Hlynur - 15.02.1978, Blaðsíða 23

Hlynur - 15.02.1978, Blaðsíða 23
til Osló um Austurdal. Síðan um Guðbrandsdal í Romsdal og þaðan til Þrándheims — 9 daga ferð. Fararstjóri verður væntanlega Jónas Jónsson, ritstjóri. Umeá — 28. júlí til 7. ágúst. Þriðja ferðin verður svo til Umea í Norður-Svíþjóð, en sú borg er litlu sunnar er Luleá, áfangastaður samvinnustarfsmanna tvö sl. sumur. Farið verður frá Keflavík kl. sex að morgni föstudagsins 28. júlí og flogið til baka frá Umeá aðfarar- nótt mánudagsins 7. ágúst kl. tvö að sænskum tíma, en þann dag er frídagur verslunarmanna. Frá Umeá verða einnig skipu- lagðar tvær tjaldferðir. Verður önn- ur til Finnlands og farið með ferju til Vasa og síðan um þvert Mið- Finnland til Helsinki og Turku og ekið með vesturströndinni til baka um Vasa til Umeá — 7 daga ferð. Fararstjóri í þessari ferð verður Rorgþór S. Kjærnested fréttamaður, sem lengi dvaldist í Finnlandi. Hin ferðin verður í norðurátt, allt til Kiruna og Narvik og þaðan niður á sænsku ströndina í Piteá, þar sem væntanlega verður notið sjávar og sólar — 8 daga ferð. Fararstjóri verður Karl Jeppesen kennari, sem var einmitt fararstjóri á svipuðum slóðum í ferð sam- vinnustarfsmanna sl. sumar. Flugfargjald og ferðakostnaður ®tlendis. Flugfargjöld án flugvallarskatts verða þessi: Málmey kr. 49.900,00 Þrándheimur — 47.000,00 Umeá — 48.000,00 Áætlað hafði verið sl. haust, að verð á flugfari yrði í kringum 40 þúsund krónur, en því miður hefur verðbólga og gengisfelling séð fyrir því, að sú áætlun stóðst ekki. Þó er hér um mjög hagstæð fargjöld að ræða, sem ekki munu breytast úr þessu. Rétt er að taka það fram, að þessi fargjöld gilda fyrir félags- menn í aðildarfélögum LÍS. Börn, 2ja til 12 ára, fá 50% afslátt og fyrir yngri börn er aðeins greiddur flugvallarskattur. Þá verður veittur afsláttur fyrir börn í skoðunarferðum erlendis. Skoðunarferðirnar hafa ekki enn verið verðlagðar nákvæmlega, en gera má ráð fyrir, að þær kosti að jafnaði um 70 sænskar kr. á dag fyrir einstakling, þó mismunandi eftir einstökum ferðum. Innifalið er: rúta, ferjur, tjaldstæði og farar- stjórn. Ferðirnar á að greiða í er- lendri mynt, en á móti kemur að farþegar í þessum ferðum fá fullan gjaldeyrisskammt. Félagar í LÍS og NSS hafa for- gang til 15. apríl n. k. Byrjað var að taka niður pantan- ir 15. febrúar sl. og félagsmenn í aðildarfélögum LÍS hafa forgang að sætum til 15. apríl n. k. Hið sama gildir um félagsmenn í NSS, en nemendasambandið hefur samið um sæti í þessum ferðum fyrir félagsmenn sína á sama hátt og á sl. sumri. Það er ástæða til að hvetja fólk til að panta sem fyrst, því eftir 15. apríl getur svo farið, að óseld- um sætum verði ráðstafað til stærri hóps í einu og því uppselt í ferðina. Nauðsynlegt er að stað- festa pöntun með 15 þúsund króna innborgun fyrir 15. apríl n. k. til Samvinnuferða. Tekið verður á móti pöntunum hjá Samvinnuferðum, Austurstræti 12, sími 27077 og hjá skrifstofu LÍS í Hamragörðum, Hávallagötu 24, sími 21944. Umsjón með bók- unum hjá Samvinnuferðum mun Auður Björnsdóttir hafa. Sauna og sól í Finnlandi.

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.