Hlynur - 15.02.1978, Blaðsíða 8

Hlynur - 15.02.1978, Blaðsíða 8
Verðbólgan er vandamálið Viðtal við Gunnar Grímsson Á stofnfundi félags lífeyrisþega í lífeyrissjóðum samvinnufélag- anna var Gunnar Grímsson kjörinn fyrsti formaður þess. Gunnar hefur á fimmta áratug unnið að fjölþættum störfum innan samvinnu- hreyfingarinnar. í nærfellt tvo áratugi var hann kaupfélagsstjóri á Skagaströnd, þá gerðist hann einn af fyrstu kennurum Samvinnu- skólans að Cifröst, þegar skólinn flutti þangað haustið 1955. Síðar gerðist hann umsjónarmaður fasteigna Sambandsins og starfsmanna- stjóri þess um árabil, en hefur nýlega látið af þeim störfum. Pað er þó af og frá, að Gunnar sé sestur í helgan stein, því hann vinnur nú sem skjalavörður Sambandsins að margvíslegu heimildarstarfi, m. a. er nýlega komin á þrykk, samantekt um rekstur og framkvæmdir Sambandsins frá 1902 til 1947, sem Gunnar hefur tekið saman upp úr reikningum, fjárhagsáætlunum og fundargerðum. Hlynur lagði nokkrar spurningar fyrir Gunnar um hið nýstofnaða félag og málefni lífeyrisþeganna, sem hann leysti úr af sinni alkunnu Ijúfmennsku. — Hvað finnst þér brýnast að bæta úr fyrir lífeyrisþega í lífeyris- sfóðum samvinnufélaganna í dag og þá hvernig? — Aðalvandamál lífeyrissjóðanna eru áhrif verðbólgunnar. Vörn gegn verðbólgu hlýtur að verða forgangs- mál og þá sérstaklega að reyna að rétta hag þeirra, sem elstir eru í röðinni, og hafa svo lága grunn- tölu sem viðmiðun, að óviðunandi er. — Hver ættu að vera fyrstu verkefni hins nýstofnaða félags? — Pessi samtök eru svo ný af nálinni að stjórnin hefur ekki hald- ið sinn fyrsta fund. Það verður að sjálfsögðu hennar verkefni að meta það. — Hver ættu þá að vera helstu verkefni félagsins? — í samþykktum félagsins eru þetta talin helstu verkefni þess: a. Að gæta sameiginlegra hagsmuna félagsmanna í skiptum við líf- eyrissjóðina. b. Að hafa á hendi upplýsinga- og fræðsluþjónustu um starfsemi sjóðanna og starfsreglur þeirra, um fjármagn þeirra, vöxtun fjár og varnir gegn verðbólgu, á- samt úthlutunarreglum, allt í þeim tilgangi að tryggja lífeyris- þegum sem mest öryggi og sem fyllsta þjónustu. c. Að vinna að því að skapa sem fjölbreyttasta aðstöðu til starfs, náms eða tómstundaiðju fyrir félagsmenn. d. Að stuðla að hagkvæmni og ör- yggi í húsnæðismálum félags- manna. e. Að vinna að því að lífeyrisþegar, sem notið höfðu réttinda í starfsmannafélögunum og LlS, njóti áfram þeirra réttinda. — Hvað finnst þér um einn sameiginlegan lífeyrissjóð innan samvinnuhreyfingarinnar? — Við fljóta athugun virðist það vera sjálfsögð og eðlileg ráðstöfun, að sjóðirnir renni saman, svo fram- arlega að á því finnst ekki verulegir annmarkar, sem ég veit raunar ekki hverjir gætu verið. — Hvaða skoðun hefur þú á einum lífeyrissjóði fyrir alla lands- menn? Gunnar Grímsson. — Sameining allra lífeyrissjóða landsins hefur sjálfsagt bæði kosti og galla. Sjóðirnir eru mjög mis- gamlir og staða þeirra og styrkur er misjafn. Menn vilja ógjarnan sleppa hendinni af þeim sjóðum, sem standa þeim næst. Peir sem betur eru staddir, búast við út- gjöldum til hinna veikari og vilja halda sínu. Allt er þetta mannlegt og veldur því, að sameining tekur sinn tíma, en sennilega er hún framundan. — Hvað um aðild þessa félags að stjórn Lífeyrissjóðs SfS °g fl- sjóða? — Mér finnst slík aðild mjög eðlileg, þegar félaginu vex fiskur um hrygg og félagsmönnum fjölgar. Ennþá er þetta naumast nema nafnið. — En hvað finnst þér um þá hugmynd að lífeyrisþegar hér á landi stofni með sér landssamtök? — Ég held þetta verði að þróast með eðlilegum hætti. Naumast er tímabært að tala um landssamtök félaga, sem enn hafa ekki verið stofnuð. — Á hvern hátt getur LÍS sem best stutt málefni lífeyrisþega i lífeyrissjóðum samvinnufélaganna? — Ég hef nú ekki tilbúnar á- kveðnar tillögur í þessu efni, en ég vil endurtaka, að allar ráðstaf- anir, sem verja sjóðina gegn verð- bólgu og gera þá sem hæfasta til að standa undir verkefni sínu að sjá félögum sínum fyrir eðlilegu framfæri, eru velþegnar og það verkefni sem nú ber hæst. Sama 8 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.