þessari íþrótt,“ segir Dagný. „Ég kom sjálfri mér, og örugglega flestum öðrum, á óvart þegar mér gekk svo bara rosalega vel og varð í þriðja sæti. Ég held að þá hafi fólk virkilega tekið eftir því að ég er bara nokkuð góð,“ bætir hún við og hlær. Hvetur konur að vera óhræddar við að prófa Þær eru ekki margar konurnar í þess- ari íþrótt og segir Dagný þær eig- inlega vera of fáar. „Við erum ekki margar virkar hér á Snæfellsnesi og ég held að það sé svipað í mörgum öðrum félögum. Það væri frábært að fá fleiri konur og ég hvet allar sem geta til að vera óhræddar við að koma og prófa, konukvöldin eru t.d. mjög góð til þess. Þetta er alls ekki bara fyrir karla og konur ráða vel við þess- ar byssur líka,“ segir Dagný og bæt- ir því við að íþróttin sé alls ekki lík- amlega erfið. „Það eru held ég marg- ir hræddir við höggin frá byssunni og sjá fyrir sér marðar axlir. En þetta er alls ekki svoleiðis, það á bara við um haglabyssur. Við erum mest að skjóta úr rifflum. Riffillinn er látinn standa á borði og skyttan situr í sæti og mið- ar. Þetta er ekki flóknari en svo. Ef ég get þetta geta það allir, ég er mik- ið bakveik og tvíspengd í baki,“ segir Dagný. „Það sem þarf í þessari íþrótt er rosaleg nákvæmni, mikil einbeit- ing og að hafa góða öndun. Það þarf ekki einu sinni að vera með rándýr- ar byssur. Ég hef verið að skjóta úr ódýrri 22 kalíbera byssu sem tengda- pabbi minn á,“ bætir hún við. Æfir ekki mikið „Ég hef ekki mikinn tíma fyrir æf- ingar á milli móta. Ég hef ekki enn fengið byssuréttindi og má því ekki æfa ein og þarf alltaf að taka Eymar, manninn minn með mér á æfingar, og þá auðvitað börnin líka. Það get- ur verið krefjandi að finna tíma fyrir okkur öll að fara upp á skotsvæði að æfa og svo að æfa með börnin með, svo ég fer ekki oft,“ segir Dagný að- spurð hvort það krefjist ekki mikill- ar æfingar að ná þetta góðum árangri í íþróttinni. „Þetta breytist vonandi fljótlega en ég var að klára byssu- prófið og er núna að bíða eftir nið- urstöðum. Ef ég hef náð prófinu get ég farið ein upp á svæði til æfinga og þá verður auðveldara að fara oft- ar.“ Dagný hefur ekki tekið ákvörðun um hvenær hún keppir næst en hún ætlar vissulega að halda áfram í þess- ari íþrótt eins og hún getur. „Það eru ekki mörg mót yfir veturinn hjá okk- ur því við erum ekki með inniaðstöðu ennþá. Hún er í byggingu og verð- ur með upplýstri braut. Ég veit samt ekki hvenær það verður tilbúið. Við verðum samt með afmælismót núna þriðjudaginn 10. október þar sem skotið verður með haglabyssum á leirdúfur. Ég hef ekki ákveðið að taka þátt í því móti, riffillinn er meira mín byssa heldur en haglabyssan,“ segir Dagný að endingu. arg/ Ljósm. úr einkasafni. Ég kom mér sjálfri mest á óvart Rætt við Dagnýju Rut Kjartansdóttur skyttu með meiru Dagný Rut lenti í fyrsta sæti á sínu fyrsta móti og fékk einnig byrjandaverðlaun. Dagný Rut Kjartansdóttir byrjaði í skotfimi í ágúst í fyrra og hefur verið dugleg að keppa á mótum síðasta árið og alltaf lent á verðlaunapalli. Dagný Rut á konumóti núna í ár. Á meistaramóti á Akureyri í sumar varð Dagný í þriðja sæti. Dagný Rut og Guðmundur Andri unnu bæði sína flokka á Hunter Class móti í sumar. Á myndinni er Andri Snær, sonur Dagnýjar, á milli systkinanna.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.