Hlynur - 15.02.1978, Blaðsíða 7

Hlynur - 15.02.1978, Blaðsíða 7
 [• n H ~ f * * v ** , j % ■: * , i Á stofnfundi félags lífeyrisþega I Hamragörðum. F. v. og áfram hringinn: Sigurður Þórhallsson, Ágústa Rafnar, Björn Gunnarsson, Þórey Helgadóttir, Regína Guðjónsdóttir, Hermann Þorsteinsson, Hafliði Guðmundsson, Þórður Magnússon, Á ■,'nr>a Guðmundsdóttir, Sveinn Guðmundsson, Hallgrímur Sigtryggsson, Gunnar Grímsson, form.; Geir Magnússon, Sigur- 9eir Stefánsson, Úlla Árdal, Sigríður Einarsdóttir og Björg Ágústsdóttir. Pann 18. febrúar sl. var stofnað i Hamragörðum, félag lífeyrisþega í lífeyrissjóðum samvinnufélaganna. Tæpu ári áður hafði verið haldinn á sama stað, umræðu- og könnunar- fundur um stofnun slíks félags, þar sem undirtektir voru jákvæðar og í framhaldi af því hafði sam- bandsstjórn LÍS og síðar þing LÍS sl. haust, hvatt til að lífeyrisþeg- arnir innan samvinnuhreyfingarinn- ar stofnuðu með sér félag. 1 undirbúningsnefnd fyrir þenn- an fund voru þeir, Geir Magnússon, Gunnar Grímsson og Sigurður Pór- hallsson, en mest mæddi undir- búningsstarfið á Geir. Var öllum lífeyrisþegum í Reykjavík sent til að byrja með bréf, þar sem m. a. var leitað álits þeirra á stofnun slíks félags. Voru undirtektir mjög jákvæðar. Á stofnfundinum mættu svo 18 manns, þar af tveir fulltrúar frá Akureyri, þau Hafliði Guð- mundsson frá lífeyrisþegum í Líf- eyrissjóði verksmiðja Sambandsins á Akureyri og Olla Árdal frá líf- eyrisþegum í Lífeyrissjóði KEA. Fundarstjóri á stofnfundi var Sigurður Pórhallsson, formaður LlS, en Geir Magnússon, framkvæmda- stjóri og fulltrúi samvinnustarfs- manna í Lífeyrissjóði SfS, kynnti drög að samþykktum fyrir félagið. Pá gerði Hermann Porsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs SÍS, grein fyrir starfsemi sjóðsins og svaraði fyrirspurnum. Fyrsti formaður þessa nýja fé- lags var kjörinn, Gunnar Grímsson, fyrrum starfsmannastjóri Sambands- ins og önnur í stjórn þau, Sveinn Guðmundsson, Anna Guðmunds- dóttir, Björg Ágústsdóttir og Haf- Iiði Guðmundsson, en í varastjórn þau, Olla Árdal og Hallgrímur Sigtryggsson. f fyrstu samþykktum félagsins segir m. a., að nafn þess sé: Félag lífeyrisþega í lífeyrissjóðum sam- vinnufélaganna, skammst. FLS. Rétt til inngöngu hafa allir, sem eiga lífeyrisréttindi sín hjá lífeyris- sjóðum Sambandsins og samvinnu- félaganna og eru byrjaðir að veita móttöku greiðslum úr þeim sjóðum. Um tilgang og verkefni þessa félags vísast frekar til viðtala við þá Gunnar Grímsson og Geir Magnússon í þessu blaði, en það var samhljóða álit allra, sem mættu á þennan fund, að þessa félags biðu mikil verkefni og brýn. Sam- þykkt var, að allir, sem gengu í félagið fyrir 1. maí n. k. teldust stofnfélagar. Nú munu vera starfandi tvö slík félög hér á landi, þ. e. innan Starfsmannafélags ríkisstarfsmanna og hjá símamönnum. Annars staðar á Norðurlöndum eiga lífeyrisþegar með sér sterk og fjölmenn samtök. Hinu nýja félagi er hér með óskað alls velfarnaðar með von um að því auðnist að leggja steina í þann varnarmúr, sem brýn þörf er á að reisa til varnar hagsmunum lífeyrisþeganna í þessu landi á tímum óðaverðbólgu. — R. I. HLYNUR 7

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.