Hlynur - 15.02.1978, Blaðsíða 3

Hlynur - 15.02.1978, Blaðsíða 3
HLYNUR 1. tbl. 26. árg. 1978 starf í 20 ár Otgefendur: LÍS og NSS Útgáfustjórn: Reynir Ingibjartsson, ábm., Guðmundur R. Jóhannsson. Bryndís Elíasdóttir, Gunnar Sigurðsson, Pálmi Gfslason. Afgreiðsla: Hamragarðar, Hávallagötu 24 sími 21944. Umbrot og myndataka: Repró s.f Setning og offsetprentun: Formprent s.f. Forsíðumynd: Kappinn Hort skipuleggur peðasókn gegn Pálma Gíslasyni í Samvinnubankanum og svo fór, að Pálmi varð að láta í minni pokann. Eins fór fyrir Ómari Kristjáns- syni t. v. og Hauki Halldórs- syni t. h. við Pálma. Myndin er tekin af Kristjáni P. Guðnasyni á fjöltefli Skákklúbbs Hamragarða í samkomusal Samvinnubankans 23. febr. sl. Nemendasamband Samvinnuskólans hefur á þessu ári starfað í 20 ár. Nemendasambönd hafa verið stofnuð við ýmsa skóla, en ekkert þeirra hefur starfað af jafn miklum þrótti og á jafn skipulegan hátt og NSS. Pað, að flestir félaganna hafi notið þeirrar ánægju að dvelja um tveggja vetra skeið saman í skóla að Bifröst, þeim fagra stað, er ekki næg skýring á þessu. Hvar er þá skýringa að leita? Skýringin hlýtur að vera í anda skólans. Samvinnuskólinn er sérstæðut í því tilliti, að hann er ekki aðeins grjótharður verslunarskóli, þar sem fólki er kennt að græða sem mest á sem skemmstum tíma, heldur er hann hluti hugsjónahreyfingar, sem í eðli sínu er róttæk jafnréttishugsjón, þar sem kaupmennskan er aðeins einn liðurinn, rekinn í þeim tilgangi, að bæta kjör fólksins. Nú er ekki því að leyna, að á margan hátt liggur samvinnuhreyfingin vel við höggi gagnrýnenda, en þá verður að skilja á milli jákvæðrar og nei- kvæðrar gagnrýni. Samvinnuskólamenn vilja gagnrýna jákvætt og stuðla að framgangi samvinnuhreyfingarinnar. En Samvinnuskólinn, sem á þessu ári er 60 ára, er einn af hornsteinum samvinnumanna. Par á ekki aðeins að kenna þau fræði, sem þegar verða í askana látin, heldur á þar að laga þau vopn og hvessa, sem nota skal í sókn og vörn. Par á að ala upp það fólk, sem öðrum fremur skal verða málsvarar félagshyggju og jafnréttis, það fólk sem gert hefur sér grein fyrir heiminum umhverfis okkur, hvar skóinn kreppir og hverra úrræða á að leita. Pað er yfirlýst stefna NSS, að þroski félagshyggjunnar hljóti að vera grundvallarmarkmið skólans. Á þeim grundvelli vill NSS verða skólanum sem bestur bakhjarl, ekki aðeins með þátttöku í skólanefnd, sem er svo sjálfsagt mál, að ekki ætti að þurfa að ræða frekar, heldur að veita kennurum og nemendum skólans þá aðstoð, sem unnt er á öllum sviðum. Pessi skoðun er undirstrikuð mjög rækilega í viðtali við formann NSS, sem birtist hét í blaðinu. NSS og LÍS hafa starfað saman að Hamragörðum, útgáfu Hlyns og nú ættu þessi samtök að taka höndum saman um málefni Samvinnuskólans. Aðstöðuna að Bifröst þarf að nýta sem best til fræðslu samvinnumanna. Pó gott sé að kunna á mál og vog, er ekki síðra að kunna til verka á akri félagshyggjunnar. Guðmundur R. jóhannsson. HLYNUR3

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.