Hlynur - 15.02.1978, Blaðsíða 18

Hlynur - 15.02.1978, Blaðsíða 18
Sveinbjörg Guðmundsdóttir heit- ir hún og hefur unnið hjá SÍS í tíu ár. Undanfarið hefur hún verið í ritnefnd Hlyns, en þar sem hún er hætt þar og hætt störfum hjá Sambandinu, tökum við Svein- björgu tali. Hún fer ekki með hávaða, en verkin eru drjúg og hafi einhver komið frá LÍS eða NSS og beðið hana um vélritun, var ekki nei í Sveinbjargar munni. Ættuð er Sveinbjörg af Snæfells- nesi og úr Borgarfirði og mun skyld Reyni Ingibjartssyni. Fyrstu kynni mín af Reyni voru þau, að vorið 1967, skömmu eftir að ég fór að vinna hjá Sambandinu, leysti ég Ásthildi Tómasdóttur af í fríi og þá bað Gunnar Grímsson mig um að vélrita bréf til Reynis, sem þá var í London að ljúka námi. I bréfi sínu benti Gunnar Reyni á, að hann þyrfti að huga að vinnu, þar sem hann færi að koma heim. I svarbréfi sínu man ég að Reynir sagðist vera svo mikill sveitamaður í sér, að hann vildi helst vinna úti á landi, og það gerði hann raunar fyrst. Annars vann ég í Sjávarafurða- deild og þar vinna að jafnaði um 20—30 manns, en ég vann líka í öðrum deildum tíma og tíma og hef alls unnið í fjórum deildum hjá SlS. En langbestur andinn fannst mér í Sjávarafurðadeild og yndislegir vinnufélagar. Húsbænd- urnir þar voru líka sérstakir, að mínum dómi, þeir Guðjón og Sig- urður. Pað er ekki öllum gefið að vera bæði góðir vinir þess fólks, sem þeir stjórna og einnig góðir stjórnendur, en þessum tveimur mönnum tókst að sameina þetta tvennt með ágætum, og átti það ekki hvað síst þátt í því, að skapa þann góða anda og þá góðu sam- vinnu, sem í þeirri deild ríkir. En það er nú e'ins og að fara í geitarhús að leita ullar að tala við mig fyrir Hlyn. Ég hef að vísu alltaf haft áhuga fyrir félagsstarfi, en sjaldnast haft aðstöðu til að sinna þeim áhuga neitt að ráði. En félagsstarf er í raun miklu meira en aðeins fundarseta. Starf fyrir og eftir fundi er oft aðalstarfið og varð ég því mjög ánægð, þegar Sveinbjörg Guðmundsdóttir. Líf og fjör í Sjávar afurðadeild Rætt við Sveinbjörgu Guðmundsdóttur Reynir fór að koma til mín með sitthvað, sem þurfti að gera fyrir starfsmannafélagið. Pannig tókst mér að styðja þá, sem í eldlínunni voru. Ég tel það skyldu allra, sem í félögum eru, að styðja við for- ystumenn sína eftir bestu getu, því þeir eru jú að vinna fyrir fólkið, en því miður er þetta nokkuð, sem margir eiga erfitt með að skilja. Húsbændur mínir tóku þessu auka- snatti mínu mjög vel, enda vona ég, að það hafi aldrei bitnað á aðalstarfinu. Vinnufélagar mínir voru líka margir hverjir menn, sem höfðu tekið þátt í félagslífi og vissu því hvað þessi þáttur er nauðsynlegur. Ég fann samt oft fyrir því, hversu áhugi starfsmannanna var skammarlega lítill, því það voru stundum ekki nema tveir eða þrír í hverri deild, sem sinntu því nokk- uð. Starfsmannafélagið hefur að mínum dómi unnið vel fyrir sitt fólk og hrint í framkvæmd miklum hagsbótamálum fyrir sína félags- menn, og má þar t. d. nefna, orlofs- húsin, starfsmannaverslunina, o. fl. o. fl. Pað er ósköp þægilegt, að taka á móti þessu, þegar aðrir hafa hrint því í framkvæmd, en þegar eitthvað á að leggja að sér fyrir það, þá er annað hljóð í strokknum. Alltaf var skemmtilegt að vinna í Sjávarafurðadeild, en þó eru mér minnisstæðir tveir menn, sem sér- staklega lífguðu upp á mannskap- inn, en það voru þeir Birgir Hall- dórsson og Porsteinn Máni Árna- son. Porsteinn var óhemju lifandi og alltaf eitthvað að gerast um- hverfis hann. Ég man eftir einni veislu, sem Porsteinn stóð að mestu fyrir. Pá bárum við Porsteinn alla setustóla á I. hæð upp í matsal. Pað er eitthvert mesta erfiði, sem ég hef lent í, en veislan var mjög skemmtileg og endaði suður í Skip- hól í Hafnarfirði. Porsteinn stóð einnig fyrir skemmtilegustu veisl- unni, sem við í deildinni héldum, og átti nú að verða árviss viðburð- ur, en varð samt aldrei nema þessi eina. I þeirri veislu voru eingöngu fiskréttir á borðum, djúpsteiktur fiskur, humar, rækjur og hörpu- diskur. Porsteinn flutti þar frum- samda drápu man ég. Á þeim árum var það frægt um allt hús, hversu gaman væri í Sjávarafurðadeild, og mér. er ekki grunlaust um, að sumir hafi öfundað okkur af Porsteini Mána. Pað þótti líka sjálfsagt, að eitt stórkostlegasta aprílgabb, sem sögur fara af hjá SÍS, hlyti að eiga upptök sín í deildinni. 18 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.